Tíminn - 20.04.1975, Blaðsíða 11

Tíminn - 20.04.1975, Blaðsíða 11
Sunnudagur 20. aprfl 1975. TÍMINN 11 AAyndirnar eru ekki f rum- myndir heldur eirstunga i 1 DAGBL. Tímanum birtist I laugardaginn 5.4. forsiðufrétt undir fyrirsögninni „VIÐ FÁ- UM FRUMMYNDIRNAR ÚR FERÐABÓK EGGERTS OG BJARNA ".Til áréttingar voru birtar tvær myndir, greinilega teknar ur þjóðhátiðarútgáfu Feröabókar Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar. Vegna birtingar þessara tveggja mynda með fréttinni, leyfir undirrituð sér að benda á eftir- farandi: Myndir þessar eru ekki frum- myndir, og gildir sama um þrjár aðrar litmyndir af búning- um i utgafu Ferðabókarinhar 1974; þetta eru eirstungur, stækkaöar eftir frumútgáfu bókarinnar I Kh. 1772 og ofani- litaðar af hönnuði útgáfunnar 1974. Mistök Timanseru þó auð- skilin, þar eð þetta kemur hvorki fram á litmyndasiðunum I útgáfunni, né heldur i mynda- skránni (bls.X i I. bindi), en þar eru myndirnar athugasemda- laust skráðar nr. 2-6 innan um frummyndirnar undir fyrir- sögninni „SKRA YFIR HINAR LITPRENTUÐU FRUM- MYNDIR'" j.þessa er einungis getið i formála bókarinnar (bls. XXVII og XXIX-XXX). Þvi er það, að hver sá sem ekki þekkir til og flettir útgáfunni lauslega, t.d. til þess eingöngu að skoða frummyndirnar, áttar sig engan veginn á þvi að myndir nr. 2-6 i I. bindi eru alls ekkifrummynd- ir. í formála útgáfunnar 1974 segir, að litir ofanilituðu eir- stungumyndanna hafi verið „valdir eftir þvi sem sjá má á klæðnaði fólksins sem er á myndinni af sveitabænum (mynd nr. 1 I I. bindi) og eftir biiningum sem til eru I Þjóð- minjasafni" og a& þvi megi „ætla að þeir (þ.e. litirnir) séu nærri lagi ". (Leturbreytingar oginnskothöf.) Undirrituð áttar sig ekki á þvi eftir hvaða bún- ingum i Þjóðminjasafni var farið um litaval, og ekki veit hún til þess að þar né annars staðar sjáist eða séu til dökk- fjólubláar hempur eða treyjur, né heldur ljósbláir treyjukrag- ar, svo dæmi séu tekin, og virð- ist ástæða til að benda á, að var- legra sé að fara ekki eftir þess- um myndum við val lita, t.d. við gerð eftirlikinga af þjóðbúning- um, svoraunhæftdæmisé tekið. (Ofanilitunin á svuntu og pilti á 5. mynd útgáfunnar gefur og al- ranga mynd af gerð svuntunn- ar, á eirstungunni mótar greini- lega fyrir fremur mjórri svuntu á pilsinu.) Þá segir formálahöfundur enn fremur að sig gruni, að myndir þessar (þ.e. nr. 2-6 í I. bindi) „séu ekki gerðar af islenzkum btíningum og fólki, eða þá a.m.k. býsna mikið breyttir i eirstungunni....." Undirrituð er á annarri skoðun og telur, aö svo langt sem aðrar nær-sam- timaheimildir um fslenzka bUn- inga ná til samanburðar (þeirra á meðal myndir gerðar I leið- angri Sir Josep Banks til Islands 1772), virðast eirstungurnar einmitt um margt gefa mjög rétta mynd af bUningum Is- lendinga um og eftir miðja 18. öld. 8.apríI1975 Elsa E.Guðjónsson Auglýsid í Tímanum VPPUUVKK VERÐTILBOÐ till.mai! V af Iveim dekkjum o o Sumarhjólbarðar: STÆRÐ 5% njEJB 155—12 Kr. 4.150 Kr. 3.930 135—13 4.230 4.010 145—13 4.290 4.060 155—13 4.320 4.090 165—13 4.940 4.680 175—13 5.740 5.440 155—14 4.400 4.170 165—14 5.580 5.290 175—14 6.180 5.850 185—14 7.250 6.870 215/70—14 10.980 10.400 550—12 3.490 3.310 600—12 4.030 3.820 o 615/155—13 4.370 4.140 560—13 4.450 4.220 590—13 4.150 3.930 %£ai fjórum dekkjum Sumarhjólbarðar: STÆRD_________ 640—13 • Kr. 5.090 700—13 5.410 615/155—14 4.020 5,0—15 3.570 560—15 4.080 590—15 4.730 600—15 5.030 Kr. 4.820 5.130 3.810 3.330 3.870 4.480 4.770 Jeppahjólbarðar: 600—16/6 4.930 4.670 650—16/6 6.030 5.710 750—16/6 7.190 0 6.810 Weapon hjólbarðar: 900—16/10 16.970 16.080 TEKKNESKA BIFREIÐAUMBOÐIÐ A ÍSLANDI H/E AUÐBREKKU 44 - 46 SÍMI 42606 Garðahreppur: Hjólbarðaverkstæðið Nýbarði Akureyri: Skoda verkstæðið á Akureyri h.f. Óseyri 8 Egilsstaðir: Varahlutaverzlun Gunnars Gunnarssonar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.