Fréttablaðið - 12.01.2005, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 12.01.2005, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI MIÐVIKUDAGUR KÖRFUBOLTALEIKUR 1. deildarlið Njarðvíkur og Grindavíkur í körfuknattleik kvenna eigast við í Njarðvík klukkan 19.15. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG 12. janúar 2005 – 10. tölublað – 5. árgangur STJÓRNVÖLD AÐHAFAST EKKI VEGNA KLÓRVERKSMIÐJU Umhverfisráðuneytið telur ekki ástæðu til að aðhafast vegna vinnslu klórs í Kópavogi án starfsleyfis á þessu stigi málsins. Ráðu- neytisstjóri segir að treysta verði Heilbrigð- iseftirliti bæjarins til að tryggja öryggi íbúa svæðisins. Sjá síðu 2 SKATTSKYLDAN ER TVÍMÆLA- LAUS Ríkisskattstjóri telur engan vafa á því að portúgalskir leigustarfsmenn eigi að borga skatta hér. Impregilo segist hafa borgað 130 milljónir í skatt vegna þessara starfsmanna og vill fá þá peninga til baka. Fyrirtækið hefur áfrýjað til Yfir- skattanefndar. Sjá síðu 4 GEÐSJÚKIR RIFNIR UPP MEÐ RÓTUM Arnarholti verður lokað um næstu mánaðamót. Aðstandandi sjúklings þar segir það ómannúðlegt að fólkið skuli rifið upp með rótum og flutt annað, í sparnaðarskyni, jafnvel til bráðabirgða. Enn er eftir að flytja 18 manns af 30. Sjá síðu 6 Kvikmyndir 30 Tónlist 28 Leikhús 28 Myndlist 28 Íþróttir 24 Sjónvarp 32 BJARTVIÐRI SUÐVESTAN TIL Snjókoma eða él norðan og norð-austan til. Frost 0-8 stig, kaldast til landsins. Sjá síðu 4 Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 KÁRAHNJÚKAR Fulltrúar ítölsku verkalýðsfélaganna og Alþjóða byggingasambandsins koma til Íslands í næstu viku til að styðja íslenska verkalýðshreyfingu og kynna sér aðstæður og aðbúnað starfsmanna á Kárahnjúkum. Al- þjóðlega sendinefndin fer beint að Kárahnjúkum og sest svo á fund með fulltrúum íslensku verka- lýðshreyfingarinnar á föstudag. Tilgangur fundarins er að fá „siðferðilegan stuðning, afla skilnings Ítalanna á því hvað er í gangi á Kárahnjúkum og hugsan- lega reyna að ná alþjóðlegu sam- komulagi við Impregilo því að Impregilo starfar ekki bara hér á landi. Þetta er alþjóðlegt fyrir- tæki,“ segir Guðmundur Gunnars- son, formaður Rafiðnaðarsam- bandsins. Rafiðnaðarsambandið, Samiðn og Starfsgreinasambandið eru fé- lagar í norrænu, evrópsku og al- þjóðlegu byggingasamböndunum. Í þessum samböndum eru líka systurfélög þessara sambanda á Ítalíu. Guðmundur er í stjórn evr- ópska sambandsins og formaður Samiðnar er í stjórn norræna sambandsins og hafa þeir unnið að þessum fundi. „Í gegnum þessi sambönd hefur starfsfólk sambandanna í Sviss verið beðið um að ræða við ítölsku systurfélögin og kanna hvort hægt væri að komast í færi við Impregilo á heimavelli og ná samningi við það. Þá er verið að velta fyrir sér samstarfssamningi á alþjóðlegum grundvelli. Við erum með svoleiðis samninga, t.d. við Ikea og Skanska og ýmis stærri fyrirtæki sem eru með al- þjóðlega starfsemi. Við viljum kanna hvort hægt sé að fá Impreg- ilo til að ræða við okkur á þessum nótum.“ Guðmundur segir að talsmenn Impregilo hafi „látið líklega niðri á Ítalíu en við ætlum að fá fulltrúa verkalýðsfélaganna hingað til að sjá með eigin augum hvað við erum að tala um.“ Glíman við Impregilo hafi verið heilmikil, aðeins toppurinn á ísjakanum hafi birst í fjölmiðlum. Sjá bls. 4. - ghs Alþjóðlegur þrýst- ingur á Impregilo Fulltrúar ítölsku verkalýðsfélaganna og Alþjóða byggingasambandsins koma til Íslands um miðja næstu viku til að styðja íslenska verkalýðshreyfingu. Reynt verður að ná alþjóðlegu samkomulagi við Impregilo líkt og dæmi eru fyrir við önnur alþjóðleg fyrirtæki. ● hrafninn flýgur í sjóræningjaútgáfu Gefur út DVD-disk á alþjóða vísu Hrafn Gunnlaugsson: ▲ SÍÐA 36 ● heilsa ● nám Virkjar nýjar heilastöðvar Margrét Pétursdóttir: ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS Handteknir í Þýskalandi: Fíkniefni á leið til Íslands FÍKNIEFNI Tveir íslenskir sjómenn hafa verið úrskurðaðir í sex mán- aða gæsluvarðhald í Þýskalandi. Í klefum mannanna, sem eru skip- verjar á Hauki ÍS, fundust þrjú og hálft kíló af kókaíni og svipað magn af hassi við fíkniefnaleit í síðustu viku. Mennirnir gætu átt allt að fimmtán ára fangelsi yfir höfði sér. Ljóst er að efnin áttu að fara á markað hér á landi. Skipið var rétt ófarið frá Bremerhaven í Þýskalandi þegar leitin var gerð og ekki stóð til að skipið myndi hafa viðkomu í öðrum höfnum á leið sinni til Íslands. - hrs Sjá nánar bls. 2 LÖGREGLAN GENGUR UM BORÐ Tveir skipverjar á Hauki ÍS hafa verið úrskurðaðir í sex mánaða gæsluvarðhald í Þýskalandi. Skipið lagði að bryggju í Hafnarfirði á ellefta tímanum í gærkvöldi. MIÐ-AUSTURLÖND Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, og Mahmoud Abbas, nýkjörinn for- seti heimastjórnar Palestínu, ræddust við í síma í gær og sam- þykktu að funda saman innan skamms. Þó engin dagsetning hafi verið ákveðin er búist við því að fundur þeirra verði haldinn innan hálfs mánaðar. Sharon hringdi í Abbas í gær til að óska honum til hamingju með sigurinn í kosningunum á sunnu- dag. Fyrr um daginn hafði Sharon sagt stjórn sinni að hann ætlaði sér að hitta Abbas fljótlega og sagði þeim að markmiðið væri að flýta fyrir nokkrum málum, eink- um því að Palestínumenn bindu enda á hryðjuverk gegn Ísraelum. Ný ríkisstjórn Sharons, með þátttöku Verkamannaflokksins og nokkurra flokka strangtrúaðra gyðinga, hlaut samþykki þingsins í gær, en með naumindum þó. 58 þingmenn lýstu stuðningi við stjórnina en 56 andstöðu. Meðal þeirra sem greiddu atkvæði gegn stjórninni voru þrettán þingmenn Likud-bandalags Sharons. ■ Ísraelska þingið veitir nýrri stjórn brautargengi: Abbas og Sharon samþykkja að hittast BYGGIR MEÐ ÞÉR Janúartilboð fylgir blaðinu í dag! DAGAR EFTIR AF JANÚARTILBOÐI TOYOTA 20 Yaris 1,0 Terra, 5 dyra Tilboðsverð 1.269.000 kr. AFTUR SAMAN Í STJÓRN Ariel Sharon og Shimon Peres sátu ríkis- stjórnarfund í gær. Þeir hafa áður setið saman í stjórn en hún sprakk. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.