Tíminn - 09.03.1975, Side 3

Tíminn - 09.03.1975, Side 3
Sunnudagur 9. marz 1975 TÍMINN 3 Þorlákur þreytti sýndur í Skilmannahreppi Leikflokkurinn sunnan Skarðsheiðar hefur sýnt að undanförnu gamanleikinn Þorlák þreytta eftir Ncal og Farmer i Fannahlið, Skil- mannahrepi, Borgarfjarðar- sýslu. Frumsýnt var 21. febrúar og hefur leikurinn verið sýndur alls 7 sinnum fyr- ir fullu húsi áhorfenda. Undir- lektir áhorfenda hafa verið sérlega góðar. Leikstjóri er Brynja Kjerúlf og leikendur eru: Anton Otte- sen, Svandis Haraldsdóttir, Anna Friðjónsdóttir, Elin- björg Magnúsdóttir, Jón S. Sigurðsson, Jón Sigurðsson, Eiður Arnarson, Helgi Berg- þórsson, Dúfa Stefánsdóttir, Magnús Ólafsson, Guðmundur Brynjólfsson, Guðfinna Sveinsdóttir, og Hörður ólafs- son. Leiks viösmenn eru: Jónas Kjerúlf, Ólafur Hauks- son, Arni Hjálmarsson og Pálmi Hannesson. Leikurinn hefur og verður eingöngu sýndur i Fannahlið Myndin sýnir leikendur i Þorláki þreytta. Thorvaldsensfélagið safnar fé til styrktar vangefnum og vanheilum börnum — bingó d þriðjudaginn THOKVALDSENSFÉLAGID i Reykjavik verður 100 ára þ. 19. nóvember á þessu ári. í til- efni af þessum timamótum hafa félagskonur ákveðið, að allt það fé er þær geta aflað skuli renna til vangefinna og vanheilla barna. Félagskonur afla sér fjár með ýmsu móti, sölu jóla- merkja, happadrættis og siðast en ekki sist með rekstri Thorvaldsensbazarsins i Austurstræti 4, en hann hefur verið þar i eigin húsnæði siðan um aldamót. 011 vinna þar er þegnskylduvinna og hefur verið alla tið. Nú hafa félagskonur i hyggju, að hafa „bingó” að Hótel Sögu þriðjudaginn þ. 11. kl. 8.30. Thorvaldsensfélags- konur heita þvi á bæjarbúa, að koma til þeirra Qg skemmta sér með þeim, um leið og þeir styrkja gott og göfugt málefni. Vinningar eru margir og mjög glæsilegir. Vonumst til að geta flutt fleiri bíla í vor — segir framkvæmdastjóri Akraborgarinnar SJ-Reykjavik. Verið er að útbúa aðstöðu til út- og uppskipunar á bílum i Akraborgina i Akraness- höfn. Akraborgin hefur getað tekið mest 10-11 bifreiðar i flutning vegna þess að aðstöðu hefur skort i landi, þ.e.a.s. bryggjur, sem hægt er að hækka og lækka. Þegar slík aðstaða er komin bæði I Reykjavík og á Akrancsi getur skipið tekið mun fleiri bila, eða 50-60. Þórður Hjálmsson franikvæmdastjóri sagði í ' viðtali við Timann, að hann vbnaðist til að þetta yrði komið í kring á báðuin stöðunum i vor. Akraborgin hefur reynzt frá- bærlega vel, að sögn. Rekstrar- erfiðleikar eru þó töluverðir, einkum nú um vetrartimann, þegar farþegafjöldi er „Eftirlátið Norðmönnum allt klabbið" „EFTIRLATIÐ Norðmönnum allt klabbiðþarna norður frá”. Þessi orð lét Tor Oftedal, for- maður utanrikismálanefndar stórþingsins norska, falla i ræðu, cr hann flutti á þriðju- daginn var. Tor Oftedal hét i þessari ræðu á Bandarikjamenn og aörar Atlantshafsbandalags- þjóöir að styðja kröfu Norð- mann til landgrunnsins umhverfis Svalbarða. Hann sagði: ,,Ég get ekki annað séð, en að það sé áhættulaust og heppilegast, ef það er metið frá öryggissjónarmiði, að eftirláta Norðmönnum allt klabbið þar norður frá, þvi að augljóst er, að afskipti Banda- rikjamanna eða annarra vesl- rænna stórvelda þar hefðu i för með sér hættu á árekstrum, sem geta haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar.” Það voru hugsanlegar oliu- lindir á þessum slóðum, sem Oftedal hafði i huga. Lagði hann mikla áherzlu á, að Norðmenn, sem nú sæju fram á, að olian myndi bæði færa þeim auð og vald, yrðu að gæta þess að láta aðra njóta góös af. Tor Oftedal sagði, að Norð- menn yrðu sjálfir að vaka yfir hagsmunum sinum á haf- svæðum, er lúta munu yfir- ráðum þeirra. „Hverjar verða afleiðingarnar, þegar norsk oliuvinnsla i Norðursjónum, sem kallast má innhaf At- lantshafsbandalagsrikja, þenst út til nýrra og viðkvæm- ari svæða i Noregshafi, svo að við nefnum ekki Barentshaf og hafið umhverfis Svalbarða? ...Getum við ekki með þvi að hleypa Atlantshafsbandalag- inu inn á norska landgrunnið hrundið af stað þeirri atburða- rás, sem við höfum einmitt viljað koma i veg fyrir með herstöðva- og utanrikispólitik okkar og takmörkunum á hernaðarviðbúnaði á Finn- mörk? Getur ekki afleiðingin orðið sú, að við komum i veg fyrir skynsamlega nýtingu auðæfa okkar á norðlægum hafsvæðum? Eða svo við litum á málið frá öðrum sjónarhóli: Getum við fylgt einni stefnu á Norðursjávarsvæðinu og ann- arri, þegar norðar kemur?”. Tor Oftedal sagði, að Norð- menn yrðu að taka i sinar hendur öll yfirráð og allar skyldur á þessum hafsvæðum. Hann sagðist ekki vera reiðubúinn til þess að kveða upp úr með, hvernig þessu skyldi háttað. „Aftur á móti hef ég minar skoðanir á þvi, hverju við getum ekki haldið áfram, sem sé að fylgja þvi fyrirkomulagi, sem nú er”. Um Svalbarða sagði hann: „Vilji valdamenn i Washing- ton halda áfram að draga úr spennu i Evrópu, liggja til þess gild rök, að þeir eiga að styðja kröfu' Norðmanna um landgrunnið þar norður frá”. takmarkaður. Kvaðst Þórður vona að úr rættist með hækkandi sólogþegar farið verður að flytja bila i stærri stil en verið hefur. Fargjald fyrir bil með einum farþega er nú 800 kr., en 1200 kr. fyrir bil með tveim farþegum. Fargjald fyrir farþega án bils er 500 kr. og 250 kr. fyrir börn. Ekki er farið að byggja bryggjurnar fyrir Akraborgina i Reykjavik, en Þórður kvaðst vona að það yrði gert á næstunni, og gera mætti ráð fyrir að verkið sæktist fljótt þegar hafið yrði. Akraneshöfn sér um fram- kvæmdirnar á Akranesi og stendur straum af kostnaði. Blómin okkar eftir Ingólf Davíðsson ÚT ER KOMIN hjá Rikisútgáfu námsbóka ný bók, er nefnist Blómin okkar. Höfundur er Ing- ólfur Daviðsson grasafræðingur. Bókinni er einkum ætlað að kynna sæmilega læsum 8-10 ára börnum undur hins græna gróðurs, I von um að þeim verði Ijóst að hann cr undirstaða lifsins á jörðinni. Bókin er að miklu leyti i sam- talsformi barna, foreldra og kennara. Rætt er um ýmsar jurtir, sem flestir þekkja, og enn fremur um garða og algeng gróðurlendi og lifverur I þeim. Vakin er athygli á samfélagi jurta og dýra, sýnt fram á, hvernig hvert er öðru háð og hvernig ein lifveran lifir á ann- arri og tekin dæmi um ýmsar fæðukeðjur þessu til skýringar. Bent er á nauðsyn náttúruvernd- ar og góðrar umgengni úti i náttúrunni. Blómin okkar er 96 bls. að stærð, prýdd fjölda mynda eftir Halldór Pétursson list- málara, auk 8 litprentaðra siðna með ljósmyndum og teikningum af ýmsum jurtum. Káputeikning er eftir Þröst Magnússon teiknara. Setningu, prentun og bókband annaðist Isa- foldarprentsmiðja hf„ en kápu og litprentun Litbrá hf. Blómin okkar er þriðja bókin i flokki lesbóka um ýmis efni. Aður hafa komið út Sagan okkar, lesbók með efni úr Islandssögu og Landið okkar, lesbók um land- fræðileg efni. 5UMUKT0LD Ferðakynning! FEGURÐARSAMKEPPNI Valdir fulltrúar á alþjóðlegar fegurðarsam- keppnir að Hótel Sögu sunnudagskvöld 9. marz. 1. Ferðakynning: Sagtfrá hinum fjölbreyttu og ódýru ferðamögu- leikum á vegum Sunnu. 2. Bingó: Þrjár utanlandsferðir. 3. Brezku sjónvarpsstjörnurnar The Settlers syngja. 4. Fegurðarsamkeppni: Valdir fulltrúar íslands á alþjóðlegu feg- urðarsamkeppnirnar Miss Europe i Beirut 30. mai og Miss Uni- verse i San Salvador 6. júli. 5. Hljómsveit Ragnars Bjarnasonar leikur fyrir dansi til kl. 01.00. Matargestir! Pantið borð hjá yfirþjóni timanlega vegna fyrir- sjáanlegrar mikillar aðsóknar — Enginn aðgangseyrir nema rúllugjald. í SÓLSKINSSKAPI NED SUNNU FERflASKRIFSTOFAN SUNNA ICKJARGÖTU 2 SlMAR 16400 12070

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.