Fréttablaðið - 12.01.2005, Blaðsíða 32
Olíulausir kommar
Eftir því sem tímar líða muna færri eftir því við-
skiptaumhverfi sem var við lýði meirihluta 20. ald-
arinnar. Gylfi Magnússon rifjaði upp á fundi um
siðferði í viðskiptum þá fastheldnu tíma þegar
hann tók dæmi um frumstæðan markað. Hann
nefndi hvernig pólitískt litróf réði viðskiptum
manna við olíufélögin. Sjálfstæðismenn keyptu
eldsneyti sitt hjá Shell, Framsóknarmenn hjá Essó
og kratar hjá BP sem nú er Olís. Umhverfið var
ekki til þess fallið að örva samkeppni á þessum
markaði. Olíufélögin voru þrjú, en flokkarnir fjórir.
Gylfi sagði að í fjórða flokknum hefði verið lítið um
olíukaup, þar sem kommarnir hefðu verið á reið-
hjólum. Spurningin er væntanlega þá bara á hvaða
bensínstöð þeir keyptu bætur og pumpuðu í
dekkin.
Valsmegin í lífinu
Halldór Reynisson lagði út af því að fyrirtæki
drægju gjarnan dám af stærstu eigendum sínum.
Stærstu eigendur hlutafélaga styrktu gjarnan það
sem þeim væri hugleikið. Halldór er KR-ingur og
eins og heitir stuðningsmenn liðsins vill hann veg
þess sem mestan. Hann taldi það afar jákvætt að
stærsti eigandi Landsbankans væri einnig KR-ingur.
Það gerði það að verkum að KR nyti skilnings og
stuðnings frá bankanum.
Benedikt Jóhannesson hafði
efasemdur um þetta og
sagði ekki víst að þeir
sem eins og hann væru
Valsmegin í lífinu litu
þetta jafn jákvæðum
augum. Það má enda
benda á að hugsanlegt
sé að stuðningsmenn
annarra íþróttafélaga sé
að finna í hlut-
hafahópi
Landsbank-
ans.
MESTA HÆKKUN
ICEX-15 3.465
KAUPHÖLL ÍSLANDS [ HLUTABRÉF ]
Fjöldi viðskipta: 244
Velta: 1.131 milljónir
+0,35%
MESTA LÆKKUN
MARKAÐSFRÉTTIR...
Ríkharður Ottó Ríkharðsson
hefur tekið við starfi fram-
kvæmdastjóra Norðurljósa af
Gunnari Smára Egilssyni. Gunn-
ar Smári er framkvæmdastjóri
Fréttar og Íslenska útvarpsfé-
lagsins.
Hlutabréf í Icelandair hækk-
uðu mjög á markaði í gær. Mikill
hagnaður af fjárfestingu félagsins
í EasyJet er sögð helsta ástæða
hækkunarinnar.
Frá áramótum hafa hlutabréf í
Icelandair hækkað um 12,2 pró-
sent í Kauphöll Íslands.
Önnur félög sem hafa byrjað
vel á árinu eru Og Vodafone (9,4
prósent hækkun), Bakkavör (7,4
prósent hækkun) og KB banki
(6,3 prósent hækkun).
20 12. janúar 2005 MIÐVIKUDAGUR
Það er okkur almennt til
hagsbóta að haga okkur vel
og skynsamlega. Ástundun
dyggðanna í viðskiptalífinu
hefur þann kost að til lengri
tíma litið eru allar líkur á
því að þeir sem halda orð
sín og eru heiðarlegir upp-
skeri meira en þeir sem eru
ótraustir.
Siðferðið er forsenda þess að
mannleg samskipti gangi snurðu-
laust fyrir sig. Viðskipti eru sam-
skipti manna sem skiptast á
vörum og þjónustu.
Almennt talið telja stjórnendur
íslenskra fyrirtækja siðferði
nokkuð gott í íslensku viðskipta-
lífi. Þeir telja sig þó alla jafna
heiðarlegri en næsta mann og að
konur og eldri stjórnendur séu
traustari en yngri karlar.
Verslunarráð Íslands, Samtök
atvinnulífsins og Glíman, tímarit
um guðfræði og samfélag, fjöll-
uðu um siðferði í viðskiptum á
morgunverðarfundi í gær og
veltu fyrir sér spurningunni um
hvort gott siðferði borgaði sig í
viðskiptum. Þröstur Olaf Sigur-
jónsson, aðjunkt við Háskólann í
Reykjavík, kynnti niðurstöðu
könnunar meðal stjórnenda.
Þriðjungur 400 aðspurðra svaraði
í könnuninni.
Séra Halldór Reynisson glímdi
fyrstur við spurninguna og sagði
óhætt að fullyrða að hér á landi sé
almennt kallað eftir því að fyrir-
tæki taki samfélagslega ábyrgð
og séu í snertingu við lífið í land-
inu. Hann benti á að brot stjórn-
enda fyrirtækja á almennt viður-
kenndum siðalögmálum yllu van-
líðan, auk þess sem orðstír og
mannorð tapaðist. Niðurstaða
Halldórs var að traust og tiltrú
þegar til lengdar léti væri verð-
mæt eign og því borgaði sig að
breyta rétt þegar til lengdar léti.
Gylfi Magnússon, dósent við
viðskiptadeild Háskóla Íslands,
tók undir þetta sjónarmið og
sagði hvata fyrirtækja í að standa
við gefin fyrirheit lægi í viljanum
til að vernda orðspor sitt. „Sá sem
hefur gott orðspor þykir trúverð-
ugur og sá sem reynist traustsins
verður hvað eftir annað byggir
upp gott orðspor,“ sagði Gylfi.
Hagur í orðheldni
Traust er lykilhugtak viðskipta og
Gylfi sagði öll viðskipti byggja á
því að meira eða minna leyti. Án
trausts myndi hægja svo á hjólum
efnahagslífsins að það yrði vart
svipur hjá sjón. Traust byggðist á
því að menn sæju sér hag í að
standa við gerða samninga og í
því að treysta viðsemjendum sín-
um. Gylfi sagði þetta ekki ný
sannindi, en þó hefðu hagfræð-
ingar ekki farið að taka formlega
tillit til þessarar hliðar trúverðug-
leika fyrr en á sjöunda áratug síð-
ustu aldar.
Annað sem skipti miklu um
skilvirkni viðskipta væru stofn-
anir samfélagsins, hvort þær
greiddu fyrir viðskiptum eða tor-
velduðu þau. Þar skipti trúverð-
ugleiki einnig miklu. Eftir því
sem viðskiptin yrðu flóknari
þyrfti fullkomnari stofnanir sem
leyfðu viðskipti yfir tíma og rúm.
Gylfi sagði Íslendinga vera í hópi
þeirra þjóða sem byggju við skil-
virkt efnahagslíf sem eitt og sér
benti til þess að þær stofnanir
sem við höfum komið okkur upp
þvælist ekki um of fyrir efna-
hagslífinu. Eitt af því sem Gylfi
nefndi sem dæmi um frumstætt
viðskiptalíf var þegar fólk tók
ákvarðanir um hvert það beindi
viðskiptum sínum út frá því í
hvaða stjórnmálaflokki stjórn-
endur og eigendur fyrirtækja
voru. Að því marki að þetta kerfi
hefði hrunið mætti fullyrða að
viðskiptalífið væri skilvirkara en
áður.
Í pallborði fundarins sátu
Benedikt Jóhannesson, forstjóri
Talnakönnunar, Erlendur Hjalta-
son, framkvæmdastjóri Meiðs,
Guðfinna Bjarnadóttir, rektor Há-
skólans í Reykjavík og Jón Sig-
urðsson Seðlabankastjóri. Sam-
dóma álit þeirra var að traust,
trúverðugleiki, orðheldni og heið-
arleiki væru forsenda þess að vel
gengi í viðskiptum þegar horft
væri til lengri tíma. „Við eigum að
varast að vera að skilgreina um of
siðferðið og flokka það niður í við-
skiptasiðferði og annað siðferði.
Annað hvort erum við heiðarleg,
orðheldin og sannsögul, eða ekki,“
sagði Jón Sigurðsson, enda
dyggðir viðskiptalífsins órjúfan-
legar frá almennum mannlegum
dyggðum.
haflidi@frettabladid.is
vidskipti@frettabladid.is
Peningaskápurinn…
Actavis 39,00 +2,09% ... Atorka 5,80
-0,34% ... Bakkavör 26,10 – ... Burðarás 12,15 +1,25 ... Flugleiðir 11,05
+6,76% ... Íslandsbanki 11,15 – ... KB banki 470,00 -0,21% ... Kögun
47,10 +0,21% ... Landsbankinn 12,05 -0,41% ... Marel 49,70 +1,43% ...
Medcare 6,05 – ... Og fjarskipti 3,50 +0,57% ... Samherji 11,10 +0,91%
... Straumur 9,40 -0,53% ... Össur 79,00 +2,60%
Siðferði sem borgar sig
Nýherji 7,34%
Flugleiðir 6,76%
Össur 2,60%
HB Grandi -4,52%
Straumur -0,53%
Landsbankinn -0,41%
HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU:
nánar á visir.is
Margir starfsmanna Bakka-
varar eiga ættingja á ham-
farasvæðum í Asíu. Fyrir-
tækið og starfsmenn sýna
samhug sinn í verki.
Starfsmenn Bakkavarar hafa á
undanförnum dögum safnað til
styrktar fórnarlömbum hamfar-
anna í Suðaustur-Asíu. Alls söfn-
uðust 2,5 milljónir króna, en auk
þess hefur stjórn Bakkavarar
ákveðið að leggja til sömu upp-
hæð á móti. Við þetta bætist að
árshátíð félagsins hefur verið af-
lýst og kostnaður vegna hennar
sem fyrirtækið hefur greitt, mun
renna í söfnunina.
Ágúst Guðmundsson, stjórnar-
formaður Bakkavarar, segir
marga starfsmenn Bakkavarar
eiga ættir að rekja til hamfara-
svæðisins og eiga ættingja sem
séu fórnarlömb hamfaranna. „Við
vottum þeim okkar dýpstu samúð.
Við erum afar stoltir af framtaki
starfsmanna okkar sem sýna sam-
starfsfélögum sínum og fórnar-
lömbum hamfaranna samúð í
verki með svo afgerandi hætti.“
Ágúst bætir því við að við berum
öll samfélagslega skyldu til að
leggja hjálparstarfinu lið og
styðja eftirlifendur hamfaranna.
Alls er framlag Bakkavarar og
starfsmanna fyrirtækisins um níu
milljónir króna. - hh
FRUMKVÆÐI STARFSMANNA Ágúst Guðmundsson, stjórnarformaður Bakkavarar, seg-
ist stoltur af frumkvæði starfsmanna sinna sem söfnuðu til styrktar fórnarlömbum hamfar-
anna í Asíu. Fyrirtækið sýnir samúð sína í verki með því að leggja til fjármuni með starfs-
mönnum sínum.
Bakkavör styrkir
fórnarlömb
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/G
VA
World Economic Forum
hefur valið Björgólf Thor
Björgólfsson í hóp ungra
leiðtoga sem mynda munu
starfshóp á næstu árum.
Íslendingurinn Jon
Tetzchner er einnig í þess-
um 237 manna hópi.
Björgólfi Thor Björgólfssyni, at-
hafnamanni og stjórnarformanni
Burðaráss og Actavis, hefur verið
boðið að taka þátt í verkefni á
vegum World Economic Forum.
Hann er einn af 237 einstaklingum
sem kallaðir eru til þátttöku í verk-
efninu.
Meðal annarra sem taka þátt í
verkefninu eru Sergei Brin og
Larry Page, stofnendur Google;
leikkonan Julia Ormond; Viktoría
Svíaprinsessa; Friðrik Danaprins;
Mikael Saakashvili forseti Georg-
íu; og Björn Lomborg tölfræðingur.
Leiðtogarnir sem tilnefndir eru
í þennan hóp eru undir fertugu og
hafa náð frama á ýmsum sviðum,
svo sem í stjórnmálum, athafnalífi,
menningu og vísindum. Fyrsti
fundur hópsins verður ráðstefna í
Sviss í lok júní.
Til stendur að tilnefna um tvö
hundruð unga leiðtoga í þennan
hóp árlega fram til ársins 2009 og
munu þeir starfa í fimm ár innan
samtakanna. Í frétt frá World
Economic Forum kemur fram að
markmið hópsins sé að nýta krafta
sína og þekkingu til þess að stuðla
að bættri framtíð heimsins.
Björgólfur Thor er þó ekki eini
Íslendingurinn í þessum hópi því
Jon Tetzchner, stofnandi Opera
Software í Noregi er einnig í
hópnum. Hann ólst upp á Íslandi og
útskrifaðist frá Menntaskólanum í
Reykjavík.
- þk
Meðal heimsleiðtoga
BJÖRGÓLFUR THOR BJÖRGÓLFSSON
Hefur verið fenginn til þátttöku í verkefni á
vegum World Economic Forum.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/Þ
Ö
K
GYLFI MAGNÚS-
SON Margt sem
bendir til þess að
siðferði sé gott á Ís-
landi og hafi farið
batnandi.
SÉRA HALLDÓR
REYNISSON
Vanlíðan fylgir broti
siðalögmála og
orðstír og mannorð
tapast.
HAGSTÆÐUR HEIÐARLEIKI Benedikt Jóhannesson, forstjóri Talnakönnunar, Erlendur Hjaltason, framkvæmdastjóri Meiðs, Jón Sigurðs-
son Seðlabankastjóri og Guðfinna Bjarnadóttir, rektor Háskólans í Reykjavík, ræddu góða siðferðislega hegðun og mikilvægi hennar fyrir
þá sem stunda viðskipti.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/G
VA