Fréttablaðið - 12.01.2005, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 12.01.2005, Blaðsíða 20
[ Virkjar nýjar stöðvar í heilanum Margrét Pétursdóttir úti að ganga með hundinn áður en hún mætir í tíma í táknmálsfræði við Háskóla Íslands. Margrét Pétursdóttir hóf síð- asta haust nám í táknmáls- fræði við Háskóla Íslands og hefur hún verið að vinna leik- sýningar fyrir heyrnarlausa. „Ég tel mikilvægt að skilja menn- ingarheim heyrnarlausra, og það mun vonandi skila sér í betri sýn- ingum frá mér,“ segir Margrét en auk táknmáls lærir hún um menn- ingu og sögu heyrnarlausra, mál- fræði táknmáls og félagslega stöðu þess. „Það er heilmikil stúd- ía í þessu, ég er ekki bara að læra tákn,“ segir Margrét, sem dregur ekki úr því hversu flókið það er að læra táknmál. „Það kom mér á óvart hversu lengi maður er að læra táknmál, en maður er að virkja nýjar stöðv- ar í heilanum og öll sú kunnátta sem maður hefur úr öðrum tungu- málum nýtist manni ekki neitt,“ segir Margrét, sem bætir því við að hún ruglist nú stundum á tákn- um og hafi þá sagt dónalega hluti. „Það skiptir máli hvernig maður segir hlutina,“ segir Margrét og hlær. Námið í táknmálsfræðinni er hægt að taka á tveimur árum eða þremur og þá öðlast maður rétt- indi sem táknmálstúlkur. „Ég hef ekki gert það upp við mig hvort ég taki þriðja árið en ég efast ekki um að túlkunin muni nýtast mér þar sem sýningarnar mína eru túlkaðar,“ segir Margrét. Þessa stundina er Margrét að vinna að handriti að sýningu ásamt Lailu Margréti sem kallast Viðtalið. „Verkið fjallar um mæðg- ur þar sem dóttirinn er heyrnar- laus, en hún elst upp á þeim tíma þegar bannað var að kenna heyrn- arlausum börnum táknmál,“ segir Margrét og lýsir því hvernig sam- skipti mæðgnanna hafa orðið að engu af þeim sökum. „Ég tel algera grunnforsendu að skilja menningarheim heyrnar- lausra til að geta verið honum trú í verkum mínum,“ segir Margrét að lokum. kristineva@frettabladid.is Vinnuvélanámskeið Bóklegt námskeið fyrir allar gerðir vinnuvéla verður haldið á Selfossi ef næg þátttaka verður og byrjar 14. janúar n.k. Verð kr. 39,900.- Sími: 894-2737 Knútur eða 896-1264 Heimir www.ovs.is Flest verkalýðsfélög styrkja nemendur á vinnuvélanámskeið Aukin ökuréttindi Nú er rétti tíminn til að afla sér nýrra atvinnumöguleika ! Kennt er á leigu-, vöru- og hópferðabifreið, einnig vörubifreið með eftirvagni. Skólinn býður uppá nútíma kennsluaðstöðu og reynda kennara. Innritun alla miðvikudaga, áfangakerfi. Einnig eru í boði námskeið í vistakstri fyrir einstaklinga og hópa. Sími 567-0300 Þarabakka 3 109 Reykjavík Netfang mjodd@bilprof.is www.bilprof.is ]NámsvalBókalistar flestra skóla eru aðgengilegir á netinu. Þannig er hægt að nálgastbækur í því fagi sem vekur mestan áhuga og glugga í þær til að sjá hvortáhuginn aukist eða minnki. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N S Í M E N N T U N Tungumálanám 2005 Eitthvað við allra hæfi Innri tun fer f ram á Grensásvegi 16A, í s íma 580 1800 e›a á heimasí›unni www.mimir . is - Enska - Spænska - Ítalska - Franska - Portúgalska - fi‡ska - Hollenska - Sænska - Danska - Norska - Finnska - Gríska - Rússneska - Kínverska - Japanska - Arabíska - Íslenska fyrir útlendinga - Enska, danska og spænska fyrir börn Ei n n t v e ir o g þ r ír 4 .1 21 Fólk sem lækkar í tekjum tímabundið vegna náms getur frestað greiðslum. Íbúðareigendur sem hafa fengið lán hjá Íbúðalánasjóði geta sótt um frestun á greiðslum til sjóðsins í allt að þrjú ár vegna langskóla- náms, ef nauðsyn krefur. Þetta kemur fram í auglýsingu frá sjóðn- um og við leituðum staðfestingar á þessu hjá Halli Magnússyni sviðs- stjóra. „Þetta er alveg rétt,“ svar- aði Hallur. „Íbúðalánasjóður er þjónustustofnun og við hliðrum til fyrir námsfólki ef það sér fram á vandræði með sínar afborganir. Þó svo að reglugerðir segi að þessi fyrirgreiðsla nái einungis til þeir- ra sem lendi í tímabundnum erfið- leikum vegna veikinda, slysa eða öðrum ófyrirséðum atvikum höfum við víkkað þann ramma þannig að hann nái til fólks sem lækkar í tekjum tímabundið vegna náms. En skilyrði fyrir frystingu greiðslna er að lánið sé í skilum.“ Hallur bendir þó á að áfallnir vextir bætist við höfuðstólinn á hverju ári og lánstíminn haldist óbreyttur ef ekki sé sótt um leng- ingu hans. Því verði greiðslubyrðin þyngri þegar afborganir hefjist að nýju. ■ Íbúðareigendur í námi geta fryst lán ,,Við ætlum fjórar vinkonur saman aftur og aftur! Diskarnir eru æðislegir hjá okkur!“ Sumarnámskeið fyrir skapandi börn, eldri og yngri, keramik, teikning, málun - allt innifalið - litlir hópar. Aðeins 8500 kr. vikan! Skráning í Keramik fyrir alla, sími 552 2882, Laugavegi 48b. Sjá lýsingu: www.keramik.is Hvað segja börnin um námskeið í Keramik fyrir alla? Barnanámskeið Keramik fyrir alla, 6 vikna námskeið fyrir 6 -15 ára hefjast vikuna 23. - 29. jan. Teikniæfingar og eigin mynstur máluð á keramik. Námskeiðsgjald kr. 8.500. - Allt innifalið.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.