Tíminn - 20.04.1975, Blaðsíða 37

Tíminn - 20.04.1975, Blaðsíða 37
Sunnudagur 20. april 1975. TÍMINN 37 ÞAR SEAA JÖRÐIN ER KLÆDD ÍSBRYNJU eftir Vladimir Kovalevskij hjó APN Frá uppistöðulóni við vatnsaflsstöðina við Vilufljót. Þegar fyrstu demantarnir frá Jakiítiu komu á heimsmarkað- inn, olli það miklum áhyggjum i Pretoriu, demanta-höfuðborg- inni i Suður-Afriku. En einn af forstjórum Alheims-demanta- sölusambandsins, Charles Tulliver, róaði félaga sina. „Hafið ekki áhyggjur. Rússar verða okkur engir keppinaut- ar”, sagði hann á blaðamanna- fundi. „Þeir geta ekki skipulagt demantsnám i nægilega rikum mæli. Hvar eiga þeir að fá raf- orku i freðmýrinni i Jakútiu? Vegna hins eilifa frosts, sem liggur þar i jörðu, er ómögulegt að reisa þar mannvirki eins og stór raforkuver.” Þetta varmæltáþeim timum, þegar sérfræðingar frá frost- rannsóknastofnuninni i Jakútsk áttu viðræður við verkfræðinga, sem höfðu unnið að byggingu vatnsorkuversins við Vilufljót við heimsskautsbauginn. Frá árinu 1970 hefur raforkuverið við Vilu séð demantsvinnslum i Jakútiu fyrir raforku. Nú hafa verið byggð nokkur raforkuver i viðbót á þvi svæði, þar sem eilift frost er i jörðu.og gerðar hafa verið áætlanir um byggingu nokkurra. Það var heitur sumardagur, en ég undraðist ekki, þó að ég væri látinn fara i ullarpeysu og setja á mig loðhúf. Rannsóknar- stofa frostrannsóknastofnunar- innar i Jakútsk, sem ég er að fara að skoða, er nefnilega i námu á frostasvæði. Stigi liggur niður i jörðina. Veggirnir eru eins og lagkaka. Milli dökkra malarlaga liggja glær fsalög. Við Jakútsk er þykkt „kökunnar” um 300 metr- ar. En til eru staðir, þar sem frostið nær 500 metra niður i jörðu. t Siberiu hafa fundizt nokkrir mammútsskrokkar frosnir i jörðu, sem varðveitzt hafa þar um aldir. Það var á þriðja tug aldarinn- ar, sem upp risu fyrstu rann- sóknastofurnar, sem rannsök- uðu frost i jörðu, en þá var farið að nema land nyrzt i Siberiu i auknum mæli. Nú eru byggð heil hverfi há- hýsa og stór iðnaðarfyrirtæki i borgum i Norður-Siberiu. Þegar gengið er um götur i Jakútsk, sést, að öll húsin standa á stein- steyptum súlum. Milli grunns- ins og jarðvegsins er rúm, sem vindar geta leikið um. Sovézkir vfsindamenn, frostfræðingar, gerðu áætlun að slikum bygg- ingum, og það kom i ljós, að frostið er mjög góður grunnur fyrir allar byggingar, en það þarf aðeins að kúnna skil á þvi. 1 frostarannsóknastofnuninni hafa verið fundnar upp ýmsar aðferðir og hannaður tækjaút- búnaður til að gera tilraunir með eftirlikingar af frostað- stæðunum. Þegar hi'nar auðugu gaslindir i Norður-Siberiu voru uppgötvaðar, kom til þess verk- efnis að leggja gasleiðslur. Þeg- ar hafa verið teknar i notkun gasleiðslur á Taimir-skaga og i Jakútiu. Sovézkir frostfræðingar hafa stöðugt og náið samband við Visindamenn i Kanada og Bandarikjunum, sem eiga við sömu vandamál að striða. Þess- ir sérfræðingar hafa þingað oft- ar en einu sinni i Jakútsk. Það kemur oft fyrir, að sér- fræðingar frá löndum, þar sem rikir miklu mildara loftslag en i Jakútiu, koma til frostrann- sóknastofnunarinnar. Eitt sinn kom vegaverkfræðingur frá Paris og vann við stofnunina i nokkra mánuði. Það mætti spyrja* hvers vegna? t Frakk- landi eru frostin miklu vægari, en i Slberiu. En samt sem áður fara 200-300 milljónir franka i viðgerðir á vegum, sem hafa eyðilagzt vegna frosta Og hvers vegna að bfða skaða, ef hægt er að komast hjá honum. Ákveðið var að setja á stofn frostrann- sóknastofnun i Paris og sendur maður til Jakútsk til að kynna sér vinnuaðferðir og öðlast reynslu. Á sumrin er fátt starfsfólk i frostrannsóknastofnuninni. Mestur hluti þess er einhvers- staðar i leiðangri. Starfsfólkið er á þeim stöðum, þar sem áætl- að er að leggja gas- og oliu- leiðslur, við ár, þar sem i náinni framtið munu risa borgir og þorp, þar sem unnið verður úr náttúruauðævum «#«5íí**5.'i;>i 11 ■ jjjllt 3 8 * lí ■ 1 KRHRIIR mm m m TT. - . ' &ii Siii km **'« V? Mikil mannvirki eru i kring um vatnsaflsstöövarnar. NYLON hjólbarðarnir japönsku fóst hjó okkur. Allar stærðir ó fólksbíla, jeppa og vörubíli Sendum gegn póstkröfu um allt land. Verkstæðið opið alla daga fró kl. 7.30 til kl. 22.00. SKIPHOLTI 35, REYKJAVÍK, SÍMI 31055 MHH PARK-REMAX ÍMÍÉ rafmagnshlutir í BEDFORD MORRIS TRADER VAUXHALL LAND ROVER GIPSY CORTINA FERGUSON ‘js.LLLtUíUÍUÍ LlLLLIÍílbLLl LLL' Suðurlandsbraut 20 * Sími 8-66-33 ® Shodr iíols 5-MANNA, FJÖGURRA DYRA. VÉL 62 HESTÖFL. BENSlNEYÐSLA 8.5 LlTRAR Á 100 KM. FJÖGURRA HRAÐA ALSAMHÆFÐUR GÍRKASSI. GÓLFSKIPTING. VIÐBRAGÐ 18.5 SEK. I 100 KM. Á KLST. VERÐ MEÐ SÖLUSKATTI KR. 619.000,00 VERÐ TIL ÖRYRKJA KR. 449.000,00 TÉKKNESKA BIFREIÐAUMBOÐIÐ Á ÍSLANDIH/E

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.