Fréttablaðið - 12.01.2005, Blaðsíða 16
16
Gert er ráð fyrir að loðnumælingu ljúki
á næstu dögum. Í kjölfarið mun Haf-
rannsóknastofnunin gera tillögur um
endanlegt aflamark á yfirstandandi
loðnuvertíð.
Hvað er loðna? Loðnan er líkt og til
dæmis síld og kolmunni uppsjávar-
fiskur. Hún er langvaxinn beinfiskur af
loðsílaætt með einn bakugga og veiði-
ugga. Loðnan, sem verður allt að 22
sentímetrar að lengd, dregur nafn sitt af
loðinni rák sem hængurinn fær eftir
endilöngum bolnum á hrygningartím-
anum. Loðna er mikilvægur hlekkur líf-
keðjunnar í sjónum hér við land því
hún er mikilvæg fæða þorsks og annars
botnfisks. Sjálf lifir loðnan einkum á
krabbaflóm, einkum rauðátu og pólátu.
Hvar er loðnan veidd?
Loðnan, sem gengur í stórum
torfum, lifir í Norður-Atlantshafi;
við Ísland, Grænland og
Kanada. Loðnuveiðar hófust við
Íslandsstrendur árið 1964. Hún
er veidd nánast allt í kringum
landið. Megnið af ævinni heldur
hún sig í kalda sjónum fyrir
norðan land en gengur þó í
hlýsjóinn fyrir sunnan og suð-
vestan landið til hrygningar. Að
lokinni hrygningu deyr loðnan.
Hversu mikið er veitt af
loðnu?
Frá því kvótakerfið var tekið
upp árið 1984 hefur misjafn-
lega mikið verið veitt af tegund-
inni við strendur landsins. Mesti
afli íslenskra skipa á einu fiskveiðiári var
frá 1996 til 1997 þegar 1.249 þúsund
tonn veiddust. Minnsti afli íslenskra
skipa var á síðasta fiskveiði ári þegar
575 þúsund tonn veiddust.
Í hvað er loðnan nýtt? Loðnan
hefur að mestu leyti verið nýtt í fiski-
mjöl og lýsi, sem síðan er nýtt í dýra-
fóður. Hún er þó einnig flutt út til
manneldis.
Hverjum selja Íslendingar helst
loðnu? Loðnan er seld í nokkru magni
heilfryst til Austur-Evrópu og þá helst til
Úkraínu og Rússlands. Japanar kaupa
hana einnig heilfrysta. Loðnuhrognin
þykja herramannsmatur víðs vegar um
heim. Fryst loðnuhrogn eru til dæmis
flutt á Japansmarkað.
Mikilvægur hlekkur lífkeðjunnar
FBL GREINING: LOÐNA
12. janúar 2005 MIÐVIKUDAGUR
Framlög til þróunarsamvinnu
við Srí Lanka þrefölduð
Fiskveiðifloti Srí-Lankamanna þurrkaðist nánast út í hamförunum á dögunum og tekið getur allt
upp í áratug að rétta hag þjóðarinnar á ný. Ríkisstjórn Íslands hefur ákveðið að verja
75 milljónum króna til þróunarsamvinnu á Srí Lanka.
Vegna hamfaranna við Indlands-
haf ákvað ríkisstjórn Íslands fyrir
helgi að þrefalda framlög til þró-
unarsamvinnu við stjórnvöld á Srí
Lanka og verður alls 75 milljónum
króna varið til uppbyggingar-
starfs þar í landi á þessu ári á
vegum Þróunarsamvinnustofnun-
ar Íslands (ÞSSÍ). Framkvæmda-
stjóri ÞSSÍ segir að aðstoðin verði
einkum á sviði sjávarútvegs og
algerlega á forsendum heima-
manna. Tekið getur allt upp í ára-
tug að koma þeim löndum sem
verst urðu úti á svipaðar slóðir og
þau voru á áður en hamfarirnar
dundu yfir.
Gerbreyttar forsendur
Í desemberbyrjun ákvað stjórn
ÞSSÍ að efna til þróunarsamstarfs
við tvö ný lönd, Níkaragva og Srí
Lanka, á sviði sjávarútvegs og
jarðhita- og orkumála, og var
áformað að verja 25 milljónum
króna til þróunarmála í síðar-
nefnda landinu. Þegar hamfara-
flóðin á annan dag jóla dundu yfir
eyjuna var ljóst að allar forsendur
samvinnunnar höfðu gerbreyst og
því yrði að breyta áherslunum.
„Núna er fiskiðnaður þeirra al-
gerlega í rúst og við þurfum því
að skoða málið frá algerlega nýj-
um sjónarhóli,“ segir Sighvatur
Björgvinsson, framkvæmdastjóri
ÞSSÍ. „Upphaflega ætluðum við
að styðja við þá í fiskirannsókn-
um, stofnstærðarmati og slíku en
nú er augljóst að meira þarf til.“
Yfir þrjátíu þúsund manns fór-
ust í hamförunum á Srí Lanka og
yfir ein milljón manna er heimil-
islaus. Fátæk fiskimannasam-
félög urðu einna verst úti í flóðun-
um. Fyrir þau voru um 27.000 bát-
ar til í landinu sem notaðir voru til
fiskveiða. Þar af var um helming-
ur vélbátar, en talið er að allt að
áttatíu prósent þeirra hafi eyði-
lagst eða laskast í flóðbylgjunni.
Tíu af fimmtán fiskihöfnum eru
ónýtar og fiskvinnslustöðvar og
slippir hafa orðið fyrir miklu
tjóni. Margir
þeirra sjó-
manna sem
enn eiga báta
eru tregir til
að snúa aftur
til veiða þar
sem þeir ótt-
ast að bátar
sínir hafi
orðið fyrir
skemmdum og
að önnur alda
kunni að ríða yfir. Árið 2000 nam
sjávarútvegur 2,7 prósentum af
vergri landsframleiðslu Srí
Lanka.
Framlögin þrefölduð
Of snemmt er að segja til um hvað
gert verði til að koma srílönskum
sjávarútvegi á réttan kjöl. „Núna
erum við að hugsa um að fara
fljótlega á vettvang aftur þegar
aðeins hefur hægst um, þessa
stundina er sjálf neyðaraðstoðin
stjórnvöldum efst í huga. Eftir um
það bil mánaðartíma gerum við
ráð fyrir að senda út sérfræðinga
í sjávarútvegsmálum til að ræða
við yfirvöld um hvers konar að-
stoð þau vilja í sjávarútvegs-
málum miðað við núverandi að-
stæður,“ segir Sighvatur en bætir
við að samvinnan verði algerlega
á forsendum heimamanna.
Í síðustu viku samþykkti ís-
lenska ríkisstjórnin að þrefalda
áður ákveðin framlög sín til þró-
unarsamvinnu við stjórnvöld á Srí
Lanka og því verður alls 75 millj-
ónum króna varið til uppbygging-
arstarfsins þar í landi á árinu
2005. Með þessu verður mögulegt
að hefjast handa fyrr en áætlað
var og unnt verður að takast
stærri verkefni á hendur.
Uppbyggingin tekur áratug
Hvað sem þróunarsamvinnunni
við Íslendinga líður er ljóst að
mikið verk bíður Srí-Lankamanna
við að koma efnahag og þjóðlífi
aftur í svipað horf. Sighvatur
telur að tekið geti allt upp í áratug
fyrir þau lönd sem verst urðu úti í
hamförunum að komast á svip-
aðar slóðir og þau voru á áður en
hamfarirnar dundu yfir. „Það er
mjög gleðilegt hversu hratt og
mikið menn hafa brugðist við
neyðarástandinu,“ segir Sighvat-
ur en hann óttast að þegar frá líði
muni áhugi heimsbyggðarinnar á
málefnum svæðisins dvína.
„Hvað dugar skammtímaminnið
hjá heiminum lengi til að taka
eftir uppbyggingingunni þegar
neyðaraðstoðinni sleppir?“ Kjarni
málsins er þá að koma á fót öfl-
ugri neyðaraðstoð en einnig ættu
ríkari þjóðir heimsins að létta á
skuldabyrði þeirra sem urðu fyrir
áföllum vegna hamfaranna. „Já,
það er nauðsynlegt fyrir þessi
lönd þannig að þau geti notað það
fé sem ella færi til afborgana af
erlendum skuldum til að byggja
upp hjá sér,“ segir Sighvatur
Björgvinsson að lokum. ■
Um áramót tóku
gildi ný raforkulög
sem kveða á um
aðskilnað fram-
leiðslu og dreif-
ingu raforku. Árið
2002 taldi Friðrik
Sophussons, for-
stjóri Landsvirkjun-
ar, að „kostað gæti
verulega yfirfjárfest-
ingu“ að koma hér á harðri samkeppni.
Hvað kallaði á markaðsvæðingu?
Það var helst tilskipun Evrópusambands-
ins frá 1996. Markmið hennar var að
gera raforkugeirann hluta af innri mark-
aði Evrópu, tryggja öryggi í afhendingu
raforku, auka samkeppni í framleiðslu og
opna fyrir viðskipti milli landa. Markmið-
in eiga tiltölulega lítið við Ísland sem býr
við einangrað raforkukerfi og enga um-
framorku í kerfinu. Hér er enginn orkuút-
flutningur, nema óbeint vegna stóriðju
og við þurfum ekki að hafa sömu
áhyggjur af koltvísýringi og lönd þar sem
rafmagn er framleitt með kolum eða
olíu. Svo er flutnings- og dreifingarkostn-
aður hlutfallslega hár vegna fámennis í
stóru landi. Í fljótu bragði sést ekki hvað
rak menn áfram til breytinganna, en þær
voru samt gerðar í trausti þess að sam-
keppnin myndi skila sér í lægra verði og
sömu gæðum.
Verður breytingin til góðs?
Vissulega eru kostir, t.d. að gerðar verða
skýrari arðsemiskröfur. Þá munu koma
nýir eigendur að greininni því fráleitt er
að láta opinber fyrirtæki keppa á sam-
keppnismarkaði til lengri tíma. Fyrirsjáan-
leg er því einkavæðing þó það verði
kannski ekki á allra næstu árum. Svo má
búast við sameiningu orkufyrirtækja á
næstunni, líkt og gerst hefur í Evrópu. En
spurningunni um hvor við höfum gengið
til góðs með þessu verður varla svarað
fyrr en eftir fimm ár eða svo. - óká
Evrópureglur
réðu för
NÝ RAFORKULÖG
SPURT OG SVARAÐ
SVEINN GUÐMARSSON
BLAÐAMAÐUR
FRÉTTAVIÐTAL
ÞRÓUNARSAMVINNA Á
HAMFARASVÆÐUM
SRÍLANSKUR SJÓMAÐUR LEGGUR NET SÍN
Rúmlega þrjátíu þúsund Srí-Lankamenn fórust í hamförunum. Fjórir af hverjum fimm fiskibátum á eynni eru ónýtir og tíu af fimmtán
höfnum landsins eru í rúst.
SIGHVATUR
BJÖRGVINSSON
FRIÐRIK
SOPHUSSON