Fréttablaðið - 12.01.2005, Blaðsíða 18
Á ráðstefnu Fjármálaeftirlitsins á mánudag var töluvert fjall-að um upplýsingagjöf þegar eftirlitsstofnanir taka til rann-sóknar meintar misfellur í viðskiptum. Ljóst er að nokkuð
skiptar skoðanir eru meðal bankamanna um það hvort aukið gagn-
sæi í slíkum málum sé til góðs.
Í ræðum sínum hvöttu Sigurður Einarsson, stjórnarformaður KB
banka, og Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri Landsbankans, til
þess að farið yrði gætilega í slíkri upplýsingagjöf. Bjarni Ármanns-
son, forstjóri Íslandsbanka, var hins vegar á nokkuð annarri línu og
hvatti Fjármálaeftirlitið til þess að greina nánar frá þeim málum
sem það vinnur að.
Hér takast á tvö sjónarmið. Annars vegar er það sjónarmið að
verja þurfi fyrirtæki fyrir óheppilegri umræðu, meðal annars á
þeirri forsendu að almenningur, stjórnmálamenn, fjölmiðlar og
hluthafar séu ófærir um að vega og meta slíkar upplýsingar. Sam-
kvæmt þessari skoðun er heppilegra að ábyrgir menn setjist niður í
ró og næði og ráði fram úr málum bak við luktar dyr en að fjallað sé
um þau á opinberum vettvangi.
Hitt sjónarmiðið felur í sér að forsvarsmenn fyrirtækja óttist
ekki umræðu um starfsaðferðir sínar. Það felur í sér þá trú á fólki
að það sé fært um að leggja skynsamlegt mat á það hvort og hvenær
eðlilegt sé að gera athugasemdir við störf og ákvarðanir aðila á
markaði.
Frjálst og óheft aðgengi að upplýsingum er grundvallarstoð
markaðshagkerfis. Án þeirrar forsendu hverfa ýmsir af kostum
þess eins og hendi sé veifað. Mikilvægt er að gagnsæi í viðskiptalíf-
inu aukist enn frekar. Samhliða slíkri þróun er þó einnig mikilvægt
að viðbrögð við slíkri upplýsingagjöf séu hófstillt. Eins er mikil-
vægt, eins og fram kom í viðtali við Howard Davies í Fréttablaðinu
í gær, að Fjármálaeftirlitið njóti sjálfstæðis í störfum sínum og sé
hafið yfir pólitískt dægurþras.
Engum manni dettur í hug að gera þá kröfu til meðbræðra sinna
að þeir séu gallalausir eða geri aldrei mistök. Það þykir hins vegar
eðlileg krafa í mannlegum samskiptum að fólk axli ábyrgð gjörða
sinna og leitist við að bæta úr þeim skaða sem það kann að hafa
valdið.
Sömu kröfur á að gera til fyrirtækja. Hreinskilni á aldrei að
verða fyrirtækjum til miska. Öfgafull viðbrögð við smávægilegum
misfellum í rekstri eru ekki til þess fallin að auka líkur á því að
gagnsæi á markaði aukist.
Því miður gætir þess stundum í umfjöllun stjórnmálamanna og
fjölmiðla um viðskiptalífið að smávægileg mál eru blásin upp og
notuð sem röksemdir til að draga úr tiltrú fólks á heiðarleika og sið-
ferði í viðskiptum. Slíkar tilhneigingar eru samfélagslegt mein sem
getur leitt af sér mikla ógæfu ef þær hafa þá afleiðingu að þrengt
verði að möguleikum íslenskra fyrirtækja til að stunda samkeppni,
uppbyggingu, útrás og verðmætasköpun.
Markaðsviðskipti eru tiltölulega nýtt fyrirbæri á Íslandi og því
er umhverfi þeirra um margt óþroskað. Til þess að markaðsfrelsi
skili ávinningi til þjóðarinnar er ekki nóg að gera þá kröfu til kaup-
sýslumanna að þeir þroskist. Það þurfa stjórnmálamenn og fjöl-
miðlafólk einnig að gera. ■
12. janúar 2005 MIÐVIKUDAGUR
SJÓNARMIÐ
ÞÓRLINDUR KJARTANSSON
Gott aðgengi að upplýsingum er
forsenda markaðshagkerfis.
Aukið gagnsæi
er öllum til góðs
FRÁ DEGI TIL DAGS
Hnignun Þýskalands
Máður út?
Guðjón Ólafur Jónsson, varaþingmaður
Framsóknarflokksins, segir í grein á Hriflu.is
að Alfreð Þorsteinsson hafi „aldrei notið sín
betur en síðasta áratuginn“ og „unnið ótrú-
lega mikið uppbyggingarstarf á vegum
Orkuveitu Reykjavíkur“. En „því miður höf-
um við framsóknarmenn hins vegar oft
mátt búa við það að vinsældir hans og
flokksins hafa verið í öfugu hlutfalli við upp-
bygginguna. Laun heimsins eru oft van-
þakklæti. Svo rammt kvað að
þessu í síðustu borgarstjórnar-
kosningum að tæpt þriðja
þúsund kjósenda strikaði Alfreð
út af framboðslista Reykja-
víkurlistans. Þó eru sagðar af
því ýmsar tröllasögur að Alfreð
hafi nánast hvergi komið
fram á vegum listans og hafi,
væntanlega fyrir misgáning, verið máður út
af ljósmyndum á kynningarefni framboðs-
ins. Þessum sögum eigum við framsóknar-
menn erfitt með að trúa. Það þarf hins
vegar engan sérfræðing til að átta sig á því
að eftir 35 ára starf að borgarmálum hlýtur
að vera farið að styttast eitthvað í annan
endann á stjórnmálaferli Alfreðs Þorsteins-
sonar“.
Ekki elliheimili
Sjálfstæðisflokkurinn er ekki að breytast í
elliheimili. Bolli Thoroddsen, formaður
Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í
Reykjavík, hafði samband og kvað eðlilegar
skýringar á því að fátt ungt fólk var á fundi
Davíðs Oddssonar í Valhöll síðastliðinn
laugardagsmorgun. „Kvöldið og nóttina
áður var haldinn nýársfagnaður Heimdallar
þar sem yfir 200 ungir sjálfstæðismenn
mættu og skemmtu sér í góðum fögnuði
fram undir morgun,“ segir Bolli.
Sigur á Deiglunni
Það var áreiðanlega uppörvandi fyrir sjálf-
stæðismenn að lesa það á Deiglunni í gær
að samkvæmt nýrri könnun vefritsins
myndu þeir endurheimta meirihluta sinn í
borgarstjórn væri gengið til kosninga nú.
„Fengi D-listinn samkvæmt henni 52% at-
kvæða og átta menn kjörna, R-listinn fengi
33% atkvæða og sex menn kjörna og F-list-
inn fengi sjö prósent atkvæða og einn
mann kjörinn,“ segir í fréttinni. Þetta er
gagnstætt nýlegri Gallup-könnun sem sýndi
áframhaldandi meirihluta R-listans. Munur-
inn gæti legið í því að könnun Deiglunnar
er netkosning og það er ungt fólk sem flest
er í Sjálfstæðisflokknum sem heldur vefrit-
inu úti.
gm@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: Frétt ehf. RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRAR: Sigurjón M. Egilsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FULLTRÚI RITSTJÓRA:
Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG DREIFING: Skaftahlíð 24, 105
Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is SETNING OG UMBROT:
Frétt ehf. PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt
að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871
SKOÐANIR OG UMRÆÐUR Á VISIR.IS
Það hefur stundum verið sagt
um þýska heimspekinginn
Schopenhauer að hann hafi búið
til heimspeki úr almennri svart-
sýni á tilveruna. Einhver sagði
mér að svo mikil svartsýni hafi
stafað af manninum að jafn-
lyndasta fólk hafi átt það til að
verða miður sín af kurteislegu
samtali við hann um almælt tíð-
indi. Þýskaland er auðvitað stað-
ur sem hefur stundum á tiltölu-
lega nýlegri tíð gefið mönnum
nokkurt tilefni til dökkra hug-
leiðinga. Fyrir fáum árum virtist
manni hins vegar sem staða mála
í landinu væri orðin slík að flest-
ir ættu að hneigjast til annars en
bölsýni. Þjóðverjum tókst ekki
aðeins að búa til stærsta og
þróttmesta hagkerfi Evrópu
eftir stríðið, heldur einnig eitt
jafnasta og lýðræðislegasta sam-
félag álfunnar þar sem menntun
og öryggi var fyrir alla og það
besta úr hámenningu heimsins
var til staðar fyrir alla sem
mögulega vildu. Nú er hins
vegar aftur komin gósentíð fyrir
menn með lífssýn Schopen-
hauers. Bókabúðir landsins eru
fullar af nýjum ritum um hnign-
un Þýskalands og enn skelfilegri
hluti í vændum. Titill nýlegrar
bókar, „Er enn hægt að bjarga
Þýskalandi“, segir sína sögu um
þessa nýju bókmenntagrein.
Dagblöð og tímarit fóðra fólk
líka sífellt á ferskum hryllings-
sögum úr atvinnulífi, stjórnmál-
um, velferðarkerfi og menning-
arheimi landsins.
Þýskaland er auðvitað enn eitt
af ríkustu löndum heimsins.
Þjóðverjar seldu meira á erlend-
um mörkuðum í fyrra en Banda-
ríkjamenn og Japanar og landið
er því orðið stærsta útflutnings-
hagkerfi heimsins þrátt fyrir
erfiðleika síðustu ára. Markaðs-
hlutdeild þýskra fyrirtækja í
mörgum af ábatasamari greinum
heimsviðskipta er öðrum
öfundarefni. Þýska velferðar-
kerfið, þótt götótt sé, er líka enn
eitt hið örlátasta í heimi. Hér í
Berlín eru þrjú úr hópi betri
óperuhúsa heimsins starfrækt í
fárra mínútna fjarlægð hvert frá
öðru; að minnsta kosti tíu sinfón-
íuhljómsveitir gleðja unnendur
tónlistar í þessari einu borg, og
flestum öðrum listgreinum er
betur sinnt hér en víðast hvar
annars staðar í heiminum. Í síð-
ustu viku lofaði þýska ríkið mun
hærri upphæðum til hjálpar-
starfs og endurreisnar í Asíu en
Bandaríkin eða nokkur önnur
ríki treystu sér til að gera.
Þótt svartsýnin á framtíð
Þýskalands minni þannig stund-
um meira á faraldur af almennri
angist en yfirvegað mat á sam-
tímanum, skortir svo sem ekki
tilefni til ótta um að nú geti farið
að halla undan fæti. Fimm millj-
ónir Þjóðverjar eru án atvinnu
og sú tala segir ekki alla söguna
um atvinnuþátttöku í landinu,
því flestir reyna að komast á
eftirlaun áður en að sextugs-
afmælinu kemur. Kohl kanslari
kvartaði undan því á sínum tíma
að Þýskaland ætti elstu náms-
menn og yngstu eftirlaunaþega í
heimi og síðan þá hefur vinnandi
mönnum fækkað. Tvennt gerir
þetta vandamál enn alvarlegra.
Annað er að innistæður eru ekki
til í lífeyrissjóðum fyrir eftir-
launum þeirra milljóna manna
sem hættir eru að vinna og því
verður minnkandi hópur skatt-
greiðenda að greiða þeim mun
meira. Hitt er að svo langt er um
liðið síðan þjóðin hætti að fjölga
sér að fleiri eru á leiðinni á eftir-
laun en á leið inn á vinnumarkað.
Hundruðum barnaskóla hefur
verið lokað og sömuleiðis
fæðingardeildum á sjúkrahúsum
en hinum gömlu fjölgar sífellt.
Um leið er launakostnaður svo
hár að sífellt fleiri þýsk fyrir-
tæki reyna að flytja sem mest af
starfsemi sinni úr landi. Stór
hluti hinna tiltölulega fáu sem
eru reiðubúnir til að vinna fær
því ekki störf eða er í hættu með
að missa vinnuna á næstu árum.
Svipuð þróun blasir raunar
við í mörgum löndum Evrópu og
í Japan, sem vekur athygli á
þeirri staðreynd að þjóðfélög nú-
tímans hafa grundvallast á því
að fólkinu fjölgi og sífellt fleiri
fari út á vinnumarkaðinn. Breytt
aldurssamsetning evrópskra
þjóðfélaga mun án efa búa til
mörg af erfiðustu viðfangsefn-
um stjórnmála í álfunni á næstu
árum. Vandi Þýskalands á sér
hins vegar fleiri rætur. Líkt og
Japanir sitja Þjóðverjar uppi
með hagkerfi sem virkaði ein-
staklega vel við aðstæður í
heimsviðskiptum sem nú eru úr
sögunni. Þýska kerfinu er senni-
lega enn erfiðara að breyta en
mörgum öðrum því það grund-
vallast á skipulagi sem er of víð-
tækt, of nákvæmt og of stirt til
að ráða við þær öru og djúp-
stæðu breytingar sem einkenna
atvinnulíf heimsins þessi árin. ■
Í DAG
ÞÝSKALAND
JÓN ORMUR
HALLDÓRSSON
Þjóðfélög nútímans
hafa grundvallast á
því að fólkinu fjölgi og sí-
fellt fleiri fari út á vinnu-
markaðinn.
,,