Tíminn - 20.04.1975, Blaðsíða 1

Tíminn - 20.04.1975, Blaðsíða 1
aldek TARPAULIN RISSKEMMUR #0 HF HÖRÐUR GUNNARSSON SKÚLATÚNI S’- SÍMI (91)10460 SLÖNGUR BARKAR TENGI ,L'jJ ....II. i_ Lándvélarhf Oó-Reykjavlk. Talsvert er nú farið að þrengja að Reykjavik og litið eftir af landsvæði til bygginga i ört vaxandi borg. Þótt mikið óbyggt land sé ofan borgarinnar er það I eigu annarra sveitarfélaga að mestu leyti og þær umræður sem fram hafa farið um kaup Reykja- vikurborgar d Blikastöðum i Mosfellssveit og það verð sem nefnt er i þvi sambandi gef- ur nokkra bendingu um að sé land við borgarmörkin falt, verður aö greiða gifurlegar fjárhæðir fyrir það. Timanum er kunnugt um að farið er að lita hýru auga yfir sundið til Viðeyjar. Þar eru 160 hektarar af úrvalslandi innan við þrjá kilómetra frá miðborg Reykjavikur. Uppi eru margs konar hugmyndir um nýtingu Viðeyjar, sem ekki hafa verið ræddar opinberlega, og rétt er að taka fram aö mál þetta hefur ekki verið rætt I borgarstjórn eða skipulagsnefnd, en sú hug- mynd hefur skotið upp kolli, að alls ekki sé fráleitt að reisa 20-30 þúsund Ibúa hverfi i Viðey. Fyrir dyrum stendur að leggja til að sú breyting verði gerð á áætlunum um Geldinganes að þar verði reist Ibúðarhverfi i stað þess að hafa þar opið svæði. Þá er skammt yfir. Frá Geldinganesi er ör- skammt yfir I Viðey og brúar- smlö þar ekki vandamál, hvorki tæknilegt né fjárhagslegt miðað við þá möguleika, sem fyrir hendi eru I Viðey. Ein hugmyndanna varðandi nýtingu eyjarinnar er að leyfa byggingu sumarbústaða þartog fari svo verður sjálfsagt skammt i að föst búseta þar freistaði húseigenda ef brú veröur byggð og nálægð Reykjavikur er höfð i huga. Viðey er I lögsagnarumdæmi Seltjarnarness, en hreppurinn á ekki annað af eyjunni en gamla skólahúsið, sem enn stendur frá þvi Milljónafélagið hazlaði sér völl I eyjunni og þar var all- myndarlegt þorp fyrir um hálfri öld siðan. Er skólahúsið eina byggingin sem enn stendur frá þeim tima. A hreppurinn nokkur hundruð fermetra lóí umhverfis húsið. Rikið á Viðeyjarstofu og kirkjuna, sem hvort tveggja er i umsjá þjóðminjavarðar, og nokkuf land þar umhverfis. Reykja- vikurborg á einnig talsvert land i Viðey og afganginn á Stefár Stephensen, kaupmaður. Myndin hér fyrir neðan er loftmynd af Viðey. Hvað gera þau í tómstundum? hafi verið þær, að grásleppan virðist leita alltaf á sömu slóðir, þ.e. að grásleppa sem merkt hefur verið t.d. á Húsavik hefur komið þangað aftur næsta ár. Sigfús sagði að grásleppurnar gengju út i haf að lokinni hrygn- ingu I ætisleit, og hefðu rannsókn- ir sýnt að þær héldu sig sem mest út af Norður- og Vesturlandi yfir vetrarmánuðina. Timinn innti Sigfús eftir hvort grásleppustofninn væri i hættu vegna ofveiði. — Um það er ekki hægt að segja með neinni vissu. Hins vegar er ekki um að ræða neitt smáfiska- dráp i grásleppu, þvi hún veiðist ekki i botnvörpu né önnur veiðar- færi meðan hún er ókynþroska — og á þeim tima virðist hún vera mjög dreift. Sigfús sagði, að obbinn af grá- sleppunni hrygndi aðeins einu sinni, sumar tvisvar, eða um 1%, — og þvi félli hver grásleppa af náttúrulegum ástæðum mjög fljótt út úr veiðinni. Sigfús sagði að þetta væri m jög svipað og með loðnuna þ.e. að mikið af fiskinum dræpist að hrygningu lokinni. — Það bendir hins vegar allt til þess, að litil sem engin hætta sé á ofveiði grásleppustofnsins, sagði Sigfús, — það eru alla vega engin merki þess sjáanleg. Sigfús sagðist búast við góðu grásleppuári núna og margt benti til þess að svo yrði. Nefndi hann, að þeir á rannsóknarskipinu hefðu orðið mikið varir við grá- sleppu út af Vesturlandi og miðað við siðustu ár ætti grá- sleppuvertiðin að vera i góðu meðallagi að þessu sinni. Gsal-Reykjavik. — Grá- sieppuveiði fer nú senn að hefjast af fullum krafti og talið er að veiði verði ágæt i ár. Lifnaðar- hættir grásleppu og rannsóknir þar að lútandi hafa verið gerðar á síðustu árum, og hefur Sigfús Shopka . fiskifræðingur haft umsjón þeirra ineð höndum. Timinn náði tali af Sigfúsi um borð i rannsóknarskipinu Bjarna Sæmundssyni og sagði hann, að á undanförnum árum hefðu þeir merkt talsvert af grásleppu, samtals um 7000 fiska. Þeir hefðu merkt alla grásleppu sem rannsóknarskipið hefði fengið i troll og gert það á öllum árstim- um. Eins hefði grásleppa verið merkt á Húsavik þrjú ár i röð, og á Faxaflóasvæðinu hefði einnig verið merkt talsvert. — I stuttu máli má segja, að niðurstöður þessara merkinga I DAG Sigurður Kr. Árnason listmálari og fleira GRÁSLEPPUSTOFN- INN EKKI í HÆTTU Manstu gamla daga? I DAG Jónatan Ólafsson píanóleikari

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.