Fréttablaðið - 12.01.2005, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 12.01.2005, Blaðsíða 2
2 12. janúar 2005 MIÐVIKUDAGUR Klórverksmiðja Mjallar-Friggjar í Kópavogi: Ekki talin ástæða til afskipta KLÓRGAS Umhverfisráðuneytið telur ekki ástæðu til að aðhafast vegna vinnslu klórs í Kópavogi án starfsleyfis á þessu stigi málsins. Ráðuneytisstjóri segir að treysta verði Heilbrigðiseftirliti bæjarins til að tryggja öryggi íbúa svæðis- ins. Guðmundur H. Einarsson, framkvæmdastjóri Heilbrigðis- eftirlits Hafnarfjarðar og Kópa- vogssvæðis, segir heilbrigðis- eftirlitið ekki hafa fylgst með hvort Mjöll-Frigg hafi klárað klór- gasbirgðir sínar sem það fékk leyfi til. Hætta á umhverfisslysi sé lítil sem engin eftir að þrýstingi sé létt af klórgasinu sem tilheyri framleiðslunni, nema ef gat komi á kerin sem geymi gasið. Hvort og hve mikið sé eftir af klórgasinu viti þeir því ekki. Magnús Jóhannesson, ráðu- neytisstjóri umhverfisráðuneytis- ins, segir að komi fram ábendingar um að heilbrigðiseftirlitið sé ekki starfi sínu vaxið geti Umhverfis- stofnun beitt sér í málinu. Þeir hafi verið fullvissaðir um af hálfu heil- brigðiseftirlitsins að engin hætta sé á ferðum. Forsvarsmenn Mjallar-Friggjar hitta bæjarráð Kópavogs á fimmtudag. Bæjarráð vill heyra í þeim áður en framhaldið verði ákveðið. - gag Gætu fengið fimmtán ára dóm Tveir skipverjar Hauks ÍS hafa verið úrskurðaðir í sex mánaða gæsluvarð- hald í Þýskalandi. Tuttugu til þrjátíu tollverðir og lögreglumenn með fíkniefnaleitarhunda gerðu innrás í skipið í Bremerhaven. FÍKNIEFNI Tuttugu til þrjátíu manns úr þýska tollinum og lögreglunni með tvo fíkniefnaleitarhunda gerðu leit í Hauki ÍS-847 á fimmtudagskvöldið í síðustu viku og fundu um þrjú og hálft kíló af kókaíni og svipað magn af hassi. Fíkniefnin fundust falin í klefa tveggja skipverjanna en þeir eru 38 og 50 ára. Þeir voru handteknir og úrskurðaðir í sex mánaða gæsluvarðhald í framhaldinu. Ljóst er að efnin áttu að fara á markað hér á landi þar sem skipið var rétt ófarið frá Bremerhaven í Þýskalandi þegar leitin var gerð og ekki stóð til að skipið myndi hafa viðkomu í öðrum höfnum á leið sinni til Íslands. Mennirnir gætu átt fimmtán ára fangelsi yfir höfði sér verði þeir fundnir sekir. Einn skipverja Hauks ÍS sagði áhöfnina vera slegna yfir málinu í samtali við Fréttablaðið. Skipið hefur verið á karfaveiðum fyrir Þýskalandsmarkað og var að koma karfanum til kaupenda þar í landi. Stoppað var í sólarhring til að landa aflanum og rétt áður en halda átti úr höfn gerðu lögreglan og tollur innrás í skipið. Skipverj- inn segir að eftir að fíkniefni fundust hafi verið gerð leit víðar um skipið en ekkert fundist. Mennirnir tveir voru handteknir en restin af áhöfninni fékk leyfi til að fara úr landi eins og til stóð. Haukur ÍS hóf aftur veiðar í októ- ber en fyrir þann tíma hafði skipið ekki verið á veiðum um nokkurn tíma. Mennirnir tveir hafa báðir verið í áhöfninni frá því í október. Viðmælandi blaðs- ins segir mennina ósköp venju- lega og hafi ekki borið með sér að þeir að þær væru líklegir fíkni- efnainnflytjendur. Þýska lögreglan hefur rann- sóknina alfarið undir sínum hönd- um og ekki liggur fyrir hvort lög- regla hér á landi mun koma að rannsókn málsins enda verst lögreglan í Reykjavík frétta af málinu. hrs@frettabladid.is Járnblendifélagið: Ósamið um örfá atriði KJARAMÁL Ákveðið hefur verið að fresta kjaraviðræðum samninga- nefnda eigenda og starfsmanna Íslenska járnblendifélagsins á Grundartanga í nokkra daga. Vilhjálmur Birgisson, formað- ur Verkalýðsfélags Akraness sem um 90 prósent starfsmanna eiga hlut að, segir örfá atriði standa út á borðinu: „Það er einlæg von mín að það takist að leysa þetta far- sællega sem fyrst.“ Samninganefndirnar hafa fundað stíft frá októberbyrjun. Búist er við að ríkissáttasemjari boði samninganefndirnar á fund síðar í vikunni. - gag ■ RÍKISSTJÓRNIN DAVÍÐ Í FRÍ Davíð Oddsson flaug til útlanda í fyrradag en þá hóf hann mánaðarleyfi frá störfum utanríkisráðherra. Í forföllum hans mun Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra gegna störfum utanríkisráðherra. Kristall Plús: Ölgerðin kærir NEYTENDAMÁL Ölgerð Egils Skalla- grímssonar hefur kært úrskurð Umhverfis- og heilbrigðisstofu R e y k j a v í k u r vegna banns við dreifingu á drykknum Krist- al Plús. Fram kemur í kærunni ekki sé séð að tugir inn- fluttra vítamín- bættra drykkja hafi fengið leyfi. Þá kemur fram að Umhverfis- og heilbrigðisstofa hafi ekki verið falið að veita leyfi til notkunar bætiefna, né grípa til aðgerða sé ekki sótt um slíkt leyfi. Þá nái reglugerðin sem vísað er til vegna umsóknarinnar ekki yfir þau aukaefni sem er að finna í Kristal Plús. Því sé bannið brot á jafnræðisreglu og áskilur Ölgerð- in sér rétt til að krefja Reykjavík- urborg um skaðabætur vegna banns á dreifingu drykkjarins. - ss SPURNING DAGSINS Guðjón Ólafur, verður þetta „Amazing Race“ um fyrsta sæti flokksins í borginni? Þetta verður æsispennandi eins og alltaf hjá okkur framsóknarmönnum. Guðjón Ólafur Jónsson, varaþingmaður Fram- sóknarflokksins, segir á vefnum Hriflu.is að ferill Alfreðs Þorsteinssonar, leiðtoga framsóknar- manna í borginni, sé senn á enda. Þróun borgar- málanna hafi valdið honum vonbrigðum. Styrkur Alfreðs sé mikill en vinsældirnar ekki eftir því. Upplýsingar og miðasala: Sími: 551 1200 midasala@leikhusid.is www.leikhusid.is Sýning annað kvöld! HAUKUR ÍS 847 Skipið lagði að bryggju í Hafnarfirði um klukkan tíu í gærkvöldi. Áhöfnin fékk að halda til Íslands á fimmtudagskvöld en lenti meðal annars í óveðri í Norðursjó sem tafði för þeirra til landsins. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Stuðningshópur Bobbys Fischer: Ætla að þrýsta á um svör frá Japan STJÓRNMÁL Japanska dómsmála- ráðuneytið gefur ekki upp hvenær niðurstöðu sé að vænta í skoðun þess á máli skákmeistar- ans Bobbys Fischer. Sæmundur Pálsson, fyrrver- andi lögreglumaður og vinur Fischers, segir lítið annað að gera en að bíða niðurstöðu ráðu- neytisins og telur óráðlegt að halda til Japan til að sækja Fischer fyrr en eftir að hún liggur fyrir. „Mér finnst ólíklegt að það myndi setja einhvern þrýsting á stjórnvöld þar þótt við færum til að sækja hann,“ segir hann. Stuðningshópur Fischers hér heima fundaði í gær um leiðir til að koma hreyfingu á málið. Ákveðið var að leggja spurning- ar fyrir japönsk stjórnvöld varðandi varðhald Fischers og verða þær afhentar sendiráði Japans hér. „Það er enda óeðlilegt að halda manninum svona lengi. Núna 13. janúar verður þetta komið í hálft ár,“ segir Sæmundur og bætir við að varðhaldið hafi slæm áhrif á heilsu Fischers. „Hann þjáist af höfuðverk og fær ekki að fara út nema 45 mínútur á dag, fimm sinnum í viku.“ - óká SÆMUNDUR PÁLSSON Sæmundur, vinur skákmeistarans Bobbys Fischer sem setið hefur í haldi í Japan í tæplega hálft ár, segir standa til að þrýsta á um svör frá japönskum yfirvöldum um hvort Fischer verði heimiluð Íslandsför, en hann er eftirlýstur í Bandaríkjunum. ■ BANDARÍKIN SÍÐUSTU BRETUNUM SLEPPT Bandarísk stjórnvöld hafa ákveðið að sleppa fjórum síðustu bresku föngunum sem haldið er í fangabúðunum í Guantanamo. Ákvörðunin var tekin í kjölfar margra mánaða langra viðræðna breskra og bandarískra stjórn- valda. Svo kann að fara að breska lögreglan handtaki menn- ina þegar þeir snúa heim. RÁÐHERRA HEIMAVARNA George Bush hefur tilnefnt Michael Chertoff, dómara við áfrýjunardómstól, sem nýjan ráðherra heimavarna. Chertoff hefur verið einn helsti ráðgjafi Bush í stríðinu gegn hryðju- verkum. Hann tekur við starfinu af Tom Ridge. ÞÓR ÁSGEIRSSON Bæjarfulltrúi Samfylkingar sagði vinnubrögð í verksmiðju Mjallar-Friggjar frumstæð á bæjarstjórnarfundi í Kópavogi. Reynishverfi við Vík: Átta af níu komnir heim SNJÓFLÓÐ Snjóflóðahættu í Reynis- hverfi við Vík í Mýrdal hefur að hluta verið aflétt. Heimilisfólki á bæjunum Lækjarbakka og Reyni hefur verið leyft að snúa heim. Aðalvarðstjóri lögreglunnar í Vík, Alexander Alexandersson, segir ábúanda á bænum Görðum hafa fengið tilmæli um að gista að heiman þar sem spáin hafi ekki ver- ið nógu hagstæð. Alls eru sex bæir í Reynishverfi við Vík. Íbúum þrem- ur þeirra, níu manns, var gert að yfirgefa bæina á mánudag. - gag Kópavogur: Stjórinn á fyrsta fundi SVEITARSTJÓRNARMÁL Hansína Björgvinsdóttir sat sinn fyrsta fund sem bæjarstjóri í bæjar- stjórn Kópavogs í gær. Fulltrúar bæj- arstjórnarinnar óskuðu henni til hamingju áður en tekist var á um b æ j a r m á l i n . Málefni klórverk- smiðju Mjallar- Friggjar, sem hóf starfsemi í bæn- um án tiltekinna leyfa, bar hæst á fundinum. Auk þess voru ræddar almenningssamgöngur í nýjum hverfum bæjarins, ásamt fleiru. - gag HANSÍNA BJÖRGVINS- DÓTTIR ANDRI ÞÓR GUÐMUNDSSON Forstjóri Ölgerðarinnar.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.