Fréttablaðið - 12.01.2005, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 12.01.2005, Blaðsíða 30
12. janúar 2005 MIÐVIKUDAGUR12 Hvar ætlar þú að auglýsa? Á sunnudögum fylgja sérblöð bæði Morgunblaðinu og Fréttablaðinu sem fjalla um atvinnumál og eru atvinnuauglýsingar helsta efni þeirra. Bæði blöðin eru svokölluð innblöð, þ.e. þau eru í miðju aðalblaðanna þannig að lesendur þeirra rekast á atvinnublöðin og ákveða þá hvort þeir skoða þau eða ekki. En hverjir fá blöðin? Við leituðum svara í fjölmiðla- og neyslukönnunum Gallups. Fjölmiðlakannanir Gallups eru gerðar í samvinnu við alla stærstu miðla landsins, Samtök auglýsenda og Samtök íslenskra auglýsingastofa, og eru viðurkenndar af þeim sem eina rétta aðferðin til að bera saman fjölmiðlanotkun landsmanna. Kannanirnar eru kynntar á heimasíðu Gallups sem niðurstöður en ekki túlkun. Ertu að leita að góðum starfsmanni? 65% Íslendinga á aldrinum 20-40 ára fletta ekki sunnudagsblaði Morgunblaðsins né heldur 72% kvenna undir 35 ára aldri, sem getur varla hljómað vel fyrir fyrirtæki í leit að góðum starfsmönnum. Tvær spurningar: Hversu sennilegt er að fólk í atvinnuleit lesi ekki atvinnuauglýsingarnar í Fréttablaðinu (95% þeirra fá blaðið)? Er ekki kominn tími til að laga birtingar á atvinnuauglýsingum að nýjum veruleika á blaðamarkaði eins og öll stærstu fyrirtækin í landinu hafa gert með sínar venjubundnu auglýsingar? 1) 95% heimila í Reykjavík og í nágrenni fá Fréttablaðið heim til sín á morgnana, sem þýðir að 95% þeirra sem eru í atvinnuleit fá atvinnublað Fréttablaðsins heim til sín á sunnudögum. 2) 48% heimila á sama svæði eru með áskrift að Morgunblaðinu, sem þýðir að 52% þeirra sem eru á aldrinum 12-80 ára í atvinnuleit þurfa að fara út í búð og ná sér í Moggann ef þeir vilja skoða atvinnublaðið sem honum fylgir. 3) 72% Íslendinga á aldrinum 20-40 ára búa á heimilum sem EKKI eru með áskrift að Morgunblaðinu, sem þýðir að 72% landsmanna á aldrinum 20-40 ára sem eru í atvinnuleit ára þurfa að fara út í búð ef þeir vilja skoða atvinnublað Morgunblaðsins á sunnudögum. 4) Ungt fólk er í langflestum tilfellum markhópur atvinnuauglýsinga og svona les það sunnudagsblöðin, samkvæmt fjölmiðlakönnun Gallups í október síðastliðnum: Nokkrar niðurstöður: Skokkarinn spyr ekki um árstíð/Ljósmynd: E. Ól. SJÓNARHORN Útvarpsvaðall truflar innkaupin Marta Guðrún Halldórsdóttir söngkona vill hafa frið og ró í verslunum. Hver er uppáhaldsbúðin þín? Verslun Kristínar Cardew á Skólavörðustígnum. Hún hann- ar og saumar falleg föt. Hvað finnst þér skemmtilegast að versla? Mér finnst skemmtilegast að kaupa eitthvað handa börnunum mínum. Verslar þú mikið í útlöndum? Nei, ekki mikið, þar er tíminn of dýrmætur tími til að vand- ræðast í búðum. Einhverjar venjur við innkaupin? Ég skoða fyrst, kem aftur seinna og kaupi, nema það sé sérstaklega góð þjónusta og friður og ró í búðinni. Tónlist eða útvarpsvaðall í verslun- um eru ekki til að auðvelda innkaupin! Skyndiákvarðanir þegar þú verslar? Ef ég finn fallegan konsertkjól sem passar, kaupi ég hann, sama hvað hann kostar. MARTA GUÐRÚN HALLDÓRSDÓTTIR STEKKUR Á KONSERTKJÓL EF HÚN FINNUR HANN. KAUPVENJUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.