Tíminn - 20.04.1975, Blaðsíða 37

Tíminn - 20.04.1975, Blaðsíða 37
Sunnudagur 20. apríl 1975. TÍMÍNN 37 ÞARSEM JÖRÐIN ER KLÆDD ÍSBRYNJU eftir Vladimir Kovalevskij rt|u t\i IM Frá uppistöfiulóni vift vatnsaflsstöuina viö Vflufliót. Þegar fyrstu demantarnir frá JakUtiu komu á heimsmarkað- inn, olli þaö miklum áhyggjum i Pretoriu, demanta-höfuðborg- inni i Suður-Afriku. En einn af forstjórum Alheims-demanta- sölusambandsins, Charles Tulliver, róaði félaga sina. „Hafið ekki áhyggjur. Rússar verða okkur engir keppinaut- ar", sagði hann á blaðamanna- fundi. „Þeir geta ekki skipulagt demantsnám i nægilega rikum mæli. Hvar eiga þeir að fá raf- orku i freðmýrinni i Jakútiu? Vegna hins eilifa frosts, sem liggur þar i jörðu, er ómögulegt að reisa þar mannvirki eins og stór raforkuver." Þetta varmæltá þeim timum, þegar sérfræðíngar frá frost- rannsóknastofnuninni i JakUtsk áttu viðræður við verkfræðinga, sem höfðu unnið að byggingu vatnsorkuversins við Vilufljót við heimsskautsbauginn. Frá árinu 1970 hefur raforkuverið við Vilu séð demantsvinnslum i Jakútiu fyrir raforku. Nú hafa verið byggð nokkur raforkuver i viðbót á þvi svæði, þar sem eilift frost er i jbrðu,Dg gerðar hafa verið áætlanir um byggingu nokkurra. Það var heitur sumardagur, en ég undraðist ekki, þó að ég væri látinn fara i ullarpeysu og setja á mig loðhúf. Rannsóknar- stofa frostrannsóknastofnunar- innar i Jakútsk, sem ég er að fara að skoða, er nefnilega i námu á frostasvæði. Stigi liggur niður i jörðina. Veggirnir eru eins og lagkaka. Milli dökkra malarlaga liggja glær isalög. Við Jakútsk er þykkt „kökunnar" um 300 metr- ar. En til eru staðir, þar sem frostið nær 500 metra niður i jörðu. i Siberiu hafa fundizt nokkrir mammútsskrokkar frosnir i jörðu, sem varðveitzt hafa þar um aldir. Það var á þriðja tug aldarinn- ar, sem upp risu fyrstu rann- sóknastofurnar, sem rannsök- uðu frost i jörðu, en þá var farið að nema land nyrzt i Siberiu i auknum mæli. NU eru byggð heil hverfi há- hýsa og stór iðnaðarfyrirtæki i borgum iNorður-SÍberiu. Þegar gengið er um götur i JakUtsk, sést, að öll húsin standa á stein- steyptum sUlum. Milli grunns- ins og jarðvegsins er rUm, sem vindar geta leikið um. Sovézkir visindamenn, frostfræðingar, gerðu áætlun að slikum bygg- ingum, og það kom i ljós, að frostið er mjög góður grunnur fyrir allar byggingar, en það þarf aðeins að kUnna skil á þvi. I frostarannsóknastofnuninni hafa verið fundnar upp ýmsar aðferðir og hannaður tækjaUt- bUnaður til að gera tilraunir með eftirlikingar" af frostað- stæðunum. Þegar hi'nar auðugu gaslindir i Norður-Siberiu voru uppgötvaðar, kom til þess verk- efnis að leggja gasleiðslur. Þeg- ar hafa verið teknar i notkun gasleiðslur á Taimir-skaga og I Jakutiu. Sovézkir frostfræðingar hafa stöðugt og náið samband við Vlsindamenn i Kanada og Bandarikjunum, sem eiga við sömu vandamál að striða. Þess- ir sérfræðingar hafa þingað oft- ar en einu sinni i JakUtsk. Það kemur oft fyrir, að sér- fræðingar frá löndum, þar sem rikir miklu mildara loftslag en I JakUtiu, koma til frostrann- sóknastofnunarinnar. Eitt sinn kom vegaverkfræðingur frá Paris og vann við stofnunina i nokkra mánuði. Það mætti spyrja* hvers vegna? 1 Frakk- landi eru frostin miklu vægari, en i Siberiu. En samt sem áður fara 200-300 milljónir franka i viðgerðir á vegum, sem hafa eyðilagzt vegna frosta Og hvers vegna að bfða skaða, ef hægt er að komast hjá honum. Akveðið var að setja á stofn frostrann- sóknastofnun i Pari's og sendur maður til JakUtsk til að kynna sér vinnuaðferðir og öðlast reynslu. Á sumrin er fátt starfsfólk i frostrannsóknastofnuninni. Mestur hluti þess er einhvers- staðar i leiðangri. Starfsfólkið er á þeim stöðum, þar sem áætl- að er að leggja gas- og oliu- leiðslur, við ár, þar sem i náinni framtið munu risa borgir og þorp, þar sem unnið verður Ur náttUruauðævum. Mikil mannvirki eru I kring um vatnsaflsstöðvarnar. HBgB NYLON hjólbarðarnir japönsku fást hjá okkur. Allar stærSir á fólksbíla, jeppa og vörubila. Sendum gegn póstkröfu um allt land. Verkstæðið opið alla daga frá kl. 7.30 til kl. 22.00. QUMMIVINNUSTQFAN" SKIPHOLTI 35, REYKJAVÍK, SÍMI 31055 aiíl rafmagnshlutir í BEDFORD MORRIS TRADER VAUXHALL LAND ROVER GIPSY CORTINA FERGUSON tlltLÉÍttEll (§> fKODA ffO L5 5-MANNA, FJÖGURRA DYRA. VÉL 62 HESTÖFL. BENSlNEYÐSLA 8.5 LlTRAR Á 100 KM. FJÖGURRA HRAÐA ALSAMHÆFÐUR GÍRKASSI. GÓLFSKIPTING. VIÐBRAGÐ 18.5 SEK. I 100 KM. Á KLST. VERÐ MEÐ SÖLUSKATTI KR. VERÐ TIL ORYRKJA KR. 619.000,00 449.000,00 írlLtiLLíttíliGjLÍP Suðurlandsbraut 20 ' Slmi 8-66-33 TEKKNESKA BIFREIÐAUMBOÐIÐ Á ÍSLANDIHÆ AUÐBREKKU 44 - 46 — SÍMI 42600

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.