Fréttablaðið - 11.04.2005, Side 8

Fréttablaðið - 11.04.2005, Side 8
8 SAMGÖNGUMÁL „Það verður ákvörðun þess verktaka sem verkið hlýtur hvenær hann vill hefja framkvæmdir við Héðins- fjarðargöngin,“ segir Sturla Böðvarsson, samgönguráð- herra. Komið hefur fram að útboð á verkinu fari fram síðla þessa árs en þar sem ríkið leggur aðeins til um 700 milljónir króna til verks- ins 2006 er það í raun verktakans að ákvarða hvenær hann telur heppilegt að hefja framkvæmdir með tilliti til þess fjármagns sem í boði er það árið. Samkvæmt samgönguáætlun verður 1,2 milljarði króna varið til gangagerðar á þessu ári, 700 milljónum á því næsta og alls tæp- lega 5,4 milljörðum fram til ársins 2009. Einhver kostnaður er enn eftir vegna Fáskrúðsfjarðarganga sem einnig er gert ráð fyrir í þessum tölum en áætlaður heild- arkostnaður vegna Héðinsfjarðar- ganga er um sex milljarðar króna. - aöe Héðinsfjarðargöng: Verktaki ákveður fyrstu skref HÉÐINSFJARÐARGÖNG Útboð hefst í haust og framkvæmdir gætu hafist ári seinna en það er þó að mestu leyti ákvörðun verktaka. Auglýsing Umferðarstofu: Ekki til fyrirmyndar UMFERÐARSTOFA Auglýsingar frá Umferðarstofu hafa vakið mikla athygli undanfarið og í nýrri her- ferð er markmiðið að gera fólk meðvitað um hegðun sína í umferð- inni. Í auglýsingunum sjást börn hafa eftir hegðun sem þau læra af foreldrum sínum undir stýri. At- hygli vekur að drengur sem eys fúkyrðum yfir leiksystur sínar og sést svo hlýða á umferðarorðræður föður síns er ekki í barnabílstól. „Mér skilst að barnið sé með sessu undir sér þótt það sjáist ekki enda er ekki verið að fræða fólk sérstaklega um öryggi barna í bíl- um þó setja megi út á hvernig belt- ið liggur yfir maga barnsins. Aug- lýsingin sýnir hegðun sem ekki er til fyrirmyndar, hvort sem varðar aksturslag eða öryggisþætti,“ segir Einar Magnús Magnússon upplýs- ingafulltrúi Umferðarstofu. „Best hefði auðvitað verið að barnið væri í bakvísandi bílstól.“ Hann segir viðbrögð við her- ferðinni bæði jákvæð og neikvæð. „Sumum finnst skiljanlega óþægi- legt að heyra börn viðhafa slíkan munnsöfnuð en hér er verið að sýna framkomu sem því miður mjög margir viðhafa í umferðinni. Við erum að ala upp ökumenn framtíðarinnar og þurfum að vera þeim góð fyrirmynd.“ – bb Slasaður sjómaður á sjúkrahús: Fékk krók í öxlina SLYS Skipverji á togaranum Snorra Sturlusyni slasaðist illa í fyrrinótt þegar hann fékk gilskrók í öxlina. Þyrla frá varnarliðinu sótti mann- inn, og flutti hann á Keflavíkur- flugvöll, þar sem læknir tók á móti honum og fylgdi honum á sjúkrahúsið í Keflavík. Togarinn var staddur um 50 mílur suður af Vestmannaeyjum þegar slysið varð um klukkan eitt í fyrrinótt. Meira en tveir tímar liðu frá því maðurinn slasaðist þangað til þyrla varnarliðsins fór af stað til að sækja hann, en lækn- ir Landhelgisgæslunnar gaf skip- stjóra togarans ráðleggingar um meðferð meðan á biðinni stóð. Þyrluflugmenn Landhelgis- gæslunnar gátu ekki sinnt þessu vegna þess að þeir voru í hvíld eftir að hafa verið á æfingum á Austurlandi. - gb ÓSIÐIR Í UMFERÐINNI Drengurinn í auglýsingum Umferðarstofu er ekki í barnabílstól. - mest lesna blað landsins Á ÞRIÐJUDÖGUM Allt fyrir líkama og sál Auglýsingasíminn er 550 5000 auglysingar@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.