Tíminn - 20.04.1975, Blaðsíða 6
6
TÍMINN
Sunnudagur 20. apríl 1975,
Ingólfur Davíðsson:
Byggt og búið í
gamla daga
LXX
Hermannabyssa (frá 1855?)
Enn leitum við til „Bliks"
um myndir og texta frá Vest-
mannaeyjum.
Árið 1853 gerðist danskur
lautinant sýslumaður i Vest-
mannaeyjum. Sá hét A.A. Kohl.
Alltaf var hann nefndur
Kaptein Kohl i daglegu máli
Eyjafólks. Þessi danski sýslu-
maður stofnaði herskóla i Eyj-
um fljótlega eftir komu sina
þangað. Fyrsti og einasti her-
skóli á Islandi. Vopnin, sem
hann kenndi hinum ungu Eyja-
búum að bera, voru gerð úr tré
fyrstu árin. Arið 1855 sendi hann
beiðni til konungsins og mæltist
til þess, að hann gæfi herskólan-
um nokkrar byssur úr vopna-
búri sinu. Þá fékk hann sendar
til Eyja 30 byssur. Þetta voru
framhlaðningar. Siðar fékk
sýslumaður aðra byssu-
sendingu frá kónginum eða
danska dómsmálaráðuneytinu.
Myndin er af einustu byssunni,
sem vitað er, að enn er til.
Byggðarsafn Vestmannaeyja
á þennan framhlaðning.
Húsið „Nöjsomhed” i Vest-
mannaeyjum. Það var byggt
árið 1833 og rifið 1911. Þetta var
embættismannabústaður
dönsku valdhafanna. Þarna
bjuggu læknar, sýslumenn og
prestar. 1 húsi þessu bjó t.d.
séra Brynjólfur Jónsson, hinn
merki klerkur Eyjamanna, þau
árin, sem hann var aðstoðar-
prestur sr. Jóns Austmanns,
1852-1858. Siðustu árin var hús
þetta verbúð ,landmanna”,
sem lágu við i Eyjum á vetrar-
vertfðum. Teikningu þessa
gjörði Engilbert Gislason, list-
málari.
Miðhús i Vestmannaeyjum.
Hér bjó hinn kunni formaður
og siðan hafnsögumaður
Eyjanna, Hannes Jónsson.
1 Stakkagerði stóð lengi
burstabær.
Gamli bærinn á jörðinni
Eystra-Stakkagerði i Vest-
mannaeyjum. Hann var rifinn
1899. Byggingin með sex-rúðna
gluggunum tveim er stofan.
Austan við hana (hægra megin)
eru bæjardyrnar og inn af þeim
bæjargöngin. Kona stendur þar
við dyr. Lengst til hægri er
skemman. Undir súðum á þrem
húsunum til hægri voru svefn-
herbergi heimilisfólksins og svo
sjómanna, sem unnu hjá bónda
og húsfreyju á vertið. 1 þessum
bæ bjuggu siðast Arni
hreppstjóri Diðriksson, út-
gerðarmaður, formaður og
bóndi, og kona hans, frú Ásdis
Jónsdóttir, amma séra Jes A.
Gislasonar á Hóli, en hann var
dóttursonur hennar af fyrra
hjónabandi. 1 baksýn blasir við
Heimaklettur, Miðklettur og
Yztiklettur. Verzlunarhús
Garðsverzlunarinnar,
einokunarverzlunarinnar,
gnæfa hæst norður við höfnina.
Húsið I Eystra-Stakkagerði i
Vestmannaeyjum var byggt
1899. Hér bjuggu hin merku hjón
frú Jóhanna Arnadóttirog Gisli
Lárusson frá Búastöðum i
Eyjum, gullsmiður að iðn, en
annars kaupfélagsstjóri, for-
maður, bóndi og forustumaður i
margs kyns menningarmálum
byggðarlagsins. Frú Jóhanna
húsfreyja er önnur frá hægri á
myndinni. Lengst t.h. Ágústa
Lárusdóttir systir Ólafs héraðs-
læknis. Talið frá vinstri:
Guðbjörg, kona Þorkels í Sand-
prýði, Theodóra Gisladóttir,
elzta 'barn Stakkagerðishjóna.
.Nöjsomhed” (1880-1883).
Eystra-Stakkagerði (byggt 1899)
Miðhús
Eystra-Stakkagerði (gamli bærinn)