Fréttablaðið - 12.01.2005, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 12.01.2005, Blaðsíða 6
6 12. janúar 2005 MIÐVIKUDAGUR Farsímanotkun samkvæmt breskri rannsókn: Sögð hættuleg heilsu barna HEILBRIGÐISMÁL Börn yngri en átta ára eiga ekki að nota farsíma að mati William Stewart, formanns breskrar nefndar sem fjallar um geislavarnir. Að hans mati stafar börnum hætta af geislun frá símunum þrátt fyrir að það hafi ekki verið sannað. William sagði í viðtali við Sky- fréttastofuna að börn verði fyrir mun meiri áhrifum af völdum geislunar en fullorðnir. Því sé nauðsynlegt að benda foreldrum á að gefa ungum börnum ekki farsíma. Drífa Hjartardóttir, þing- maður Sjálfstæðisflokksins, hefur þrisvar sinnum lagt fram þingsá- lyktunartillögu um að heilbrigðis- ráðherra verði falið að standa fyrir rannsókn á áhrifum há- spennulína, spennistöðva og fjar- skiptamastra á mannslíkamann, sérstaklega með tilliti til krabba- meins. Drífa segir ummæli breska vísindamannsins sýna fram á að huga þurfi betur að þessum mál- um hér á landi. „Við eigum að skoða þetta fordæmalaust og án allrar hræðslu.“ Hún segir svo stutt síðan notkun farsíma hófst að áhrif hennar á heilsu fólks séu enn ókunnar. „Við vitum ekki hvað við erum að gera heilsu okkar.“ Tillagan verður aftur lögð fram á komandi þingi. – ghg Geðsjúkir rifnir upp með rótum Arnarholti verður lokað um næstu mánaðarmót. Aðstandandi sjúklings þar segir það ómannúðlegt að fólkið skuli rifið upp með rótum og flutt annað, í sparnaðarskyni, jafnvel til bráðabirgða. Enn er eftir að flytja 18 manns af 30. HEILBRIGÐISMÁL Ingveldur B. Thoroddsen, aðstandandi sjúk- lings sem fluttur hefur verið frá Arnarholti á Klepp segir það „hörmulegt, að þetta litla samfé- lag, sem verið hefur um árabil í Arnarholti skuli leyst upp.“ Þarna hafi skapast náin vinátta milli fólks, sem síðan sé „rifið upp með rótum“ og sett niður á öðrum stofnunum. Samkvæmt upplýsingum Erlu Bjarkar Sverrisdóttur deildar- stjóra í Arnarholti verður því lok- að um næstu mánaðarmót. Um 30 sjúklingar voru þar áramótin 2003 – 2004, en nú eru 18 eftir. Þá voru vistmenn í Gunnarsholti fluttir á sérdeild í Arnarholti þegar fyrr- nefnda staðnum var lokað. Þeir hafa nú verið fluttir þaðan og á aðra staði. Erla Björk sagði, að sjúkling- arnir sem verið hafi og séu enn í Arnarholti hafi farið eða fari á stofnanir á geðsviði Landspítala háskólasjúkrahúss, svo sem Klepp og á sambýli eða á hjúkrun- arheimili. Þá sé verið að stand- setja tvö sambýli, annað á Teigi á Flókagötu þar sem áfengismeð- ferð LSH var áður og hitt í Esju- grund á Kjalarnesi. Hið síðar- nefnda verði tilbúið innan skamms. Einnig verði opnuð deild á Landakoti fyrir fólk sem er í bið eftir öðrum búsetuúrræðum. Þangað fari þrír sjúklingar. Spurð hvernig flutningarnir frá Arnarholti hefðu lagst í sjúk- lingana sagði Erla Björk að þeir hefðu tekið þeim af æðruleysi, enda hefðu þeir haft sinn undir- búningstíma. „Það var verra þegar óvissa ríkti um hvert þeir ættu að fara,“ sagði Erla Björk, sem fylgir hluta hópsins á sambýli, alla vega til að byrja með. „Eftir að það varð ljóst finnst mér fólkið bara taka þessu vel. En það vantar fleiri sambýli í þjóðfélagið.“ Ingveldur sagði, að sér fyndist það ómannúðlegt að skáka þessu sjúka fólki á milli staða í sparnað- arskyni. „Ég kynntist samfélag- inu í Arnarholti mjög vel og það er þetta fólk sem þar hefur dvalið sem knýr mig til að tala um þetta,“ sagði hún.“Þarna hafa menn tengst sterkum vináttu og tryggðarböndum og stutt hver annan í gegnum tíðina. Þetta hef- ur verið heimili þessa fólks, sem nú er rifið upp með rótum og dreift á aðrar stofnanir, sumum jafnvel til bráðabirgða. Mig hefur sviðið í hjartað þegar mér verður hugsað til alls þessa fólks þarna. Ég skil ekki hver meiningin á bak við þetta er, en það er virkilega særandi að vita til þess að fólkinu skuli ýtt út í þessa flutninga og allt það rask sem þeim fylgir. Geðsjúkir þurfa umfram allt festu og öryggi til þess að þeim líði vel.“ jss@frettabladid.is 1,3 milljarðasti Kínverjinn: Baðaður athygli KÍNA Kínverjar eru orðnir 1,3 milljarðar talsins og upphófst mikið fjölmiðlafár þegar tíma- mótabarnið, Zhang Yichi, fæddist síðasta fimmtudag. Í kjölfarið buðu fyrirtæki foreldrum hans gull og græna skóga fyrir að láta hann koma fram í auglýsingum, svo sem fyrir bleyjur og þurr- mjólk, að því er BBC greinir frá. Foreldrum hans líst hins vegar ekkert á frægðina. „Zhang Yichi er of ungur og of miklar athafnir vegna auglýsinga hafa skaðleg áhrif á vöxt hans,“ sagði Zhang Tong, faðir hans, í viðtali við kín- verskt dagblað. ■ ■ DVALARHEIMILI ÞVEGIÐ FRÍTT Á HRAFNISTU Heimilisfólk Hrafnistu fær þvott sinn þveginn því að kostnaðar- lausu. Engin áform eru uppi um að breyta því, samkvæmt til- kynningu Sveins H. Skúlasonar forstjóra. Nefnir hann þetta vegna umræðu sem hafi verið uppi um gjaldtöku af þvotti heim- ilisfólks á heimilum aldraða. Í HAFNARFIRÐI Álagning fasteignaskatts í Hafnarfirði mun lækka. Tekjur bæjarsjóðs vegna skattsins munu samt sem áður aukast. Hafnarfjörður: Álagning lækkar SVEITARSTJÓRNARMÁL Á fundi bæjar- stjórnar Hafnarfjarðar í gær var ákveðið að halda aukafund á mánudag til að ræða lækkun álagningar fasteignaskatts. Lúðvík Geirsson bæjarstjóri segir að bæjarstjórn sé sammála um að lækka álagningu, en nú eigi að fara hversu mikið á að lækka. Fyrir fundinn lá fyrir tillaga meirihluta bæjarstjórnar um að lækka álagningu fasteignaskatts úr 0,36 í 0,345 prósent. Lúðvík segir að í fjárhagsáætlun hafi verið reiknað með um 13 prósenta hækkun á tekjum bæjarsjóðs á árinu vegna fasteignaskatts. Að óbreyttu hefðu tekjurnar aukist um 18 prósent með breyttum fast- eignagrunni. Hefði lækkunin verið samþykkt hefðu tekjur bæj- arsjóðs vegna fasteignaskatts aukist um 15 prósent. - ss Kolmunnaveiðar: Stóraukinn afli við Ísland FISKVEIÐAR Í samantekt Fiskistofu um kolmunnaafla eftir veiði- svæðum kemur fram að hlutfall kolmunnaaflans sem veiddur var í íslenskri lögsögu óx verulega í fyrra samanborið við árið 2003. Hlutfall kolmunnaafla í íslenskri lögsögu 2003 var u.þ.b. 53% af kolmunnaafla íslenskra skipa sama ár en á tímabilinu janúar til nóvember 2004 jókst hlutfallið í rúmlega 76%. - kk FISKVINNSLA Í viðræðum Íslands og Færeyja í byrjun vikunnar var rædd staðan sem upp kemur þegar væntanlegur fríverslunarsamningur landanna hefur verið staðfestur. Ísland og Færeyjar: Óbreyttar veiðiheimildir SJÁVARÚTVEGUR Botnfiskveiðar Fær- eyinga við Ísland verða óbreyttar á þessu ári frá því sem verið hefur. Þetta var meðal niðurstaðna viðræðna landstjórnarmannsins Björns Kalsös, sem fer með sjávar- útvegsmál í Færeyjum og Árna M. Mathiesens sjávarútvegsráðherra á mánudag, en þeir funduðu í Reykjavík til að ræða fiskveiði- samning Færeyja og Íslands. Þá verða í gildi sömu ákvæði og á nýliðnu ári um veiðar á uppsjáv- arfiski, auk þess sem óbreyttar verða heimildir íslenskra og fær- eyskra skipa til veiða á norsk- íslenskri síld og kolmunna innan lögsagna landanna. - óká Á að nota andvirði Símans í að byggja nýtt sjúkrahús? SPURNING DAGSINS Í DAG: Horfðir þú á þátt The Amazing Race, sem tekinn var upp á Íslandi? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 29.82% 70.18% Nei Já Farðu inn á fréttahluta visir.is og segðu þína skoðun KJÖRKASSINN „Einstaklega falleg bók og frábært að sjá hversu sterkan heim texti og myndir geta skapað saman þegar vel er gert ... Það er óhætt að mæla með bókum Madonnu.“ Ragna Sigurðardóttir, Mbl. 30% afsláttur Fjórða bók Madonnu fyrir börn á öllum aldri. Falleg og skemmtileg ARNARHOLT Verður lokað um næstu mánaðarmót. Harðlega er gagnrýnt að sjúklingum þar skuli skákað milli staða í sparnaðarskyni. FARSÍMANOTKUN Breskur prófessor telur að hún hafi áhrif á heilsu fólks, sérstaklega barna. SVEITARSTJÓRNARMÁL Neslistinn á Seltjarnarnesi segir fjárhags- áætlun bæjarins fyrir þetta ár vera í uppnámi vegna athuga- semda Skipulagsstofnunar við tillögu bæjarstjórnar að aðal- skipulagi Seltjarnarness. Þar er gert ráð fyrir að selja land Hrólfsskálamels og Suðurstrand- ar og er áætlað söluverð 350 milljónir króna. Neslistinn segir ekki geta orð- ið að sölu þessara landsvæða fyrr en aðal- og deiliskipulag hefur verið samþykkt og vilja íbúafund um skipulagsmál. Í at- hugasemd Skipulagsstofnunar segir að skýra þurfi frá öðrum uppbyggingakostum í sveitarfé- laginu, auk þess sem bregðast þurfi við athugasemdum frá 1100 bæjarbúum sem mótmæltu til- lögunni. Í tilkynningu frá bæjarfull- trúum Sjálfstæðisflokks á Sel- tjarnarnesi segir að afgreiða megi athugasemdir Skipulags- stofnunar með nánari greinar- gerð um uppbyggingakosti. Bæj- arfulltrúar Sjálfstæðisflokks telji hins vegar að niðurstaðan gefi tilefni til að efna til frekara samráðs við íbúa um skipulagsá- formin og mögulega framtíðar- uppbyggingu á Seltjarnarnesi. Þá á skipulagsnefnd að koma á fót sérstökum rýnihópi bæjarbúa sem hafi það hlutverk að vera nefndinni til ráðgjafar og sam- ráðs um endanlega mótun skipu- lagsstefnunnar. - ss Neslistinn á Seltjarnarnesi: Segir fjármálin í uppnámi FYRIRHUGUÐ HÁHÚSABYGGÐ Neslistinn segir bæjarstjórn Seltjarnarness ekki geta selt landsvæðið, þar sem fyrir- hugað er að reisa háhúsabyggð.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.