Fréttablaðið - 12.01.2005, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 12.01.2005, Blaðsíða 19
Smáauglýsingar byrja í dag á bls. 8 Flokkar & fjöldi Atvinna 39 stk. Bílar & farartæki 149 stk. Heilsa 9 stk. Heimilið 20 stk. Húsnæði 23 stk. Keypt & selt 24 stk. Skólar & námskeið 4 stk. Tilkynningar 3 stk. Tómstundir & ferðir 3 stk. Þjónusta 39 stk. Góðan dag! Í dag er miðvikudagurinn 12. janúar, 12. dagur ársins 2005. Reykjavík 11.01 13.36 16.12 Akureyri 11.07 13.21 15.35 Heimild: Almanak Háskólans Sólarupprás Hádegi Sólarlag Pétur Eggerz fær sína helstu hreyfingu þegar hann fer með leiksýningar milli staða. Pétur Eggerz Möguleikhússtjóri segist ekki gera neinar stórkostlegar ráðstafanir til heilsuræktar. „Það er helst að ég reyni að fara í sund á hverjum morgni. Ég fer ýmist í Breiðholtslaugina, sem er rétt hjá heimili mínu, eða Sundhöllina, sem er rétt hjá vinn- unni. Kosturinn þar er að þar get ég lyft lóðum líka. Svo finnst mér líka gaman að fara út að ganga í Elliðaárdalinn sem er líka við bæjardyrnar hjá mér.“ Pétur þarf reynd- ar líka að hreyfa sig heilmikið í vinnunni. „Ég er alltaf að leika fyrir börn, sem er heil- mikil hreyfing í sjálfu sér. Svo er ég alltaf á ferðinni með leiksýningar um borg og bý og það er heilmikil hreyfing að slá upp leik- mynd og pakka niður, bera út í bíl og svo framvegis.“ Hvað mataræðið varðar segist Pétur vera að reyna að trappa sig niður eftir jólin. „Ég er búinn að safna svo góðum forða undan- farið að ég ætla að reyna að nýta mér hann núna á næstu vikum. Ég hugsa að mottóið verði „Hafa skal það sem hollara reynist nema þegar mann langar í hitt“. Ég held samt að það myndi henta mér að hafa nammidag einu sinni í viku eins og börnin mín og er að hugsa um að taka upp þann sið með þeim.“ ■ Farandleikari á ferð og flugi Kynningarnámskeið um höf- uðbeina- og spjaldhryggjarmeð- ferð verða haldin á næstunni á fjórum stöðum á landinu; Reykjavík, Akureyri, Stykkishólmi og Selfossi. Námskeiðin eru opin almenningi, þar verður fagið kynnt og kenndar aðferðir sem koma að góðum notum á heim- ilisfólk og vini. Meðal annars verða kenndar grunnaðferðir til að losa um spennu í bandvef tengdum hryggsúlu. Upplýsingar og skráning er í síma 466 3090 eða á upledger.is Bridsskólinn býður upp á námskeið bæði fyrir byrjendur og lengra komna nú á vorönn í húsnæði Bridssambands Íslands, Síðumúla 37. Byrjendum er kennt á miðvikudags- kvöldum kl. 20-23 og stendur námskeiðið í 10 vikur frá og með 26. janúar. Fram- haldsnámskeiðið er jafnlangt en fer fram á mánudagskvöldum og hefst 24. janúar. Innritun er hafin í síma 564 4247 frá 13-18 virka daga. Ellefu styrkir eru veittir til Námufélaga á hverju ári sem skiptast þannig: Þrír styrkir til framhaldsskóla- og iðnnáms á Íslandi, kr. 100.000 hver, þrír styrkir til háskólanáms á Íslandi (BA/BS/MA/Phd), kr. 200.000 hver, þrír styrkir til háskólanáms erlendis (BS/BA/MA/Phd), kr. 300.000 hver, og tveir styrkir til listnáms, kr. 200.000 hvor. Nám- an er námsmannaþjónusta Landsbankans og skal skila um- sóknum í næsta útibú bankans fyrir 11. febrúar. Í dag er síðasti dagur innritunar í Námsflokka Reykjavíkur fyrir vorönn og kennsla hefst þann 17. þessa mánaðar. Um fjölbreytt nám er að velja eins og fyrri daginn, bæði á grunnskóla- og framhaldsskólastigi, auk þess sem ótal fleiri greinar eru í boði. Nægir þar að nefna námskeið í skrautskrift, viðhaldi og viðgerð- um á gömlum timburhúsum, skopmyndateikn- ingu og lista- sögu, að ógleymdum tungumála- námskeiðum. Kennt er á morgnana, síðdegis og á kvöldin. Upplýsingar eru í síma 551 2992 og á namsflokk- ar.is nam@frettabladid.is Pétur ætlar að taka upp vikulegan nammidag börnunum sínum til samlætis. Smáauglýsingar á 995 kr. visir.is FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS NÁM FERÐIR MATUR VIÐBURÐIR BÍLAR ATVINNA FJÁRMÁL TILBOÐ NEYTENDUR o.fl. Þú getur pantað smáauglýsingar á www.visir.is KRÍLIN Guð horfir greini- lega á sjónvarpið því veðrið var ná- kvæmlega eins og veðurkallinn sagði að það myndi vera! Sölvi gefur góð ráð BLS. 5 ][ SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 Minna mál Ágústu Johnson er hollir snakkbitar með fræj- um og korni. Myllan hf. hefur hafið sölu á nýjum og holl- um snakkbitum undir vörumerkinu „Minna mál Ágústu Johnson“. Í þeim er enginn við- bættur sykur né held- ur hert viðbætt feiti, en fituinnihald snakk- bitanna ræðst einungis af þeirri náttúrulegu fitu sem kemur úr olíufræj- um, svo sem hörfræj- um, sólblómafræjum og sesamfræjum. Úr fræjun- um fær líkaminn heil- næmar og hjartavænar olíur, svokallaðar einó- mettaðar og fjölómettaðar fitusýrur. Minna mál snakkbitarnir innihalda hátt hlutfall af trefjum úr mjöli og fræjum, 10 til 13 grömm í hverjum 100 grömmum, en trefjar hafa jákvæð áhrif á meltingu og geta dregið úr upptöku kólesteróls. Allar tegundir þessa hollu snakkbita henta við hvaða tækifæri sem er, hvort sem það er snakk á kvöldin eða milli mála, eða í saumaklúbbinn og nest- isboxið. Auk þess bitarnir eru góðir með áleggi, svo sem osti, kjöti og kota- sælu. ■ LIGGUR Í LOFTINU í námi Heilsusamlegt snakk Minna mál Ágústu Johnson fæst með þremur bragðtegundum: Minna mál með ristuðum lauk, Minna mál með osti og gras- kersfræjum og Minna mál Classic þriggja korna.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.