Fréttablaðið - 18.12.2004, Qupperneq 94
■ VEISTU SVARIÐ?
Svör við spurningum á bls. 6
1
3
2
Kolgrafarfjörður.
Tómas Már Sigurðsson.
Islam Abduganievich Karimov.
78 18. desember 2004 LAUGARDAGUR
Brettafélag Íslands stendur í
dag fyrir snjóbrettaatburði í
Vetrargarðinum í Smáralind.
Um er að ræða fyrsta snjó-
brettaatburð sem haldinn er inn-
anlands á Íslandi. „Þarna verða
samankomnir færustu bretta-
menn landsins og sumir þeirra
koma til landsins frá Svíþjóð.
Keppt er í „Jibb session“ sem
virkar þannig að komið er fyrir
hlut sem brettamaðurinn stekk-
ur yfir,“ segir Ásgeir Höskulds-
son formaður Brettafélags Ís-
lands.
Til þess að geta haldið mótið
er nauðsynlegt að flytja snjó inn
í Smáralindina og segir Ásgeir
það nú ekki vera svo mikið mál.
„Fólk heldur oft að við þurfum
meiri snjó en raunin er. Við þurf-
um að koma fyrir plastdúk á
gólfið, vörubretti, klaka ofan á
það og snjó á klakann. Þetta er
svo bundið með salti. Svo þurf-
um við eina rennu, stökkpall og
lendingu. Vonandi er þetta byrj-
unin á því sem koma skal og
planið er að reyna að halda ein-
hvern tíma stökkmót innan-
húss.“
Brettafélag Íslands hefur
verið starfrækt frá árinu 2001.
„Nýlega var skipuð ný stjórn og
höfum við unnið hörðum hönd-
um við að leggja drög að vetrin-
um. Helsta markmið okkar er að
bæta aðstöðu brettamanna, við
vinnum náið með Bláfjallanefnd
og Hlíðarfjalli, einnig höldum
við fimleikanámskeið þar sem
meðal annars er æft á trampólíni
hvernig á að beita sér í stökkum.
Í janúar verður svo snjóflóða-
varnanámskeið og einnig höfum
við verið með fullt af litlum at-
burðum.
Ásgeir segir vinsældir íþrótt-
arinnar hafa farið ört vaxandi
síðan hennar varð fyrst vart hér-
lendis árið 1990. „Í dag byrja í
rauninni fáir á skíðum. Óform-
leg könnun sýndi að 70 prósent
þeirra sem sækja fjöllin eru
snjóbrettafólk. Skíða- og fjöl-
skyldufólkið sést hér mestmegn-
is á góðviðrisdögum og til dæm-
is á páskunum en þegar allt árið
er tekið með í dæmið er bretta-
fólk í miklum meirihluta.“
„Jibb session“ í Smáralind
byrjar klukkan átta og endar um
tíu leytið og mega viðstaddir
búast við glæsilegri sýningu þar
sem margir af færustu bretta-
mönnum landsins sýna listir
sínar.
hilda@frettabladid.is
Dvergurinn Ólöf Sölvadóttir er að
slá hressilega í gegn 69 árum
eftir andlát sitt. Inga Dóra
Björnsdóttir hefur skráð ævisögu
þessarar merku konu sem þóttist
vera eskimói og varð víðfræg í
Bandaríkjunum á sínum tíma.
Bókin Ólöf eskimói er tilnefnd til
íslensku bókmenntaverðlaunanna
í ár og það er óhætt að segja að
hún sé ein af óvæntum sölubókum
þessa árs.
Saga Ólafar er með miklum
ólíkindum og virðist höfða vel til
fólks því sóst er eftir kvikmynda-
réttinum á henni og undirbúning-
ur er hafinn á sölu bókarinnar til
bandarískra forlaga hjá umboðs-
manni í New York.
Inga Dóra sem sjálf er búsett í
Santa Barbara í Kaliforníu skrif-
aði bókina upphaflega á ensku en
umritaði hana og aðlagaði á
íslensku. Enska frumútgáfan er
komin í umferð ytra og allar líkur
á að saga Ólafar muni koma út á
ensku enda varð þessi magnaði
lygari hálfgerð poppstjarna í
Bandaríkjunum þagar hún var
upp á sitt besta.
Hér heima hafa svo nokkur
helstu framleiðslufyrirtæki í
kvikmyndabransanum ámálgað
að kaupa réttinn á bókinni og bæði
Friðrik Þór Friðriksson og
Baltasar Kormákur hafa leitað
hófanna en höfundur vill sjá hvort
fleiri fiskar séu í sjónum og enn
er ekkert ráðið um kvikmyndun.
Það er því ljóst að Ólöf hefur
spunnið sinn heillandi lygavef
langt út fyrir gröf og dauða. ■
Lygadvergurinn eftirsóttur
BRETTAFÉLAG ÍSLANDS: STENDUR FYRIR HELJARINNAR SÝNINGU Í DAG
Snjóbrettastökk í Smáralind
1
6 7
98
10
12 13
1514
16
18
17
11
2 3 4 5
HRÓSIÐ
SNJÓBRETTI „Jibb Session“ verður haldið í dag en í því felst að stökkva yfir hlut. Hér sést Eiríkur Helgason snjóbrettakappi stökkva
yfir bíl.
Undirgefinn
móður sinni
Stúfur! Tvímæla-
laust – það er eitt-
hvað svo ómót-
stæðilegt við
dvergvaxinn rauð-
klæddan skeggj-
aðan karlmann
sem gefur manni
gjafir og syngur
fyrir mann og er undirgefinn móður
sinni. Segir það okkur eitthvað stelp-
ur??? Alltaf soldið gaman að stinga í
stúf...!
Stúf í stofuna
Stúfur ...af því hann er mesta dúllan!
Mann langar til að
taka hann með
sér heim, gefa
honum að borða
og aldrei skila
honum. Gott að
eiga eitt stykki
Stúf í stofunni hjá
sér svona til að
létta lundina.
Allir nema Stekkjastaur
Eiginlega eru þeir allir í uppáhaldi hjá
mér, nema STEKKJASTAUR það er ýmis-
legt í fari þessa einfætta jólasveins sem
ég kann ekki við. Að vera að ryðjast inn
í fjárhús þegar enginn sér til og fara að
rembast við að sjúga ærnar – eða eins
og segir í ljóði Jó-
hannesar í Kötlum:
Stekkjastaur kom
fyrstur - stinnur eins
og tré - hann laum-
aðist í fjárhúsin og
lék á bóndans fé -
hann vildi sjúga
ærnar - o.s.frv., mér
finnst þetta eitthvað
spúkí. En kannske er það bara minn
„dirty” hugsunarháttur.
Skyrjarmur sexý
Ekki nokkur spurning; Skyrgámur!
Eða Skyrámur eða jafnvel Skyrjarmur;
fer einhverjum sögum af því hvað
hann heitir kallinn. Hann er að
minnsta kosti
hreystin upp-
máluð, smart
mynd af honum
í bókinni í
gamla daga og
svo er hann
bara soldið
sexý.
Stærri gjafir
Björk: Kertasníkir því
þá eru jólin alveg að
koma...Hann gefur
líka stærri gjafir í
skóinn.
| 5STELPUR SPURÐAR |
Uppáhalds jólasveinninn?
EDDA
GUÐLAUG
BJÖRK
UNNUR GUÐRÚN
Lárétt:
1 snæðir, 6 hraða, 7 í röð, 8 tveir eins, 9
kvæðis, 10 kærleikur, 12 veitingastaður,
14 á potti, 15 tímamælir, 16 hæð, 17
kostur, 18 dreifa.
Lóðrétt:
1 betrun, 2 mjólkurafurð, 3 sólguð, 4
trúgjarn, 5 víma, 9 konunafn, 11 val, 13
snemma, 14 loka, 17 hætta.
Lausn:
Lárétt: 1 borðar, 6 asa, 7 uú, 8 tt, 9 óðs,
10 ást, 12 krá, 14 lok, 15 úr, 16 ás, 17
val, 18 strá.
Lóðrétt: 1 bati, 2 ost, 3 ra, 4 auðtrúa, 5
rús, 9 ósk, 11 kost, 13 árla, 14 lás, 17 vá.
ÓLÖF ESKIMÓI Saga þessa magnaða
lygadvergs hefur vakið athygli í Bandaríkj-
unum og á Íslandi hafa kvikmyndagerðar-
menn mikinn áhuga á að festa ævi
falseskimóans á filmu.
...fær plötuútgáfan Smekkleysa
fyrir að hjálpa tónlistarmönnum
að koma sér á framfæri með því
að leyfa þeim hvað eftir annað
að leika lifandi tónlist í nýju
Smekkleysubúðinni. Búðin er
staðsett í gamla Kjörgarði á
Laugavegi 59.
94-95 (78-79) MYND Fólk 17.12.2004 20:07 Page 2