Fréttablaðið - 28.04.2005, Blaðsíða 22
Hafnarfirði
Fjarðargata 17
Sími 520 2600
Fax 520 2601
Netfang as@as.is
Heimasíða
www.as.is
Flott 103 fm íbúð á fyrstu
hæð í litlu fjölbýli. Sér
inngangur, falleg gólfefni
og innréttingar. Sturta og
baðkar á baðherbergi.
Rúmgóð tvö herbergi.
Fallegt útsýni, rólegt hverfi
en stutt í alla þjónustu.
Verð 22.9 millj.
Vinsæl staðsetning.
OPIÐ HÚS Í DAG Á MILLI 17.00 - 19.00
GALTALIND 20
SÖLUMAÐUR Á STAÐNUM • SÍMI 862-3377
Í fyrri viku velti ég fyrir mér
áhrifum einstaklinga á fram-
vindu sögunnar og tók dæmi af
Indlandi og Pakistan, sem voru
eitt land undir stjórn Breta og
skiptust árið 1947 í tvö lönd (þrjú
með Bangladess 1971). Löndin tvö
stefndu eftir það í ólíkar áttir,
sem virtust í hvoru landi fyrir sig
ríma vel við upplag landsfeðr-
anna. Indverjar tóku upp full-
trúalýðræði, enda hefði Mahatma
Gandí aldrei tekið annað í mál,
ekki frekar en t.a.m. Nelson
Mandela. Pakistan er á hinn bóg-
inn harðsvírað einræðisríki. Lönd
eru eins og annað fólk: lengi býr
að fyrstu gerð.
Hugsum þessa hugsun aðeins
lengra. Jesús Kristur og Mú-
hameð voru býsna ólíkir menn.
Kristur var friðflytjandi, Mú-
hameð var stríðsherra. Er það þá
nokkur furða, að flest lönd krist-
inna manna á okkar dögum eru
friðsæl lýðræðisríki? – og öfga-
menn í ríkjum múslíma heita
ófriði í guðs nafni og nærast á
heift. Vandinn í ríkjum múslíma
er þó ekki bundinn við öfgamenn
þar, öðru nær. Lýðræði er sjald-
gæft meðal múslíma, einræði er
reglan. Lönd Araba hafa mörg
hver orðið viðskila við nútímann;
æðsti draumur ofsatrúarmanna
þar er að hverfa aftur til miðalda
eins og þeim tókst í Afganistan í
stjórnartíð talíbana.
Hvers vegna er lýðræði reglan
meðal kristinna manna og ein-
ræði meðal múslíma? Svarið virð-
ist ekki vera að finna í inntaki
trúarbragðanna, enda eru þau
upp runnin á sömu slóðum í Aust-
urlöndum nær með nokkurra alda
millibili og eiga þar að auki margt
annað sameiginlegt. Friðarboð-
skapur og fyrirgefning í anda
Krists eru að vísu ekki rúmfrek í
Kóraninum, en það skiptir þó
varla sköpum í nútímanum, enda
gegnir umburðarlyndi lykilhlut-
verki í íslam líkt og í okkar trú.
Er svarið þá heldur að finna í for-
dæmi spámannanna? Kannski.
Fjölmennasta ríki múslíma nú
er Indónesía, og þar situr nú lýð-
ræðislega kjörin stjórn. Tyrkland
er einnig lýðræðisríki og stefnir á
inngöngu í Evrópusambandið inn-
an tíðar. Hvorugt landið fær þó
hæstu einkunn í lýðræðismæling-
um stjórnmálafræðinga, þar
vantar enn talsvert á. Arabalönd-
in eru annar handleggur. Í þeim
hópi er ekkert lýðræðisríki.
Arabalöndin liggja nálægt botni á
lýðræðislistum stjórnmálafræð-
inganna ásamt þeim fimm komm-
únistaríkjum, sem enn eru uppi-
standandi. Hvers vegna? Einræði
kommúnista liggur í hlutarins
eðli: kommúnistar stjórna jafnan
með þvílíkum yfirgangi á lands-
vísu og svo illa, að ekkert nema
einræði og ofbeldi getur haldið
þeim við völd. (Á landsvísu, segi
ég, því að kommúnistum hefur
sums staðar tekizt að afla sér
virðingar meðal kjósenda í ein-
stökum borgarstjórnum og hér-
aðsstjórnum, t.d. á Ítalíu og Ind-
landi).
En hvernig stendur þá á því, að
Arabalönd fylla sama flokk og
kommúnistalöndin? Arabalöndin
búa sum að miklum olíulindum,
sem ráðandi öflum hefur tekizt að
sölsa undir sig. Þeim, sem hefur
tekizt að leggja undir sig svo mik-
inn auð til eigin nota, hugnast yf-
irleitt ekki að deila honum með
öðrum. Konungsfjölskyldan í
Sádi-Arabíu sér því ýmis tor-
merki á frjálsum kosningum þar í
landi, enda myndi sú góða fjöl-
skylda þá missa völdin yfir land-
inu í einu vetfangi – og þá um leið
umráðin yfir olíulindunum. Ríkis-
stjórn Sádi-Arabíu eys fé í ofsa-
trúarhópa einmitt til þess að geta
skýlt einræðisstjórninni á bak við
þörfina á að halda þeim í skefj-
um. Svipað á við um Pakistan,
enda þótt engri olíu sé þar til að
dreifa: þar eru tíu þúsund trúar-
skólar, enda þótt aðra skóla skorti
allt til alls.
Sumir halda, að lýðræði sé
lúxusvara og hæfi því ekki fá-
tæku fólki. Þessi skoðun orkar
tvímælis eins og dæmi Indlands
vitnar um, því að þar býr tæpur
milljarður manna við lýðræði og
þekkir ekki aðra stjórnskipan af
eigin raun. Það er að vísu rétt, að
fátækt hamlar lýðræði – og ekki
bara lýðræði: fátækt er óvinur
alls, sem lifir. Hún dregur svo
þrótt úr fólki, að það skortir afl
til þess að hrinda óvinum lýðræð-
isins af höndum sér. Hagvöxtur
lyftir lífskjörum almennings með
tímanum og eflir fólkið svo til
dáða, að það megnar að rísa upp
gegn kúgurum sínum og kasta
hlekkjunum. Þess vegna hlýtur
einræði að víkja og óskorað lýð-
ræði að taka við. Aðeins sjö lönd
í heiminum búa nú við auðsæld –
þ.e. mikla landsframleiðslu á
mann – án lýðræðis: sex íslömsk
olíulönd (Barein, Brúnei, Katar,
Kúveit, Sameinuðu furstadæmin
og Sádi-Arabía) auk Singapúr,
sem á engar auðlindir aðrar en
lifandi fólk. Þjóðarauðinum er
misskipt í íslömsku olíulöndun-
um sex, því að einræði kallar á
ójöfnuð og annað verra, en ekki í
Singapúr: þar er ójöfnuðurinn
ekki meiri en sums staðar í Evr-
ópu. ■
Hvers vegna eru svona margir ungir öryrkjar hér á landisem raun ber vitni? Er það þenslan á vinnumarkaði og íefnahagslífinu sem hefur orðið til þess að fólk sem er eitt-
hvað vanmáttugt er hrakið af vinnumarkaði eða er orsakanna að
leita annars staðar? Þetta eru spurningar sem vakna í kjölfar út-
tektar Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands sem Jón Kristjánsson,
heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, kynnti í fyrradag. Sam-
kvæmt henni eru mun fleiri ungir öryrkjar hér á landi en annars
staðar á Norðurlöndum, en aftur á móti eru þar hlutfallslega fleiri
50 ára og eldri á örorkubótum en hér.
„Það getur verið að eitthvað af fólki sé að þrýstast á milli kerfa
hjá okkur þar sem örorkubæturnar eru hærri heldur en atvinnu-
leysisbætur,“ sagði Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra um þá
miklu aukningu sem orðið hefur á fjölgun öryrkja á allra síðustu
árum. Hann sagði að hættan væri sú að þeir sem ættu í tímabundn-
um erfiðleikum festust inni á örorkubótunum. Þá væru komnar
upp spurningar um endurhæfingu og hvernig atvinnulífið væri í
stakk búið til að taka við þessu fólki. Einnig þyrfti að athuga hvort
leiðin í gegnum matið væri of auðveld.
„Ég vil undirstrika að við viljum hjálpa þeim sem þurfa á hjálp
að halda,“ sagði ráðherra þegar skýrsla Hagfræðistofnunar var
kynnt.
Í skýrslunni kemur fram að frá árinu 2002 og þar til á síðasta ári
fjölgaði umsóknum um örorkumat úr 944 í 1622 eða um rúmlega 70
af hundraði. Þetta getur átt sér margvíslegar skýringar, en aðalá-
hyggjuefnið hlýtur að vera hin mikla fjölgun ungra öryrkja hér á
landi. Sú hætta er alltaf fyrir hendi að ungt fólk sem fer á örorku-
bætur eigi erfitt með að fara aftur á almennan vinnumarkað.
Stjórnvöld þurfa því að huga sérstaklega að þessum þætti og láta
kanna hann nánar ef allar upplýsingar um málið koma ekki fram í
skýrslu Hagfræðistofnunar. Eru þessir ungu öryrkjar í þéttbýli eða
dreifbýli? Ef þeir eru í þéttbýli, hvar er þá aðallega að finna? Eru
þeir á höfuðborgarsvæðinu eða á litlum stöðum sem hafa orðið illa
úti vegna sameiningar fyrirtækja eða tilflutnings á kvóta? Það er
ekki aðeins að það sé slæmt fyrir ungt fólk að fara á örorkubætur,
heldur aukast útgjöld samfélagsins til þessa málaflokks mjög ef
fólk er á örorkubótum lungann úr starfsævinni. Samtök öryrkja
þurfa líka að líta raunsæjum augum á þær staðreyndir sem fram
koma í skýrslunni, þótt það geti verið sárt fyrir suma skjólstæð-
inga þeirra. Það er vitað að viss hluti þjóðfélagsþegnana þarf á að-
stoð samfélagsins að halda, og þeim á að hjálpa svo þeir geti lifað
mannsæmandi lífi, en aðrir fara kannski á örorkubætur aðeins
vegna þess að þær eru hærri en atvinnuleysisbætur. ■
28. apríl 2005 FIMMTUDAGUR
SJÓNARMIÐ
KÁRI JÓNASSON
Umsóknum um örorkumat fjölgaði um
sjötíu af hundraði á tveimur árum
Hér eru of margir
ungir öryrkjar
ORÐRÉTT
Slæm blanda
Nú veit ég að engu er að treysta
þegar ástin og peningar eru ann-
ars vegar
Anna Pálsdóttir fær lítið fyrir trúlof-
unarhringinn sem hún ætlaði að selja
eftir að upp úr slitnaði í sambandinu
DV 27. apríl
Hin eina rétta skoðun
Gagnrýnandi Morgunblaðsins
hreifst af píanóleik Kristínar
Jónínu Taylor. Dásemd var að
hlýða á túlkunina
Baksíðufyrirsögn Morgunblaðsins
Morgunblaðið 25. apríl
En svona er handboltinn
Við fengum fjölmörg tækifæri til
að komast yfir í leiknum en
dómar féllu okkur ekki í hag á
mikilvægum augnablikum og
dómararnir áttu sinn þátt í sigri
Hauka hér í dag. Það er fárán-
legt að bjóða upp á svona dóm-
gæslu í úrslitaleik.
Elísa Sigurðardóttir Eyjakona var
ósátt í leikslok
Morgunblaðið, 27. apríl
Gott að þau geri það ekki í tímum
Þau bera sig, drekka úr drullu-
polli fyrir pening og pissa í ræsið
í frímínútum.
Hildur Karen Aðalsteinsdóttir, kenn-
ari í Grundaskóla á Akranesi, um
skólabörn sem horfa á Strákana.
DV, 27. apríl
Er þetta satt?
Meðal framsóknarmaðurinn er
hættuleg samsetning sem er til
alls vís og notar helst meðul sem
eru helguð tilganginum.
Þórarinn Þórarinsson skilgreinir
stjórnmálin
Fréttablaðið, 27. apríl
Allt í hund og kött
Lengi getur vont versnað og vond-
ur innri maður orðið verri, því í
ljós hefur komið að Ásgeir stend-
ur fyrir nýju hundaræktarfélagi.
Úr bréfi til félaga Íshunda.
DV, 27. apríl
Fátæktin opinberuð
Framsóknarmennirnir eru nú að
stíga fram með einkafjármálin
og Kristinn sleggja fer þar fram
fremstur í flokki. Sýnist á öllu að
hann sé skítblankur.
Óli Ómar Ólafsson, leigubílstjóri.
DV, 27. apríl
FRÁ DEGI TIL DAGS
Það er ekki aðeins að það sé slæmt fyrir ungt fólk
að fara á örorkubætur, heldur aukast útgjöld sam-
félagsins til þessa málaflokks mjög ef fólk er á örorkubót-
um lungann úr starfsævinni.
,,
Í DAG
ÓVINIR LÝÐRÆÐISINS
ÞORVALDUR
GYLFASON
Vandinn í ríkjum
múslíma er þó ekki
bundinn við öfgamenn þar,
öðru nær. Lýðræði er sjald-
gæft meðal múslíma, ein-
ræði er reglan.
,,
Lengi býr að fyrstu gerð
Allt er illt sem kemur að sunnan
Björn Þorláksson fréttamaður Ríkisút-
varpsins á Akureyri setti ofan í við Hjör-
leif Hallgríms, ritstjóra Vikudags, í
stuttri Morgunblaðsgrein um daginn.
Björn hafði hnotið um frétt í Vikudegi
undir fyrirsögninni „Íbúðarheildsalar frá
Reykjavík teygja arma sína til Akureyr-
ar“.Hvað með það, spyr Björn og vitnar
áfram í Vikudagsfrétt-
ina: „Það er slæmt
til þess að vita að
gróðabraskarar úr
Reykjavík ætli að
fara að sprengja
upp íbúðaverð
hér í okkar fallega
bæ og gera þá til
dæmis ungu fólki
erfitt með að eignast eigin íbúð, nóg er
samt.“ Og svo þetta: „Það eru tilmæli
Vikudags til væntanlegra íbúðarkaup-
enda að þeir eigi ekki viðskipti við
gróðabraskara að sunnan sem væntan-
lega hækka íbúðaverðið um milljónir
króna.“ Þarna ofbýður Birni og hann
skrifar: „Ritstjórinn má skrifa greinar og
leiðara um eigin þröngsýni en hlífum
fréttunum við slíku. Ég sem íbúi á Ak-
ureyri skammast mín fyrir að eini
fréttaprentmiðill Akureyrar skuli ekki
standa sig faglegar en raun ber vitni.“
Agavandamál hjá útvarpi þjóðar-
innar
Hjörleifur Hallgríms lætur fréttamann
RÚV, sem kallaður er Björn Mývetning-
ur í greininni, ekki eiga neitt inni hjá
sér og svarar honum í síðasta tölublaði
Vikudags. Og spyr: „Í hvaða ástandi
varstu Björn Þorláksson þegar þú last
forsíðufréttina í Vikudegi og í framhaldi
af því skrifaðir greinina í Moggann sem
er uppfull af rógburði og rangfærslum.“
Og Hjörleifur telur að hann megi eitt
og annað sem fréttamönnum RÚV leyf-
ist ekki: „Ég vil að lokum segja við þig
Björn að við sem vinnum á héraðs-
fréttamiðlunum höfum óformlegt leyfi
til að tjá okkar eigin skoðanir í fréttum
jafnt sem öðru efni, en fréttamaður
eins og þú, sem vinnur hjá Ríkisútvarp-
inu, útvarpi þjóðarinnar, hefur ekki leyfi
til þess eins og þú gerir og ert jafnvel
með leiðandi spurningar. Til þess hefur
þú ekkert leyfi. Þér færi líklega betur
að halda þig við skáldsöguskriftir.“
johannh@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRAR: Sigurjón M. Egilsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FULLTRÚI RITSTJÓRA:
Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐAL-
SÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA:
Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að
fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871