Tíminn - 20.04.1975, Blaðsíða 27

Tíminn - 20.04.1975, Blaðsíða 27
Sunnudagur 20. april 1075 TÍMINN 27 SAGÐI GÆTI UNNIÐ VERÐ- „DOOG” ... krúnurakaöur. Aðeins 17 ára gamall (1957) flutti Dougan til Englands, og hóf hann þá aö leika meö Portsmouth og vakti þar strax geysilega at- hygli — hann lét þá vaxa á sig gifurlegt yfirvararskegg og þar með varð hann fyrsti leikmaöur- inn i ensku knattspyrnunni, sem gat státaö af yfirvararskeggi. Aftur vakti þessi litriki knatt- spyrnumaöur mikia athygli 1959, þegar hann byrjaði að leika meö Biackpool — þá lét hann krúnu- raka sig. Allt ætlaði um koll að keyra af fögnuöi, þegar hann hljóp inn á leikvöllinn meö Yul Brynner skaliann og ekki minnk- aði fögnuöurinn hjá áhorfendum, þegar hann stökk upp og skallaði knöttinn i net andstæðinganna. En Derek Dougan virtist ekki geta fest rætur hjá neinu félagi — áriö 1961 var hann byrjaöur að leika meö Aston Villa og aðeins tveimur árum seinna — 1963 — klæddist hann búningi Peter- borough. Þegar ,,Doog” var 25 ára gamatl (1965) var hann keyptur til Leicester á 21 þús. pund og 1967 kom hann tii Molenux — Úlfarnir keyptu hann þá á 45 þús. pund. Þar festi hann rætur og var vinsælasti knatt- spyrnumaður Úlfanna allt fram á siðasta dag. Dougan hefur haft mikil áhrif á knattspyrnuna I Englandi — hann hefur mótaö hana með getu sinni og hæfileikum. Hann hefur gert knattspyrnuna skemmtilega meö leik slnum, þar sem hann hefur alltaf leikið fyrir áhorfendur siðan hann var 17 ára gamall. Hann »var ávallt vanur að taka þátt i spennunni, vonbrigðunum og ánægjunni með þeim — Dougan heldur þvi fram, að það sé rétt að sýna áhorfendum til- finningar sinar á leikvelli og gefa þeim ettthvað, sem þeir geta tekið þátt i. Þegar Dougan var og hét, var hann vanur að valhoppa um völlinn og senda áhorfendum fingurkoss, öskra til þeirra og láta öllum illum látum — og jafnvel hefur hann gert grln að mótherjum sinum og furðuleg- ustu hlutir hafa komið fyrir hann á leikvelli. Hann ienti eitt sinn I geysilegum slagsmálum við Bobby Mooreji annað sinn svekkti h'' <i leikmann hjá Tottenham svo mikið á leikvelli, að meðspil- urum hans ofbauð og þeir settu hann I keppnisbanna. Það hefur margt komið fyrir þennan litrika knattspyrnumann á hinum litrlka sex-félaga-knatt- spyrnuferli hans. Hann er t.d. fyrsti og eini trinn, sem skorað hefur yfir 200 mörk I ensku deild- arkeppninni. Það er mikill sjónarsviftir, að sjá á eftir þess- um snjalla knattspyrnumanni, sem kunni svo sannarlega að skemmta áhorfendum. Hátindur knattspyrnuferils hans var sl. keppnistimabil, þegar Úlfarnir tryggðu sér deildarbikarinn á Wembley. Knattspyrnukappanum DEREK DOUGAN er bezt lýst, með þvi að gefa nokkrum kunn- um knattspyrnumönnum orðið og láta þá segja sitt álit á „Doog”: BOBBY CHARLTON: — Það er nú meira undrahjólið þessi Doug- an. Hann virðist ætla að halda áfram að skora mörk um alla framtið. TOMMY TAYLOR (West Ham): — Ég hlakkaði alltaf til, þegar ég átti að leika gegn Doug- an. Þegar ég heyrði fyrst talað um hann, var mér sagt, að hann væri bezti skallamaður i ensku knattspyrnunni og einnig beztur i munninum. DAVID WAGSTAFFE (Hull — áður Wolves): — Dougan var stórkostlegur knattspyrnumaður — hann virtist eiga mörkin á kippum. Bara nærvera hans i leikjum var gulls tgildi. BILL SANKLY (Fyrrum fram- kvæmdastjóri Liverpool): — Hann var hættulegur, alveg þangað til að leiknum var lokið. MARTIN CHIVERS (Totten- ham): — Dougan er einn hættu- legasti knattspyrnumaður, sem ég hef kynnzt. Hann hafði ein- staka hæfileika til að finna veik- leika mótherjanna strax i byrjun og hann fór þegar að hrella miðverði — og notfæra sér veik- leika þeirra. Ég hrósa happi, fyrir að hafa ekki leikið miðvörð gegn „Doog”. Þessi mynd var tekin á Wembley á siðasta keppnistimabili, eftir að Úlfarnir höfðu sigrað Manchester City I úrslitaleik deildarbikarkeppn- innar. Dougan vann þar til sinna fyrstu verðlauna I ensku knattspyrn- unni og á myndinni krýpur hann I þökk og bæn. Eftir þennan leik sagði hann: — Ég ætla að leika knattspyrnu eitt keppnistlmabil I viðbót,* og siðan bætti hann við: — Hverjir segja, aö ég geti ekki unniö til verð- launa?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.