Fréttablaðið - 21.12.2004, Side 78

Fréttablaðið - 21.12.2004, Side 78
Pósturinn á Íslandi hefur fengið rúmlega þúsund bréf í hús sem stíluð eru á jólasveininn, hvort sem það er hinn ameríski eða ein- hver af hinum þrettán íslensku. Jólasveinar eru mjög uppteknir á þessum tíma árs og þiggja því með þökkum að fá aðstoð við að lesa bréfin og svara þeim. Bréfin fara til fyrirtækisins Mývatn ehf. þar sem starfsmenn vinna við að svara öllum bréfunum. „Við fáum bréf hvaðanæva að úr heiminum og merkingar eru mjög mismunandi. Sumir krakkar skrifa einungis Santa Claus en oft fáum við ítarlegri upplýsingar. Margir krakkar senda jólasveininum líka snuðið sitt þegar þeir hafa ákveðið að hætta að nota það. Oft taka líka heilu bekkirnir sig saman og senda jólasveininum bréf,“ segir Yngvi Ragnar Kristjánsson, fram- kvæmdastjóri Mývatns og sérlegur aðstoðarmaður jólasveinanna. Yngvi segir um 300 af um 1.500 bréfum vera frá íslenskum krökk- um sem er mun meira en í fyrra þegar einungis 60 íslensk börn skrifuðu jólasveininum á þennan máta. „Við sendum þeim öllum nokk- ur orð til baka þar sem þau fá þakkir fyrir að vera þæg og ósk- um þeim góðra jóla. Ísland er einn af þremur stöðum í heiminum sem bréf til jólasveina fara til og fara sum bréf til Grænlands eða Finnlands.“ Auk þessarar starfsemi er hægt að heimsækja jólasveinana í Dimmuborgum. „Jólasveinninn er með heimsóknartíma frá eitt til þrjú og er þar hægt að fá að sitja í kjöltu hans og láta taka mynd af sér með jólasveininum. Það getur hver sem er komið og heimsótt jólasveininn,“ segir Yngvi. ■ ■ VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á bls. 6 1 3 2 Hansína Á. Björgvinsdóttir. Þrjú prósent. Séð og heyrt. 62 21. desember 2004 ÞRIÐJUDAGUR 1 5 6 87 9 12 15 10 13 16 17 11 14 18 2 3 4 ...fá ungir íslenskir knattspyrnu- menn sem eru farnir að streyma til stórliða í Evrópu. HRÓSIÐ Henti gamalli kærustu úr bíl á ferð en sleppur – hefur ú séð D V í dag? MÝVATN EHF: SÉR UM AÐ SVARA BRÉFUM FYRIR SKYRGÁM OG FÉLAGA Aðstoðarmenn jólasveinanna Lárétt: 1 hró, 5 fiskur, 6 félag, 7 ull, 8 eyja í Írlandshafi, 9 hljómur, 10 skóli, 12 flana, 13 hjúp, 15 varðandi, 16 storð, 18 bróðir Kains. Lóðrétt: 1 samkomulag, 2 nögl, 3 verk- færi, 4 tal, 6 íláti, 8 sjást óljóst, 11 karl- fugl, 14 dvelja, 17 nálægir í stafrófinu. Lausn: Lárétt :1skar, 5áll, 6ka, 7tó, 8mön, 9sónn, 10ma, 12ana, 13áru, 15um, 16land, 18abel. Lóðrétt: 1sáttmáli, 2kló, 3al, 4mannamál, 6könnu, 8móa, 11ara, 14una, 17db. Dótið? RetroPod Sem er? iPod í Sony Sport Walkman-vasadiskóhulstri. Þetta er nýjasta trendið hjá iPod-eigendum. Kassettudrifið og festingin eru tekin úr vasadiskóinu og jack-innstunga tengd við skelina og þaðan í iPodinn. Þannig þarf hulstr- ið ekki að vera opið meðan þú hlustar á tónlistina. Hvað þarf til? Fyrst af öllu þarf að grafa upp gamla Walkmanninn. Erfitt getur reynst að grafa hann upp nú þar sem þeir eru að verða úreltir. Flottasta týpan er þó WM-F45 og þá týpu er jafnframt erfiðast að finna. Flestir gulir Walkmannar duga í verkið en varast verður þó að sumir eru minni en þeir hefðbundnu og þá kemst iPod- inn og innstungan fyrir heyrnatólin ekki fyrir. Ef þið eruð í vafa um hvort iPod passar inn í Walkmanninn mátið hann þá við. Walkmanninn á að vera einum sentimetra breiðari og tæpum þremur sentimetrum lengri. Talsverða natni þarf við að tengja og skrúfa í sundur Walkmanninn en samkvæmt leiðbeiningum sem finna má á vefsíðunni www.retropod.com, tekur það ekki nema um 90 mínútur. Kostir? Fyrir utan það að vera ótrúlega flott hulstur býður Walkmanninn upp á ákveðna kosti. Það heldur öllum kostum Walkmannsins og er til að mynda nánast vatnshelt. Á sumum týpum Walkmanna eru tvö tengi fyrir heyrnartól svo eigandinn getur leyft öðrum að njóta tónanna með sér. Þess ber þó að geta að það er ekki hægt að nota fjarstýringu á iPod á meðan hann er í hulstrinu og opna verður hulstrið til að nálgast stýritakkana. Verð? Hægt er að kaupa allar græjur fyrir RetroPod-hulstrið á síðunni www.retropod.com fyrir tuttugu dollara. Fyrir þá sem nenna ekki að eyða tíma í að búa til hulstrið er hægt að kaupa tilbúið hulstur á hundrað dollara, rétt rúm- ar sex þúsund krónur. DÓTAKASSINN POPPFRÓÐASTI PÖPULLINN Nú eru leikar farnir að æsast í spurningakeppni Fréttablaðsins sem byggð er á Popppunktsspili dokt- or Gunna. Átta keppendur hófu leik en nú er komið að undanúrslitum. Fyrstir til að hefja leik eru rithöf- undurinn Stefán Máni og Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. Harpa Melsted handboltakona og Katrín Júlíusdóttir þingkona eigast við í hinum undanúrslitaleiknum. Sigurvegarinn fær sjálft Popppunktsspilið í verðlaun. 5. UMFERÐ STEFÁN MÁNI Hefur staðið sig einna best keppenda og er kominn í úrslit. STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON Hann var hundsvekktur með að vita ekki í hvaða hljómsveit Erpur er. 1. Fram 2. XXX Rottweieler 3. Pass 4. Súkkat 5. Magnús Þór Sigmundsson 6. Hljómborðs- leikarinn 7. Abba 8. Punkadelics 9. Pink 10. 1996 RÉTT/RANGT 1. Valsari 2. Pass 3. Papar 4. Ríó Tríó 5. Megas 6. Gunni Þórðar 7. Abba 8. Janis Joplin 9. Pass 10. 1992 Stefán Máni Steingrímur J. Sigfússon Steingrímur J. kemst áfram í undanúrslit með einu réttu svari. Alls stig4 Alls stig1 ✓ ✓ ✓ ✓ ✓ ✗ ✗ ✗ ✗ ✗ ✗ ✗ ✗ ✗ ✗ ✗ ✗ ✗ ✗ ✗ RÉTT/RANGT Rétt svör: 1. KR, 2. XXX Rottweilerhundum, 3. Valgeiri Guðjónssyni, 4. Blur, 5. Magnús Þór Sigmundsson, 6. Skúli Gautason, 7. Abba, 8. Aretha Franklin, 9. Weezer, 10. 1996. 1. Með hvaða fótboltaliði heldur Bubbi Morthens? 2. Í hvaða bandi eru Erpur og Bent? 3. Með hverjum er platan Smellir og skellir? 4. Hvaða hljómsveit söng um kaffi og sjónvarp árið 1999? 5. Hver er pabbi Þórunnar Antóníu? 6. Hver samdi lagið Jólahjól? 7. Hvers lensk er hljómsveitin Abba? 8. Hverð gerði plötuna Young, Gifted and Black árið 1971? 9. Önnur breiðskífa hverra heitir Pinkerton? 10. Hvaða ár fékk Björk Brit-verðlaunin í fyrsta skipti? 10 HRAÐASPURNINGAR SKYRGÁMUR Hægt er að fá mynd af sér í kjöltu jólasveinanna í Dimmuborgum. Mývatn ehf. sér um þessa starfsemi auk þess að svara bréfum fyrir jólasveinana. Á myndinni sést Skyrgámur taka jólasveinaflipp. 78-79 (62-63) Folk 20.12.2004 21:09 Page 2

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.