Fréttablaðið - 30.12.2004, Page 20

Fréttablaðið - 30.12.2004, Page 20
Þetta var ekki gott ár fyrir hug- myndina um fjölmenningarsam- félög. Morðið á Van Gogh í Hollandi og ólga í kringum póli- tíska ofsatrúarmenn víða í Evr- ópu veldur nú sviptivindum um alla álfuna. Það dró án efa úr fylgi við þá hugmynd að evr- ópsk samfélög séu svo sterk og umburðarlynd að tilvist ólíkustu menningar innan þeirra geri lít- ið annað en að auðga þau. Um- ræðan um þetta einkenndist af stóryrðum og vanstillingu í mörgum ríkjum álfunnar. Það var eins og menn hefðu skyndi- lega fengið leyfi til að segja það sem þeim hafði lengi búið í brjósti. Núna um daginn hitti ég unga hollenska blaðakonu sem sagði mér að morðið á Van Gogh hefði breytt sínum skoðunum og skoðunum vina hennar á fjöl- menningarsamfélaginu. En þetta stóð bara í eina eða tvær vikur, sagði hún, svo snerumst við aftur. Öll hugsunin um þetta, sagði hún, gerði okkur að lokum enn sannfærðari en áður um að hin fjölbreyttu samfélög Evrópu hafa mikla yfirburði yfir önnur samfélagsform heimsins. Kannski er þetta fólk ekki dæmigert og líklegt er að marg- ir þeirra sem snerust í haust muni ekki snúast aftur í bráð. En hvers vegna skyldi mörgum þykja svona erfitt að búa í ná- vígi við fólk með aðra menn- ingu? Sumir segja að manninum líði best í litlum ættbálkasamfé- lögum þar sem menn þekkja hvern annan og eru svo líkir hverjir öðrum að sjálfsmyndir þeirra verða einfaldar og þægi- legar. Ég hef stundum staðið sjálfan mig að því að hallast að þessu, síðast núna rétt um dag- inn þegar ég horfði á bedúína austur í Arabíu dansa og syngja í brúðkaupi af innlifun og gleði sem þeim einum er töm sem veit fyrir víst hver hann er. Ég hugs- aði til þess að oftast þegar ég hef séð stóran hóp fólks deila svona einfaldri, djúpri og ein- lægri gleði hef ég verið staddur langt í burtu frá stórborgum heimsins. Og í þau skipti sem ég hef séð þetta gerast langt inni í stórri borg hef ég oftar en ekki verið staddur í mosku, kirkju eða hofi. Á slíkum stöðum og við þá iðkun sem þar fer fram hverfur stundum þörf manna fyrir aðgreiningu frá öðrum og fyrir persónulega tilfinningu um hverjir þeir telja sig vera. Sem leiddi til þeirrar niðurstöðu að líklega felist svona gleði ekki í því að vita hver maður er, held- ur í því að hafa litla þörf fyrir persónulega skoðun á því. Í flóknari samfélögum eru menn hins vegar sífellt rukkaðir um það með beinum eða óbeinum hætti hverjir þeir eru. Þar þekk- ir enginn neinn og allir sýnast ólíkir. Við þær aðstæður virðast menn á ófriðlegri tímum finna til ríkra þarfa til að búa til í kringum sig ímyndað samfélag líkra manna með sama guð og sama uppruna. Úr þannig við- leitni verður til hópur sem á saman um alla hluti en sker sig um leið frá öllum öðrum, eins konar ættbálkur í hafi öðru vísi fólks. Þörfin fyrir svona ætt- bálkamyndun er oft afleiðing átaka eða þá afleiðing af heimsku rasismans. Það er víða stutt í þá heimsku en átök sam- tímans eru hins vegar oftar en ekki innflutt. Maðurinn sem myrti Van Gogh var fæddur í Hollandi og mun hafa fallið vel inn í hollenskt samfélag þar til nýlega að hreyfing ofsatrúar- manna í Miðausturlöndum vakti athygli hans. Það var ekki reynslan af Evrópu eða Hollandi sem umturnaði honum, heldur hatrið sem dapurleg saga Mið- austurlanda getur af sér. Flest kjarnaríki Evrópu hafa lengi þrifist á innflutningi fólks. Sagt er að meira en helmingur íbúa London eigi að minnsta kosti eina ömmu eða afa sem var útlendingur. Fjórðungur alls fólks í Frakklandi á eða átti út- lenda ömmu eða afa. Allar mik- ilvægustu, skemmtilegustu og mest skapandi borgir Evrópu einkennast af fjölbreytileika í uppruna og menningu íbúanna og það sama má segja um Norð- ur Ameríku. Deilur um innflytjendur eru líka harðari og sprottnar af aug- ljósari rasisma í Kaupmanna- höfn og öðrum borgum þar sem tiltölulega fáir útlendingar búa og eru nýlunda en í London eða öðrum stórborgum sem hafa lengi sótt styrk sinn í fjöl- breytnina. ■ Á ramótin eru framundan með tilheyrandi ljósadýrð í háloftun-um. Ýmsir velta í ár vöngum yfir því hvort þeir eigi að draga úr flug- eldakaupum, eða jafnvel sleppa þeim alveg, og verja þess í stað fé til hjálparstarfsins í kjölfar flóðanna við Indlandshaf. Aðrir benda á að fjárhagslegur grundvöllur hjálparsveita hér á landi hvílir að stórum hluta á flugeldasölu og því sé afar óviturlegt í strjálbýlu landi þar sem allra veðra er von að breyta flugeldakaupvenjum sínum. Ef að líkum lætur munu margir tugir milljóna króna springa í loft upp í formi flugelda og annarra áramótasprenginga annað kvöld. Þannig hefur það verið undanfarin ár og heldur aukist ár frá ári. Nú er svo komið að hér á höfuðborgarsvæðinu, að minnsta kosti, minna göturnar á nýársnótt helst á götur í stríðshrjáðri borg, slíkt er draslið eftir sprengjur kvöldsins og næturinnar og mökkurinn sem fylgir. Mökkurinn er raunar víða svo mikill um áramótin að hann spillir verulega útsýni til flugelda. Í raun þyrfti því ekki neyðar- ástand í annarri álfu að koma til, til þess að raunhæft og eðlilegt væri að velta fyrir sér á hvaða leið við erum í flugeldasprengingum um áramót. Flóðin við Indlandshaf nú gera það hins vegar að verk- um að spurningin verður áleitnari en ella. Óneitanlega er fallegur siður að kveðja liðið ár með flugeldum. Hvergi í heiminum tíðkast að gera það með viðlíka hætti og hér á landi og ástæðulaust er annað en að halda þennan sið í heiðri þótt ekki sé hann nema fárra áratuga gamall. Hingað kemur líka um hver áramót vaxandi fjöldi ferðamanna til að fylgjast með háloftaspreng- ingum Íslendinga þannig að við erum orðin þekkt meðal þjóða fyrir það hversu hressilega hér er tekið á í áramótasprenginum. Öllu má hins vegar ofgera, einnig þessu. Fjármagnið sem fer í flugeldana er gríðarlegt og ekki nema von að einhverjir hugleiði hvort einhverju af þessu fé væri betur varið í að styðja við það umfangsmikla hjálp- arstarf sem nú fer fram við strendur Indlandshafs og ófyrirsjáan- legt er hversu umfangsmikið muni verða og hversu lengi það mun standa. Björgunarsveitir á Íslandi vinna gríðarlega öflugt og mikilvægt starf. Þær hafa bjargað mörgum mannslífum sem seint verður full- þakkað og í landi þar sem enginn her er gegna björgunarsveitir vissulega lykilhlutverki. Það er því afar mikilvægt fyrir þær að hafa góðar og traustar tekjur. Velta má fyrir sér hvort tekjur af flugeldasölu hljóti ekki að vera of hverful tekjulind fyrir svo mikil- væga starfsemi sem starf björgunarsveita á Íslandi er. Sömuleiðis er íhugunarefni hvort rekstrargrundvöllur lífsnauðsynlegs björg- unarstarfs eins og það sem björgunarsveitirnar í landinu inna af hendi ætti ekki í meira mæli að vera tryggður með skattfé en nú er, á sama hátt og til dæmis almannavarnir og Landhelgisgæslan. Loks má má benda á að til eru fleiri leiðir til að styðja við starf björgun- arsveita en með flugeldakaupum, til dæmis bein og milliliðalaus fjárframlög. ■ 30. desember 2004 FIMMTUDAGUR SJÓNARMIÐ STEINUNN STEFÁNSDÓTTIR FRÁ DEGI TIL DAGS Nú er svo komið að hér á höfuðborgarsvæðinu, að minnsta kosti, minna göturnar á nýársnótt helst á götur í stríðshrjáðri borg, slíkt er draslið eftir sprengjur kvöldsins og næturinnar. ,, Ímynduð samfélög Þriðja kynslóð Pétur Ásgeirsson, skrifstofustjóri í utanrík- isráðuneytinu, hefur skipulagt neyðarvakt ráðuneytisins vegna hörmunganna í Asíu. Þykir hann hafa sýnt fumleysi og nær- gætni í yfirlýsingum í fjölmiðlum. Pétur er þriðja kynslóð sinnar fjölskyldu sem er að störfum í stjórnarráðinu. Faðir hans, Ásgeir Pétursson, fyrrverandi sýslumaður (f. 1922), starfaði í forsætis- og mennta- málaráðuneytinu á sjötta áratugnum og var þá náinn samstarfsmaður Ólafs Thors og Bjarna Bene- diktssonar. Afi skrifstofustjór- ans og nafni, Pétur Magnús- son (1888-1948), var alþing- ismaður Sjálfstæðisflokksins um langt árabil og fjármála- og viðskiptaráðherra í nýsköpunarstjórninni á fimmta áratugn- um. Var jafnan talað um hann sem hægri hönd Ólafs Thors forsætisráðherra. Ekki úrelt Í gær er spurt í ritstjórnargrein í Morgun- blaðinu, Staksteinum, hvort „sú þögn, sem ríkir um margvísleg sakarefni [manna sem eru í fréttum] og byggist á lagaákvæðum þar um, sé ekki löngu orð- in úrelt fyrirbæri.“ Bætt er við: „Stjórnvöld virðast hafa mjög takmarkaða möguleika á að koma til almennings upplýsingum um þær forsendur, sem liggja til grund- vallar ýmsum ákvörðunum þeirra. Það leiðir svo til þess í fjölmiðlaheimi nútím- ans að margvíslegur misskilningur grefur um sig án þess að yfirvöld geti rönd við reist“. Tilefni þessara skrifa eru fréttir um brottvísun úkraínsks námsmanns úr landi á grundvelli tiltekins ákvæðis í nýju út- lendingalögunum en sú ákvörðun hefur sætt opinberri gagnrýni. Telur Staksteina- höfundur að fréttir um heróínneyslu við- komandi einstaklings setji brottvísun hans í nýtt samhengi. Hér virðist gæta einhvers misskilnings. Hvort sem heróín- fréttin,sem lögregla virðist hafa látið leka til fjölmiðla, á við rök að styðjast eða ekki breytir hún engu um rétt Úkraínu- mannsins gagnvart lögum. Neysla eitur- lyfja getur tæpast verið sjálfstætt tilefni brottvísunar úr landi. Það sem Stakstein- ar kalla „þögn um sakarefni“ er í rauninni ekki annað en grundvallaratriði réttarrík- isins. Menn eru saklausir uns sök sann- ast. Ástæða er til að gjalda varhug við óígrunduðum hugmyndum um að slaka á í því efni. gm@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: Frétt ehf. RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRAR: Sigurjón M. Egilsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG DREIFING: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is SETNING OG UMBROT: Frétt ehf. PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 SKOÐANIR OG UMRÆÐUR Á VISIR.IS Í DAG ALÞJÓÐAKERFIÐ JÓN ORMUR HALLDÓRSSON Það var ekki reynsl- an af Evrópu eða Hollandi sem umturnaði honum, heldur hatrið sem dapurleg saga Miðaustur- landa getur af sér. ,, Annað kvöld springa tugir milljóna króna í loft upp. Ljósadýrð um áramót 20-61 (20-21) leiðari-viðskipti 29.12.2004 20:51 Page 2

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.