Tíminn - 09.03.1975, Qupperneq 8

Tíminn - 09.03.1975, Qupperneq 8
8 TÍMINN Sunnudagur 9. marz 1975 Rækta má fiska víðar en í ám og vötnum — skrautfiskarækt heima í stofu veitir ánægju og auk þess eru fiskarnir stöðugt augnayndi Venjulegasta lýsing yfir fiskabúrum er lok meö innbyggðum perum. Ifcr hefur hins vegar verið komið fyrir tveimur ljúsaskermum, sem hanga rétt yfir búrinu. Einnig mætti komast af með leslampa, líkt og Luxorlampana, sem hægt er að sveigja og beygja á margvislegasta hútt. Lok og ljós Mjög æskilegt er að hafa gler- plötu yfir fiskabúrinu. Hún kemur i veg fyrir of öra uppgufun, og einnig varnarhún þvi, að ryk falli niður i búrið, eða einhverjir að- skotahlutir, sem fólk getur verið með i námunda við búrið. Horn öru skorin af glerplötunni, og þar upp um eru plastslanga og raf- magnsleiðslur teknar. Glerplatan getur einnig komið i veg fyrir slys af völdum raf- magns. Ef ekki er nægilega vel gengið frá ljósabúnaðinum yfir búrinu, og engin plata er yfir þvi, seztdögg i kringum ljósastæði, og getúr þá orðið skammhlaup. Einnig getur ljósaskermur dottið niður i búrið, ef börn eru eitthvað að eiga við hann og engin gler- plata er yfir þvi. Þess vegna er hún mjög nauðsynleg og getur komið i veg fyrir alvarleg slys. Ofan á búrið er svo settur ljósa- skermur. Sérstakir ljósaskermar hafa fengizt hér, ætlaðir yfir búr- in, og falla þeir að hinum einstöku stærðum þeirra. Um perustærðir eða ljósrör er rétt að spyrja kaup- manninn hverju sinni. Glerplatan ofan á búrinu kemur einnig i veg fyrir að fiskarnir stökkvi upp úr þvi, en það geta þeir mjög auðveldlega, og fátt er ömurlegra en koma að fiskunum liggjandi uppþornuðum á stofu- gólfinu,enda er þá ekki um annað að gera en fleygja þeim. Ljósiö Lýsingin i fiskabúrinu hefur mikla þýðingu fyrir plönturnar. Það er lika fallegra að hafa hæfi- lega lýsingu yfir búrinu, og geta þannig fylgzt með fiskunum, þar sem þeir skjótast milli plantn- anna. Hins vegar getur of mikið ljós valdið þvi, að þörungavöxtur keyrir úr hófi fram. Þá er um að ræða grænþörunga. Sé þörunga- vöxturinn ekki kominn á svo al- varlegt stig, að gripa þurfi til lyfjagjafar, hefur það ráð verið gefið að byrgja búrið algjörlega i nokkra daga, og gefa ekki i það á meðan. Eftir þann tima eiga grænþörungarnir að vera horfnir, eða að minnsta, kosti á að hafa dregið mjög úr vexti þeirra. Aðr'r þörungar geta einnig valdið erfiðleikum. Það eru brún- ir og bláir þörungar. Brúnir þör- ungar koma af of litlu Ijósi. Þann- ig verður að setja sterkari peru i ljósaskerminn yfir búrinu, ef brúnu þörungarnir fara að skjóta upp kollinum, rétt eins og veikari peru þarf að setja, ef grænu þör- ungunum fjölgar um of. Hæfilegt er talið að láta loga á ljósinu yfir búrinu i 12 tima á sól- arhring. Bláu þörungarnir eru sjald- gæfastir, og koma yfirleitt ekki i velhirt búr. Þeir geta stafað af þvi, að ekki sé skipt nógu oft um ull i hreinsurunum eða botn búrs- ins sé látinn of lengi óhreinsaður. Annars má geta þess, að sumir fiskar gæða sér á grænu þörung- unum, svoað þeir eru ekki algjör- lega til einskis i búrunum, þótt of mikið af þeim sé ekki til góðs fyrir neinn. Vatnið Eitt af þvi, sem fólk heyrist oft- ast segja, þegar fiskabúr ber á góma, og það notar þá sem rök gegn þvi, að ómögulegt sé að hafa fiskabúr, er það, hversu oft þurfi að skipta um vatn á fiskunum. Þetta er algjörlega rangt, og i fiskabókum stendur meira að segja, að nýtt vatn geti verkað sem hreinasta eitur á fiskana. Eins og fram kom, þegar talað var um innréttingu fiskabúrsins og fyrstu fiskana, sem i það eru settir, er talið bezt, að vatnið sé orðið nokkurra daga gamalt, þeg- ar fiskarnir koma i búrið, tæma það, og setja hreint vatn úr kran- anum i það á ný, og skella svo fiskunum út i aftur. Hreinsarar og loftdælur og ný- tizkuútbúnaður hjálpar mikið til viðaðhalda búrunum hreinum og fallegum. En hvað sem þeim lið- ur, þá má ekki skipta um allt vatnið á fiskunum i einu. Gott er talið að taka svolitið af vatninu úr búrinu annað slagið og bæta nýju vatni út i. Sumir segja, að þetta eigi að gera á þriggja til sex mán- aða fresti, og taka þá þriðjung vatnsins, aðrir vilja hafa það minna og oftar. Vatnið á alls ekki að þurfa að verða mengað og óhreint, ef farið er eftir settum reglum. Matar- gjöfin i búrið er þó veigamikið atriði i þessu sambandi. Það má aldrei gefa svo mikið i búrið i einu, að eitthvað af matnum falli til botns og nái þar að fúlna. Þá er voðinn vis. Betra er að gefa minna i einu, og gefa fiskunum ef til vill 4—5 sinnum á dag. Gætið þess alla vega að ekkert verði eft- ir. Ef eitthvað fellur til botns, verður að hreinsa það upp, áður en það nær að fúlna. Dauða fiska og plöntuleifar verður einnig að taka úr búrinu jafnskjótt og fólk verður vart við slikt, þvi að hvort tveggja skemmir út frá sér og eyðileggur vatnið. Fiskarnir geta veikzt Veikir fiskar eru engum til gleði, og það getur verið erfitt að lækna þá. Þess vegna er um að gera að gæta alltaf vel að, þegar fólk fer og kaupir sér.nýja fiska, eða fær þá úr búri vinar sins. Ef fiskabúrið er hreint og fallegt og fiskarnir i þvi heilbrigðir, er fátt ömurlegra en að fá sér nýjan fisk, og sjá fiskana smitast af ein- hverjum torkennilegum sjúk- dómi, og deyja svo hvern af öðr- um. Bezt er, ef fólk getur haft ný- keypta fiska i sóttkvi, en það get- ur verið nokkuð umfangsmikið að eiga fleiri en eitt búr, þótt i sum- um tilfellum gæti það borgað sig. Sagt, er að fiskarnir þyrftu helzt að vera nokkrar vikur i sótt- kvinni, til þess að öruggt megi teljast, að þeir beri ekki með sér neinn sjúkdóm, en það getur verið erfitt, eins og fyrr segir. Helztu sjúkdómarnir, sem hrjá fiskana, eru hvitblettaveiki, fung- us og sporðáta. Hvitblettaveikin lýsir sér með þvi að fiskurinn verður alsettur örsmáum hvitum blettum. Sjást þeir einna bezt á sporði og ugg- um, þar sem fiskurinn er gegn- sær. Sjúkdómurinn er bráðsmit- andi. Fungus lýsir sér i hvitum eða gráum mygluflekkjum á fiskin- um, oft i kringum augun og munninn. Sporðátan kemur fram i tættum uggum og sporði. Við þessum sjúkdómum fást lyf, og er rétt að spyrjast fyrir hjá fisksölunum um það, hvaða lyf henti bezt hverju sinni, og einnig hvort setja megi lyf i búrið, ef eitthvert annað efni hefur verið sett i það áður. Sé of mörgum lyfjum blandað saman, getur það hæglega verkað eins og eitur á fiskana, og er rétt að fara að með gát. Við sporðátunni er m.a. sagt að-matarsalt geti gagn- að, og þá 5—10 grömm i hverja 10 litra af vatni. Saltið getur farið illa með sumar tegundir plantna, og sömu sögu er einnig að segja um sumar lyfjategundirnar. Mataræði fiskanna Talið er rétt að gefa fiskum ekki fóður fyrsta sólarhringinn, sem þeir eru i nýju búri. Eftir það má fara að gefa þeim hæfilegan skammt, nokkrum sinnum á dag. Rétt er að gefa oftar og minna i einu, einsog fyrr segir, til þess að maturinn sökkvi ekki niður á botninn og liggi þar og úldni og skemmi svo vatnið. óteljandi matartegundir eru til handa fisk- um hjá fiskkaupmönnunum. Þar er hægt að fá margvislegt þurrfóður, fóðurflögur, þurrkuð smádýr og hvað eina. Það er lika hægt að kaupa fóðurtöflur, sem eru töluverða stund að leysast upp, og synda þá fiskarnir að þeim og næla sér i smábita, þar til allt er uppurið. Þessar töflur eru gjama festar innan á framrúðu búrsins, og þá getur verið skemmtilegt að fylgjast með þvi, hvernig fiskarnir berjast um að ná sér i ætið. Sumir fiskar eru hálfgerðir gikkir og borða ekki hvað sem er. Þá mun vera til sérstakt fóður i túbúm, sem hægt er að smyrja ut- an á steina, sem siðan eru settir i búrið, og sækja gikkirnir þá mjög I þessar kræsingar, sem eru þeim sérstaklega ætlaðar. En það er hægt að gefa fiskun- um annað en þurrfóður úr dósum, að minnsta kosti svona til hátiða- brigða. Óhætt á að vera að gefa þeim svolitlar fisktæjur, rækju- bita og saxaðar harðsoðnar eggjarauður. Flestum fiskum þykir þetta mesti herramanns matur. Þess verður þó að gæta, að ekki verði eftir fisktæjur i búr- inu, þvi þær fúlna fljótt. Sumir gera sér það til gamans að fara á sumrin út i polla og tjarnir og veiða þar smákvikindi til þess að gefa fiskunum sfnum, en aldrei er hægt að vita með vissu, hvort slikt getur ekki borið sjúkdóma i búrin. Hvaða fiska og hversu marga á að kaupa i búrið? Það er erfitt að segja fyrir um það, hvaða fiska fólk á að fá sér i fiskabúrið sitt. Mörgum þykir ef- laust skemmtilegt að byrja með þvi að hafa fiska i búrinu, sem fæða lifandi unga, þvi venjulega Eitt af hjálpartækjunum, sem hægt er að hafa við fiskaræktina, er svokölluð fæöingardeild. Þaöer litill plastkassi, sem flýtur ofan á i fiskabúrinu. i honum er grind, og einnig er kassanum skipt I tvennt. Þannig geta tveir fiskar verið i fæðingardeildinni samtimis. Þegar ungarnir fæðast, falla þeir niður um rifur i grindinni, og komast ekki upp aftur, og er þá engin hætta á að móðirin gæði sér á þeim, en slikt er ekki ótitt. (Timamynd Gunnar)

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.