Tíminn - 09.03.1975, Side 17

Tíminn - 09.03.1975, Side 17
Sunnudagur 9. marz 1975 TÍMINN 17 Menntaskólinn á ísafirði: Sólrisu- hótíð — framlag menntskælinga til menningarlífs í bænum DAGANA 10.-16. marz n.k. veröur haldin á isafirði svonefnd sólrisu- hátíð á vegum listafélags Menntaskólans. Er- þetta i annað sinn, sem slik hátið er haidin. Á dagskrá hátiðarinnar er fjöl- breytt efni, að mestu tengt bók- menntum og listum. Má þar m.a. nefna grafiksýningu, skáídavöku, tónlistarkvöld og kynningu á verkum Halldórs Laxness. Einnig munu Rut Magnússon og Jónas Ingimundarson skemmta. Þá verður brúðuleiksýning, auk þess sem sýndar verða tvær úrvals kvikmyndir. Fyrirhugað er, að listafélagið standi fyrir pianótónleikum og myndlistarkynningu seinna i þessum mánuði. Stefnt er að þvi, að sólrisuhá- tiðin verði árlegur viðburður i is- firzku bæjarlifi. Hún á að vera framlag menntaskólanema til menningarlifs i bænum. Hátiðin hlaut mjög góðar viðtökur i fyrra, og er það von menntskælinga, aö svo verði einnig nú. Sovézkir listamenn skemmta hér — 25 ór fró stofnun Menningartengsla íslands og Ráðstjórnarríkjanna UM miðjan marz eru liðin 25 ár frá stofnun fé- lagsins MÍR, Menning- artengsla íslands og Ráðstjórnarrikjanna. Félagið stendur fyrir af- mælistónleikum og fleiri samkomum af þessu til- efni, en einnig munu aðrir aðilar gangast fyrir sýningum, fyrir- lestrahaldi, tónleikum og fleii'a. Þann 10. marz verður kvik- mynd Andrei Tarkovskis, „Solar- is”, sýnd i Háskólabiói, og hefur tveimur af aðalleikendunum i myndinni, þeim Natölju Bondart- sjúk og Donatas Banionis verið boðið hingað til lands i tilefni sýn- ingarinnar. Sovézk bókasýning verðuropnuð 10. marz á baðstofu- loftinu i Bókaverzlun Isafoldar, en þar verða sýndar tvö til þrjú hundruð bækur, útgefnar i Sovét- rikjunum á siðustu árum, og eru þær af ýmsu tagi. Sýningin stend- ur i viku. 13. marz er væntanleg átta manna sendinefnd frá Sambandi sovézkra vináttufélaga og félag- inu Sovétrikin-lsland, til þátttöku I afmælishátiðahöldum MIR. 1 nefndinni eru, meðal annarra, Stúdentetski, aðstoðarsjávarút- veesráðherra Sovétrikjanna, ásamt hljóðfæraleikurum, söngv- ara og þjóðdansaparinu V.P. Vibornof og G. D. Sjein. 15. marz verður sovézk grafik- sýning opnuð i sýningarsal Lista- safns ASt, en sú sýning kemur frá Danmörku, þar sem hún var m.a. opin i Kaupmannahöfn. Sunnu- daginn 16. marz verður afmæiis- fundur MIR i Menntaskólanum við Hamrahlið, en þar koma sovézku listamennirnir fram, ásamt islenzkum listamönnum, og ávörp flytja Vilhjálmur Hjálmarsson menntamálaráð- herra, Stúdentski aðstoðar- sjávarútvegsráðherra og Mar- grét Guðnadóttir prófessor. Fyrirlestur heldur Stéblin- Kamenski i Árnagarði i boði heimspekideildar Háskóla Is- lands 17. marz. Sovézka þjóðdansaparið Galina Sjein og Vladimir Vibornov. koma fram I afmælisfundi MtR og MH. AUQLYSINGASTOFA KRISTlNAfl 62.8 GagnkvæmtM mcrkir: að hafi iðgjaldið sem þú greiddir í fyrra reynst hærra en nauðsyn bar til, færð þú endurgreiðslu í ár. Er það ekki ærin ástæða til að þú tryggir hjá okkur ?

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.