Fréttablaðið - 12.01.2005, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 12.01.2005, Blaðsíða 12
12 12. janúar 2005 MIÐVIKUDAGUR GRÁTIÐ Á INDLANDI Naggammal grét á staðnum þar sem heimili hennar stóð áður en flóðbylgjan reið yfir Nagappattinam á sunnanverðu Indlandi. Í bakgrunni má sjá dóttur hennar Thalaiamma leita að munum til að selja. Landssöfnun vegna hamfaranna í Asíu: Íslendingar þekkja hamfarir SÖFNUN Neyðarhjálp úr norðri nefn- ist sameiginlegt átak í landssöfnun sem formlega hófst í gær vegna hamfaranna í Asíu. Vigdís Finn- bogadóttir, fyrrum forseti Íslands, er verndari söfnunarinnar. Vigdís segir Íslendinga geta á ýmsan hátt sett sig í spor þeirra sem hafa orðið fyrir barðinu á ham- förunum og sé skemmst að minnast snjóflóðanna á Flateyri og Súðavík. Þá er líka að minnast eldgossins í Vestmannaeyjum og þess hversu marga hafið hefur tekið. Vigdís segist finna mikið til með þeim sem eiga um sárt að binda vegna ham- faranna, ekki síst börnunum sem þurfa að lifa með minningunum um langan tíma. Mörg þeirra hafa misst foreldra sína og eiga ekki í nein hús að vernda til að hlúa að tilfinningum sínum. Að söfnuninni koma þrjár sjón- varpsstöðvar, þrjár verslunarmið- stöðvar, níu útvarpsstöðvar, þrjú dagblöð, listamenn, fyrirtæki og al- menningur. Söfnunarfénu verður varið til neyðaraðstoðar nú og upp- byggingar á næstu árum. - hrs Veit ekkert um afdrif fjölda ættingja og vina Renuka Perera frá Sri Lanka hefur ekkert heyrt frá mörgum vinum og ættingjum og veit ekki hvort þeir eru lífs eða liðnir. Hún sendir systur sinni og vinkonu peninga þeim til aðstoðar. SÖFNUN Renuka Perera, starfs- maður Alþjóðahússins, er frá Sri Lanka en hún hefur enn ekki heyrt um afdrif margra ættingja sinna. Systir Renuku og nánasti ættingi á Sri Lanka er á lífi en heimili hennar eyðilagðist í flóð- bylgjunni. Renuka reynir hvað hún getur að senda peninga út til systur sinnar og vinkonu til að hjálpa þeim að komast af. Hún hefur ekki heyrt frá mörgum vinum sínum og frændfólki og veit ekki hvort þau eru lífs eða liðin. Hún hefur reynt að hringja til þeirra síðan hamfarirnar urðu en enginn svarar símanum og hún veit ekki hvar þau eru niðurkomin. Systir Renuku býr nú ásamt eiginmanni sínum og tveimur börnum hjá tengdafólki sínu. Renuka kemur frá Kólombó sem er höfuðborg Sri Lanka. Vin- kona hennar býr í bæ skammt frá þar sem eyðileggingin var mun meiri en í höfuðborginni. Vinkon- an lýsti ástandinu sem hræðilegu en 23 þúsund manns hafa látist á Sri Lanka í hamförunum og fer talan enn hækkandi. Mörg börn eru foreldralaus, fjöldi hefur misst maka sína og heimili eru stórskemmd ef ekki ónýt. „Venjulega eru áramótunum fagnað af miklum krafti á Sri Lanka eins og á Íslandi. Enginn fagnaði áramótunum að þessu sinni. Vinkona mín sagði ekkert í umhverfinu hafa borið vitni um að nýtt ár hefði gengið í garð, þar ríkir bara sorg,“ segir Renuka. Hún segir mörg lík hafa verið graf- in án þess að kennsl hafi verið borin á þau en hiti veldur því að líkin byrja fljótt að rotna. Renuka segir að ef hún væri ekki ófrísk færi hún til Sri Lanka til að leggja sitt af mörkum við hjálparstarfið. Hún á erfitt með að sofna á kvöldin vegna allra hugsananna um hörm- ungarnar sem reika um hugann. Renuka kom fyrst til Íslands árið 1996 sem au-pair. Eftir eitt ár var hún þess fullviss að hér vildi hún búa, landið væri friðsælt og lífsskilyrðin góð. hrs@frettabladid.is BARIST Í ACEH Uppreisnarmenn og hermenn í Aceh-héraði í Indónesíu börðust í bænum Gauntaut þrátt fyrir að hvort tveggja Indónesíustjórn og upp- reisnarmenn hafi heitið því að virða vopnahlé sem var lýst yfir eftir að flóðbylgjan reið yfir. Óttast er að átök hamli hjálpar- starfi. SÁTTAHÖND FORSETANS Chandrika Kumaratunga, forseti Sri Lanka, sagðist í gær ætla að ættleiða tamílskt barn sem hefði misst foreldra sína í flóðbylgj- unni. Yfirlýsingin kom mjög á óvart enda Kumaratunga í for- svari stjórnar sem hefur um ára- tugaskeið barist við tamílska uppreisnarmenn og þykir yfirlýs- ingin sáttaboð til uppreisnar- manna. HUNDAR SÆKJA Í LÍK Hungraðir hundar hafa reynt að komast í lík víða á hamfarasvæðunum og orðið ágengt í nokkrum tilfellum. Brugðist hefur verið við þessu með ýmsum hætti. Í Búddamu- steri í Phang Nga, sem hefur verið breytt í líkhús, eru hundar skotnir með svefnlyfjum en víðast hvar eru þeir drepnir. TVÆR VIKUR Í HAFI 21 árs manni var, á sunnudag, bjargað af fleka sem hann hafði hafst við á frá því flóðbylgjan hreif hann á sjó út á annan í jólum. Hann sagðist hafa lifað á vatni í flöskum sem hann fann á fleka og kókoshnetum. Hann sagði mörg skip hafa siglt framhjá sér áður en honum var bjargað. Glæsilegur fjölskyldubíll með aldrif og einstaka aksturseiginleika. Hefur reynst frábærlega við íslenskar aðstæður. Bíllinn er sérlega rúmgóður og sagt er að hann geti flutt fjöll ... nánast. SkodaOctavia Combi 4x4 Octavia Combi 4x4 2.030.000 kr. Afborgun á mánuði er aðeins 19.913 kr.* Skoda Octavia Combi 4x4 með 2 lítra vél kostar aðeins 2.030.000 kr. FYRIRKOMULAG SÖFNUNAR KYNNT Frá vinstri: Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Jónas Þ. Þórisson, Vigdís Finnbogadóttir, Elín Þorsteinsdóttir, Björgólfur Guð- mundsson og Renuka Perera. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA ■ FLÓÐBYLGJAN SRI LANKABÚAR Í RÚSTUM HEIMILIS SÍNS Þessir íbúar hafnarborgarinnar Galle misstu heimili sitt þegar flóðbylgjan skall á Sri Lanka. Þeir hafa komið sér fyrir í rúst- um hússins. Forseti Sri Lanka hvatti lands- menn í gær til þess að endurreisa heimili sín ekki of nærri sjónum. SRI LANKA Perera er frá Colombo, höfuðborg Sri Lanka, sem liggur á vesturströnd eyjunn- ar. Flóðbylgjan hafði minni áhrif þar en víða annars staðar á eyjunni, einkum á austurströndinni sem var berskjölduð fyrir flóðbylgjunni. RENUKA PERERA Vill skila þakklæti til allra þeirra sem hafa lagt söfnuninni lið og láta sig málið varða. Hún segir aðrar eins hörmungar aldrei áður hafa dunið á heimalandi sínu og ástandið sé skelfilegt þar sem 23 þúsund af 300 þúsund íbúum létust. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.