Fréttablaðið - 11.04.2005, Síða 10

Fréttablaðið - 11.04.2005, Síða 10
BULLUTÖK ÆFÐ Hollenskir lögreglumenn sjást hér ásamt þýskum kollegum á sameiginlegri æfingu á því hvernig taka skuli á fótboltabullum fyrir heimsmeistarakeppnina í knattspyrnu sem fram fer í Þýskalandi á næsta ári. Æf- ingin fór fram í þýska bænum Gel- senkirchen í gær. 10 11. apríl 2005 MÁNUDAGUR KJARAMÁL Margir grunnskólakenn- arar vilja skoða sérsamninga á meðan aðrir telja þá ganga þvert á niðurstöðu síðustu kjaravið- ræðna, segir skólastjóri Sjálands- skóla í Garðabæ. Um hundrað kennarar mættu á málstofu Kennarafélags Reykja- víkur um bókun fimm í kjara- samningnum sem gefur svigrúm til sérsamninga í eitt ár. Helgi Grímsson, skólastjóri Sjálandsskóla með sérsamninga, segir að hann telji kennara ekki telja út í hött að gera tilraun til eins árs í skóla og læra af þeirri reynslu: „Þó svo að menn hafa all- an fyrirvara í heimi um það, hvort það skili einhverju.“ Helgi segir um þrjátíu um- sóknir um starf í Sjálandsskóla hafa borist. Hann komi til með að ráða um fimm kennara fyrir þá fjörutíu til sextíu nemendur sem verði í skólanum. Samninganefnd kennara og sveitarfélaga hafi enn ekki gefið grænt ljós á sérsamn- inginn. „Þetta stendur í þeim og menn vilja stíga varlega til jarðar, því sérsamningurinn er það mikil breyting á því sem menn hafa ver- ið að vinna í áður,“ segir Helgi. - gag Feneyjatvíæringurinn: Gabríela full- trúi Íslands MYNDLIST Myndlistarmaðurinn Gabríela Friðriksdóttir hefur verið valin sem fulltrúi Íslands á Fen- eyjatvíæringnum, sem opnar 10. júní. Gabríela, sem fædd er árið 1971, er yngsti fulltrúinn sem Ís- lendingar hafa sent til þessa. Gabríela mun sýna verkið Versations/Tetralógía á Feneyjatví- æringnum. Verkið er polýfónísk innsetning sem samsett er úr mál- verkum, skúlptúrum, lágmyndum og fjórum myndbandsverkum. Myndböndin, Tetralógía, voru unnin í samvinnu við Björk Guð- mundsdóttur, Daníel Ágúst Har- aldsson, Ernu Ómarsdóttur og Sig- urð Guðjónsson. Tónlistin við Tetralógíuna, var unnin af fjórum tónskáldum, Björk Guðmundsdótt- ur, Borgari Þór Magnasyni, Daníel Ágúst Haraldssyni og Jónasi Sen. ■ SAMGÖNGUMÁL Útgjöld til vega- mála þurfa að aukast um meira en tuttugu prósent ef gildandi sam- gönguáætlun ráðuneytisins á að ganga upp. Nefnd á vegum sam- gönguráðuneytisins, sem Ingi- mundur Sigurpálsson fer fyrir, hefur skilað hugmyndum um veg- og notendagjöld. „Tekjur af umferð eru minnk- andi og skila ríkinu alltaf minni tekjum og við því þarf að bregð- ast,“ segir Ingimundur. Nefndin mælir með því að notendagjald komi í stað þungaskatts og bensín- gjalds því það nái til allra bifreiða óháð því hvaða orkugjafa þær noti. Taka á mið af eknum kíló- metrum og er hugmyndin að stað- setningartæki byggt á gsm-tækn- inni verði í hverjum bíl frá árinu 2011. Þeim fyrstu eftir tvö ár. Nefndin mælir einnig með veggjöldum af einstökum mann- virkjum. „Við tökum ekki afstöðu til hvaða mannvirki eigi að leggja gjöldin á að öðru leyti en því að við segjum að fara megi þá leið til að afla viðbótartekna ef ökumenn eiga annan kost á að komast á milli staða,“ segir Ingimundur: „Síðan er það pólitísk ákvörðun hvað menn vilja safna miklum peningum í gegnum kerfið.“ - gag M YN D /A P KENNARAR RÆÐA KJARAMÁL Helgi Grímsson skólastjóri í Sjálandsskóla og Jón Pétur Zimsen kennari í Réttarholtsskóla ræddu sérsamninga í Kiwanishúsinu með kennurum. REYKJANESBRAUTIN Ingimundur segir að hægt væri að innheimta veggjald af Reykjanesbrautinni þar sem ökumenn geti valið að fara Vatnsleysuströndina. Nefnd á vegum samgönguráðuneytisins: Milljarða vantar í ríkiskassann FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H AR I FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E . Ó L. Sjálandsskóli Garðabæjar enn án leyfa: Hundrað kennarar ræddu sérsamninga

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.