Tíminn - 20.04.1975, Blaðsíða 24

Tíminn - 20.04.1975, Blaðsíða 24
24 TtMINN Sunnudagur 20. aurll 1975. Höfundur: David Morrell Blóðugur hildarleikur 3 Hann ók upp brekku milli tveggja kletta, upp fyrir byggðina.og sást nú ekkert nema kyrkingslegt kornið, sem farið var að dökkna á ökrunum. Þegar þeir óku fram hjá vegaskilti, sem á stóð: Þér eruð nú á leið frá Madison. Akið var|ega, — sveigði hann bifreiðina út af veginum inn á malarútskot. — Farðu varlega, sagði hann. — Og forðastu vandræði, svaraði Rambo. — Er þulan ekki svona? — Ágætt. Þú kannast þá við þetta. Ég þarf ekki að f jölyrða um, að náungar af þínu sauðarhúsi eru alltaf til einhverra vandræða. Hann greip svefnpokann, sem ver- ið hafði á milli þeirra, og skellti honum í kjöltu Rambos. Svo teygði hann sig fram hjá honum, opnaði farþega- hurðina og sagði: — Farðu rólega að öllu. Rambo fór rólega út úr bílnum. — Við sjáumst seinna, svaraði hann og skellti aftur hurðinni. — Nei, það verður ekki, svaraði Teasle gegnum opinn gluggann. Svo ók hann lögreglubif reiðinni inn á veginn og tók stóra U-beygju og hélt í átt til bæjarins. Hann þeytti bílflautuna, þegar hann ók hjá. Rambo fylgdist með bifreiðinni, þegar hún hvarf milli klettanna. Þá tæmdi hann kókf löskuna og f leygði henni svo í skurð. Svo hélt hann í átt til bæjarins, með svef npokann yf ir öxlina. 2. KAFLI. Loftið var þungt og mettað lykt af steiktri feiti. Rambo fylgdist með gömlu konunni handan við af- greiðsluborðið. Hún starði á fötin, hár hans og skegg gegnum tvílinsuð gleraugun. — Tvo hamborgara og kók, sagði hann. — Láttu pakka þeim inn, heyrði hann sagt að baki sér. Hann leit í spegilinn aftan við afgreiðsluborðið og sá Teasle, sem hafði skorðað sig í útgöngudyrunum, svo skellti hann harkalega. — Vertu eldsnögg að þessu, Merle, sagði Teasle. — Þessi piltur er á mikilli hraðferð. — Það var fátt viðskiptavina. Þeir sátu ýmist við af- greiðsluborðið eða í sérhólfuðum básum. Rambo fylgd- ist með þeim i speglinum, er þeir hættu að tyggja og litu á hann. En þá hallaði Teasle sér upp að glymskrattanum við dyrnar. Það virtist, sem ekki væru nein vandræði í aðsigi, svo þeir sneru sér að átinu. Gamla konan við afgreiðsluborðió hallaði undir flatt, svolítið ringluð. — Láttu mig fá smá kaffisopa í leiðinni, Merle, sagði Teasle. — Segðu hvað þú vilt, Wilfred, svaraði hún og fór að laga kaffið jafn rugluð. Rambo horfði í spegilinn á Teasle, sem horfði á hann á móti. Teasle var með merki uppgjafahermanna í barm- inum, andspænis lögreglumerkinu. Hvort stríðið skyldi það vera, hugsaði Rambo. — Þú ert aðeinsof ungur f yrir það seinna. Hann sneri sér við á stólnum og horfðist í augu við hann.— Kórea? spurði hann, og benti á merkið. — Rétt er það, sagði Teasle tómlega. Þeir héldu áfram að stara hvor á annan. Rambo lét augun renna niður eftir Teasle og leit á byssuna við beltið. Það varð honum undrunarefni. Byssan var ekki venjuleg lögreglumarghleypa, heldur hálfsjálfvirk skammbyssa. Eftir hinu stóra skerfti að dæma, ályktaði Rambo að hún væri níu millimetra Browning. Einu sinni hafði hann sjálfur beitt Browning. Skeftið var svona stórt, af því að í því var þrettán skota hleðsla í stað sjö skota,eins og er í f lestum skammbyss- um. Ekki var hægt að skjóta mann niður í einu skoti, en hann mátti sannarlega stórslasa. Tvö skot til viðbótar gerðu út um hann. Þá voru enn eftir tíu skot fyrir þann eða þá sem eftir voru. Rambo játaði með sjálf um sér, að Teasle bar byssuna skrambi vel. Teasle var nærri sex fet á hæð. Á ekki stærri manni hefði þessi mikla byssa átt að vera hálf afkáraleg. En svo var þó ekki. Það þurfti þó stórar hendur til að halda vel um stórt skeftið, hugsaði Rambo. Svo leit hann á hendur Teasle og undraðist stærð þeirra. — Ég varaði þig við því að stara, sagði Teasle. Hann hallaði sér upp að glymskrattanum og hneppti niður svitastorkinni skyrtunni. Lögreglustjórinn var örvhent- ur, og nú seildist hann í skyrtuvasa sinn eftir sígarettu, kveikti i henni og braut svo eldspýtuna í tvennt, hló lágt og var auðsjáanlega skemmt. Hann gekk að afgreiðslu- borðinu og brosti undarlega til Rambos, sem sat á stól. — Þú snerir heldur betur á mig, sagði hann. — Ekki reyndi ég til þess. — Auðvitað ekki. En þú snerir samt heldur betur á mig. Gamla konan kom með kaff ið og horfði á Rambo: — Hvernig viltu borgarana? Venjulega eða lauk- steikta? Sunnudagur 20. april 8.00 Morgunútvarp- Séra Siguröur Pálsson flytur ritningarorö og bæn. 8.10 Fréttir og veðurfregnir. 8.15 Létt morgunlög. 9.00 Fréttir. tJtdráttur úr for- ustugreinum dagblaöanna. 9.15 Morguntönleikar. 11.00 Messa I Hallgrlmskirkju Prestur: Séra Ragnar Fjal- ar Lárusson. Organleikari: Páll Halldórsson. 12.15 Dagskráin. Tónleikar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.20 Um islenzkar barnabæk- ur. Silja Aðalsteinsdóttir cand. mag. flytur siðara há- degiserindi sitt. 14:15 Staldrað við á Eyrarbakka,- þriðji og siðasti þáttur. Jónas Jónasson litast um og ræðir viö fólk. 15.10 Miðdegistónleikar: Frá erlendum tónlistarhátlðum I fyrra.Flytjendur: André Navarra, Tom Krause, Irw- in Gage, Ruggiero Ricci, og Filharmónlusveit hollenzka útvarpsins. Stjórnandi: Jean Fournet. 16.15 Veðurfregnir. Fréttir. 16.25 Breytingar á islenskri stafsetningu. Páll Bjarna- son cand. mag stjórnar um- ræ.ðuþætti. Þátttakendur: Árni Böðvarsson cand. mag. Jón Guðmundsson menntaskólakennari, Vé- steinn ölason, lektor, og Þórhallur Vilmundarson prófessor. 17.20 Arne Domenerus og Rune Gustafsson leika á saxófón og gitar. 17.40 Útvarpssaga barnanna: „Borgin við sundið” eftir Jón Sveinsson (Nonna). Hjalti Rögnvaldsson les (6). 18.00 .Stundarkorn með harmonikuleikaranum Mogens Ellegárd. Tilkynn- ingar. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir Tilkynningar. 19.25 „Þekkirðu land?” Jónas Jónasson stjórnar spurn- ingaþætti um lönd og lýði. Dómari: Ólafur Hansson prófessor. Þátttakendur: Vilhjálmur Einars- son og Pétur Gautur Kristjánsson. 19.45 Sónata I F-dúr (K497) eftir Mozart. Christoph Eschenbach og Justus Frants leika fjdrhent á pianó. 20.15 Brynjólfur Jóhannesson leikari. Fluttir þætiir úr nokkrum leikritum og iesið úr endurminningUjjn Brynjólfs. Klemenz Jónsí'óh leiklistarstjóri flytur inð,- gangsorð. ,-j 21.15 Tónlist eftir Smetana.ay' Fllharmónlusveitin I Brno leikur Tékkneska dansa; Frantisek Jlleik stjórnar. b. Sinfóniuhljómsveit útvarps- ins I Miinchen leikur „Hákon jarl”, sinfóniskt ljóö op. 16; Rafael Kubelik stjórnar. 21.40 Einvaldur I Prússlandi, Jón R. Hjálmarsson skóla- stjóri flytur lokaerindi sitt: Friðrik mikli. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir. Danslög Hulda Björnsdóttir dans- kennari velur lögin. 23.25 Fréttir I stuttu máli. Dagskrárlok. Mánudagur 21. april 7.00 Morgunútvarp, Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05: Valdimar örnólfsson leikfimikennari og Magnús Pétursson planóleikari. (a.v.d.v.). Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. lands- málabl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55: Séra Grímur Grímsson fiytur. Morgunstund barnanna kl. 9.15: Knútur R. Magnússon byrjar að lesa „Snædrottn- inguna”, ævintyri eftir H.C. Andersen I þýöingu Stein-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.