Tíminn - 20.04.1975, Blaðsíða 31
Sunnudagur 20. aprfl 1975.
TÍMINN
31
Hljóöabunga, vestfirzkt tima-
rit, 1. hefti — marz 1975. Þannig
er titillinn. t ávarpi til bænda er
svo sagt:
„Meö hækkandi sól gerast
ævintýr, bræður og sytur.
Blaðið Hljóðabunga er eitt af
þessum ævintýrum, gefið út af
hópi manna, sem langar til að
llfga upp á mannlif á Vest-
fjörum...Ef undirtektir verða
sæmilegar á blaðiö að koma út
tvisvar á ári, og kemur þá
annað tölublaö að hausti.”
Þetta er auðvitað áminning
fyrir hugsjónamenn að festa fé
sitt i þessu riti. Eigi ritið fyrir
sér aldur, er mikils viröi að eiga
þaö frá stofni og vanta ekki
fyrsta heftið. Verði hins vegar
litið framhald á útgáfunni, eiga
menn fágætt hefti og sjálfsagt
eftirsótt af hálfu safnaranna,
þegar fram liða stundir. Mér
virðist að það séu einkum menn
Menntaskólans á Isafirði sem
standa aö þessari útgáfu. Af þvi
tilefni mætti skrifa hugleiðingu
um áhrif þeirrar stofnunar á
andlegt lif i héraöinu, þó að þvi
sé sleppt hér. Annað er það, að
bera á borö eitthvað af hug-
leiðingum sfnum út frá þvi sem
hinir ungu leggja til máls.
Þetta hefti birtir viðtöl við tvo
Isfirðinga. Guöjón Friðriksson
hefur fært i letur viðtal við Jón
Jónsson skraddara, og er þetta
fyrri hluti þess. Þar segir Jón
frá yngri árum slnum og kynn-
um við norska hvalveiðimenn,
m.a., en hann er frá Höfða I
Dýrafiröi, dóttursonur Sighvats
Grimssonar Borgfirðings. Frá-
sögn Jóns er hispurslaus og létt.
Hitt viðtaliðer við Ragnar H.
Ragnars og heitir: Frelsið,
menningin og nútiminn. Ragnar
er gáfaður maður, sjálfstæður
og einarður i skoðunum og
hirðir þar ekki um að feta alltaf
alfaraleiðir. Ég á ekki von á þvi
að fundnir hefðu verið tveir ís-
firðingar, sem gerð væru við
umhugsunarverðari og friskari
viðtöl. Og það er skemtilegt og
heilbrigt frjálslyndi að koma á
framfæri og varöveita skoðanir
og viðhorf manna, sem stundum
eiga samleið með fáum.
Það er ekki tiltökumál, þegar
ungum mönnum er mikið niðri
fyrir, þó að sumir þættir mála
séu ekki athugaðir til fullrar
hlítar. Þessa þykir mér kenna
um grein Grettis Engilberts-
sonar um menningarmálin.
Menning dregur nafn af manni
og táknar það, sem greinir
mann frá skepnu, og er þvi
engan veginn einskorðuðu við
listir og slikt. Það er umgengnin
og sambýlið — þátttaka í lifs-
heildinni — sem fyrst og fremst
er mælikvaröi á menningu. Ef
listin glæðir feguröarskyn,
þroskar hugsun eða göfgar
tilfinningar, er hún góð. Hlut-
verk hennar er að draga ský af
augum, sýna staðreyndir, —
sannleika. Með þetta i huga
virðist mér orðið menningar-
neyzla innantómt og efnislitið.
Mér er ekki ljóst hvað
höfundur á við þegar hann
segir: „Áhrif markaðs-
þjóðfélagsina á menninguna eru
ekki tæmd með þvi að tala um
iþróttamennsku i listum. Það er
einnig eitt af sérkennum
markaösþjóðfélagsins að það
matar almenning á einföldu
menningarrusli, sem er til þess
gert að seljast vel. Þar er
dregið allt fram, sem orðið get-
ur til að styrkja fólk i trúnni á
núverandi þjóðskipulag, og telja
þvi trú um, að tilgangslaust sé
að reyna að breyta þvi. A meðan
menningarvitanir sitja I fila-
beinsturninum og tala tungum,
þá er alþýðan svæfö með ódýru
minkafóöri kapitalismans, og
gerð óvirk. Þannig hefur
menningunni verið stolið frá
alþýöunni.”
Um hvað er maðurinn að
tala?
Svo segir þessi ungi maður,
aö það segi sig sjálft, „að fólk
sem vinnur 10 tima á dag, hefur
ekki mikla orku aflögu til
menningarsköpunar.” Hvað
skyldi vinnutiminn hafa verið
langur hjá Þorvaldi Thoroddsen
og Guömundi skáldi Magnús-
syni? Er unga fólkiö nú þvi
þrekminna en fyrri kynslóð sem
það hefur verið betur fóðrað?
Svo er talað um einræði, sem
rikti i listsköpun á Islandi. Ég
hélt, að það væri töluverð
fjölbreytni I þvi sem gert er hér
á landi og höfundarnir vilja
flokka undir listsköpun. Við eig-
um Jakob Hafstein og
Súmmara, Guðrúnu frá Lundi
og Guðberg, Hallgrim Helgason
og poppara o.s.frv. Er þetta
hræðilegt einræði?
Þar sem „logið er eftir
minni” sögnum af Oddi sterka
segir:
„Á alþingishátiðinni á Þing-
völlum 1930 var meðal annars
framið það sjónarspil, að al-
þingismenn skrýddust forn-
mannabúningum, og gengu
fylktu liði á Lögberg”.
Þetta er illa logið. Eitt atriði
hátiðahaldanna var kallað
söguleg sýning. Tveir þjóðfræg-
ir prófessorar, Ólafur Lárusson
og Sigurður Nordal, höföu tekið
saman þátt um fyrsta lögsögu-
mannskjör á íslandi. Það voru
þeir Úlfljótur, Þorsteinn Ing-
ólfsson, Hrafn Hængsson,
Skallagrimur, Þorsteinn Ingi-
mundarson o.s.frv. sem gengu
þar i fornmannabúningum, eða
Haraldur Björnsson, Agúst
Kvaran, Óskar Borg o.s.frv. i
gervi þeirra. Um þetta má lesa i
bók Magnúsar Jónssonar um
Alþingishátiðina.
Halldór Þorgeirsson skrifar
greinarkorn um Baháltrú. Þetta
er athyglisverð grein. Höfundur
segir:
„Þessi efnishyggja hefur
mjög háð andlegri þróun samfé-
lagsins. Ahrif trúarbragða hafa
minnkað að mun vegna óeining-
ar innan þeirra. Trúaðir menn
hafa skipzt i marga mismun-
andi hópa, hverja öðrum fjand-
samlega. Harðvitugar deilur
hafa risið um ytri helgisiði og
smáatriði, sem ekkert koma trú
við. Þessi óeining skapar for-
dóma og ofstæki þar sem menn
einangrast innan sins hóps og
telja aðra villuráfandi og óguð-
lega. Þetta er hörmung og mik-
ill skaði, þvi að við vitum öll, að
aðeins er til einn Guð, ein trú og
eitt mannkyn,”.
Sjálfsagt er það einhver
mesta villa trúmanna þegar
þeir hafa talið sig þess um-
komna að reikna guðdóminn út
og mæla hann. Við höfum þó lit-
ið að gera meö þann guödóm,
sem við getum lokaö inni i huga
okkar sjálfra. Auðmjúklega
skyldum við taka þeirri áminn-
ingu.sem Esajas biskup Tegnér
gefur i sáttmálum sinum og mig
minnir að þýdd hafi verið svo:
spámaöurinn Múhameð kenndi,
er að vlsu trú á einn guð, en
mótmælir að öðru leyti flestum
höfuðatriðum kristindómsins
og er blönduð margs konar
heimskulegri og skaðlegri hjá-
trú og villu”.
Flest munum við vera sam-
mála um það, að kristna trúin sé
sums staðar „blönduð heimsku-
legri og skaðlegri hjátrú og
villu”. Svo greinir okkur á þeg-
ar við förum að styðja það dæm-
um.
Það er stundum sagt, að maö-
urinn hafi skapað guð I sinni
mynd. Þaö er rétt að þvi leyti,
að maöurinn gerir sina guðs-
hugmynd eftir þvi hver þorski
hans er. Stundum hafa menn
hugsaö sér guð hégómlegan,
metnaðargjarnan, heiftrækinn
og jafnvel uppstökkan. Auðvitaö
er llfið lögmálum háð og lögmál
orsaka og afleiðinga ófrávikjan-
legt, svo að mönnum hlýtur oft
að hefnast fyrir það, sem á und-
an er komið. A þvi lærum viö i
menn og svivirtu hverjir aðra.
Raunar segja fornar sögur is-
lenzkar frá rógberum og róg-
buröi. En hvað um það. Ég vil
miklu heldur að talað sé illa um
mig — þó að ómaklegt væri — en
að ég sé stunginn með hnifi eða
drepinn.
Það kemur fram I þessari
grein, að þrenningarkenningin
er eitt af þvi, sem gerir höf-
undinn fráhverfan kristinni
kirkju. Það er ekkert einsdæmi,
að trúhneigðir, kristilegir menn
felli sig illa við þessa trúarjátn-
ingu, sem búin var til að likind-
um um 150, en mótuð I núver-
andi mynd seint á fimmtu öld,
byggö á óskiljanlegri guðfræði,
en þó tilraun til málamiðlunar i
illvígum deilum kreddumeist-
ara þeirra tima. Raunar er
sjaldan farið rétt með þessa
fornu játningu I kirkjum lands-
ins, heldur sagt „upprisu
dauðra” fyrir „upprisu holds-
ins”. Fornekskjan og kreddurn-
ar geta hrakið trúhneigða menn
ekki að vera frá stúkunum
runnið, — en það gæti verið það.
Hitt veit ég ekki hvort þessi á-
hrif eru hingað komin gegnum
norsku ungmennafélögin. Trú-
legt þykir mér það, en þau eru
engu síður frá góðtemplararegl-
unni.
Þá er enn I Hljóðabungu grein
um CIA og samskipti Islands og
Bandarlkjanna. Það er slzt að
undra, þó að menn geri sér nú
ljóst, að stórveldi reyna aö hafa
áhrif á innanrikismál, þar sem
þeim þykir eitthvað við liggja.
Furðu lengi hafa menn lokað
augum fyrir þvi — margir
hverjir. Hins vegar er sums
staöar vafasamt orðalag og
blær á frásögninni hér. Litið er
gert úr þætti Rússa og jafnvel
talað um Rússagrýlu, en grýla
táknar eitthvað, sem hræöir
menn en er imyndun ein. I sam-
bandi við Marshallaðstoðina er
sagt: „En á sviði alþjóðasam-
skipta hefur góðmennskan
aldrei gilt”. Ýmsar tillögur hafa
þar verið fluttar af góð-
mennsku. Stundum eru menn I
forréttindalöndum svo vfðsýnir,
að þeir sjá sér hag i þvi að bilið
sé brúað, rétt eins og auðugur
iðjuhöldur veit að hann á allt sitt
undir almennri kaupgetu.
Margt er lagt til, og enda gert
undirhyggjulaust vanþróuðum
löndum til viðréttingar. Samt
skulum við muna orðtakið „æ
Vestfirzk tímarit
hversdagslegu lífi. Það nær
auðvitað engri átt, að hugsa sér
guðdómlegar persónur svo hé-
gómlega metnaðargjarnar, að
þær heimti auðmjúka lofgerð og
bregðist reiðar við séu þær ekki
ávarpaðar með réttu nafni og
samkvæmt ákveðnum hirösið-
um. Allt annað er það, að mönn-
um er hollt að opna huga sinn
fyrirgóðum áhrifum og gera sig
móttækilega fyrir stuðning og
styk þeirra áhrifaafla, sem eru
utan við þá sjálfa.
Einu sinni var spurt, hvort
réttara væri að tilbiðja guð á
þessum staðnum eða hinum.
Þvi var svarað svo, að guð væri
andi og ætti að vera tilbeðinn i
anda og sannleika. Þetta er ef til
vill afsvar, en þeim, sem spyrja
um stað og form, verður lengst-
um svarað út af þegar þeir
mæta sannleikanum.
Halldór Þorgeirsson segir, að
kirkjan hafi lokið hlutverki sinu.
Við vitum auðvitað ekki hvernig
kirkjan kann að meta hlutverk
sitt á komandi timum, eða
hvemig hún tekur verkefni sitt,
en hlutverk á hún enn. Og ég
þarf að sjá nýjan grein um boð-
skap hins nýja siðar til að sjá
frumleikann. Það er ekkert nýtt
fyrirkristnum mönnum, að ljótt
sé aö baktala og rægja. Hitt er
ekki heldur nýtt fyrir mér, að
það sé betra að.bera vopn á
mann en baktala þá. Þegar ég
var ungur var oft sagt, að til
forna heföu menn barizt drengi-
lega við óvini sina, en nú rægðu
frá kirkjunni, þegar trúin er
boöuB við hlið hennar undir yfir-
skini fordómaleysis. Það er
þetta sem gerist, þegar Bahái-
söfnuður myndazt á íslandi.
„Köld og mörg eru
kirkjuboðin,
Krists eru létt og fá”
sagöi höfuðklerkur islenzkrar
kristni fyrir siðustu aldamót,
séra Matthias. Boð Kristseru að
vísu ekki létt venjulegum mönn-
um, en þau eru einföld og auð-
skilin.
Hljóðabunga birtir tvær rit-
gerðir, sem eru sögulegt yfirlit
um merkar félagshreyfingar,
samvinnuhreyfinguna og ung-
mennafélögin. Vist er það
gloppa i almenna menntun, að
vita ekki skil á þeim og sögu
þeirra. Ritgerðin um ung-
mennafélögin er ágætlega gerð
og sögulega traust. Þó vatnar i
hana að gera grein fyrir skyld-
leika ungmennafélaganna við
góðtemplararegluna. Honum
hefur litt verið haldið á loft að
vísu, en er staðreynd engu að
slður. Þegar ég geröist góð-
templari og undirritaði skuld-
bindingu reglunnar, þekkti ég
þar skuldbindingu U.M.F.I.,
sem ég kunni orðrétta. Þar var
engu breytt nema félagsheitinu.
Siðar sá ég að sakamálanefnd
sú, sem kosin var samkvæmt
lögum ungmennafélagsins, var
bein eftirliking af dómnefndum
templara. Akvæðiðum að starfa
á kristilegum grundvelli þarf
sér gjöf til gjalda” og vita meg-
um viö, að stórveldi finnst
mestu skipta, að það verði stór-
veldi um aldur og ævi.
Það er hægt að vara við undir-
róðri og ihlutun framandi stór-
veldis án þess að stofna frásögn
sinni I tvísýnu með vafasömum
fullyrðingum. Hér var nóg til af
öruggum staðreyndum. Þessi
grein gat verið pottþétt. Hitt
megum við svo muna og hug-
leiða, að sá reginmunur er þó á,
— þrátt fyrir allt — að i Banda-
rikjunum tala menn um ávirð-
ingar rikisstjórnar og stofnana
hennar. Þess þarf ekki alls stað-
ar.
Ýmislegt smælki er til upp-
fyllingar og fjölbreytni i ritinu,
— mál og myndir. Abyrgðar-
maðurinn, Guðjón Friðriksson
kennari, þýðir ljóð úr færeysku.
Auk þess eru birt gömul kvæði
eftir Stein Steinarr og Guðmund
Inga, og kvæði eftir Gunnlaug á
Hvilft.
Hljóðabunga er hæst á
Drangajökli, þar sem bjargið
Hrollaugsborg ris yfir jökul-
skjöldinn. 1 öðru lagi er Hljóða-
bunga vel valið nafn á þeim
vettvangi, þar sem ungir menn
kveða sér hljóðs og láta til sina
heyra. Það er gaman og gagn-
legt að vita hvernig ungir menn
hugsa — og engin nauðsyn að
við séum þeim aö öllu leyti sam-
mála. Hér verða hvorir að vita
af öðrum. Þvi er mér ánægja að
lesa þetta vestfirzka timarit og
„Hvað veizt þú um
himinvegi?
huldu ráöin skaparans,
mælt þú hefur ennþá eigi
undradjúpin kærleikans.
Mér hefur skilizt, að Bahál-
trú ætti að vera fordómalaus
guðstrú, og væri þannig nánast
rammi, sem rúmaði alls konar
trúarkreddur innan sinna vé-
banda, a.m.k. meðan viöhorf til
annarra trúflokka væri hóflegt.
Hins vegar hef ég ekki oröið var
við neitt svo nýtt I kenningum
þess safnaðar, aö ástæða v#i til
að leita þangað frá kristnum
fræðum. Nafni minn segir i
Hljóðabungu:
„Árið 1844 opinberaði Guð
okkur nýjan spámann, spá-
mann, sem sameina mun alla
heimsbyggðina I trú á einn Guð,
koma á alheimseiningu”.
Ekki sé ég að það sé nokkuð
sálartjón, að trúa þessu. Söfn-
uðurinn styður þessa kenningu
viö spádóma I bibllunni, —
Danielsbók og Opinberunarbók-
inni — og i Kóraninum. Þá spá-
dóma má þó túlka á ýmsa vegu.
Ég hef enga tilhneigingu til að
lasta spámenn Baháímanna.
Ágætiþeirra liggur i þvl að vara
við þröngsýni og kreddum og ég
held að það sé alls ekki i þeirra
anda, að leggja mikla áherzlu á
trúna á þá sjálfa sérstaklega.
I Helgakveri segir:
„Múhameðstrúin, sem fals-
Komið og skoðið sýníngareldhúsið
á framleiðslustað.
Ef þór komlð með mál á eldhúsi,
eða teikningu,
getum við gefið fast verðtilboð.
Húsgagnavcrkstæ&í ÞÓRSINGÓLFSSONAR
SÚÐAVOGI 44 SÍMI 31360 (gengið inn fra' Kænuvogi)
VAUGŒR
SVO
AUÐVELT....
VlKUR ELDHÚSSKÁPARNIR er
stöðluð íslenzk framleiðsla,
sem samelnar það tvennt að vera
vandaðir og ódýrir.
Hannaðir fyrir íslenzkan smekk, og
henta I allar stærðir eldhúsa. Vegna
þess að þeir eru byggðlr f einingum
sem þér getið valið úr og raðað
saman, og þar með fengið yðar eigið
eldhús.
Með ótrúlegu litavali I plasti, og
fjölmörgum möguleikum f sam-
setnlngu getið þér gert eldhúsið
enn persónulegra.