Fréttablaðið - 30.12.2004, Side 8

Fréttablaðið - 30.12.2004, Side 8
8 30. desember 2004 FIMMTUDAGUR HÓTEL Í TAÍLANDI Björgunar- og tiltektarlið kannar aðstæður í móttökusalnum á hóteli í Taílandi. Rafmagnsleysi á Grundartanga: Ekkert varanlegt tjón ÓVEÐUR Rafmagn fór af stóriðjunum tveimur á Grundartanga í um klukkustund vegna óveðursins í fyrrinótt. „Ástandið var nokkuð al- varlegt hjá okkur en rafmagnið fór af allri verksmiðjunni,“ segir Ingi- mundur Birnir, framkvæmdastjóri framleiðslu- og tæknisviðs hjá Ís- lenska járnblendifélaginu. „Við erum búnir að koma öllum í gang núna og það er ekkert teljanlegt tjón.“ Hjá Norðuráli varð ekkert var- anlegt tjón heldur. „Það verður ekk- ert tjón þótt straumlaust verði í svona stuttan tíma, nema að fram- leiðslan dettur að sjálfsögðu niður,“ segir Kristján Sturluson, fram- kvæmdastjóri starfsmanna- og um- hverfissviðs Norðuráls. „Starfs- mennirnir sem voru hér á vakt tóku á vandamálinu með þeim vinnu- brögðum sem ákveðin eru í svona tilvikum og allt gekk mjög eðlilega fyrir sig,“ bætir Kristján við. Mönnum ber saman um að veð- uraðstæður í fyrrinótt hafi verið mjög sérstakar, en langt er síðan rafmagnið fór síðast af verksmiðj- unum tveimur. ■ Þrefaldur verð- munur milli hverfa Mjög vaxandi verðmunur er á fasteignum eftir hverfum á höfuðborgarsvæð- inu. Þannig getur verið rúmlega þrefaldur munur á fermetraverði þriggja herbergja íbúðar eftir því hvar hún er staðsett. VIÐSKIPTI Verð á fermetra í eftir- sóttustu íbúðunum á vinsælum svæðum í höfuðborginni getur far- ið í rúmlega 300 þúsund krónur á meðan fermetrinn í samsvarandi íbúð á öðrum svæðum getur kostað um 100 þúsund. Verðmunur milli hverfa hefur aukist verulega í þeirri þróun fasteignaverðs sem orðið hefur að undanförnu. „Það ber að hafa í huga, að þarna er alls ekki um að ræða ein- hver meðaltöl,“ segir Björn Þorri Viktorsson formaður Félags fast- eignasala. „Hæsta verðið sjáum við í einhverjum súper eignum. Lægstu verðin geta verið eitthvað um 100 þúsund í stöku eignum.“ Hann segir að verðþróunin á fast- eignamarkaðinum að undanförnu hafi skýrt þann verðmun sem er á milli hverfa á höfuðborgarsvæð- inu. „Ég held að sá munur eigi eftir að verða meiri þegar fram í sækir.“ Spurður um dýrustu hverfin í borginni sagði Björn Þorri að nefna mætti ákveðna staði í miðborginni. Þá mætti nefna ákveðin svæði í vesturbænum, svo og á Seltjarnar- nesi. Einnig væri Fossvogur ofar- lega á blaði hvað há verð snerti, svo og tiltekin hverfi í Garðabæ, Kópa- vogi, Grafarholti og Grafarvogi. „Í Grafarholti er til að mynda verið að auglýsa í dag einbýlishús, sem jafnvel eru ekki fullbúin, á um og yfir 40 milljónir króna og þau eru að seljast. Það hefði einhvern tíma þótt merkilegt í ekki eldra hverfi, sem ekki er orðið gróið. Ég held því að allar hrakspár sem gengu milli manna um það svæði fyrir 2-3 árum síðan séu hreint ekki að ræt- ast. Mér hefur sýnst að mjög vel gangi að selja fasteignir þar.“ Varðandi ódýrustu svæðin sagði Björn Þorri að þau væru í jaðarbyggðum höfuðborgarsvæð- isins og nágrenni. Hann sagði að kaupendur væru í mjög auknum mæli að leita út fyrir þessi svokölluðu höfuðborg- armörk og mætti þar nefna Reykjanesbæ, Grindavík, Voga á Vatnsleysuströnd, Akranes, Hveragerði og Selfoss. Í Hvera- gerði væri til að mynda mikið byggt og allt seldist þar. jss@frettabladid.is Víðtækar rafmagnstruflanir: Sérstakar veð- uraðstæður ÓVEÐUR Margir urðu varir við rafmagnsleysi sem varð víðs vegar um land í fyrrinótt. Or- sökina má að hluta til rekja til truflana í veitukerfi Landsvirkj- unar. Fyrri truflunin varð rétt fyrir klukkan tvö en hún olli straum- leysi á Suðurlandi vestan Þjórs- ár. Seinni truflunin varð um klukkan fjögur og var þar á ferðinni töluvert víðtækara straumleysi, hjá stóriðjunum á Grundartanga og.síðan á Vestur- landi og Vestfjörðum, allt að Laxárvatni við Blönduós. ■ Höfðabakka 1 - sími 587 50 70 Ath opið gamlársdag til 13.00 Áramótagleðin hefst með góðum mat!! Ferskur Túnfiskur....2.500,- Sverðfisksteikur......1.990,- Risarækjur á spjóti...2.490,- Hámeri í hvítlauk....1.990,- Risa hörpuskel.....2.490,- Nílarkarfi í chilli....1.990,- Búri.....1.990,- humar humar- humar eigum nóg til af öllum stærðum JÁRNBLENDIVERKSMIÐJAN Rafmagn fór af stóriðjunum á Grundartanga í fyrrinótt. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M HÖFUÐBORGIN Sala dýrra einbýlishúsa hefur stóraukist að undanförnu, að sögn formanns Félags fast- eignasala. Nú er verið að selja í hverjum einasta mánuði hús, jafnvel fleiri en eitt eða tvö, á um hundrað milljónir króna. JÖTUNVAXNAR RISASKOTKÖKUR Margar gerðir og stærðir og nýjungar !! Blævængir, sveipblævængir, tjaldsveipir og þríhleypur !! Þú færð þær hjá flugeldasölum íþróttafélaganna og víða annars staðar. Goðheima- og Jötunheima-risaskotkökurnar munu fylla himinhvolfin um áramótin. 08-09 29.12.2004 21:03 Page 2

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.