Fréttablaðið - 30.12.2004, Side 32

Fréttablaðið - 30.12.2004, Side 32
F2 6 30. desember 2004 FIMMTUDAGUR ÞAR SEM ÍSLENDINGUM FINNST SKEMMTILEGAST AÐ DJAMMA K Ö -H Ö N N U N / P M C TIL AÐ FAGNA NÝJU ÁRI BJÓÐA NASA OG HLJÓM- SVEIT ALLRA LANDSMANNA TIL NÝÁRSGALA. VIÐHAFNARKLÆÐNAÐUR, VIÐHAFNARSKAP. AÐGANGUR ÓKEYPIS MEÐAN HÚSRÚM LEYFIR! HÚSIÐ OPNAR KL. 23.00 GAMLÁRSKVÖLD NÝÁRS(GALA)KVÖLD PÁLL ÓSKAR ÞÚ & ÉG SÉRSTAKIR GESTIR: ATH. ENGIN ÁLAGNING Á VEITINGUM MIÐAV. 1000 KR. HÚSIÐ OPNAR KL.01.00 FRÍTT IN N Hrauntunga 4 Kópavogur (1966- 1967) Þarna bjó ég frá fæðingu og þang- að til ég varð eins árs. Þetta var klassískt Kópavogshús, einbýli á tveimur hæðum. Við bjuggum í kjallaranum en þetta var fyrsta heimili foreldra minna. Eskihlíð 12 í Reykjavík (1967-1968) Einn mesti kosturinn við að flytja í Eski- hlíðina var að þá vorum við nær móður- foreldrum mínum sem bjuggu í Barma- hlíðinni. Þetta var hefðbundin íbúð í stíl þess tíma með útsýni yfir leikskólann Hlíðaborg sem ég var á. Ég var mjög söngglaður á leikskólanum og söng Bítlalögin hástöfum fyrir hin börnin. Ferjubakka 16 í Reykjavík (1968- 1969) Ég var Breiðholtsgrís í eitt ár. Á þessum tíma var pabbi að klára laganám- ið. Við flúðum samt sem betur fer áður en ástandið versnaði. Það eina sem mig rámar í frá þessum tíma er að ég rotaði vinkonu mína. Hún komst sem betur fer lífs af og lifir góðu lífi í dag. Stóragerði 25 á Hvolsvelli (1969- 1973) Þegar ég var þriggja ára fluttum við á Hvolsvoll. Pabbi fékk starf sem fulltrúi sýslumannsins á Hvolsvelli. For- eldrar mínir leigðu þarna íbúð fyrst um sinn. Í þessari íbúð fæddust bæði systir mín og bróðir. Öldugerði 16 á Hvolsvelli (1973- 1975) Þegar ég var sjö ára byggði ég mitt fyrsta hús í orðsins fyllstu merk- ingu. Á þeim tíma byggðu verktakafyrir- tæki ekki húsin heldur byggði fólk sjálft. Í Öldugerði uppgötvaði ég fótboltann og byrjaði að halda með Liverpool sem var mjög stór áfangi. Margir af félögum mínum voru svo óheppnir að velja sér lið sem ekki eru til lengur. Á þessum tíma lærði ég líka að tefla. Ég verð þó að við- urkenna að bestu minningarnar eru frá ömmu sem bakaði endalausar kleinur og flatkökur í útiskúr við heimili sitt og auðvitað langafa sem spilaði á forláta harmoniku og var með sitt eigið renni- smíðaverkstæði sem maður gægðist stundum inn á. Hafnarbraut 2 á Hólmavík (1975- 1979) Pabbi fékk embætti sýslumanns í Strandasýslu og því flutti fjölskyldan á Hólmavík þegar ég var níu ára. Ég var með sorg í hjarta þegar ég yfirgaf félaga mína á Hvolsvelli. En fljótlega komst ég að því að það voru ekki síðri félagar sem biðu mín á Hólmavík. Við fluttum í risahús á þremur hæðum með stórum bílskúr. Þarna uppgötvaði ég stangveið- ina og bjó nánast við bryggjuna. Þá var veitt allt frá þorski og marhnút upp í silung og lax. Á þessum tíma varð ég mikill náttúrustrákur og lærði að meta fólk jafnt að verðleikum. Á Hólmavík byrjaði ég að horfa á stelpurnar. Helgugata 5 í Borgarnesi (1979- 1982) Þegar ég var þrettán ára fékk pabbi sýslumannsembætti í Borgarnesi. Ég held að mamma hafi orðið mjög glöð að kom- ast nær Reykjavík þar sem hún er þaðan. Þarna fluttum við í stórt þriggja hæða ein- býlishús með stórum garði með útsýni út á Snæfellsjökul. Húsið stóð á klettasillu við sjóinn. Í seinni tíð var fyllt upp í þetta svæði og nú er knattspyrnuvöllur Skalla- gríms þarna fyrir neðan húsið. Ég bjó þarna þangað til ég fór í Menntaskólann á Akureyri. Þegar ég flutti í Borgarnes komst ég á gelgjuskeiðið enda bærinn fullur af sætum stelpum. Í Borgarnesi voru líka margir skringilegir fírar. Á þess- um tíma ætlaði ég að verða píanóleikari. Eyrarlandsvegur 28, heimavist Menntaskólans á Akureyri (1982- 1985) Það var mikill reynslupakki að flytja að heiman í fyrsta skipti. Ég var í fæði á heimavistinni en þurfti að gera allt annað sjálfur eins og að þvo fötin mín. Tryggvi skólameistari hélt uppi miklum aga og sendi menn miskunnar- laust heim ef þeir brutu af sér. Það var mikið stuð á þessum tíma og ekki óalgengt að menn færu í vatnsslag á göngunum og mökkuðu ýmislegt uppi á herbergjum. Á sumrin voru vegavinnu- skúrar mitt annað heimili þar sem ég starfaði sem veghefilsstjóri. Hrafnagilsstræti 6 á Akureyri (1985-1986) Á síðasta ári Menntaskól- ans á Akureyri leigði ég eigin íbúð ásamt vini mínum. Leigusalinn var frú Þórhildur sem var yndisleg ekkja. Kjall- araíbúðin var kölluð Kjallari lífsgleðinnar. Þetta var án efa fjörugasta Menntaskóla- árið. Þarna var ég í sambandi við sæta skvísu í skólanum sem kryddaði tilver- una. Í gegnum hana kynntist ég heimilis- lífi heimamanna. Ætli það hafi ekki verið lögð aðeins meiri áhersla á stuðið og stemninguna en námsþáttinn. Meistaravellir 13 (1987-1990) Ég flutti á Meistaravelli þegar ég hóf nám í lagadeildinni. Í rauninni stefndi ég alltaf á að verða læknir eða verkfræðingur en hlutirnir æxluðust þannig að ég fór í lög- fræðina. Ég veit eiginlega ekki enn af hverju. Ég bjó á efstu hæð blokkarinnar sem stóð í miðju KR hverfinu. Þarna fór KR-ingurinn í mér að gera vart við sig. Ég innréttaði íbúðina í svarthvítu sem var mjög móðins á þessum tíma og mamma saumaði svarta ábreiðu yfir bleika sófann. Við gerðum íbúðina fína fyrir litla pen- inga og þetta þótti nokkuð töff. Ég bjó einn þarna fyrst um sinn en svo flutti systir mín inn þegar hún byrjaði í Versló. Engjasel 15 (1990-1993) Við systkinin fluttum saman í Breiðholtið. Foreldrar mínir áttu þetta raðhús og það varð að samkomulagi að við myndum búa þarna frekar en að íbúðin yrði leigð einhverjum öðrum. Litli bróðir minn flutti síðar þarna inn til okkar þegar hann byrjaði í Versló. Hann var reyndar með mikla Borgarnes- þrá fyrst um sinn en ég reyndi að sýna honum Reykjavík í réttu ljósi. Annars var ég frekar upptekinn af sjálfum mér á þess- um tíma og lauk laganáminu. Suðurhlíð 35 í Reykjavík (1994- 1995) Ég bjó í eitt ár milli lífs og dauða. Ég var að vinna hjá Skattrannsóknarstjóra en fór svo yfir til Alþingis þar sem ég starfaði sem lögfræðingur á nefndasviði. Þá ákvað systir mín að flytja til útlanda með sínum manni og barni og þau vildu ólm leigja mér sína íbúð. Ég flutti því í Hátún 43. Hátún 43 í Reykjavík (1995-1997) Meðan ég bjó í Hátúni gerði ég fátt ann- að en að vinna. Ég kunni mjög vel við mig í íbúðinni enda stutt í laugarnar og mið- bærinn í göngufæri. Svo fannst mér mikill kostur að geta komið við á Devitos- pítsum á leiðinni heim af djamminu. Via Faentina 94B Í úthverfi Flórens (1997-1998) Ég fór til Flórens í meist- aranám í lögum. Þetta var frábært ár. Ég bjó í lítilli blokk í úthverfi. Ég tók mikla spretti í náminu en slakaði vel á inn á milli og lagðist í ferðalög. Í Flórens fékk ég mikla hjólreiðadellu sem endaði með því að ég hjólaði um allt Toskana-héraðið. Svo fór ég til Sikileyjar, Feneyja og víðar. Grettisgata 86 í Reykjavík (1999- 2001) Þegar ég kom heim keypti ég mína fyrstu íbúð. Hún var lítil, kósí og undir súð. Þessi íbúð hentaði mér mjög vel. Matreiðsluáhuginn spratt fram eftir Ítalíudvölina svo ekki sé talað um áhuga á góðum vínum. Eftir heimkomuna fór ég að vinna hjá Verslunarráði Íslands en í september árið 2000 fór ég að vinna fyrir Samtök banka og verðbréfafyrirtækja. Á Grettisgötunni fjárfesti ég í mínu fyrsta alvöru málverki. Ég var þó ekki búinn að búa lengi á Grettisgötunni þegar ég frétti af íbúð á Vesturgötu á sölu sem ég var spenntur fyrir. Vesturgata 28 í Reykjavík (2001-) Þessi íbúð er sögufræg. Laxness bjó í henni á árunum 1940-1945, þegar hann var að skilja við Ingu og byrja með Auði. Staðsetningin er mjög góð. Íbúðin er mjög skemmtileg. Töluvert breytt að innan í módern stíl með flottu parketi og veglegri gaseldavél. Það er góður andi í þessu húsi. Ef ég myndi flytja yrði það ábyggilega ekki langt. Á slóðum Laxness GÖTURNAR Í LÍFI Guðjóns Rúnarssonar framkvæmdastjóra Heiðrún Jóns-dóttir, fram-kvæmdastjóri lögfræðistofunnar Lex Einn af m í n u m allra mik- ilvægustu hlutum er gsm - síminn. Með honum er hægt að ná í alla sem eru manni kærastir samstundis – og svo auðvitað líka hina. Hvort sem er til að kvabba í fólki, minna á sig, eða bara láta vita að maður er að hugsa til sinna nánustu, en maður mætti vissulega vera duglegri við það. Auk þess þá vekur hann mann samviskusamlega á hverjum morgni og minnir mann á fundi sem maður er um það bil að gleyma. Svo er veskið líka alveg rosalega mikil- vægt af því að það geymir kortin ef maður skyldi skyndilega falla í freistni í búðum auk snyrtivaranna sem geta gert góða hluti á s k ö m m u m tíma. Síðast en ekki síst er það fartölv- an. Hún gerir manni kleift að nálgast allar upplýsingar af netinu hvar sem er, hvort sem það er til vinnu eða gamans. Gu ð m u n d u rB. Ólafssonhæstaréttar- lögmaður Ég er m i k i l l g o l f - áhugamaður svo að ef ég mætti, þá myndi ég setja golfsettið í fyrsta, annað og þriðja sætið. Frábært áhugamál, sem býður upp á úti- veru og góðan félags- skap. Losar mann frá amstri dagsins og gerir manni kleift að ganga um náttúruna. Og þar sem ég fæ ekki að s e t j a golfsettið í öll sæti þá set ég í annað sæt- ið fartölv- una, en hún gerir mér kleift að vinna nánast hvar sem er. Í þriðja sætið myndi ég setja bílinn minn en hann er af gerðinni Range Rover. Ég kemst á honum allar mínar leiðir á veturna og svo er hann hentug- ur í ferðalögin á sumrin. Gsm-síminn og golfsettið Framkvæmdastjórinn Heiðrún Jónsdóttir og hæstaréttar- lögmaðurinn Guðmundur B. Ólafsson eiga það sameigin- legt að finnast fartölvan ómissandi. 06-07-F2lesið 29.12.2004 14:09 Page 2

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.