Fréttablaðið - 12.01.2005, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 12. janúar 2005
SkodaSuperb
Superb 2.390.000 kr.Afborgun á mánuði er aðeins 23.443 kr.*
Þægindi, gæði og mikilvæg smáatriði einkenna þennan
glæsilega bíl, flaggskip Skoda. Skoda-verksmiðjurnar eru
einhverjar þær fullkomnustu í heiminum. Þar eru gerðar
ströngustu kröfur um gæði og útlit. En þegar Skoda
Superb kemur á götuna er komið að þér að gera kröfur.
Skoda Superb er lúxusbíll og kostar aðeins 2.390.000 kr.
* Miðað við 30% útborgun og Bílasamning Lýsingar til 84 mánaða í erlendri myntkörfu. Tilboð gilda út janúar 2005.
Safnanir:
Varað við
fjársvikum
AÐVÖRUN Bandaríska alríkislög-
reglan, FBI, hefur varað fólk við
því að svindlarar hafi sett upp síð-
ur til þess að hafa fé af fólki undir
því yfirskyni að peningarnir eigi
að renna til þeirra sem eiga um
sárt að binda vegna náttúruham-
faranna í Asíu, peningarnir nýtist
hins vegar aldrei þeim sem á þurfa
að halda heldur svindlurunum sem
féfletta fólk með þessum hætti.
Auk þessara fjárplógssíðna
hafa verið settar upp nokkurs
konar sjóræningjasíður sem veita
eigendum síðunnar aðgang að
tölvum þeirra sem fara inn á síð-
urnar og hlaða niður efni. ■
250 MILLJÖRÐUM LOFAÐ Rúm-
lega 60 ríki hafa heitið aðstoð að
verðmæti 250 milljarða króna til
aðstoðar fimm milljónum fórnar-
lamba flóðbylgjunnar sem skall á
Asíuríkjum á annan dag jóla. „Ég
vona að þetta sé nýja viðmiðið
um það hvernig heimurinn bregst
við þegar fólk er í nauð,“ sagði
Jan Egeland, yfirmaður mannúð-
armála hjá Sameinuðu þjóðunum.
152.397 LÁTNIR Staðfest hefur
verið að 152.397 hafi látist af
völdum flóðbylgjunnar. Tveir af
hverjum þremur sem vitað er um
að eru látnir eru frá Indónesíu.
Vitað er um dauðsföll í ellefu
ríkjum í Asíu og á austurströnd
Afríku.
Indónesía 105,522
Sri Lanka 30,882
Indland 10,151
Taíland 5,291
Sómalía 298
Myanmar 90
Maldíveyjar 82
Malasía 68
Tansanía 10
Bangladess 2
Kenía 1
■ HJÁLPARSTARFIÐ
LÁTNIR ÚTLENDINGAR Staðfest
hefur verið að ríkisborgarar 37 er-
lendra ríkja létust í þeim ellefu
löndum þar sem flóðbylgjan gekk
yfir. Flestir þeirra eru Þjóðverjar.
Þýskaland 60 látnir 678 saknað
Svíþjóð 52 látnir 637 saknað
Bretland 50 látnir 401 saknað
Bandaríkin 37 látnir óvíst
Sviss 32 látnir 280 saknað