Tíminn - 20.04.1975, Blaðsíða 8

Tíminn - 20.04.1975, Blaðsíða 8
£ TÍMINN Sunnudagur 20. aprfl 1975. ■ Starfsemi CARGOLUX cr ufn margtí föstum skoröum. Flug til fjarlægra Asfulanda er reglubundið.en auk þess er flogiö hvert sem er i heiminum, hvenær sem er meö svo til hvaö sem er, Oft eru flug- feröirnar tengdar hjalpar-og björgunarstarfi, en á þessari mynd er Cargoluxvél aö losa Rauða kross jeppa á Bangfa Désh. en þar er sffellt hjálparstarf unniö til þess aö foröa milljönum manna frá hungri og náttiiruhamförum. franskt sjónvarpskerfi og Cargo- luxvélin var með litsjónvarpstæki handa þeim, auk annars. Höskuldur varð nú eftir til þess að afhenda tækin, en við hinir feng- um bil til borgarinnar, þar sem nú átti aðgista i 16 klukkustundir. Þetta er áhafnarhvild, Crewrest, eins og það heitir á flugmáli. Hitinn á Bahrein er geysilegur. Kemst oft yfir 39 gráður dag eftir dag og úrkoman á ári er sáralitil. Hér sviður sólin allt og þótt hér sé nú vetur þá er okkur norðan úr Dumbshafi nóg boðið og við hlaupum i áttina að flugstöðinni til þess að skýla okkur fyrir steikjandi sólinni, sem sendi geisla sina eins og brennheitt regn til jarðarinnar. Loftið var þurrt og þrungið eldnálum. Bahrein er nokkuð tiður við- komustaður CARGOLUX vél- anna. Ber þarna margt til. Karl- inn, eða furstinn, er gjarnan að kaupa eitt og annað frá Evrópu til þess að gleðja konurnar sinar, eða þá þjóðina eins og hitt að staðurinn er hentugur til milli- lendinga á vissum flugleiðum fé- lagsins. Þarna er tekin olia og áhöfnin er hvild. Flugvélabensin dýrara í oliurikjum Araba Nú kunna margir að halda að liklega sé ódýrara að taka elds- neyti ..beint úr borholunum’’ hjá þeim þarna fyrir sunnan, en svo er ekki. Óviða i Mið-Austurlönd- um eru raffineri til þess að vinna flugvélaeldsneyti. Olian sem kemur úr jörðinni er þykk eðja, sem mirmir á sjóðandi malbik. 1 henni er fullt af óþverra, sem verður að nemast á brott, áður en jarðolian er hæf sem eldsneyti. Flugvélabensin kostar þvi meira heima hjá oliukóngunum. en i Evrópu, þvi það verður að flytja það þangað og til baka aftur, sem flugvélabensin. Risaskip, súper- tankarar, eins og þeir heita flytja jarðoliuna til Evrópu til hreinsun- ar. Guöhræösla íslam á móti brennivini Furstadæmin i Persaflóa munu vera fimm talsins. Þar ri'kir ein- ræði og þar er stjórnað með lög- reglu og guði landsins. en lands- menn eru Múhameðstrúar. Alls munu Múhameðstrúarmenn vera nær 450 milljónir i heiminum og er það helmingi fleira fólk en það er játar kristna trú. Einveldið i þessum löndum er bvggt á hefð og ekki má á milli sjá hvor er hrædd- ari við hann guð, þegnarnir eða einvaldurinn. Allah, guð Múhameðstrúar- manna. eða lslam, sem talar i nafni hans er ekki jafn frjáls- lyndur i öllum Arabalöndum. Hann er á móti áfengi i flestum Múhameðstrúarlöndum og dauðarefsing liggur við þvi að fá sér glas, þar sem þetta er tekið bókstaflega. önnur ..frjálslynd- ari” Arabariki láta sér nægja að setja auglýsingu frá íslam á barnum, þar sem minnt er á við- horf trúarbragðanna til áfengis. Bahrein er eitt þeirra. Þangað drifur þvi fjölda þyrstra trú- bræðra, sein koma hingað bara til þess að drekka sig fulla, þvi i heimalandinu er farið eftir bók- stafnum. Fatatizkan skemmtileg Fatatizkan er skemmtileg i Ba- hrein. Menn koma út á götuna i náttfötunum sinum. eins og þeir hafi ekki mátt vera að þvi að klæða sig i föt, vegna annrikis og konurnar eru með blæju fyrir andlitinu. Þótt þeir innfæddu virðist harla skuggalegir og alls ekki traustvekjandi við fyrstu sýn eru þeir i raun og veru strang heiðarlegir. Strákarnir hafa komið i banka i þessum rikjum og þar liggja peningarnir bara á stórum borðum, eins og verið sé að þurrka mó. Peningahvelfingar eru engar, þvi enginn stelur, þvi refsingin er þung. Fingur, eða Jónas Guðmundsson: AUSTURLANDAFERÐ III BAHREIN OLIUFURSTA- DÆMIÐ í PERSAFLÓA Skrúiuþotan stei'ndi stööugt til suöurs yí'ir eyöimerkur og solsviöna jöröina. Saudi Arabia, Kgvptaland og þaö voru liönir sjö timar siöan viö yfirgáfum Evrópu undir grátandi himni. Hávaö- inn frá hreýflunum varö smám saman partur af okkur sjálf'um og viö námum hann ekki leng- ur. þvi hann var oröinn hluti þeirrar þagnar er umlukti okkur og málm- fuglinn öríleyga. & cargolux Brátt blikaði á Persa- flóa framundan stefni. k"yrir neöan okkur var brúnn sandur, sandhöf, sem bylgjuðust fyrir storminum, endalaus höf af gljúpum sandi, sem þyrlaðist til og frá. Þorp i sandauðn En maðurinn lætur ekki að sér hæða. Viða voru þorp á stangli, örfá hús og manneskjur. Ekkert annað. Enginn vegur, enginn gróður og við fórum ósjálfrátt að hugsa um atvinnulifið á svona stað. Hvað gerði fólk sem bjó i sandauðn. Á hverju lifði það, en ckkert skynsamlegt svar virtist vera til. Varla voru þetta fjárhirðar eins og i bibliusögunum. Engin kind gat gengið mörg hundruð kiló- metra til að finna strá, eða vatn, en samt bjó þarna fólk, en svo kom Persaflói undir vængina og særinn var rauður þennan dag. Rauðahafið var hinum megin við auðnina miklu og sterk sólin stakk geislum sinum djúpt niður i svalandi löginn. Við vorum á leið til Bahrin, sem er eitt af fimm furstadæmum i Persaflóa, sem öll eiga það sammerkt að vera auðug af olfu og þá um leiö auðug af dollurum og pundum. Nú varö skyndilega breyting á öllum okkar hag. Guðjón flug- stjóri dróaf hreyflunum og beindi tröll vaxinni skrúfuþotunni til jarðar og lifið fékk nýjan stil sem vakti af drunganum og hreyflarn- ir nýjan tón, sem aðskildi hávað- ann frá þögninni mildu. Flug- mennirnir fóru yfir listann, hjólin fóru niður méð hnykk og loft- hemlarnir drógust niður. Vélin sveif til jarðar i langri samfelldri lokastefnu. Framundan grillti i litla borg, flugvöll og nýtizkulega flugstöðvarbyggingu. Nokkrar þotur stóðu þar fyrir framan. Og með þungri stunu snerti flugvirk- ið brautina, sem kveinkaði sér upphátt undan þunganum. Svo var hemlað með þvi að láta loft- skrúfurnar vinna afturábak og innyflin tóku á öllu sinu, til þess að halda stöðu sinni i máttlausum kviðnum. Við vorum i Bahrein. Lent i Bahrein Það tók ekki langan tima að aka að flugstöðinni, þvi við nám- um staðar svo til fyrir framan hana á brautinni og fyrir framan var numið staðar og hljóðið i hreyflunum dó úi i fjarska. Höskuldur hratt upp dyrunum og heit loftgusa kom inn i vélina. Þetta er sólarland og þótt nú væri vetur, var hitinn nær þrjátiu stig. Landið er á mörkum hitabeltis- ins, sem umlykur jörðina eins og lifstykki. Bahrein, hét þetta sól- sviðna land. Bahrein er aðeins 20 milur undan strönd Saudi Arabiu og er sjálfstætt riki, oliufurstadæmi. Reyndar eru þetta nokkrar eyjar og er Bahrein stærst þeirra, en aðrar stærri eyjar eru Muharraq, Sitra og Umm Nasan. Stærsta eyjan er einnig þekkt undir nafn- inu Manama og hefur komið i heimsfréttirnar stundum. þvi Ir- anir gera kröfu til yfirráða þarna, einsog vfðar á eyjuia i Pprsaflóa. Svóna einkennileg er nú pólitikin i Persaflóa, að menn gera kröfu til yfirráða á eyju. sem liggur við strendur annars rikis, eða Saudi Arabiu, en auðvitað er þessu ekki sinnt. A Bahrein búa um 180 þúsund manns, mest Arabar og I höfuð- borginni Manama búa um 60.000 manns. Þetta minnir þvi svolitið á Island, fólksfjöldinn. Hin heita sól Eyjarnar munu vera um 450 ferkilómelrar að stærð og hér lifðu menn á perluköfun, fiskveið- um og á þvf að rækta harðgerðar jurtir. Eyjaskeggjar voru einnig kunnir fyrir skipasmiðar á sinum tima, en svo kom olian til sögunn- ar árið 1932 og nú er hún það eina sem skiptir máli. Olian hefur haft geysileg áhrif á efnahag: lands- ins. Nú hafði furstinn keypt Á hótelinu var krókur í loftinu fyrir þó sem vildu hengja sig X

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.