Fréttablaðið - 12.01.2005, Blaðsíða 11
11MIÐVIKUDAGUR 12. janúar 2005
Skoda Octavia hefur hlotið frábærar viðtökur, sem kemur
svo sem ekki á óvart. Hönnun, tæknileg fullkomnun og
strangt gæðaeftirlit gera Skoda Octavia að yfirburðabíl
í sínum verðflokki. Samanburður við helstu keppinauta
er því nánast ósanngjarn.
Athugið að álfelgur og rafdrifnar rúður eru
staðalbúnaður.
Skoda Octavia Terno kostar aðeins 1.745.000 kr.
SkodaOctavia
1.745.000 kr.Octavia Terno Afborgun á mánuði er aðeins 17.116 kr.*
* Miðað við 30% útborgun og Bílasamning Lýsingar til 84 mánaða í erlendri myntkörfu. Tilboð gilda út janúar 2005.
SJÁVARÚTVEGUR Miklu magni af
loðnu hefur verið landað á Aust-
fjörðum undanfarna daga. Fyrstu
loðnunni var landað 5. janúar í
Neskaupstað. Gunnþór Ingvars-
son, aðstoðarmaður forstjóra hjá
Síldarvinnslunni, segir að veiðin
líti vel út. Nú sé búið að landa um
8.500 tonnum á þremur stöðum,
Neskaupstað, Seyðisfirði og Siglu-
firði.
Vinnsla er komin í fullan gang
og loðnan verður brædd og fryst.
Gunnþór segir að ágætis útlit sé á
mörkuðum fyrir loðnumjöl um
þessar mundir. ■
VIÐ LOÐNUVEIÐAR
Loðnuvinnsla er komin á fullt fyrir austan.
Loðnuveiði:
Mikil veiði
fyrir austan
SVEITARSTJÓRNARMÁL Á morgun mun
Steinunn Valdís Óskarsdóttir borg-
arstjóri leggja fyrir borgarráð til-
lögu um að álagningarprósenta
fasteignaskatts muni ekki hækka,
líkt og gert er ráð fyrir samkvæmt
fjárhagsáætlun borgarinnar sem
samþykkt var í desember. Þá var
samþykkt að hækka álagningu
fasteignaskatts úr 0,32 prósentum í
0,345 prósent, en ef tillagan verður
samþykkt mun álagningarpró-
sentan verða 0,32 eins og áður.
Steinunn Valdís segir að það hafi
ekki legið fyrir hver hækkun fast-
eignamats yrði nú um áramót. Það
hefði ekki orðið ljóst fyrr en 23.
desember þegar auglýsing kom frá
fjármálaráðuneytinu. Gert hafi
verið ráð fyrir 12 prósenta hækk-
un, en raunin hafi verið að fast-
eignamat sérbýlis hækkaði um 20
prósent og fasteignamat fjölbýlis
hækkaði um 13 prósent. Steinunn
Valdís segir jafnframt að með
hækkun álagningar hefði borgin
aukið tekjur sínar um 130 milljónir.
Vegna breyttra forsenda mun
borgin auka tekjur sínar um 103,6
milljónir með því að hækka álagn-
inguna ekki. - ss
LÍFEYRISMÁL Lágmarksiðgjald til líf-
eyrissjóða á almennum markaði er
11 prósent meðan ríkið tryggir
starfsmönnum sínum réttindi sem
nemur 15,5 prósenta framlagi í líf-
eyrissjóð.
Opinber starfs-
maður fær 93,5
prósent af meðal-
tals mánaðarlaun-
um í ellilífeyri en
sjóðfélagi í Lífeyr-
issjóði verslunar-
manna fær t.d.
69,3 prósent miðað
við sömu forsend-
ur. Reynist fram-
lag ríkis og starfsmanna ekki nóg
til að standa undir réttindunum
eykur ríkið framlag sitt meðan
aðrir lífeyrissjóðir skerða réttindi
sjóðfélaga. Skuldbinding ríkisins
nemur hundruðum milljarða
króna.
Miðað við 250 þúsund króna
mánaðarlaun og 3,5 prósenta vexti
jafngildir umframréttur
opinberra starfsmanna 10 milljóna
starfslokagreiðslu borið
saman við verslunarmenn. Miðað
við 500 þúsund króna mánaðarlaun
er rétturinn ígildi 20 milljóna
starfslokagreiðslu.
Pétur Blöndal alþingismaður
segist oft hafa bent á þennan mun
og hann væri í fínu lagi ef opinber-
ir starfsmenn kynnu að meta þessi
réttindi sín. „Í síðustu samningum
kennara jókst skuldbinding ríkis-
sjóðs um 10 milljarða eða um 2,5
milljónir á hvern starfandi kenn-
ara. Í samningunum fyrir 3-4 árum
jókst skuldbindingin um 23 millj-
arða eða um 5 milljónir á hvern
starfandi kennara. Skuldbinding
ríkissjóðs hefur vaxið um 7,5 millj-
ónir á starfandi kennara í tveimur
síðustu samningum og samt er rík-
ið ekki aðili að þeim samningum,“
segir hann.
Þessa skuldbindingu greiða
skattgreiðendur og það segir
Pétur að væri í lagi ef opinberir
starfsmenn kynnu að meta það en
það geri þeir ekki því „þeir
krefjast launa eins og gengur á
almennum markaði.“ Í stað þess að
opinberir starfsmenn velji milli
þess að hafa há laun og venjuleg
lífeyrisréttindi eða lægri laun og
góð lífeyrisréttindi vilji þeir hvort
tveggja.
ghs@frettabladid.is
,,Skuld-
binding rík-
isins nemur
hundruðum
milljarða
króna.
Ígildi góðrar
starfslokagreiðslu
Mikill munur er á greiðslu lífeyris til opinberra
starfsmanna og almennra launþega. Hann getur
verið ígildi 10-20 milljóna króna starfslokagreiðslu.
PÉTUR BLÖNDAL
Þingmaðurinn segir að skattgreiðendur
greiði fyrir mikil lífeyrisréttindi opinberra
starfsmanna og það segir Pétur að væri í
lagi ef þeir kynnu að meta það. Það geri
þeir ekki.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/T
EI
TU
R
NÝBYGGING Í REYKJAVÍK
Lagt verður fyrir borgarráð tillaga um að
draga fyrirhugaða hækkun á álagningu
fasteignaskatts í Reykjavík til baka.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M
Reykjavík:
Álagning fasteigna-
skatts hækkar ekki