Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.01.2005, Qupperneq 54

Fréttablaðið - 14.01.2005, Qupperneq 54
■ VEISTU SVARIÐ? ■ LEIÐRÉTTING Svör við spurningum á bls. 8 1 3 2 Álfrún Örnólfsdóttir 556 þúsund tonn 11 prósent 42 14. janúar 2005 FÖSTUDAGUR Bandaríski leikstjórinn Eli Roth skemmti sér á Íslandi yfir ára- mótin en notaði ferðina hingað einnig til þess að ræða við og prófa nokkurn fjölda íslenska leikara fyrir ódýra hryllingsmynd sem hann ætlar að hrista fram úr erminni á þessu ári. Myndin á að heita Hostel og fjallar um þrjá unga menn á bak- pokaferðalagi um Evrópu en það vill svo skemmtilega til að einn þeirra er Íslendingur. Sá mun vera mikið partíljón og stuðbolti sem lætur móðan mása um landið sitt og slær að öllum líkindum um sig með alls konar íslenskum orðum á borð við „rjómaskyr“, „lambakjöt“, „brennivín“ og „snípur“ sem eru Eli afar hugleik- in. Íslendingurinn mun vera ansi áberandi fyrsta þriðjung myndar- innar og á að vera skemmtilegasta persóna hennar. Örlög hans eru þó óljós en“hressi gaurinn“ í hryll- ingsmyndum á það oftar en ekki til að drepast á subbulegan hátt. Ólafur Egill Egilsson, Björn Thors, Björgvin Franz Gíslason og Auðunn Blöndal eru á meðal þeirra sem Eli hitti að máli og mun Auðunn vera mjög líklegur til að hreppa hnossið enda virðist hlutverkið í fljótu bragði henta spaugaranum úr 70 mínútum og Svínasúpunni ákaflega vel. Eli Roth vakti verulega athygli með hryllingsmyndinni Cabin Fever en hann hugmyndina að þessu byrjendaverki sínu fékk hann eftir að hann dvaldi á bæn- um Ingólfshvoli í nágrenni Sel- foss árið 1991. Cabin Fever þótti koma með ferska vinda inn í staðnaðan hryllingsmyndageir- ann árið 2002 og ekki minni menn en Peter Jackson, David Lynch og Quentin Tarantino hafa lofað Eli í hástert en það er einmitt að undir- lagi Tarantinos sem Eli ákvað að drífa sig í að gera Hostel. Eli er með fjölmörg stórverk- efni í gangi þar á meðal myndirn- ar Scavenger Hunt og endurgerð hrollvekjunnar The Bad Seed. Þetta eru stórar stúdíómyndir og hlutirnir í kringum þær gerast því hægt og þar sem Eli leiddist þófið skrifaði hann handritið að Hostel í snarhasti í nóvember og desem- ber. Eftir að Tarantino hafði kíkt á það og hvatt hann til að taka myndina í einum grænum rauk Eli til Prag þar sem hann fann tökustaði og stefnir að því að byrja tökur í febrúar eða mars. Myndin verður gerð fyrir lítinn pening á milli stórverkefna en Eli hefur meðal annars sagt frá því í viðtali við Fréttablaðið að hryllingsmyndir eigi að vera ódýrar. Kraftur þeirra liggi í vanefnunum. Hjólin snúast hratt þegar Eli fer af stað og hann mun að öllum líkindum tilkynna um val á leik- ara í hlutverk Íslendingsins á næstu vikum enda stefnir hann á að frumsýna Hostel fyrir áramót. thorarinn@frettabladid.is freyr@frettabladid.is „Þetta líf. Þetta líf.“ er heiti á nýjum þætti sem Þorsteinn J. Vilhjálmsson sér um á Internet- inu. Slóðin er www.thorsteinnj.is og síðan opnar í dag. Á forsíð- unni hefur Þorsteinn sett inn yfirlýsingu: „Dauði sjónvarps- stjórans! Það er ekki lengur hægt að segja: Þetta er ekki hægt. Það er ekki lengur hægt að segja: Þetta má ekki. Það er ekki lengur hægt að segja: Það hefur áreiðanlega enginn áhuga á þessu … “ Það er allt hægt á Internetinu og þetta er í fyrsta sinn sem Þorsteinn nýtir sér þann miðil á þennan hátt. „Í hverjum mánuði set ég inn nýtt efni. Ég kalla þetta sjónvarpstímarit vegna þess að þetta er í rauninni hvorki sjónvarp né tímarit. Það sem ég er að gera er að ég er að nýta þessa nýju leið sem netið er. Loksins er netið orðið það hraðvirkt að hægt er að nota það sem gátt fyrir sjónvarps- efni.“ Þorsteinn fékk veffyrirtækið Caoz í lið með sér og var það Samúel Jónasson sem hannaði kerfið sem hann notar. Pétur Grétarsson sér um tónlistina í þáttunum. Þorsteinn sér þó sjálf- ur um aðrar hliðar þáttargerðar- innar og er þá átt við kvikmynda- töku, klippingu, viðtöl við fólk og fleira. „Það hefur sjaldan verið jafn auðvelt að búa til efni en einnig sjaldan eins erfitt að koma því frá sér. Netið hefur verið mjög vannýtt því aðallega hefur það verið notað undir myndir og texta hingað til. Þetta er auðvitað ekkert nýtt undir sólinni en það er nýtt fyrir mig að geta gert allt sem ég vil.“ ■ Sjónvarpstímarit á Internetinu ÞORSTEINN J. VILHJÁLMSSON Hefur nú sett í gang þátt á netinu eða eins og hann kallar það: „Sjónvarpstímarit“. TEKIÐ HEF ÉG HVOLPA TVO Eli Roth er hér ásamt Jamie Kennedy í klónum á Friðrik Þór Friðrikssyni sem hitti kappana í gleðskap á Íslandi um áramótin. Eli er yfir sig hrifinn af landi og þjóð og skrifaði íslenska persónu sérstaklega inn í næstu mynd sína. Góðar líkur eru á að hann fái Auðun Blöndal til að túlka kappann. ELI ROTH: PRÓFAÐI ÍSLENSKA LEIKARA FYRIR NÝJA HRYLLINGSMYND Auddi gæti farið í blóðbað 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 ...fær tónlistarmaðurinn Mugison eða Örn Elías Guðmundsson sem var valinn Vestfirðingur ársins af lesendum bb.is. Mugison kom, sá og sigraði með plötunni Mugimama (Is This Monkey Music?) sem kom út á síðasta ári. HRÓSIÐ Fókus fylgir DV í dag 1.2 Kallarnir.is Við sprengjum í kellingar sem þið rúnkið yk kur yfir Lárétt: 2 ólogið, 6 í rö, 8 hundasig, 9 líkams- hluti, 11 tveir eins, 12 mælieining, 14 rangur vitnisburður, 16 tónn, 17 öfug röð, 18 skel, 20 grastotti, 21 sver. Lóðrétt: 1 drykkjar, 3 tveir eins, 4 trygg, 5 traust, 7 erfiðaði, 10 eins um r, 13 stríðni, 15 málmur, 17 tónverk, 19 sting. Lausn: Lárétt: 2 satt, 6 ab, 8 arr, 9 bak, 11 úú, 12 skref, 14 skrök, 16 la, 17 tsr, 18 aða, 20 tó, 21 gild. Lóðrétt: 1 tabs, 3 aa, 4 trúföst, 5 trú, 7 baksaði, 10 krk, 13 ert, 15 króm, 16 lag, 19 al. Í frétt af meintri heimsókn kvik- myndastjörnunnar Kate Winslet á skemmtistaðinn Rex, sem birtist í Fréttablaðinu 11. janúar síðast- liðinn, var rangt haft eftir Sverri Rafnssyni, eiganda Rex, varðandi hegðan íslenskra kvenna í kring- um heimsfræga gesti staðarins. Er beðist velvirðingar á orðalagi ummælanna. Vetrarsport: Skellið ykkur á skíði eða snjó-bretti í þessum yndislega snjó sem hylur landið. Það er fátt eins hressandi og að þeysa um fjöllin (í hlýjum fötum að sjálfsögðu), trítla svo niður í skála og fá sér heitt kakó og hlýja sér með rauðar kinnarnar. Fyrir þá sem ekki fíla fjöllin er hægt að draga fram skautana, snjóþot- urnar eða bara gönguskóna. Gamli stíllinn sem er svo vinsæll nú á dögum er ekkibara fyrir stelpurnar. André 3000 hefur lagt línurnar fyr- ir strákana með gamaldags og eilítið nördalegum stíl sínum. Hann vekur athygli hvert sem hann fer og er ótrúlega töff. Það er óskandi að nýja fatalínan hans nái hingað á Klakann! Frönsk kvikmyndahátíð opnar í dag og er umað gera að skella sér á hana. Opnunarmyndin er A Very Long Engagement sem lofar mjög góðu. Hver vill ekki sjá fyrsta samstarfsverkefni Jean- Pierre Jeanuet og Audrey Tautou síðan sú yndis- lega Amélie var gerð?? Ponsjóin eru alveg búin. Jú, það er kalt og jú, það erfreistandi að henda yfir sig einhverju úr ull en ekki hafa það ponsjó. Þetta er alveg komið gott þetta ponsjó- æði sem hefur verið í gangi. Hættiði þessum mexíkóa- stælum! Buffalóskór: Það ætti nú ekki að þurfa að minnast áþetta en engu að síður sjást þessir árans skór á götun- um ennþá. Svo kannski er nauðsynlegt að hamra þessu ofan í suma. Ef það væri hægt að sekta fyrir tískubrot þá væri stærsta sektin fyrir þann glæp að ganga í svona skóm. Þetta er hryllingur! Ekkert nema hryllingur svo ekki sé minnst á eftirlíkingarnar sem eru hálfu verri. Henda takk! Sjónvarpsgláp. Það er ótrúlegt hvað sjónvarp getur sogið úr manni lífið. Ekkert nema orkuryk- suga! Sigrist á þessum orkuþjófi, standið upp úr sóf- anum, gangið að skrímslinu og þrýstið á rauða hnappinn!! Eða notið fjarstýringuna, það er líka hægt. Farið svo út og stundið vetrarsport. INNI ÚTI AUÐUNN BLÖNDAL Þykir líklegur til að hreppa hlutverk í nýrri hryllingsmynd.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.