Fréttablaðið - 30.12.2004, Síða 25

Fréttablaðið - 30.12.2004, Síða 25
Martini Asti freyðivín var fyrst sett á markað árið 1863. Það er frísk- legt með múskatkeimi ásamt léttu og seiðandi ávaxtabragði. Martini Asti er í sætari kantin- um, en með gott jafnvægi milli sykurs og sýru. Martini Asti hefur lengi verið eitt mest selda freyðivín á Íslandi. Verð í Vínbúðum 790 kr. Codorniu Clasico Semi Seco er ferskt millisætt freyðivín í góðu jafn- vægi. Það hefur ríkan ávaxtailm og bragð sem minnir á epli og ristað brauð. Opið og gott vín sem hentar við öll tækifæri. Verð í Vínbúðum 990 kr. Hið einstaka þurra kampavín Mumm Cor- don Rouge er mjög þróuð blanda gæða- vína, berjategunda og árganga. Mumm Cor- don Rouge var fyrst kynnt 1875 með hin- um áberandi rauða borða frönsku heið- ursorðunnar og er eitt af vinsælustu kampavínum heims. Vínbúðum 2.820 kr. Áramótavín FIMMTUDAGUR 30. desember 2004 Kampavín og freyðivín í heimsklassa Glóandi glös á gamlárskvöld Í áramótapartíinu er vinsælt að hafa nóg af skrauti og glimmeri til að hres- sa upp á mannskapinn á þessum tímamótum. Um hver áramót slær eitt- hvert skraut í gegn og það er sama upp á teningnum í ár. „Ég myndi segja að hlut- ir sem glóa séu mesta nýjungin í partívörun- um fyrir áramótin sem og partí- pakkarnir okkar. Í gló- andi vörun- um erum við með glös, bæði kókglös og margarítu- glös, rör, eyrna- lokka, hálsmen og eiginlega hvað sem er. Þetta gengur mjög vel og virðist vera mjög vinsælt núna. Glóið varir átta til níu tíma. Partípakk- arnir eru fyrir fjóra, tíu, 25 eða fimm- tíu og innihalda allt sem þarf fyrir partíið; hatta, kórónur, hálsmen, lúðra og hrossabresti svo eitthvað sé nefnt,“ segir Gylfi Þórsson, annar eigandi Partýbúðarinnar á Grensásvegi 8. Partýbúðin selur allt sem til þarf í ára- mótapartíið og er nóg að gera í þeim bransa þessa dagana. „Við erum með mikið úrval í partívörum og erum eig- inlega með þetta allt saman. Við erum með áramótaborða, áramóta- blöðrur, áramótaskraut á borðið með ártalinu 2005, innisprengjur og allt sem þarf á gamlárskvöld. Síðan erum við einnig með plastdiska, glös, dúka og servíettur í stíl í tólf mismunandi litum. Það er líka nóg að gera og fullt í búðinni meirihluta dags,“ segir Gylfi en Partýbúðin annar aldeilis álaginu þar sem hún er með opið til 22 öll kvöld til áramóta og til klukk- an 16 á sjálf- an gamlársdag. Hver þarf ekki grímu fyrir ára- mótin? Gylfi er alltaf í partístuði í Partýbúðinni. Glóandi vörurnar eru afskaplega vinsælar þessa dagana. Í Partýbúðinni er hægt að fá nánast allt í partíið. 24-25 (04-05) Allt áramót 29.12.2004 15:06 Page 3

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.