Tíminn - 20.04.1975, Blaðsíða 7

Tíminn - 20.04.1975, Blaðsíða 7
Sunnudagur 20. apríl 1975. TÍMINN 7 Fy rir daga námsleiðans Magnús Sveinsson: HVÍTARBAKKASKÓLINN 190S-1931 178 bls. Prentun: Prent- smiðja Arna Valdemarssonar h.f. Reykjavik 1974. ARIÐ 1905 voru skóla- og fræðslumál Islendinga mjög með öðrum hætti en siðar varð. Þá var skölaganga hamingja, sem ungt fólk dreymdi um, orðið námsleiði var ekki komið inn I Islenzka tungu, og yfir- gnæfandi meirihluti þeirra, sem brutust menntaveginn, gerði það vegna þess, að þá hungraði og þyrsti eftir fróðleik. Þótt sú skoðun væri þá enn útbreidd i landinu, að bókvitið yrði ekki i askana látið, fer ekki á milli mála, að einmitt þess- eldmóður og óslökkvandi menntaþrá ungs fólks hefur verið ein helzta lyftistöng og hvatning margra þeirra frumherja Islenzkra skólamála, sem ruddu brautina og lyftu Grettistökum, oft við hinar fátæklegustu ytri að- stæður. Einn slikra afbragðsmanna var Sigurður Þórólfsson, sá er stofnaði Hvítárbakkaskólann i Borgarfirði árið 1905, en eins og mörgum mun kunnugt, varð hann undanfari héraðsskólans að Reykholti, þótt auðvitað sé nú margt orðið ólikt þvi sem var fyrir sjötiu árum. Nú hefur Magnús Sveinsson kennari, einn af nemendum Hvitárbakkaskólans, skrifað bók um þessa gagnmerku menntastofnun, tilurð hennar og sögu, og um þá starfshætti, sem þar riktu. Þetta er stórfróðleg bók og einkar læsilega skrifuð. Fyrsti þáttur bókarinnar heitir Drög aö sögu Hvitár- bakkaskólans, upphaf skóla- seturs. Þessi bókarhluti skiptist svo f margar smærri einingar, og veita kaflafyrirsagnir strax nokkra hugmynd um innihaldið. Hér kemur langt nafn á stuttri grein (og hefði greinin gjarnan mátt vera lengri, þvi að hún er góð): „Sigurður Þórólfsson skólastjóri Hvitárbakkaskólans 1905-’20. Brautryðjandi lýðhá- skólastefnunnar.” Þá er grein sem heitir „Stjórn skóla og dag- legt lif ”, grein, sem heitir „Félagslif”, o. m. fl. Nokkrir fyrrverandi nemendur Hvitár- bakkaskólans hafa skrifað um hann greinar fyrr á árum, m.a. Helgi Hjörvar, Jón Ivarsson og Skúli Þorsteinsson, fyrrum námsstjóri. Allar þessar greinar eru birtar i bók Magnúsar Sveinssonar, og er að þeim hinn mesti fengur. En meginefni bókarinnar hefur Magnús sjálfur skrifað. Þegar rakin er saga slikrar menntastofnunar, hlýtur óhjá- kvæmilega að kenna margra grasa, og er auðvitað vonlaust að tina það allt til i einni blaða- grein. Auðséð er á öllu, að Sigurður Þórólfsson hefur verið frábær skólamaður. Hann kenndi nær eingöngu með fyrirlestrum, en próf hafði hann engin (og trú- lega hefði honum seint dottið i hugaðkrefjaststúdentsprófs af ungu fólki, áður en það fengi leyfi til þess að læra barna- gæzlu).Hitt er vist, að Sigurður Þórólfsson hefur reynt að koma hverjum manni, sem með hon- um var, til nokkurs þroska, eins og sagt var um annan ágætis- mann,sem uppi var öldum fyrr. Og það þykist undirritaður hafa eftir bæði mörgum heimildum og traustum, að sérhver nemandi Hvitárbakkaskólans hafi minnzt hans með óskoraðri virðingu og þökk, og er bók Magnúsar Sveinssonar reyndar þar einn ljósasti vottur- inn. Hún angar öll af slikum tilfinningum til þessarar merku menntastofnunar. Næst ber að nefna nemenda- talið, sem eðlilega tekur veru- legt rúm i þessari bók. Eðli sinu samkvæmt er þar mest megnis um þurra upptalningu manna- nafna og ártala að ræða, þótt æviatriða nemenda sé að nokkru getið. Mun mörgum þykja ekki ófróðlegt að sjá, hverjir af þjóðkunnum Is- lendingum hafa stundað nám að Hvitárbakka. Hér að framan var minnzt á Helga Hjörvar, Jón Ivarsson og Skúla Þor- steinsson, en þegar lengur er lesið, bætast i hópinn nöfn eins og Stefán Jónsson, fyrrum námsstjóri, Hallgrimur Jónas- son, kennari og rithöfundur. og Asgeir Asgeirsson, skrifstofu- stjóri Vegamálaskrifstofunnar. — Mér þykir liklegt, aö margir sem gaman hafa af þvi að grúska i æviatriðum samferða- manna sinna, eigi oft eftir að fletta upp i þessum kafla bókarinnar um Hvitárbakka- skólann. Þá er komið að þeim kafla þessa rits, sem ber nafnið Hvit- bekkingar á ritvelli. 1 Hvitár- bakkaskólanum var jafnan gefið út handskrifað skólablað. A dögum Sigurðar Þórólfssonar hét það Loki, siðar var nafninu breytt, og hét blaðið þá Mimir, en haustið 1929 kom til sögunnar blað, sem hét „Bláu augun”, og skyldi eingöngu helgað skrýtl- um og grinkyæöum. Það, sem Magnús Sveinsson tinir saman úr þessum gömlu skólablöðum, er að sjálfsögðu ærið misjafnt að gæðum frá sjónarmiði listarinnar, en óneitanlega er harla gaman að lesa það sem þetta unga fólk (sem nú er flest orðið gamalt) hefur að segja, og bera það siöan saman við andlegar af- urðir þess fólks, sem nú er að vaxa úr grasi. En hér skal enginn mannjöfnuður uppi hafður, og „I öngva urð farið til að kasta steinum Sá er ljóður á ritmennsku hvitbekkinga, að flestir skrifa þeir undir dulnefnum. Þó eru þarna birt tvö kvæði, sem ekki er svo ástatt um. Þorgeir Sveinbjarnarson á þar langt kvæði, kveðið á skemmti- samkomu á Hvitárbakka vet- urlnn 1929-’30, og er það ekki tekið úr blöðum skólans, og bókin endar á ljóöi eftir Halldóru B. Björnsson.Nefnist það Hvitárbakki-Reykholt, og er ort 20. júni 1930. Námsmey i Hvitárbakkaskóla, sem kallar sig Svölu, á þarna tvö kvæði, og heitir annað þeirra Fyrst er allt frægast, en hitt I rökkurfaðmi. Svo vel vill til, að við vitum, aö Svala er engin önnur en Halldóra B. Björnsson skáld- kona, þvi að ljóð hennar Fyrst er allt frægast birtist siðar i ljóðum hennar, sem komu út árið 1949. Það er þar (á bls. 13) en að visu allnokkuð breytt. Þannig er bók Magnúsar Sveinssonar hinn ánægjulegasti lestur, allt þangað til farið er að lesa hana i þvi augnamiði, að gá að prentvillum, en þvi miður kemur þá annað upp, þvi að prófarkalesturinn er hvergi nærri nógu góður. Við tiltölu- lega fljótlegan yfirlestur fann ég hvorki meira né minna en fimmtán villur, og það er óneitanlega helzt til mikið i bók, sem aðeins telur ellefu arkir. Þegar prentvillurnar eru orðnar miklu fleiri en arkirnar, er lesandanum talsverð vorkunn, þótt hann fari að ókyrrast I sæti sinu. Það getur varla talizt nein höfuðsynd, þótt höfuðból sé kallað höfuðbál, einsoggert er við efstu greinarskil á bls. 15, eða þótt stafur troði sér enda orðs, þannig að „störf” verður störfg (bls. 22). En þegar þaðgerist, sem lesa má nálægt kaflaskiptum á bls. 72, fer óneitanlega nokkuð að harðan á dalnum. Þar stendur þetta: ,,í hópi gamalla nemenda eru mörg þekkt skáld og rit- höfundar, má þar nefna Kristmann Guðmundsson, Halldóru B. Björnsson, Helga Hjörvar, Hallgrim Jónasson og margir fleiri.” (Leturbreyting min. VS). Og á bls. 36 stendur eftirfarandi: „Það, sem hér fer á eftir varðandi Hvitárbakka- eignina og stofnun hlutafélags, er að mestu leyti farið eftir greinargerð Andrésar Eyjólfs- soriar, fyrrverandi alþingis- manns i Siðumúla.” Þessi setning er rangt mynduð, það hljóta allir að sjá, sem lesa hana opnum augum. Þessar tvær siðast töldu villur stafa auðvitað ekki af þvi að Magnús Sveinsson kennari geti ekki skrifaðbetur. Síðurensvo. Hér er engu öðru um að kenna en þarflausri óvandvirkni, — hver eða hverjir sem bera ábyrgð á henni. — Hér skulu ekki nefndar fleiri villur, enda er lesendum i lófa lagið að finna þær af eigin rammleik, meðal annars á bls. 38, 71, 74 og 79 — að ógleymdum sjálfum loka- orðum höfundar á öftustu les- málssiðu, þar sem orðið „dánarár” er haft i eintölu i staðinn fyrir fleirtölu, sem hefði verið hið rétta. En þótt þannig megi sitthvað finna að ytra frágangi þessarar bókar Magnúsar Sveinssonar, þá stendur hitt eftir, að hún hef- ur marga hluti til sins ágætis. Hún er stórmerk heimild um skóla, sem hófst á legg við erfiöar aðstæður, en átti eftir að bera rikulegan ávöxt — i einu sögurikasta og menningar- auöugasta héraði þessa lands. -VS. Skoda-eigendur AUSTURLANDI Þar sem Varahlutaverzlun Gunnars Gunnarssonar, Egilsstöðum hefur tekið að sér söluumboð og vara- hlutaþjónustu fyrir Skoda og Tatra bifreiðir fyrir Norður- og Suður-Múlasýslu, er viðskiptavinum vor- um, svo og væntanlegum bifreiðakaupendum bent á að snúa sér til Varahlutaverzlunar Gunnars Gunnars- sonar, Egilsstöðum, með alla fyrirgreiðslu, vara- hlutaþjónustu, svo og aðra þjónustu. Væntum við þess, að viðskiptavinir vorir á Austur- landi muni framvegis njóta bættrar þjónustu með staðsetningu varahlutabirgða fyrir Skoda bifreiðir á Egilsstöðum. TEKKNESKA BIFREIÐAUMBOÐIÐ Á ÍSLANDI H.F. AUÐBREKKU 44-6 SlMI 42600 KÚPAV0GI VARAHLUTAVERZLUN GUNNARS GUNNARSSONAR Egilsstöðum — Sími 1158 Bifreiðaeigendur AUSTURLANDI Varahlutaverzlun Gunnars Gunnarssonar, Egilsstöðum, hefur tekið að sér söluumboð fyrir miim hjólbarða ó Austurlandi og mun framvegis hafa fyrirliggjandi hjólbarða fyrir fólks-, jeppa- og vörubifreiðir TEKKNESKA BIFREIÐAUMBOÐID Á ÍSLANDI H.F. AUÐBREKKU 44-6 SlMI 42600 KÚPAV0GI VARAHLUTAVERZLUN GUNNARS GUNNARSSONAR Egilsstöðum — Sími 1158

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.