Fréttablaðið - 12.01.2005, Síða 8

Fréttablaðið - 12.01.2005, Síða 8
8 12. janúar 2005 MIÐVIKUDAGUR Landsfundur Samfylkingar: Tímasetning enn óráðin STJÓRNMÁL Framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar mun ákveða það í kringum næstu mánaða- mót hvort landsfundur flokksins fari fram í vor eða haust. Málið var rætt á fundi framkvæmda- stjórnarinnar í fyrradag en ákvörðun var frestað til næsta fundar. Árni Gunnarsson, sem á sæti í framkvæmdastjórninni, segir hana velta fyrir sér dagsetn- ingum fyrir landsfundinn. Hann segir að í haust verði orðið stutt í sveitarstjórnarkosningar og það kunni að vera óheppilegt. „Ég vil hafa fundinn í maí,“ segir Árni. „Þannig fengi skrif- stofa flokksins betra næði til að undirbúa kosningarnar og því er heldur ekki að leyna að fyrir- sjáanleg formannskosning milli Össurar Skarphéðinssonar og Ingibjargar Sólrúnar Gísladótt- ur hefur áhrif.“ Gunnar Svavarsson, formað- ur sveitarstjórnarráðs Samfylk- ingarinnar, hefur sagt að sveit- arstjórnarfólk í flokknum vilji margt flýta fundinum og halda hann í vor. Undirbúningur fyrir sveitarstjórnarkosningar árið 2006 sé að hefjast og muni verða kominn á fullt skrið næsta haust, meðal annars með vali á framboðslistum. ■ Brown vinsælli en Blair í skugga deilna Deilur forsætisráðherra og fjármálaráðherra Bretlands eru enn einu sinni í brennidepli nú þegar styttist í þingkosningar. Deilurnar virðast þó ekki hafa mikil áhrif á fylgi flokksins sem heldur forskoti sínu á Íhaldsflokkinn. ÍÞRÓTTIR Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur hækkaði um ára- mótin gjöld fyrir skíðaiðkun í Blá- fjöllum. Daggjaldið verður 1.200 krón- ur á dag fyrir fullorðna og 500 krónur fyrir börn þangað til að ný stólalyfta verður tekin í notkun í febrúar. Þá hækka daggjöld á virkum dögum í 1.300 krónur og í 1.500 krónur um helgar. Barna- gjald verður óbreytt. Fullorðins- gjaldið var áður 1.000 krónur á virkum dögum 1.200 krónur um helgar. Fullorðnir sem nýta sér ein- göngu byrjendalyftur borga 500 krónur. Verð fyrir árskort hækkar úr 13.800 krónum í 16.000 krónur og árskort fyrir börn hækkar úr 6.600 krónum í 8.000 krónur. Gjald fyrir rútuferð frá Reykja- vík til Bláfjalla verður áfram 250 krónur. ■ BRETLAND Fylgi breska Verka- mannaflokksins myndi aukast verulega ef Gordon Brown fjár- málaráðherra tæki við leiðtoga- hlutverkinu af Tony Blair forsæt- isráðherra. Þetta er niðurstaða skoðanakönnunar sem gerð var fyrir dagblaðið The Independent og birt var í gær. Mikið hefur farið fyrir fréttum af deilum Blair og Brown í bresk- um fjölmiðlum að undanförnu þrátt fyrir að sjálfir hafi þeir reynt að bera þær til baka. Samkvæmt könnun The In- dependent eru 23 prósent að- spurðra staðráðin í að kjósa Verkamannaflokkinn undir for- ystu Blair, 31 prósent sögðust hins vegar staðráðin í að kjósa flokk- inn ef Brown tæki við leiðtoga- hlutverkinu. Búist er við að boðað verði til þingkosninga í maí en ár er enn eftir af öðru kjörtímabili Verkamannaflokksins við völd. Blair og Brown funduðu á mánudag með þingmönnum flokksins. Blair hélt ræðu um samstöðu flokksmanna en Brown sat þögull. „Ég veit, eftir samtöl við alla í ríkisstjórninni, að ekkert verður látið flækjast fyrir sam- einuðum Verkamannaflokki með sameiginlega sýn og því að tryggja þriðja kjörtímabil Verka- mannaflokksins sem þjóðin þarfn- ast nauðsynlega,“ sagði Blair að sögn talsmanna hans. Atburðir undanfarinna daga bera einingu flokksins ekki merki. Í nýútgefinni ævisögu Gordons Brown, skrifaðri af Robert Peston blaðamanni Sunday Telegraph, er því haldið fram að Blair hafi heit- ið Brown því síðla árs 2003 að láta honum eftir leiðtogahlutverkið fyrir næstu kosningar gegn því að Brown styddi sig opinberlega, þá var staða Blair mjög veik vegna innrásarinnar í Írak. Síðan þá hefur Blair sagst ætla að sitja út næsta kjörtímabil og segir Peston að Brown hafi sagt Blair að hér eftir treysti hann engu sem for- sætisráðherrann segi sér. Hvort tveggja Blair og Brown hafa vísað þessu á bug. Þá vakti athygli að báðir boðuðu til blaðamanna- fundar á sama tíma, samstarfs- menn Blair sögðu það mistök en breskir fjölmiðlar segja sam- starfsmenn Brown gruna forsæt- isráðherrann um græsku. Deilurnar og fréttir af þeim virðast þó ekki ætla að reynast flokknum dýrkeyptar. The Times birti í gær könnun sem sýndi Verkamannaflokkinn með 38 pró- senta fylgi, Íhaldsflokkinn með 33 prósent og Frjálslynda demókrata með 20 prósent. brynjolfur@frettabladid.is Samfylkingin: Karl Th. hættir STJÓRNMÁL Karl Th. Birgisson, framkvæmdastjóri Samfylkingar- innar, hefur sagt upp störfum. „Þetta hefur átt sér alllangan aðdraganda. Ég ætla að láta gamlan draum rætast“ segir Karl en vill ekki skýra nánar frá hvað hann taki sér fyrir hendur. Karli voru þökkuð vel unnin störf á framkvæmdastjórnarfundi Sam- fylkingarinnar í gær. Karl hefur verið framkvæmdastjóri frá því sumarið 2002. „Ég hef verið tvö og hálft ár. Það er svona meðalend- ingartími á framkvæmdastjóra.“ Nýr framkvæmdastjóri hefur ekki verið ráðinn í stað Karls. ■ Þjónustumiðstöðvar: Fjórir nýir stjórnendur BORGARRÁÐ Starfshópur á vegum borgarstjóra hefur lagt til að Óskar Dýrmundur Ólafsson, Ragnar S. Þorsteinsson, Hafdís Gísladóttir og Aðalbjörg Trausta- dóttir verði ráðin framkvæmda- stjórar nýrra þjónustumiðstöðva Reykjavíkurborgar. Umsóknar- frestur rann út 28. nóvember og bárust 67 umsóknir. Afgreiðslu umsóknanna var frestað á síðasta fundi borgarráðs til næsta fundar að ósk fulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Fram- kvæmdastjórarnir munu starfa í þjónustumiðstöðvum Miðborgar og Hlíða, Vesturbæjar, Laugar- dals og Háaleitis og Breiðholts og Árbæjar. – ghg 1Hvaða varaþingmaður segir stjórn-málaferil Alfreðs Þorsteinssonar senn á enda? 2Hvað var Ungverjinn með mikið afkókaíni innvortis? 3Hver er besta myndasaga ársins aðmati Hugleiks Dagssonar? SVÖRIN ERU Á BLS. 34 VEISTU SVARIÐ? Nýbýlavegi 14, Kópavogi. Sími 554 4443. Fax 554 4102. rafport@rafport.is www.rafport.is Umboðsmenn um land allt • Miðar á bréf, pakka, bréfabindi o.fl. • Á CD/DVD diska, miðar úr plasti • Prentar miða úr Word-, Excel- og Outlook • Prentar merkiborða bæði á pappír og plast, stærðir eftir vali, allt að eins meters langa • Allt að 62mm breidd • 50 miðar á mínútu* • USB tenging • Windows hugbúnaður • Sjálfvirk klipping • Heilar lengjur eða staðlaðar *Staðlaðir póstfangamiðar Fljótvirkasti miðaprentarinn Umboðsaðili: QL-550 NÝTT ! Kynningarverð 12.999 kr. Augl. Þórhildar 1390.40 – hefur þú séð DV í dag? Erfingi Íslands „ÉG MYNDI EKKI VILJA SKIPTA Á ÖLLUM AUÐI VERALDAR OG ÞESSU BARNI,” SEGIR MÓÐIRIN fæðist í mars TÍMASETNING UPPGJÖRS ÓRÁÐIN Átök milli Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur og Össurar Skarphéðinssonar á næsta lands- fundi Samfylkingarinnar eru fyrirsjáanleg. BLAIR Á LEIÐ TIL FUNDAR Tony Blair hélt ræðu yfir þingmönnum Verkamannaflokksins og lagði áherslu á samheldni flokksins. Gordon Brown þagði þunnu hljóði. Bláfjöll: Dýrara í lyfturnar Í BLÁFJÖLLUM Gjöld hækka þegar ný stólalyfta verður tekin í notkun í febrúar. ■ AFRÍKA UPPREISNARMENN Í KOSN- INGABARÁTTU Þrír hópar búrúndískra uppreisnarmanna hafa skráð sig sem stjórnmála- flokka og þannig opnað fyrir möguleikann á þátttöku þeirra í þingkosningum í apríl sem eiga að binda enda á ellefu ára borg- arastríð. 260 þúsund manns hafa látist í borgarastríðinu, flestir óbreyttir borgarar. FRIÐARUMLEITANIR MBEKI Thabo Mbeki, forseti Suður- Afríku, ræddi í gær við Laurent Gbagbo, forseta Fílabeins- strandarinnar. Mbeki vildi með þessu þrýsta á um að stjórnvöld og uppreisnarmenn semdu frið. Hvorki hann né Gbagbo vildu tjá sig um efni fundarins að honum loknum. Í fyrradag skor- uðu stjórnvöld í Gabon á Sam- einuðu þjóðirnar að fjölga frið- argæsluliðum á Fílabeinsströnd- inni verulega.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.