Tíminn - 20.04.1975, Blaðsíða 4

Tíminn - 20.04.1975, Blaðsíða 4
riMINN Sunnudagur 20. apríl 1975. P£Qfl Járnbrautir á borðinu Aðaltómstundagaman verk- 'fræðingsins Nikolai Gundorov i Moskvuer aðbUa til járnbrautir og járnbrautarstöðvar i ör- smárri, en þó nákvæmri mynd raunverulegra stöðva og brauta. Það getur tekið marga mánuði að búa til módel, sem er nákvæm eftirliking einhverrar járnbrautarstóðvar, sem var i notkun fyrir fjöldamörgum ár- um, og er kannski ekki uppi- standandi lengur. Þessa stund- ina er Nikolai að gera eftirlik- ingu að stöð, og þar eiga járn- brautarvagnarnir að geta k-om- ið þjótandi inn á stöðina og farið Ut úr henni aftur. Nikolai Gun- dorov er félagi i módelsmiða- klúbbi, og i þeim klúbbi eru fjöl- margir áhugamenn á þessu sviði. Þeir hafa gert nokkuð af þvi að sérhæfa sig, þannig að einn býr kannski einungis til járnbrautarvagna, annar helg- ar sig stöðvarhúsunum, og sá þriðji hefur valið sér að gera ótrúlega nákvæmar eftirllking- ar af trjám og runnum. Þegar allir hafa unnið sitt verk, er hlutunum raðað saman, og úr þessari samvinnu verður meistaraverk likt þvi, sem þið sjáið Nikolai veri að vinna að hér á myndinni. Klúbbfélagarn- ir hafa meira að segja náð svo langt á þessari braut sinni, að þeir hafa unnið til verðlauna á alþjóðavettvangi. I 19. alþjóð- legu samkeppninni, sem haldin var i Berlin og fjallaði einungis um lesta- og járnbrautarstöðv- armódel, hlaut Nikolai verð- laun. Hann hlaut öll greidd at- ( kvæði dómnefndar eða 100 stig. Bandarísk þátt- taka í sovézkum rannsóknum Sovézka hafrannsóknarskipið „Akademik Kurtjatov" kom ný- lega við i New York til að taka um borð bandariska haffræð- inga. Sovézkir visindamenn, sem fyrir eru um borð, munu ásamthinum bandarisku fram- kvæma umfangsmiklar rann- sóknir, sem meðal annars eru fólgnar i könnun hafsbotnsins og jarðskjálftafl-atðitegum tilraun- um. Rannsóknirnar verða gerð- ar á leið, sem skipið fylgir, þvertyfir Atlantshafið til Dakar á vesturströnd Afriku. Leiðangurinn er liður i undir- búningi að sameiginlegum djUpsjávarrannsóknum, sem hefjast eiga árið 1977»' Hlutu viður- kenningu fyrir útivistarsvæði I hjarta Munchen-borgar er ekki lengur gert ráð fyrir þvi að menn þjóti um á bflum, heldur er þar einungis ætlunin, að fót- gangandi fólk fari um og njóti Utiverunnar. Hópur þýzkra arkitekta og skipulagsfræðinga sá um að skipuleggja þetta svæöi, sem nær yfir 50 þUsund fermetra, og árangurinn er tal- inn mjög góður, og meira að segja svo góður, að þessum samvalda hóp hefur nU verið veitt 25 þUsund dollara viður- kenning frá Bandarikjunum. Bflaumferð var fyrstbönnuð um þetta svæði fyrir átta árum, og árið 1972 var fyrsti hluti þess fullfrágenginn og vigður, en nU hefur allt svæðið verið tekið i notkun. Það nær yfir Marien- platz, og við það eru tveir frægir turnar, Frauenkirche og Rat- haus, eða FrUarkirkjunnar og ráðhUssins. • Þú ert nefnilega ekki bara snoppufrið.... — Ég elska þig Poris af öllu minu hjarta, lifur og nýrum. DENNI DÆAAALAUSI Hvort þótti þér betra, söngur- inn, eða planóleikurinn. Smá- kökurnar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.