Tíminn - 09.03.1975, Side 13

Tíminn - 09.03.1975, Side 13
Sunnudagur 9. marz 1975 TÍMINN 13 I Tjöruhiís eöa beykishús. Byggt 1734. TÍMI A fSAFIRÐI ÞÓTT flestir séu á einu máli um að islendingar hafi á öllum öldum átt byggingarlist/ og hana eigi ómerka/ þá hefur mikill meirihluti ís- lenzkra húsa löngum ver- ið gerður af efni/ sem illa þoldi tímans tönn. Moldarveggir sigu og sukku að lokum í jörð/ og törfþökin féllu niður í tóftina. Hver kynslóð þurfti að byggja sín hús, viðhald og endur- byggingar máttu heita þrotlaust verk. Þó er nú langt orðið síðan farið var að byggja hérá landi hús, sem betur þoldu álag vatns og vinda, og hingað og þangað um landið má líta byggingar, sem eiga mikla sögu að baki og kynnu frá mörgu að segja, ef þær mættu mæla. I þeirri tölu eru gömlu húsin á isafirði, sem hér birtast myndir af. Vafalaust munu sumir lesendur okkar kannast mætavel við þessar gömlu, virðulegu byggingar, aðrir geta leitað á náðir fmyndunar- afls síns til þess sð setja sér fyrir sjónir það líf, sem lifað hefur verið innan þessara veggja. tbúöarhús i „Hæstakaupstað” byggt 1788. Þetta hefur þótt veglegt hús á meðan það var ,,I blóma lifsins”, enda hefur það vafalaust tekið langt fram öðrum húsum I grenndinni, um það leyti sem smiðirnir voru að leggja á það siðustu hönd. Faktorshús. Byggt 1765. Söiubúð, eða krambúð, eins og það mun hafa verið kaliaö um það leyti, sem það reis af grunni, — og trú- lega lengi siðan. Búðin er byggð 1757—1761.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.