Fréttablaðið - 12.01.2005, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 12.01.2005, Blaðsíða 36
24 12. janúar 2005 MIÐVIKUDAGUR Við lýsum eftir … … þeim íslensku stórfyrirtækjum sem græða á tá og fingri þessa dagana. Þau mættu vera mikið duglegri í að styðja íslenskt íþróttafólk á borð við Ólöfu Maríu Jónsdóttur, Birgi Leif Hafþórsson og Þóreyju Eddu Elísdóttur. Þau eru öll á meðal þeirra bestu í heiminum í sinni grein en samt þurfa þau að ganga betlandi á milli fyrirtækja til þess að sækja styrki svo þau geti æft íþrótt sína sómasamlega. Þetta frábæra afreksfólk á betra skilið. sport@frettabladid.is HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 9 10 11 12 13 14 15 miðvikudagur JANÚAR FRJÁLSAR „Í gegnum tíðina hefur það reynst mér þrautin þyngri að verða mér úti um styrktaraðila og oftast hef ég komið að lokuðum dyrum hjá íslenskum fyrirtækj- um,“ segir Þórey Edda Elísdóttir stangarstökkvari, en hún þarf líkt og flest annað íslenskt afreksfólk að leita dyrum og dyngjum að styrkjum og fjárframlögum til að halda áfram metnaðarfullu starfi sínu. Nýliðið ár var eitt hið besta til þessa hjá Þóreyju Eddu en hún setti meðal annars Norðurlanda- met í stangarstökki og er efst Íslendinga á afrekaskrá Alþjóða- frjálsíþróttasambandsins. Auk þess varð hún Íslandsmeistari með liði FH í frjálsum íþróttum og náði fimmta sæti í stangar- stökkskeppninni á Ólympíuleik- unum í Aþenu. Þrátt fyrir þennan góða árangur hrökkva styrkir til hennar vart til og segir Þórey að flest ár séu barátta við að halda sig við núllið. „Ég hef fengið styrk frá Íþróttasambandi Íslands og var á samningi við VISA síðastliðið ár og þeir styrkir dugðu mér til að lifa og sinna mínum æfingum með góðu móti. Nú er samningurinn við Visa runninn út en þetta ár fæ ég styrk í staðinn frá Íþrótta- bandalagi Hafnarfjarðar og saman eru þessir styrkir algjör grundvöllur fyrir því að ég geti stundað mína íþrótt.“ Alltaf er þó hægt að gera betur og segir Þórey að erfitt geti verið að horfa upp á kollega sína frá Þýskalandi eða öðrum Norður- löndum enda sé mikill munur á þeim fjármunum sem það fólk hefur aðgang að og þeim sem Þórey getur notað. „Þó er ekki hægt að vanmeta þá styrki sem eru af öðrum toga en beinharðir peningar en það virðist frekar að fyrirtæki séu reiðubúin að styrkja afreksfólk með þeim hætti en með beinhörðum pening- um og það met ég mikils.“ Hér heima er reglulega reynt að sækja styrki fyrir hennar hönd með litlum árangri en Þórey sjálf vill gjarnan sjá viðhorfsbreytingu hjá forráðamönnum íslenskra fyrirtækja. „Ég vil gjarnan sjá fyrirtæki heima taka alfarið að sér stuðning við einn efnilegan einstakling eins og erlend fyrirtæki gera víða. Þannig tryggir íþróttamaðurinn sér stuðning og fyrirtækið fær það til baka þegar og ef viðkom- andi kemst langt í sinni íþrótt því almennt er íþróttafólk áberandi í fjölmiðlum, yfirleitt góðar fyrir- myndir og auglýsingagildið er ótvírætt,“ sagði Þórey Edda Elísdóttir stangarstökkvari. albert@frettabladid.is AFREKSKONA Þórey Edda Elísdóttir er einn fremsti íþróttamaður okkar Íslendinga í dag. Þrátt fyrir það reynist henni erfitt að fá styrki svo hún geti iðkað íþrótt sína af fullum krafti. Vill meiri stuðning Þórey Edda Elísdóttir stangarstökkvari er ein þeirra Íslendinga sem stunda íþrótt sína erlendis við góðan orðstír. Styrkir til hennar eru þó ekki meiri en svo að þeir duga rétt fyrir íbúð, nauðsynjum og æfingabúðum. ■ ■ LEIKIR  19.15 Njarðvík og Grindavík eigast við í 1. deild kvenna í körfuknattleik. ■ ■ SJÓNVARP  17.45 Olíssport á Sýn. Fjallað um helstu íþróttaviðburði heima og erlendis.  19.00 Heimsbikarinn á skíðum á Sýn. Nýjustu fréttir af framgöngu skíðamanna á heimsbikarmótum.  19.25 The World Football Show á Sýn. Fótbolti um víða veröld.  19.50 Enski boltinn á Sýn. Bein útsending frá fyrri leik Chelsea og Manchester United í undanúrslitum deildabikarsins.  22.00 Olíssport á Sýn. Fjallað um helstu íþróttaviðburði heima og erlendis.  22.20 Handboltakvöld á RÚV.  23.15 Enski boltinn á Sýn. Sýnt frá fyrri viðureign Chelsea og Manchester í undanúrslitum deildabikarsins. Ge r e m i ,miðvörð- ur Chelsea í ensku úrvals- deildinni, vill segja skilið við félagið til og skipta yfir í M i d d e s - brough. Eftir að knatt- spyrnustjórinn Jose Mourinho tók við liðinu hefur Geremi misst sæti sitt í byrjunarlið- inu og er orðinn langþreyttur á því að eiga ekki fast sæti þar. „Það er ástæðan fyrir því að ég er ekki ánægður hjá Chelsea. Ég fæ ekki að spila,“ sagði Geremi. „Ég á góðar minningar frá Middlesbrough og væri mest til í að fara þangað.“ Landi Ger-e m i , Kamerúninn Lauren hjá Arsenal, finnst hann eiga rétt á tveggja ára samningstil- boði frá liði sínu. Samn- ingur Lauren rennur út í lok tímabilsins en forráðamenn Arsenal hafa ákveðið að bjóða kappanum eins árs samning. „Ég er búinn að vera hjá Arsenal og finnst ég hafa staðið mig það vel að ég eigi skilið að fá stærri samning en það,“ sagði Lauren sem hefur m.a. verið orðað- ur við Real Madrird. Guðlaugur Eyjólfsson, leikmaðurGrindavíkur í Intersportdeildinni í körfuknattleik, er hættur að leika með liðinu. Grindavík ákvað nýlega að bæta við sig öðrum bandarískum leikmanni, eftir að Darrel Lewis öðl- aðist íslenskan ríkisborgararétt, og kom ákvörðun Guðlaugs í kjölfarið. „Ég hef áhyggjur af framtíðinni hjá liðinu í Grindavík og fannst ódýr lausn að bæta þriðja erlenda leik- manninum við,“ sagði Guðlaugur í samtali við Fréttablaðið. „Að auki fannst mér þetta ósanngjarnt gagn- vart ungu strákunum sem ættu frek- ar að fá að spreyta sig.“ Guðlaugur ætlar ekki að leika með öðru liði það sem eftir lifir vetrar og verður því í fríi frá körfuknattleik fram að næsta tímabili. Johnny Dav-is, sem þjálfaði Or- lando Magic í N B A - k ö r f u - boltanum um nokkurra ára skeið, er ekki sáttur við um- mæli Tracy McGrady sem féllu á dögun- um. McGrady fullyrti að hann hefði slakað á á síðasta tímabili sínu með Magic áður en honum var skipt til Houston Rockets. Magic vann aðeins 21 leik af 82 á tímabilinu. „Að ein- hver segi svona veldur mér miklum vonbrigðum. Að segja að þú hafir átt dapran dag er eitt, en að segja blákalt að þú leggir þig ekki fram er óafsakanlegt. Það sem Tracy er að segja með þessu er: Mér er alveg sama,“ sagði Davis. Konan semá k æ r ð i Kobe Bryant hjá Los Angel- es Lakers í N B A - k ö r f u - boltanum fyrir n a u ð g u n mun ekki höfða einka- mál á hendur Bryant í Kali- forníu. Samkvæmt lögfræðingi kon- unnar mun málið alfarið fara fram í Denver í Colorado en samkvæmt konunni átti nauðgunin sér stað í Eagle County í Colorado-ríki. Konan ætlaði upphaflega að höfða málið í Kaliforníu þar sem engin mörk eru fyrir skaðabótum en í Colorado get- ur hún „aðeins“ farið fram á 366 þúsund dollara eða um 23 milljónir íslenskra króna. Fastlega er búist við því að málið muni verða í fréttum marga mánuði í viðbót. ÚR ÍÞRÓTTAHEIMINUM Nánari upplýsingar og skráning hjá Úrval Útsýn í Hlíðarsmára í síma 585-4100 eða á tölvupósti smarinn@uu.is www.uu.is Manchester Utd. - Birmingham í beinu leiguflugi 4.-6. febrúar Flugtímar 4. febrúar Keflavík Manchester 9:30 12:00 6. febrúar Manchester Keflavík 18:30 21:00 Man.Utd klúbburinn á Íslandi og Úrval Útsýn í Hlíðarsmára standa fyrir ferð í beinu leiguflugi á leik Man.Utd og Birmingham dagana 4.-6. febrúar nk. Gist verður í miðborg Manchester á Premier Travel Inn, Gmex hótelinu. 49.900 kr. á mann í tvíbýli Sundnámskeið og æfingar hjá sunddeild KR. Sundnámskeið fyrir 4 - 7 ára börn: Æfingar hefjast 17. janúar í Austurbæjarskóla. Grunnþjálfun fyrir 7 – 11 ára börn : Æfingar hefjast 19. janúar í Vesturbæjarlaug. www.sund.kr.is Upplýsingar í síma 661-3365 / johannes@swim.is Enski deildarbikarinn: Heiðar skæður FÓTBOLTI Liverpool og Watford mættust í undanúrslitum enska deildarbikarsins í gær. Íslensku landsliðsmennirnir Heiðar Helguson og Brynjar Björn Gunnarsson voru báðir í byrjunarliði Watford. Strax á 18. mínútu komst Brynjar í gott færi, átti fastan skalla að marki Liverpool sem Jerzy Dudek, markvörður Liverpool varði. Í byrjun seinni hálfleiks vildi Neil Mellor meina að Jermaine Darlington hafi fellt sig inn í teig en í endursýningu sást glöggt að Mellor sparkaði í jörðina og féll um sjálfan sig. Steven Gerrard kom Liverpool yfir á 56. mínútu með skoti úr teig. Boltinn fór reyndar af Neil Cox, sem freistaði þess að skalla boltann út af en það vildi ekki betur til en að boltinn hafnaði í eigin neti og markið skráð á Gerrard. Heiðar komst í tvö góð færi á síðustu 20 mínútum leiksins en varnarmenn Liverpool sáu við honum í bæði skiptin. Liverpool náði að knýja fram sigur en Íslendingarnir tveir áttu mjög góðan leik í liði Watford. DHL-deild kvenna: FH–ÍBV 29-37 Mörk FH: Gunnur Sveinsdóttir 10, Bjarný Þorvarðardóttir 5, Guðrún Hólmgeirsdóttir 5, Birna Helgadóttir 4, Sigrún Gilsdóttir 3, Anna Rut Pálmadóttir 1, Aníta Eyþórsdóttir 1. Mörk ÍBV: Zsofia Pasztor 12, Guðbjörg Guðmannsdóttir 9, Darinka Stefanovic 6, Tatjana Zukovska 4, Eva Björk Hlöðversdóttir 4, Ester Óskarsdóttir 2. * Vigdís Sigurðardóttir varði 17/1 skot í leiknum. VALUR–VÍKINGUR 28-21 Mörk Vals: Arna Grímsdóttir 7, Lilja Valdimarsdótt- ir 5, Katrín Andrésdóttir 4, Ágústa Björnsdóttir 4, Díana Guðjónsdóttir 3, Hafrún Kristjánsdóttir 2 Soffía Rut Gísladóttir 2 Berglind Iris Hansdóttir 1. Mörk Víkings: Natasa Damiljanovic 5, Ásta Björk Agnarsdóttir 4, Sigrún Brynjólfsdóttir 3, Guðmunda Kristjáns 3, Helga Birna Brynjólfsdóttir 2, Helga Guðmunds 2, Steinunn Þorsteinsdóttir 1, Bjarney Ólafsdóttir 1. 1. deild kvenna í körfubolta KEFLAVÍK–HAUKAR 100–76 Stig Keflavíkur: Reshea Bristol 26 (10 frák., 13 stoðs., 7 stolnir), Birna Valgarðsdóttir 24, María Erlingsdóttir 19. Stig Hauka: Helena Sverrisdóttir 32, Ebony Shaw 22, Kristrún Sigurjónsdóttir 10. KR–ÍS 49–57 Stig KR: Jerica Watson 28 (14 frák., 6 stolnir, 5 varin.), Hanna Kjartansdóttir 6 (8 frák.), Gréta María Grétarsdóttir 5 (6 frák.), Halla Jóhannesdóttir 4, Helga Þorvaldsdóttir 4 (7 frák.), Stig ÍS: Signý Hermannsdóttir 20 (11 frák.), Alda Leif Jónsdóttir 17 (5 stoln., 5 varin), Þórunn Bjarnadóttir 10 (8 frák.) Enski deildarbikarinn: LIVERPOOL–WATFORD 1–0 Steven Gerrard (56.) LEIKIR GÆRDAGSINS FR ÉT TA B LA Ð IÐ /T EI TU R

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.