Fréttablaðið - 12.01.2005, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 12.01.2005, Blaðsíða 23
5MIÐVIKUDAGUR 12. janúar 2005 „Þetta er lítið kver með stórum sann- leik,“ að sögn höfundarins Gunnars Más Antonssonar, framhaldsskóla- kennara. „Ég er í hugleiðsluhring og bað í einni hugleiðslunni um hjálp til að hætta að reykja og fékk vitrun. Ég fann þessa aðferð og hætti svo bara að reyk- ja. Alheimur- inn er magn- að fyrirbæri,“ segir Gunnar. „Aðalgaldur- inn í bókinni er að finna út hver mað- ur er í dag og hver mað- ur vill vera.“ Gunnar gefur bókina út sjálfur og segir að þetta sé bara fyrsta bókin í röð rita sem hjálpar fólki að skilja reykingar. „Þegar maður reykir á mað- ur að brosa og njóta þess, ekki að fá samviskubit því það festir eitrið í lík- amanum. En ég held að allir vilji losna við reykingarnar úr lífi sínu.“ Bókin er fáanleg í bókabúðum og kostar 95 krónur. „Það kom skýrt til mín að ég ætti ekki að græða á bók- inni og þess vegna er verðið svona lágt og rétt til að hafa upp í kostnað.“ Svo það kostar varla nokkuð en gæti skilað miklu að kynna sér hvernig maður á að brosa og reykja (ekki). ■ Þrátt fyrir að mörg hundruð mismunandi aðferðir komi fram ár hvert til að losa fólk við aukakílóin er ótrúlega sjaldgæft að árangur af þeim sé vísindalega sannaður. Megrunariðnaðurinn í Bandaríkj- unum veltir svimandi háum upp- hæðum ár hvert enda offita orðin eitt skæðasta heilbrigðisvanda- málið þar í landi. Samkvæmt bandarískri rannsókn sem birt var í New York Times á dögunum er það þó nánast óþekkt að fyrir- tæki sem lofa lausn fyrir þær milljónir bandaríkjamanna sem þjást af offitu þurfi að sýna fram á árangur af meðferðum sínum. Fyrirtækin bera það fyrir sig að þau vinni að meðferðum en ekki rannsóknum og í sumum tilfellum segjast fyrirtækin og meðferðar- aðilarnir hreinlega vera að selja drauma og að það sé ekki sölu- vænt að blanda tölfræðisannleika inn í auglýsingar af þeim toga. Auglýsingum um megrunarkúra fylgja gjarna árangurssögur ein- staklinga en í þeim er sjaldnast getið um hversu lengi viðkomandi hefur haldið þeirri óskaþyngd sem hann náði á kúrnum og hve stórt hlutfall þeirra sem byrjuðu á kúrnum náðu viðlíka árangri og héldu honum í einhvern ákveðinn tíma. Erfitt getur reynst að mæla árangur megrunarkúra þar sem lausnin sem þeir fela í sér verður helst að endast ævilangt. ■ Á vísindaráðstefnu HÍ á dögun- um voru kynntar tvær rannsóknir á streitu og heilsufari kvenkyns hjúkrunarfræðinga, kennara og flugfreyja. Flugfreyjur, kennarar og hjúkr- unarfræðingar eru starfshópar sem eiga margt sameiginlegt. Þá skipa að mestu konur, starfið krefst mannlegra samskipta og þjónustu við einstaklinga og hópa. Álag getur verið mikið þegar uppfylla þarf óskir eða þarfir þjónustuþega, hver ein- staklingur krefst óskiptrar at- hygli og margir kalla eftir þjón- ustu á sama tíma. Á vísindaráð- stefnu HÍ sem haldin var í Öskju 4. og 5. janúar voru kynntar tvær rannsóknir sem snúa að konum í þessum starfs- greinum. Annars vegar var verið að rannsaka vinnuum- hverfi og streitu og hins vegar heilsu og lífsstíl. Margt áhuga- vert kom fram í þessum rann- sóknum. Hjúkrunarfræðingar upplifa minni streitu og telja starf sitt líkamlega fjölbreytt- ara en hinir hóparnir tveir. Kennarar segjast síður geta stjórnað vinnuhraða sínum en hinir hóparnir. Flugfreyjur greina frá meiri óþægindum í vinnuumhverfi, minna atvinnu- öryggi, líkamlega erfiðari og einhæfari vinnu og að þær leiti síður aðstoðar samstarfsfólks en hinir hóparnir. Samkvæmt rannsókninni reykja þær meira, neyta áfengis vikulega og stunda reglulega líkamsrækt. Flugfreyjur eru að meðaltali ívið hávaxnari en mun léttari en hjúkrunarfræðingar og kennar- ar en höfðu þó minni áhyggjur af mataræði sínu. Kynferðisleg áreitni var mun algengari meðal þeirra en hinna. ■ Gunnar Már hyggst gefa út alls þrettán bækur í flokknum Brostu og... Brostu og reyktu (ekki) Ásmundur Stefánsson náði frábær- um árangri á Atkinskúrnum fyrir nokkrum árum. Virka tísku- kúrarnir? Flugfreyjur vinna í þröngu og erfiðu umhverfi. Kennarar geta sjaldan stjórnað vinnuhraða sínum Hjúkrunarfræðingar telja starf sitt líkam- lega fjölbreytt. SÖLVI GEFUR GÓÐ RÁÐ „Pabbi, hvað ertu sterkur“? Hver kannast ekki við þetta? Að minnsta kosti er þetta eitthvað sem ég man vel eftir sem strákur. Ef lítill strákur, eða stelpa, spyr pabba sinn að þessu láta viðbrögðin venjulega ekki á sér standa. Pabbinn spennir, oft með ógurlegum tilfæringum, upphand- leggsvöðvann sýnir svo litla krílinu og leyfir því gjarnan að finna hvað upp- handleggsvöðvinn er „sterkur“. „Mamma hvað ert þú sterk“? Ekki man ég samt eftir að hafa spurt mömmu að þessu. Oft hef ég velt því fyrir mér og finnst líklegasta nið- urstaðan vera sú að styrkur konunn- ar liggi annars staðar. Kannski teng- ist þetta líka þróunarsögu mann- kynsins, sem spannar margar millj- ónir ára, þar sem karlinn sá um veiðar en konan um uppeldi sem og að reka búið. Reyndar er orðið hag- fræði (Economy) dregið af grísku orði sem þýðir búsýsla... Hvernig getur 193 verið minni en 173? Eitt sinn þegar systir mín var lítil var hún spurð hvor væri stærri, pabbi minn eða afi minn en pabbi er um 173 cm meðan afi var um 193 cm. Svarið lét ekki á sér standa, „pabbi er MIKLU stærri“! Fyrirmyndir Flest höfum við sterka þörf fyrir að líta upp til einhvers, sérstaklega þegar við erum börn. En hvað gerist eftir að við verðum fullorðin? Því bið ég þig, kæri lesandi, hvort sem þú ert karl eða kona að spenna upp- handleggsvöðvann við fyrsta tæki- færi og spyrja þig, „hversu sterk/ur er ég?“ Því nú er komið að því að við verðum okkar eigin fyrirmyndir og að við lítum upp til okkar sjálfra... Þetta og fleiri hollráð er einnig að finna á heimasíðu Heilsuráðgjafar www.heilsuradgjof.is Sölvi Fannar Viðarsson Er framkvæmdastjóri Heilsuráðgjafar. Hann hefur starfað við einkaþjálfun og heilsuráðgjöf um árabil. Flugfreyjur hærri og grennri LESTUR/ÁHORF: NOKKUR DÆMI ÚR NÝRRI GALLUP KÖNNUN * *Upplýsingarnar í þessari auglýsingu eru fengnar úr nýafstaðinni fjölmiðlakönnun Gallup í október s.l.. TÍSKA Í FBL FIMMTUDAGUR FJ Ö LM IÐ LA R 0 20 40 60 56.1% FORSÍÐA MBL SUNNUDAGUR 40.2% FÓLK Í MBL MIÐVIKUDAGUR 39.5% FRÉTTIR Á RUV MEÐALÁHORF VIKUNNAR 33% INNLIT ÚTLIT Á SKJÁ EINUM UPPSAFNAÐ 37% IDOL stjörnuleit UPPSAFNAÐ 50% Lesendur „Allts“ er fólk með áhuga á efni hverrar opnu og eru auglýsingarnar eðlilegur hluti lesefnisins og ein af ástæðum þess að þeir staldra við. Það er með öðrum orðum, vel skilgreindur og áhugasamur hópur, sem skoðar t.d. þessa auglýsingu. Á opnunni „Tíska og fleira“ fimmtudaginn 28. október voru 10 auglýsingar. 56% kvenna á aldrinum 18-49 ára eða 34.555 konur skoðuðu opnuna og gátu veitt hverri auglýsingu athygli eftir áhuga og eins lengi og þær vildu. Til samanburðar voru 53 auglýsingar í Innlit Útlit á SkjáEinum þriðjudaginn 26. október. Þær fengu áhorf 37% sama hóps eða 23.025 konur og höfðu þær að meðaltali 14 sek. til að horfa á hverja auglýsingu. Grunnhugmyndin á bak við „Allt“ er að flokka auglýsingar og staðsetja í lesefni sem vekur áhuga þeirra sem auglýsandinn vill ná til. „Allt“ er löngu tímabær og áhugaverður valkostur á íslenskum auglýsingamarkaði. Hafið samband við auglýsingadeild „Allts“ Síminn er 550-5000 SAMANBURÐUR VIÐ AÐRA MIÐLA [ KONUR 18-49 ÁRA Á ÖLLU LANDINU ] - markvissar auglýsingar -

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.