Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.04.2005, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 11.04.2005, Qupperneq 10
BULLUTÖK ÆFÐ Hollenskir lögreglumenn sjást hér ásamt þýskum kollegum á sameiginlegri æfingu á því hvernig taka skuli á fótboltabullum fyrir heimsmeistarakeppnina í knattspyrnu sem fram fer í Þýskalandi á næsta ári. Æf- ingin fór fram í þýska bænum Gel- senkirchen í gær. 10 11. apríl 2005 MÁNUDAGUR KJARAMÁL Margir grunnskólakenn- arar vilja skoða sérsamninga á meðan aðrir telja þá ganga þvert á niðurstöðu síðustu kjaravið- ræðna, segir skólastjóri Sjálands- skóla í Garðabæ. Um hundrað kennarar mættu á málstofu Kennarafélags Reykja- víkur um bókun fimm í kjara- samningnum sem gefur svigrúm til sérsamninga í eitt ár. Helgi Grímsson, skólastjóri Sjálandsskóla með sérsamninga, segir að hann telji kennara ekki telja út í hött að gera tilraun til eins árs í skóla og læra af þeirri reynslu: „Þó svo að menn hafa all- an fyrirvara í heimi um það, hvort það skili einhverju.“ Helgi segir um þrjátíu um- sóknir um starf í Sjálandsskóla hafa borist. Hann komi til með að ráða um fimm kennara fyrir þá fjörutíu til sextíu nemendur sem verði í skólanum. Samninganefnd kennara og sveitarfélaga hafi enn ekki gefið grænt ljós á sérsamn- inginn. „Þetta stendur í þeim og menn vilja stíga varlega til jarðar, því sérsamningurinn er það mikil breyting á því sem menn hafa ver- ið að vinna í áður,“ segir Helgi. - gag Feneyjatvíæringurinn: Gabríela full- trúi Íslands MYNDLIST Myndlistarmaðurinn Gabríela Friðriksdóttir hefur verið valin sem fulltrúi Íslands á Fen- eyjatvíæringnum, sem opnar 10. júní. Gabríela, sem fædd er árið 1971, er yngsti fulltrúinn sem Ís- lendingar hafa sent til þessa. Gabríela mun sýna verkið Versations/Tetralógía á Feneyjatví- æringnum. Verkið er polýfónísk innsetning sem samsett er úr mál- verkum, skúlptúrum, lágmyndum og fjórum myndbandsverkum. Myndböndin, Tetralógía, voru unnin í samvinnu við Björk Guð- mundsdóttur, Daníel Ágúst Har- aldsson, Ernu Ómarsdóttur og Sig- urð Guðjónsson. Tónlistin við Tetralógíuna, var unnin af fjórum tónskáldum, Björk Guðmundsdótt- ur, Borgari Þór Magnasyni, Daníel Ágúst Haraldssyni og Jónasi Sen. ■ SAMGÖNGUMÁL Útgjöld til vega- mála þurfa að aukast um meira en tuttugu prósent ef gildandi sam- gönguáætlun ráðuneytisins á að ganga upp. Nefnd á vegum sam- gönguráðuneytisins, sem Ingi- mundur Sigurpálsson fer fyrir, hefur skilað hugmyndum um veg- og notendagjöld. „Tekjur af umferð eru minnk- andi og skila ríkinu alltaf minni tekjum og við því þarf að bregð- ast,“ segir Ingimundur. Nefndin mælir með því að notendagjald komi í stað þungaskatts og bensín- gjalds því það nái til allra bifreiða óháð því hvaða orkugjafa þær noti. Taka á mið af eknum kíló- metrum og er hugmyndin að stað- setningartæki byggt á gsm-tækn- inni verði í hverjum bíl frá árinu 2011. Þeim fyrstu eftir tvö ár. Nefndin mælir einnig með veggjöldum af einstökum mann- virkjum. „Við tökum ekki afstöðu til hvaða mannvirki eigi að leggja gjöldin á að öðru leyti en því að við segjum að fara megi þá leið til að afla viðbótartekna ef ökumenn eiga annan kost á að komast á milli staða,“ segir Ingimundur: „Síðan er það pólitísk ákvörðun hvað menn vilja safna miklum peningum í gegnum kerfið.“ - gag M YN D /A P KENNARAR RÆÐA KJARAMÁL Helgi Grímsson skólastjóri í Sjálandsskóla og Jón Pétur Zimsen kennari í Réttarholtsskóla ræddu sérsamninga í Kiwanishúsinu með kennurum. REYKJANESBRAUTIN Ingimundur segir að hægt væri að innheimta veggjald af Reykjanesbrautinni þar sem ökumenn geti valið að fara Vatnsleysuströndina. Nefnd á vegum samgönguráðuneytisins: Milljarða vantar í ríkiskassann FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H AR I FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E . Ó L. Sjálandsskóli Garðabæjar enn án leyfa: Hundrað kennarar ræddu sérsamninga
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.