Fréttablaðið - 12.01.2005, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 12.01.2005, Blaðsíða 40
28 12. janúar 2005 MIÐVIKUDAGUR EKKI MISSA AF… Ný íslensk myndlist; um veru- leikann, manninn og ímyndina, sýningu á verkum 20 íslenskra listamanna í Listasafni Íslands. Sýningunni lýkur á sunnudaginn... Sýningu Sigrúnar Guðmunds- dóttur, listamanns mánaðarins í Hafnarborg. Sýning er liður í kynningu á félögum Myndhöggv- arafélagsins í Reykjavík... Helenu af Tróju, kl. 22.00 á Skjá 1. Magnaðir þættir um eina stórkostlegustu kvenhetju allra tíma. Leikrit Braga Ólafssonar, Belgíska Kongó, sem frumsýnt var síðastliðið vor í Borgarleikhúsinu, hefur notið mikilla vinsælda meðal áhorfenda. Til stóð að hafa örfáar sýningar á verkinu í haust, en vegna mikilla vinsælda hefur verið bætt við sýningum og nú eru þær fyrirhugaðar til febrúarloka. Eggert Þorleifsson, sem á einstakan hátt túlk- ar hina fjörgömlu Rósalind í sýning- unni og hlaut Grímuverðlaunin fyrir, ætlaði í hálfs árs frí frá og með ára- mótum en hefur frestað fríinu vegna vinsælda verksins. Hins vegar hefur nú nýr leikari tekinn við hlutverki Hilmars, langömmubarns Rósalindar. Það er Davíð Guðbrandsson sem leysir Gunnar Hansson af hólmi. Davíð út- skrifaðist úr Leiklistardeild Listaháskóla Íslands vorið 2003 og er þetta hans fyrsta hlutverk í Borgarleikhúsinu. Kl. 12.15 Regnhlífarnar í New York. Nýr þáttur um bókmenntir í Sjónvarpinu í umsjón Þorsteins J. Vilhjálmssonar. menning@frettabladid.is Nýtt langömmubarn JÓNAS INGIMUNDARSON Það sækja allir söngvarar í að syngja lög eftir Sigvalda Kaldalóns. Tónleikar í tilefni af útgáfu tveggja geisladiska með tón- list Sigvalda Kaldalóns verða fluttir í Salnum á morgun. Svanasöngur á heiði er yfirskrift tónleika sem haldnir verða í Salnum í Kópavogi á morgun, fimmtudag. Tónleikarnir eru haldnir í tilefni af útkomu hljómdisksins Svanasöngur á heiði sem hefur að geyma sönglög tónskáldsins Sigvalda Kaldalóns. Á disknum er að finna margar af þekktustu perlum tónskáldsins sem og lög sem sjaldan eða aldrei hafa verið flutt áður. Jónas Ingimundar- son píanóleikari hafði umsjón með útgáfunni, vali á flytjendum og lögum og þegar hann er spurður hvað geri Kaldalóns svo merkilegan sönglagasmið, segir hann: „Sigvaldi Kaldalóns var sjálfur söngvari af Guðs náð. Hann samdi mikinn fjölda af lögum sem hittu fólk í hjartastað. Ótrúlega mörg af hans lögum eru í kransæðum þjóð- arinnar – en þó ekki nærri öll. Fyrir nokkrum árum gaf fjölskylda hans út allt safnið á nótum, þannig að æviverk hans hefur verið gert mjög aðgengilegt. Í kjölfarið kom upp sú hugmynd að taka allt safnið hans upp og gefa út á geisludiskum. Fyrir jólin kom út fyrsti hlutinn í því safni. Tónleik- arnir á fimmtudaginn eru í tilefni af útgáfu diskanna og vel til fundið að halda tónleikana 13. janúar vegna þess að þann dag fæddist Sigvaldi Kaldalóns, árið 1881. Á tónleikunum koma fram þeir sex söngvarar sem syngja á tveimur fyrstu diskunum. Það eru þau Sigrún Hjálmtýsdóttir sópran, Sesselja Kristjánsdóttir mezzósópran, Sigríður Aðalsteins- dóttir mezzósópran, Jóhann Frið- geir Valdimarsson tenór, Snorri Wium tenór og Ólafur Kjartan Sig- urðarson bariton.“ Jónas segir diskana tvo hafa að geyma um það bil helminginn af einsöngslögum Sigvalda. „Þetta er þverskurður,“ segir hann. „Þarna er að finna lög sem allir elska og dá en þarna er líka að finna lög sem heyrast sjaldnar. Það sem einkennir tónlist Sig- valda Kaldalóns segir Jónas vera þessa sterku tilfinningu fyrir söng- línunni. „Línan spinnur sig áfram eins og ekkert sé sjálfsagðara. Hái tónninn er alltaf á hárréttum stað. Þetta er tónlist sem þú syngur í baði heima hjá þér þegar þér líður vel. Hún er svo klæðileg fyrir röddina. Hluti af vinsældum laga Sigvalda er sá að þau fara svo vel í röddina. Og það sækja allir söngvarar í að syngja lög Sigvalda Kaldalóns. Nú var hann læknir í Grindavík og við Ísafjarðardjúp, menntaður í Danmörku. En það eru einhver merkileg tengsl við Ítalíu í þessum línum. Ég er ekki að segja að það sé O sole mio – en það hreyfist einhver strengur í manni svipaður þeim sem hreyfist við að hlusta á ítalska sólskinstónlist. Það er einhver innri gleði, innri glóð í lögum hans. Síðan eru lög eins og Á Sprengisandi – svo samofið okkur að við höldum jafn- vel að það sé þjóðlag. Eða Hamra- borgin – sem er tónklætt ljóð. Ef þú ferð yfir ljóðið kemstu að því að tónklæðið – það er að segja, hvernig ljóðinu er komið fyrir í tónlistinni – verður ekkert betur gert. Það er dansað, setið á hestbaki og norður- ljósin sindra í laglínunum.“ Jónas viðurkennir að víst megi finna ítalskan streng í okkur Íslend- ingum. „Að minnsta kosti höfum við þessa söngelsku. Við eigum það sameiginlegt með Walesbúum, Ítölum og Lettum. Þetta liggur dá- lítið í æðum. Það er mikil gleði fyrir mig að fá tækifæri til þess að skoða þessi lög í þessu ljósi og vinna þau með þeim söngvurum sem taka þátt í flutn- ingnum – og ég vil bæta því við að mér finnst þáttur Gerðubergs í út- gáfunni unninn af stakri alúð með fallegri uppsetningu og vönduðum greinum um tónskáldið. ■ Lög sem hitta í hjartastað ! Frumsýning 11. feb. kl.20.00 – UPPSELT – 2. sýning 13.feb. kl. 19.00 3. sýning 18.feb. kl 20.00 – 4. sýning 20. feb. kl. 19.00 – FÁAR SÝNINGAR Námskeið um Toscu og Puccini hjá Endurmenntun Háskóla Íslands Skráning í síma: 525 4444 – endurmenntun@hi.is Miðasala á netinu: www. opera.is Miðasalan er opin kl. 14-18 virka daga, kl. 13-18 lau. og sun. og fram að sýningu sýningardaga. Símasala kl. 10-18 virka daga. Banki allra landsmanna Rauð tónleikaröð #3 HÁSKÓLABÍÓI, FIMMTUDAGINN 13. JANÚAR KL. 19.30 György Ligeti ::: San Francisco Polyphony Joseph Haydn ::: Sjö síðustu orð Krists Hljómsveitarstjóri ::: Ilan Volkov Upplestur ::: Pétur Gunnarsson Háskólabíó vi› Hagatorg I Sími 545 2500 I sinfonia@sinfonia.is I www.sinfonia.is Tvö ólík og afar spennandi verk „Volkov færði sig yfir í aðra vídd og tók hljómsveitina með sér. Hann mótaði einhvern magnaðasta tónlistarviðburð sem ég hef upplifað.“ (the herald í glasgow). Betri umsögn getur stjórnandi vart óskað sér. Volkov heimsækir Íslendinga í annað sinn, nú með tvö spennandi en ólík verk í farteskinu. Pétur Gunnarsson rithöfundur les valda kafla úr Passíusálmum Hallgríms Péturssonar á milli þátta DAVÍÐ GUÐBRANDSSON Leikfélag Reykjavíkur • Listabraut 3, 103 Reykjavík Miðasalan í Borgarleikhúsinu er opin: 10-18 mánudaga og þriðjudaga, 10-20 miðviku-, fimmtu- og föstudaga 12-20 laugardaga og sunnudaga Miðasölusími 568 8000 midasala@borgarleikhus.is Miðasala á netinu www.borgarleikhus.is Börn 12 ára og yngri fá frítt í Borgarleikhúsið í fylgd fullorðinna LEIKHÚSVEISLA FYRIR HÓPA - UPPSKRIFT AÐ SKEMMTILEGU KVÖLDI - Kl 18:00 Gleðistund í forsal - veitingasalan opin Kl 18:30 Kynnisferð um leikhúsið - kynning á verki kvöldsins Kl 19:00 Matseðill kvöldsins Kl 20:00 Leiksýning kvöldsins NÆRING FYRIR SÁL OG LÍKAMA - BÓKIÐ Í TÍMA STÓRA SVIÐ HÍBÝLI VINDANNA leikgerð Bjarna Jónssonar á vesturfara- sögu Böðvars Guðmundssonar Lau 15/1 kl 20 - rauð kort - UPPSELT Su 16/1 kl 20 - græn kort - UPPSELT Fö 21/1 kl 20 - blá kort - UPPSELT Lau 22/1 kl 20 - UPPSELT Lau 27/1 kl 20 - Aukasýning Lau 29/1 kl 20 - UPPSELT, Su 30/1 kl 20 Fi 3/2 kl 20 - UPPSELT Lau 5/2 kl. 20, Sun 6/2 kl 20 Fö 11/2 kl 20, Lau 12/2 kl 20 HÉRI HÉRASON e. Coline Serreau Fö 14/1 kl 20, Su 23/1 kl 20, Fö 28/1 kl 20 LÍNA LANGSOKKUR e. Astrid Lindgren Su 16/1 kl 14, Su 23/1 kl 14, Su 30/1 kl 14, Su 6/2 kl 14, Su 13/2 kl 14 Síðustu sýningar ÍSLENSKI DANSFLOKKURINN Fjölskyldusýning THE MATCH, ÆFING Í PARADÍS, BOLTI Lau, 15/1 kl 14, Lau 22/1 kl 14 kNÝJA SVIÐ/LITLA SVIÐ BELGÍSKA KONGÓ e. Braga Ólafsson Gríman fyrir besta leik í aðalhlutverki Fö 14/1 kl 20, Su 16/1 kl 20 Fi 20/1 kl 10, Su 23/1 kl 20 Su 30/1 Sýningum lýkur í febrúar AUSA eftir Lee Hall og STÓLARNIR eftir Ionesco Í samstarfi við LA Fi 13/1 kl 20, Lau 15/1 kl 20 Síðustu sýningar SVIK eftir Harold Pinter Samstarf: Á SENUNNI,SÖGN ehf. og LA Fö 14/1 kl 20, Fi 20/1 kl 20, Fö 28/1 kl 20 SAUMASTOFAN 30 ÁRUM SÍÐAR eftir Agnar Jón Egilsson Í samstarfi við TÓBÍAS Frumsýning Su 16/1 kl 20 - UPPSELT Lau 22/1 kl 20, Fi 27/1 kl 20, Su 30/1 kl 20 ATH: Bönnuð yngri en 12 ára

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.