Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.01.2005, Qupperneq 20

Fréttablaðið - 14.01.2005, Qupperneq 20
Menn eru farnir að kenna átökin milli manna í Framsóknar- flokknum í Reykjavík við trúar- bragðastyrjaldir eða átök milli menningarheima, enda eru slík- ar skýringar nánast staðalbún- aður fréttaskýrenda í samhengi heimspólitíkurinnar. Þó að vara- samt sé að gera of mikið úr trú- arbragðaáhrifum í þessum átök- um, þá er felst vissulega ákveð- inn sannleikskjarni í því, enda hafa sumir framsóknarmanna í borginni náð að koma sér upp baklandi meðal trúaðra og sér- safnaða með gott skipulag. Góð- ur aðgangur að skipulagi er jú dýrmæt auðlind í reykvískum stjórnmálum, ekki síst í Fram- sóknarflokknum og skiptir þá ekki máli hvort það skipulag tengist trú, íþróttum, menningu eða öðru. Hitt er að sönnu rétt líka að vissulega má segja að átökin milli Alfreðs Þorsteinssonar annars vegar og núverandi gagnrýnenda hans með Gest Kr. Gestsson í fararbroddi hins veg- ar geti kallast árekstur menn- ingaheima. Þessum menningar- heimum hefur hins vegar lostið saman áður, t.d. í prófkjöri framsóknarmanna fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar þegar þær tókust á með skipulagskerf- um sínum. Gagnrýnendur Al- freðs náðu þá að koma Alfreð í opna skjöldu og eins og Gestur Kr. þreytist ekki á að rifja upp, þá munaði minnstu að Alfreð dytti út í prófkjörinu. Mjög ólík- legt er að slíkt muni gerast aft- ur – enda á Alfreð sinn hulduher líka. Hins vegar féllu í þessum vopnaviðskiptum margir óbreyttir gamalgrónir fram- sóknarmenn sem ekki voru hluti af skipulaginu – og fengu jafn- vel ekki einu sinni að taka þátt í valinu. Nú hins vegar snýst spurn- ingin ekki eingöngu um menn og menningarheima, heldur um þátttökuna í Reykjavíkurlistan- um. Sú spurning á eftir að valda miklum viðbótarskjálftum í Framsókn, rétt eins og hún á eft- ir að valda Vinstri grænum miklum erfiðleikum og ekki síð- ur Samfylkingunni. Samfylking- in stendur raunar frammi fyrir margfalt erfiðari málum en samstarfsflokkarnir, vegna þess að flokkurinn þarf samhliða ákvörðun um framhald R-lista- samstarfsins að takast á við tvö- faldan foringjaslag. Annars veg- ar á landsvísu, milli Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur og Össurar Skarphéðinssonar, og svo í borg- inni sjálfri milli núverandi odd- vita Stefáns Jóns Hafstein ann- ars vegar og svo Steinunnar Val- dísar Óskarsdóttur núverandi borgarstjóra. Telja verður mjög ólíklegt að þessi mál verði leyst í sátt og innanflokksátök í ein- um samstarfsflokki R-listans dregur úr sjarma samstarfsins í augum hinna. Innri ágreiningur í tveimur flokkum dregur enn úr sjarmanum og ágreiningur í þeim öllum gerir það beinlínis fráhrindandi. Ekki er að efa að gagnrýnendur Alfreðs, sem ekki einvörðungu vilja Alfreð burt heldur líka Reykjavíkurlistann, geri sér grein fyrir þessu. Átökin hjá Framsókn í Reykjavík um framtíð Reykja- víkurlistann og ákveðna menn þar tengist með sérstökum hætti samspili sveitarstjórn- arpólitíkur og landsmálapólitík- ur. Þetta má rekja til þess að framsóknarmenn í Reykjavík fóru þá leið að starfa í tveimur aðskildum kjördæmasambönd- um í sveitarfélaginu Reykjavík. Þó að Reykjavík hafi verið skipt upp í tvö kjördæmi, er hún áfram eitt sveitarfélag. Fram- sóknarmenn í borginni starfa hins vegar í tvennu lagi, norður- kjördæminu og suðurkjördæm- inu, sem getur skapað vanda- mál. Á þetta hefur Gunnlaugur Júlíusson m.a. bent á vefsíðu framsóknarmanna í Reykajvík. Það sem hann hins vegar ekki dregur fram, er að samhliða kjördæmaskiptingunni hefur innan flokksins orðið vísir að pólitískri skiptingu milli kjör- dæma. Alfreð starfar í suður- kjördæminu – Gestur Kr. í norð- ur. Mikilvægara er að bæði Halldór Ásgrímsson og Árni Magnússon starfa með norður- kjördæminu og þeir hafa báðir haft efasemdir með R-listann. Í suðurkjördæminu er hins vegar Jónína Bjartmarz þingmaður og hún hefur ekki marserað í þeim takti sem formaðurinn hefði kosið sem kunnugt er. Áberandi óánægja kom fram hjá forustu suðurkjördæmisins vegna ráð- herramála og menn þar hafa talið að gengið hafi verið fram hjá þingmanni kjördæmisins. Í fjölmiðlamálinu í sumar var gerð landsfræg uppreisn gegn flokksforustunni á fundi í suð- urkjördæminu og Alfreð var eftir þann fund með óvenju harða gagnrýni á forustuna. Stjórn norðurkjördæmisins studdi forustuna. Það er því óhætt að fullyrða að það eru ekki einvörðungu skipulagslegar markalínur milli kördæma hjá Framsókn í Reykjavík, heldur líka pólitísk- ar. Vegna þess hvernig þessar markalínur liggja er hugsanlegt að þær muni skipta talsverðu máli í þeim átökum sem nú eru að koma upp milli manna og menningarheima vegna fram- boðsmála og framhalds R-list- ans. ■ E kkert lát ætlar að verða á togstreitunni innan Reykjavík-urlistans og tekur hún á sig æ fjölbreyttari myndir einsog orðahnippingar meðal framsóknarmanna í höfuð- borginni undanfarna daga bera vitni um. Flest bendir til þess að dagar R-listans séu taldir og hann muni ekki hafa afl til að bjóða fram í borgarstjórnarkosningunum á næsta ári. Ef innri og ytri aðstæður hefðu verið R-listanum hagfelldar væri ekki útilokað að hann gæti haldið völdum í Reykjavík í næstu kosningum án aðildar Framsóknarflokksins. Nýjustu skoðanakannanir sýna að Framsókn, sem nú á tvo fulltrúa í borgarstjórn, fengi engan mann kjörinn ef flokkurinn byði einn fram til borgarstjórnar. R-listinn hefur frá upphafi notið víð- tæks stuðnings óháð hefðbundnum flokksböndum. Aðild „óháðra“ að framboðinu hefur styrkt það. Ef Frjálslyndir gengju til liðs við R-listann, eins og Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur stakk upp á í grein hér í blaðinu á mánudaginn, er nær öruggt að ekki væri lengur þörf á stuðningi framsóknar- manna. En sannleikurinn er sá að hvorug skilyrðin, hin innri eða ytri, eru fyrir hendi. Innan allra stjórnmálaflokkanna sem standa að R-listanum á sér stað barátta sem snýst um völd og áhrif í stjórn höfuðborgarinnar. Forystumenn flokkanna í borginni taka þátt í þessari baráttu leynt og ljóst. Innan Samfylkingar- innar er ekki eining um nýja borgarstjórann, Steinunni Valdísi Óskarsdóttur. Það er opinbert leyndarmál að Stefán Jón Haf- stein sætir færis að ná til sín foringjahlutverkinu og þar með borgarstjórastólnum. Innan flokks Vinstri grænna hefur lengi verið óánægja með málefnalega stefnu borgarstjórnarmeiri- hlutans. Grasrótin í flokknum er ósátt við framferði sumra for- ystumannanna. Framkoma Bjargar Vilhelmsdóttur gagnvart skjólstæðingum félagsmálakerfisins hefur nokkrum sinnum orðið tilefni ádeilu og hneykslunar úr röðum hennar eigin flokksfélaga. Ólíklegt er að svokölluð „kynnisferð“ leiðtoga Vinstri grænna, Árna Þórs Sigurðssonar, til Brussel bæti ímynd borgarstjórnarhópsins. Ytri skilyrði eru R-listanum líka óhagstæð. Ljóminn sem lék um listann á upphafsárunum, þegar Ingibjörg Sólrún Gísladótt- ir var foringi hans, er horfinn. Mestur tími forystumannanna fer í að svara fyrir óvinsæl mál eins og skuldasöfnun, aukna skattbyrði, skipulagsklúður og ábyrgðarlausa meðferð fjár- muna þar sem Orkuveitan undir stjórn Alfreðs Þorsteinssonar er helst í sviðsljósinu. Þetta ástand ætti að gefa forystuflokki minnihlutans, Sjálf- stæðisflokknum, sóknarfæri. En skoðanakannanir benda ekki til þess að hann sé að spila rétt úr stöðunni. Taktur og tónn minnihlutans virðist ekki ná hljómgrunni meðal borgarbúa. Kannski þarf að skipta um manninn í brúnni eða jafnvel áhöfn- ina alla. Eitthvað er að þegar jafn „hagstæð“ skilyrði verða ekki til þess að flokkurinn nái að rétta úr kútnum. Átök meirihluta og minnihluta eru eðlilegur þáttur lýðræðis- legra stjórnmála. En hin sífellda togstreita meðal meirihlutans er hins vegar óþægileg og raunar óviðunandi fyrir borgarbúa vegna þeirrar óvissu sem hún skapar um stjórn og stefnu höf- uðborgarinnar. ■ 14. janúar 2005 FÖSTUDAGUR SJÓNARMIÐ GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Átök innan R-listans skapa óvissu um stefnu og stjórn höfuðborgarinnar. Óviðunandi fyrir borgarbúa FRÁ DEGI TIL DAGS Kvikmyndafélagið Bjarmaland í samvinnu við Skífuna og Íslandsbanka Hefur ákveðið að láta allan aðgangseyri af sýningum kvikmyndarinnar Í takt við tímann í Regnboganum í dag föstudaginn 14. janúar 2005 renna óskiptan til Neyðarhjálpar úr norðri Landssöfnun vegna flóðanna í Asíu Íslandsbanki mun auk þess jafna þá upphæð sem safnast vegna sölu umræddra aðgöngumiða. Jafnframt er skorað á Sambíóin að verja aðgangseyri The Incredibles í heilan dag til söfnunarinnar. Menningarheimar Framsóknar “Algjör firra“ Ekki fór það hátt þegar ein af elstu há- skóladeildum landsins skipti um nafn á dögunum; heimspekideild Háskóla Ís- lands heitir nú hugvísindadeild. Á þeim bæ segja menn að gamla nafnið hafi valdið ruglingi því hugtakið heimspeki sé núorðið eingöngu notað um sam- nefnda fræðigrein í stað þess að vera samheiti yfir ólíkar greinar mennta og fræða sem kenndar eru í deildinni. Þá var það notað í rökstuðningi fyrir nafn- breytingunni að heitið heimspekideild gæfi þeirri ranghugmynd undir fótinn að í deildinni væru ekki stunduð al- vöru vísindi, „sem er að sjálfsögðu algjör firra“ segir í grein um málið á vef Háskólans, hi.is. Af hverju alþýða? Enn af orðum. Ung menntakona, Ragn- heiður Kristjánsdóttir, veltir því fyrir sér í fróðlegum fyrirlestri sem lesa má á vef framtíðarhóps Samfylkingarinnar, framtid.is, hvers vegna íslenskir sósíal- demókratar hafi í upphafi kennt sam- tök sín við „alþýðu“ en ekki „verka- menn“ eins og tíðkaðist í nágranna- löndunum, samanber Alþýðuflokkurinn og Alþýðusambandið sem stofnuð voru 1916. Niðurstaða hennar er sú að orðið „alþýða“ hafi í íslensku samfélagi á þessum tíma haft víð- ari skírskotun og jákvæðari merkingu en orðin „verkamaður“, „verkafólk“ og „verkalýður“. Ísland hafi á þessum tíma enn verið sveitaþjóðfélag þar sem am- ast var við flutningi á mölina og for- dómar ríkt gagnvart daglaunafólki, sem jafnvel var talið hálfgerð úrhrök. Bæjarstjóri á netinu Þingmenn eru ekki einu stjórnmála- mennirnir sem halda úti bloggsíðum á netinu. Halldór Halldórsson bæjarstjóri á Ísafirði birtir greinar og skrifar dag- bók á vefsíðunni haddi.is. Þetta er til fyrirmyndar. Gaman væri að vita hve margir bæjarstjórar og sveitarstjórnar- menn notfæra sér netið til að vera í sambandi við kjósendur og aðra um- bjóðendur sína. gm@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: Frétt ehf. RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRAR: Sigurjón M. Egilsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG DREIFING: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is SETNING OG UMBROT: Frétt ehf. PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 SKOÐANIR OG UMRÆÐUR Á VISIR.IS Í DAG ÁTÖK Í FRAMSÓKN Í REYKJAVÍK BIRGIR GUÐMUNDSSON

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.