Tíminn - 20.04.1975, Blaðsíða 15

Tíminn - 20.04.1975, Blaðsíða 15
Sunnudagur 20. apríl 1975. TÍMINN 15 Húnavaka hefst síðasta vetrardag: Á annað hundrað manns koma fram í dagskráratriðum Húnavakan, hin árlega fræðslu- og skemmtivika Ungmennasam- bands Austur-HUnvetninga, hefst í hinu glæsilega félagsheimili á Blönduósi siðasta vetrardag, 23. april. Þar verður að vanda mjög fjöl- breytta dagskrá, og örugglega geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi. Fluttar verða samfelldar dagskrár með leikþáttum, söng og frumsömdum gamanþáttum, sýnt verður leikrit og karlakór syngur. Þá verða kvikmyndasýn- ingar, og að sjálfsögðu verða dansleikir öll kvöld Húnavökunn- ar, en henni lýkur sunnudags- kvöldið 27. april. Mjög margir hafa lagt mikla vinnu i undirbúning Húnavökunn- ar, sem sést bezt á þvi, að varlega áætlað munu hátt á annað hundr- að manns koma fram í dagskrár- atriðum Húnavökunnar. Húnavakan hefst með dagskrá Ungmennasambandsins, sem nefnist; Húsbændavaka. Verður þar f jölbreytt og vandað efni, og m.a. flytur frú Guðrún Lára Ás- geirsdóttir á Mælifelli erindi. Jó- hann Már Jóhannsson, bóndi d Hrafnabjörgum I Svinadal, syng- ur einsöng. Undirleik annast Jón Hlöðver Áskelsson, skólastjóri Tónlistarskóla Akureyrar. Gamanvisur og gamanþætti flytja þekktir og óþekktir skemmtikraftar úr héraði. Verður þar m.a. fjallað um mál- efni Hðandi stundar, og margir HUnvetningar koma þar við sögu. ÓtrUlegt er, að ekki verið eitthvað minnzt á kvennaárið. Þá syngur kvartettinn Gamlir félagar frá Skagaströnd nokkur lög og ung- menni sýna leikfimi undir stjórn Karls LUðvíkssonar, iþróttakenn- ara á Skagaströnd. Iðulega hefur verið uppselt á HUsbændavöku löngu fyrirfram, en að þessu sinni verður dagskrá- in öll endurtekin kl. 14 á laugar- dag. Hjálparsveit skáta starfar á Blönduósi og vinnur mikið og gott starf. Oft hefur sveitin aukið fjöl- breytni HUnavökunnar með þvi að æfa og sýna revlukabarett. Kennir þar jafnan margra grasa, enda félagar sveitarinnar hugmyndarfkir og duglegir að æfa, og oft semja þeir hluta af sinni dagskrá sjálfir. Að þessu sinni verður flutt þjóð- hátlðarrevla I léttum dUr, er nefnist „Þjóðhátið I Kirkju- hvammi", en HUnvetningar héldu sameiginlega þjóðhátið I Kirkju- hvammi við Hvammstanga á síð- asta sumri. Þá hafa hjálparsveitarfélagar æft gamanleikinn „GullbrUð- kaupið", og einnig sýna þeir at- riði Ur „Kardemommubænum". Þá taka þeir lagið með konum slnum og syngja nokkur rammis- lenzk lög. Revlukabarett skátanna verður á fimmtudagskvöld og sunnudag. Mikið félagslíf hefur verið á Skagaströnd f vetur, og þaðan kemur mikið efni á HUnavöku. Auk atriða á HUsbændavöku, sem áður er getið, sýnir Umf. Fram og Kvenfélagið Eining gamanleikinn „Ertu nU ánægð kerling?". Þrándur Thoroddsen þýddi, stal og staðfærði, en Erlingur E. Halldórsson var leik- stjóri. Leikritið var frumsýnt á Skagaströnd annan dag páska við mjöggóðar undirtektir, en verður flutt á laugardagskvöld á Huna- vöku. Oftast standa eingöngu félög og félagasamtök Ur HUnaþingi með Ungmennasambandinu að upp- byggingu dagskrárefnis á HUna- vökunni. Reiknað var með að svo yrði einnig að þessu sinni, en á slðustu stundu varð ljóst, að ekki yrði hægt að sýna leikrit, sem fyrirhugað hafði verið að sýna. Var þá brugðið á það ráð að bjóða Karlakórnum Heimi I Skagafirði að koma á HUnavöku og skemmta eitt kvöld. Stjórn- andi kórsins er Árni Ingimundar- son, en einsöngvarar Sigurður Ingimarsson og Þorvaldur Óskarsson. Auk þess, sem hér hefur verið talið, skemmta nemendur Barna- skólans á Blönduósi um miðjan dag á sumardaginn fyrsta. Hljómsveitin Ásar leikur fyrir dansi, og verður dansað öll kvöld HUnavökunnar. Á miðvikudags- kvöld verða aðallega dansaðir gömlu dansarnir, en á fimmtu- dagskvöld verður unglingadans- leikur. Að vanda er bUizt við miklum fjölda gesta á Hunavöku, en þetta er I 26. sinn, sem hUn er haldin. Aðkomufólki er bent á að Flugfé- lagið Vængir flýgur alla daga HUnavökunnar frá Reykjavlk til Blönduóss, og aukaferðir eftir þörfum. NU er kominn mjög góð- ur flugvöllur á Blónduósi, og stöð- ugt fjölgar þeim, sem nota sér þjónustu Vængja. A Blönduósi er starfrækt hótel, sem opið er allt árið, og getur að- komufólk, sem ekki á ættingja eða vini I Hunaþingi dvalið þar. Miðapantanir á dagskráratriði HUnavöku verða f slrha 95-4248 og I Félagsheimilinu Blönduósi þriðjudag og alla daga HUnavök- unnar kl. 16.00 til 18:00. Borðapantanir á dansleiki verða I Félagsheimilinu frá kl. 16.00 dag hvern. Verið velkomin á HUnavöku. GÓÐA SKEMMTUN. Ungmennasamband A.-HUn. Islenzk tónlist í þúsund ár kynnt í útvarpsstöðvum í Hollandi og víðar SJ-ReykjavIk. Fyrir nokkru voru fluttar þrjár sjálfstæðar dagskrár I hollenzka Utvarpinu, er allar báru titilinn „1000 JAAR IJSLANDSE MUZIEK." Voru þessir tónlistarkynningarþættir framlag hollenzka rlkisUt- varpsins til að minnast 1100 ára bUsetu fólks á íslandi. Þau sem lögðu fram tónlistarefnið og önnuðust flutning þess og kynningar voru hollenzk-islenzka mezzosópransöngkonan Viktoria Spans, sem flutti alla söngvana á frummálinu, Gunnár Reynir Sveinsson, tónskáld, ásamt Jaap Spigt cemballeikara og Thom Bollen planóleikara, sem önnuð- ust undirleik. FrU Aðalheiður Hólm,móðir söngkonunnar,sem verið hefur bUsett þar I landi I u.þ.b. 30 ár og m.a. kennt is- lenzku, gerði hollenzkar þýðingar á efnisinnihaldi ljóðanna. Þessir þættir vöktu mikla at- hygli og var talsvert skrifað um þá i hollenzk blðö', þ.á.m. viötöl við tónskáldið Gunnar Reyni i Utrechts Nieuwsblad og Viktorlu Spans I Utvarpsblaðinu AVRO Luisters. Þessar þrjár tónlistar- kynningardagskrár voru slðan endurfluttar I hollenzka Ut- varpinu skömmu fyrir s.l. áramót — og er það allóvenjulegt — að um endurflutning sllkra dagskrárliða sé að ræða, þar sem mikið af tónlistarefni liggur ávallt fyrir og biður flutnings hjá svo ölfugri stofnun, sem hollenzka rlkisUtvarpið er. Þá hafa þessir Islenzku tónlistar- kynningarþættir einnig verið ný- lega fluttir I breska Utvarpið BBC og i vestur-þýzka Utvarpið (V.D.R.F.). Einnig mun flutning- ur á þessu sama efni vera á döfinni hjá hjá fleiri Utvarps- stöðvum. Fryst loðna til Japans gébé Rvlk — t Reykjavíkurhöfn liggur nú japanska flutningaskipið Chiyoda Maru og lestar þar megnið af þeirri frystu loðnu, sem Japanir kaupa af íslendingum I ár. Þetta munu vera um ellefu hundruð tonn. sem Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, Sjávarafurðardeild SIS og tslenzka umboðssalan selja Japönum. Þetta er allt það magn, sem fryst var af loönu f ár, en auk þess aö lesta I Reykjavlk, mun japanska flutn- ingaskipið einnig lesta loðnu I Keflavfk. Tlmamynd Róbert Tvennir tónleikar á Egilsstöðum TÓNKÓRINN á Fljótsdalshéraði •heldur samsöng i Egilsstaða- kirkju miðvikudaginn 23. april, slðasta vetrardag, klukkan 21. Kórinn syngur Islenzk og erlend lög, þ.á.m. lög eftir höfunda af Fljótsdalshéraðij nokkra valsa og syrpu af lögum eftir SigfUs Hall- dórsson, sem Utsett eru af Magn- Usi Ingimarssyni. Stjórnandi er MagnUs MagnUsson og undirleik annazt Sigurbjörg Helgadóttir, MagnUs Einarsson og Ragnar Pálsson. Formaður Tónkórsins er Ást- ráður MagnUsson. Daginn eftir, þ.e. sumardaginn fyrsta, 25. april, verða vortónleik- ar Tónskóla Fljótsdalshéraðs, einnig I Egilsstaðakirkju, og hefj- ast þeir klukkan 14. Þar munu nemendur skólans leika ýmiss konar tónlist. I vetur var kennt á þremur stöðum, Egilsstöðum, Hlöðum ogEiðum, og stunduðu 72 nemendur nám i skólanum. Skólastjóri er MagnUs MagnUs- son, og með honum kenndu þrir stundakennarar. VERZUfl MR SEM ÚRVALIÐ ER MESTOG KJÖRIN RECT Nýkomið - Nýkomið Höfum fengíð nýja sendingu af hinum vinsælu norsku LEÐUR- STÓLUM í mörgum gerðum Vinsam- legast vitjið pantana (Opið til kl. 7 á föstudögum — Lokað á laugardögum 28-600 Byggingavörukjördeild 28-602 28-601 Húsgagnadeiíd 28-603 Raftækjadeild Teppadeild

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.