Fréttablaðið - 12.01.2005, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 12.01.2005, Blaðsíða 39
MIÐVIKUDAGUR 12. janúar 2005 Árið 1998 kom út fyrstu persónu skotleikur sem hristi ærlega upp í leikjaheiminum. Leikurinn heitir Half-Life og fór sigurför um heiminn og hirti flest öll verðlaun- in það árið. Framhald leiksins er nú komið og ekki seinna vænna. Söguhetjan Gordon Freeman mætir aftur í baráttuna og er sögusviðið City 17 í nánustu framtíð. Mannfólkið býr í ánauð og stóri bróðir fylgist með öllu og öllum. Gordon nær sambandi við gamla starfsfélaga úr Black Mesa-tilraunarstöðinni sem eru nú í andspyrnuhreyfingu gegn stóra bróðir (Combine) og fyrrum yfirmanni Black Mesa, Dr. Wallace Breen. Til þess að spila leikinn þarf öflugan vélbúnað því annars næst ekki rétti fílingurinn úr leiknum. Með nýja tölvu skellti ég HL2 í gang og lifði mig inn í hlutverkið. HL2-heimurinn er gífurlega lifandi og vel hannaður. City 17 er með austur-evrópskum bygging- arstíl þó svo íbúarnir eru satt að segja af amerísku bergi brotnir. Gordon er leiddur áfram í gegnum borgina með atburðarás sem er í senn spennandi og ör- væntingafull. Þegar komið er út fyrir borgarmörkin breytist takt- urinn í leiknum og þarf Gordon að komast heill á húfi frá öllum þeim hættum sem þar búa en með að- stoð meðlima andspyrnuhreyfing- arinnar eru allir vegir færir. Þeir ganga í lið með Gordon sem getur gefið þeim nokkrar einfaldar skipanir. Þeir gefa líka skotfæri og sjúkrakassa þegar þörf er á. Í þetta sinn fær Gordon að nýta sjó- og landfarartæki til að kom- ast á milli staða enda eru þær margar hindranirnar sem Gordon þarf að yfirstíga og eru farar- tækin nauðsynlegur partur til að sýna stærð HL2-umhverfisins. Allmargar lykilstaðsetningar eru í leiknum og er hasarinn mis- munandi eftir staðsetningu. Það bragðbætir leikinn mikið og gefur spilaranum líka innsýn í öflin á bak við valdatjöldin. Gordon þarf góðan vopnabún- að og er af nógu af taka. Helst má nefna þyngdarleysisbyssuna sem getur sogað til sín lausa hluti og notað þá sem skotfæri. Alveg magnað tæki sem er eitt það frumlegasta sem ég hef komist í. Öll myndræn og sjónræn vinnsla leiksins er framúrskar- andi og leikjavélin er til fyrir- myndar. Satt að segja er lítið hægt að setja út á leikinn nema að framleiðendur hefðu mátt setja meira kjöt á söguna og tengsl hins dularfulla G-man við Gordon. Einnig hefði leikurinn mátt vera lengri en það er bara óskhyggja. Allavega vona ég að framhaldið taki ekki önnur fimm ár í fram- leiðslu til að fá svar við öllum þeim spurningum sem vöknuðu við spilun leiksins. franzgunnarsson@hotmail.com Skylduspilun á framhaldi VÉLBÚNAÐUR: PC FRAMLEIÐANDI: VALVE ÚTGEFANDI: VALVE NIÐURSTAÐA: Valve hafa toppað sjálfa sig og skilað afburðarleik með Half Life 2. Skotleikur ársins á PC. Skylduspilun fyrir alla fyrstu persónu skotleikjaspilara. [ TÖLVULEIKIR ] UMFJÖLLUN ... og mundu eftir ostinum!

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.