Tíminn - 09.03.1975, Síða 11

Tíminn - 09.03.1975, Síða 11
Sunnudagur 9. marz 1975 TÍMINN 11 AAörg mikilvæg mál rædd á náttúruverndarþingi Mánudagsmynd Háskólabíós: Náttúruverndarþing, hið annað i röðinni, verður haldið dagana 26. og 27. april næstkomandi. t náttúruverndarlögum, sem i gildi gengu vorið 1971, eru ákvæði um að náttúruverndarþing skuli haldið þriðja hvert ár, og var fyrsta þingið háð I Reykjavik i april 1972. A náttúruverndarþingi er fjall- að um náttúruvernd landsins og gerðar tillögur um röðun þeirra fbúð ad vardmæti MUNIÐ Ibúðarhappdrætti H.S.I. 2ja herb. íbúð að verðmæti kr. 3.500.000.- Verð miða kr. 250. V J verkefna, sem þingið telur brýn- ast að leysa. Skýrsla Náttúru- verndarráðs er lögð fram og rædd. Þá kýs þingið 6 menn i Náttúruverndarráð og 6 menn til vara, en formann og varafor- mann skipar menntamálaráð- herra. Rétt til setu á náttúruverndar- þingi eiga fulltrúar allra náttúru- verndarnefnda, en þær starfa I hverri sýslu og kaupstað. Auk þess fulltrúar allmargra sam- taka, sem tiltekin eru i lögum, þrir sérfræðingar frá Náttúru- fræðistofnun Islands, fulltrúar allra þingflokka á Alþingi og Náttúruverndarráðsmenn. Loks sitja á þinginu embættismenn, sem fara með mál, er snerta náttúruvernd. Þingið verður haldið á Hótel Loftleiðum i Reykjavik. A náttúruverndarþinginu i vor má vænta þess að ýmis mikilvæg mál verði tekin til meðferðar. Þar á meðal má nefna þjóðgarða og friðlýsingu einstakra svæða, jarðrask, orkumál og hönnun mannvirkja, votlendismál, um- ferðarrétt, löggjöf og stjórn um- hverfismála. Náttúruverndarráð undirbýr þingið, og veitir skrifstofa ráðsins allar nánari upplýsingar. „Solaris" — sovézkt geimferðaæ vintýri ,,Sá, sem lærir ekki af eigin ævi og reynslu, neyðist til að endur- taka hvort tveggja.” Þetta forna spakmæli virðist vera undirstaðan i þeirri ,,vis- indaskáldsögumynd” SOLARIS, sem Háskólabió mun kynna almenningi næsta mánudag. Er myndin gerð af hinum þekkta og umdeilda leikstjóra Andrei Tar- kovski, en byggð á framtlðarsögu eftir annan Rússa, Stanislaw Lem að nafni. Hvort myndin er byggð á þeim orðum, sem getið er hér að ofan, skal ósagt látið, en hinu vilja ýmsir halda fram, að hún sé eins konar svar Sovétmanna við amerisku geimferðamyndinni ,,2001”, sem Stanley Kubrick gerði á sinum tima og sýnd hefur verið hér á landi. Efni myndarinnar er i stuttu máli það, að uppgötvuð heíur verið st jarna, Solaris, sem er með öllu hulin hafi, en hér er ekki um dautt haf að ræða — það er lifandi Natalia Bondarchuk leikur hlut- verk Hari I Solaris, hinnar látnu eiginkonu eðlisfræðingsins, sem vakin hefur verið til lífs á ný. Natalia útskrifaðist úr kvik- myndaskólanum i Moskvu fyrir 3 árum og hefur ieikið veigamikil hlutverk i nokkrum sovézkum kvikmyndum. og gætt furðulegum eiginleikum. Þekktur eölisfræðingur er sendur til stjörnunnar I könnunarferð, en þar eru fyrir 3 visindamenn, sem eru á mörkum þess að verða vit- stola. Aðalhlutverkin i myndinni leika Natalia Bondarchuk og Donatas Banionis, sem koma hingað til lands á vegum félagsins Menn- ingartengsl tslands og Ráðstjórn- arrikjanna, en félagið á 25 ára af- mæli um þessar mundir. Einnig fara Nikolai Grinko og Yri Yarvet með stór hlutverk i myndinni, en allir þessir leikarar eru I hópi beztu leikara Sovétrikjanna. AUGLYSINGASTOFA KRISTINAR 62.10 Átt þú von á tekjuafgangi frá þínu tryggingafélagi ? er vel hugsanlegt, ef þú tryggir hjá gagnkvæmu tryggingafelagi. Verði hagnaður af þeirri grein trygginga, sem þú kaupir hjá Samvinnutryggmgum, mátt þú eiga von á tekjuafgangi til þín. Samvinnutryggingar hafa þegar endurgreitt til viðskiptamanna sinna yfir 500 milljónir króna á verðgildi dagsins í dag. Att þú von á tekjuafgangi frá þínu tryggingafelagi ? SAMVIINIMJTRYGGirVGAR GT. ÁRMÚLA 3 SÍMI 38500

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.