Fréttablaðið - 28.04.2005, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI
FIMMTUDAGUR
ÚRSLITIN GETA RÁÐIST Haukar eiga
kost á að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn
í handbolta kvenna í kvöld. Þá taka Haukar
á móti ÍBV að Ásvöllum. Haukastúlkur hafa
unnið tvo fyrstu leikina og þurfa aðeins
einn sigur enn til að tryggja sér titilinn.
28. apríl 2005 – 113. tölublað – 5. árgangur
SKOÐA FYRNINGAR Björn Bjarnason
vill að litið verði á afnám fyrningar kynferð-
isbrota gegn börnum í samhengi, en í
ráðuneyti hans liggja fyrir tillögur í þeim
efnum. Hann segist munu taka því vel
ákveði allsherjarnefnd að vísa frumvarpi
sama efnis til ráðuneytisins. Sjá síðu 4
BIÐLAÐ TIL ALMENNINGS
Forystumenn Almennings ehf. biðla til
þeirra sem hyggjast kaupa með þeim í
Símanum að veita sér umboð til að taka
við trúnaðargögnum. Ella segjast þeir ekki
geta boðið í Símann. Sjá síðu 2
UNGT FÓLK DREKKUR MEIRA Lýð-
heilsustofnun varar við auknu aðgengi al-
mennings að áfengi þrátt fyrir að nýleg könn-
un sýni að Íslendingar drekki mun minna af
áfengi en aðrar þjóðir Evrópu. Neysla ungs
fólks er þó að aukast. Sjá síðu 6
Kvikmyndir 46
Tónlist 42
Leikhús 38
Myndlist 38
Íþróttir 30
Sjónvarp 48
● tíska ● ferðir ● heimili
Veðjaði óvart á
tískulitinn
Auður Ólafsdóttir:
▲
Í MIÐJU BLAÐSINS
Veffang: visir.is – Sími: 550 5000
73%
20-49 ára fólks á sv-
horninu lesa Fréttablaðið
á laugardögum.*
Hver vill ekki fá þetta fólk
í heimsókn í sína verslun?
*Gallup febrúar 2005
BYGGT OG BÚIÐ Gunnar Friðriksson, smiður frá Egilsstöðum, var að störfum á Hvanneyri þar sem verið var að byggja bæði einbýlis- og
parhús enda er vaxandi eftirspurn eftir slíkum eignum. Eru verktakar á svæðinu óhræddir við að byggja enda sífellt fleiri nemendur Land-
búnaðarháskólans sem óska eftir að búa þar í stað þess að dvelja í nemendaálmum skólans.
DAGURINN Í DAG
Kúabændur, byggrækt,
búvélar og fagnám
▲
Fylgir Fréttablaðinu í dag
Landbúnaður:
Íbúafjölgun á Hvanneyri:
Fjöldi húsa í
byggingu
FASTEIGNIR Mikill uppgangur er á
Hvanneyri. Allnokkur ný hús hafa
risið þar að undanförnu og er ráð-
gert að byggja allt að 20 í viðbót á
næstu mánuðum vegna aukinna
vinsælda Landbúnaðarháskólans,
en einnig er verið að byggja fjórðu
svefnálmu skólans til að taka við
fleiri nemendum.
Virðist Borgarfjörðurinn heilla
sífellt fleiri en hröð uppbygging
hefur verið að Bifröst undanfarin
ár auk þess sem verið er að byggja
húsnæði að Reykholti. Sömu sögu
má segja um Borgarnes en þar er
eftirspurn eftir lóðum talsvert um-
fram framboð.
Grétar Einarsson, bútækni-
fræðingur að Hvanneyri, sagði
gleðiefni að verktakar sæju sér
hag í að reisa ný hús því lítið hefði
verið af slíku undanfarin ár. -aöe
FÓTBOLTI Knattspyrnufélagið Stoke
City, sem er að langmestu leyti í
eigu íslenskra fjárfesta, er til sölu
og verður stuðningsmönnum fé-
lagsins og öðrum sem að því koma
tilkynnt það á aðalfundi félagsins á
laugardaginn.
Magnús Kristinsson, stjórnar-
formaður Stoke Holding, fjárfest-
ingafyrirtækisins sem séð hefur
um að koma langmestu fjármagni
inn í félagið á síðustu árum, sagði
við Fréttablaðið í gær að Stoke
væri lélegasta fjárfesting sem
hann hefði farið í á síðustu tíu
árum. „Fjárfestingin hefur ekki
gefið af sér neinn arð svo að það er
ekki hægt að halda öðru fram,“
segir Magnús sem ætlar ekki að
eyða meiri fjármunum í félagið.
Það var í september árið 1999
sem hópur íslenskra fjárfesta til-
kynnti um þau áform sín að taka
við rekstri hins fornfræga knatt-
spyrnufélags Stoke City, sem þá
var miðlungs 2. deildar lið í
Englandi. Í nóvember varð yfirtak-
an að veruleika þar sem langtíma-
markmiðið var að koma Stoke upp í
ensku úrvalsdeildina. Nú, tæpum
sex árum og þremur knattspyrnu-
stjórum síðar, hefur Stoke fest sig í
sessi í ensku 1. deildinni en það
breytir litlu – íslensku fjárfestarn-
ir hafa fengið nóg.
- vg / Sjá síðu 32
Stjórnarformaður Stoke Holding hefur fengið nóg:
Íslendingar vilja út úr Stoke
Lögreglan í Reykjavík:
Líkfundur
rannsakaður
LÍKFUNDUR Lík fannst við Sólfarið
við Skúlagötu í gærkvöldi og stóð
rannsókn lögreglunnar í Reykja-
vík yfir þegar Fréttablaðið fór í
prentun.
Lögreglan vildi ekki gefa upp
neinar upplýsingar aðrar en þær
að málið væri í rannsókn og ekki
lægi fyrir hvenær viðkomandi
lést eða með hvaða hætti. Gert
var ráð fyrir að rannsókn stæði
yfir fram eftir nóttu. -aöe
LÍFEYRISMÁL Tryggingastofnun rík-
isins er nú að herða mjög eftirlit
sitt, meðal annars með því hvort
fólk á örorkubótum fer í kringum
þær reglur sem þarf að uppfylla til
að fá slíkar bætur greiddar, að sögn
Sigurðar Thorlacius tryggingayfir-
læknis.
Eins og fram kemur í nýrri
skýrslu Tryggva Þórs Herbertsson-
ar hefur öryrkjum fjölgað mjög
mikið og útgjöld hins opinbera hafi
aukist úr 3,8 milljörðum króna í
12,7 milljarða á 13 árum. Á sama
tíma hafi bótaþegum fjölgað um 82
prósent.
Fréttablaðið hefur staðfestar
heimildir fyrir því að fólk á örorku-
bótum taki að sér að vinna „svart“,
það er að tekjurnar séu ekki gefnar
upp til skatts. Barnapössun í
heimahúsum og hreingerningar
eru meðal þeirra starfa sem þessir
einstaklingar sækja í. Væru tekj-
urnar gefnar upp til skatts myndi
það skerða örorkulífeyrinn.
„Það er ekki bara svarta vinnan
sem rætt er um að eigi sér stað hjá
einstaklingum á örorkubótum,“
sagði Sigurður. „Það eru margir að
segja okkur ósatt. Þar er um að
ræða einstaklinga sem eru með
börn en þykjast ekki vera í sambúð.
Það þýðir að þeir fá miklu hærri
bætur hjá okkur. Það hefur aftur í
för með sér að þeir fjölmörgu sem
eru í sárri neyð og algerlega upp á
bæturnar komnir, líða fyrir hina
sem eru að ljúga að okkur um sínar
aðstæður. Nú verður kannski gripið
til þess að lækka barnalífeyrinn og
það bitnar illilega á þeim sem fá
hann á réttum forsendum.“
Spurður um hvort sá örorku-
matsstaðall sem tekinn var upp
1999 hefði gefist vel hvað varðaði
að sía þá úr sem sannarlega þyrftu
á örorkubótum að halda sagði Sig-
urður það ljóst, að hluti af vanda-
málinu væri krafa vinnumarkaðar-
ins um aukna arðsemi. Þeir sem
hefðu skerta færni gæfust ef til vill
upp eða væru látnir fara. Íslensk
rannsókn hefði leitt í ljós að mjög
sterk tölfræðileg tengsl væru á
milli atvinnuleysis og nýgengis ör-
orku. Staðallinn ætti að greina á
milli atvinnulausra og öryrkja, en
geri það hugsanlega ekki eins og til
væri ætlast. Til greina kæmi að
herða hann eða athuga einnig fé-
lagslegar og fjárhagslegar aðstæð-
ur umsækjenda um örorku, en það
væri heilbrigðisráðherra að ákveða
það.
jss@frettabladid.is
Stórhert eftirlit með
örorkusvikurum
Tryggingastofnun ríkisins er nú að skera upp herör gegn þeim sem svíkja út örorkulífeyri.
Þar er um að ræða fólk sem er á bótum en vinnur „svart“. Einnig lífeyrisþega með börn sem
eru fráskildir á pappírunum og fá þar með hærri barnalífeyri.
TRYGGINGAYFIRLÆKNIR
Sigurður Thorlacius segir að þeir sem svíki
út örorkulífeyri rýri kjör hinna sem séu upp
á bæturnar komnir.
VEÐRIÐ Í DAG
BJARTVIÐRI NYRÐRA Skýjað með
köflum annars staðar og stöku skúrir. Hiti
6-14 stig, mildast Suðvestanlands en
svalast á Vestfjörðum. Sjá síðu 4
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/G
VA