Fréttablaðið - 28.04.2005, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 28.04.2005, Blaðsíða 10
JACKSON MÆTIR Poppgoðið Michael Jackson mætir í dóm- hús Santa Barbara-sýslu í Santa Maria í Kaliforníu í gær, í fylgd bróður síns Jackie og föðurins Joe Jackson. Réttarhaldið hef- ur nú staðið í tvo mánuði. 10 28. apríl 2005 FIMMTUDAGUR Tregða bankafyrirtækja að afhenda skattayfirvöldum upplýsingar: Angi af miklu stærra máli EFNAHAGSMÁL „Menn verða að spyrja sig hvers konar fjár- málaumhverfi á að ríkja hér í næstu framtíð,“ segir Guðjón Rún- arsson, framkvæmdastjóri Sam- taka banka og verðbréfafyrir- tækja, vegna gagnrýni Indriða H. Þorlákssonar, ríkisskattstjóra, á tregðu bankastofnanna við að veita skattayfirvöldum upplýsingar um viðskiptavini sína. Guðjón bendir á að eigi bankar að opna allar bækur fyrir skatta- yfirvöldum eins og Indriði gerir kröfu um sé borin von að hér dafni alþjóðlegt fjármálaumhverfi eins og vonir margra standa til. „Þessi ósk Indriða er angi af miklu stærra máli. Ef við viljum vera samkeppnishæfir við lönd í kring- um okkur á borð við Lúxemborg og Sviss þá verður að vera hér lág- marks bankaleynd. Skattstjóri get- ur óskað upplýsinga um einstaka viðskiptamenn sem grunur leikur á að telji ekki rétt fram en að slíkt gangi yfir allan almenning er of langt gengið.“ Í leiðara Tíundar, fréttablaðs Ríkisskattstjóra, segir Indriði bankaleynd ekki vera málefnaleg rök fyrir því að meina skattayfir- völdum aðgang að hlutabréfaupp- lýsingum almennings og að tregða bankastofnanna við að verða við þeim óskum gagnist þeim einum sem vilja hafa rangt við. Ríkisskattstjóri svaraði ekki skilaboðum blaðamanns. -aöe Skattayfirvöld í Norður-Noregi: Íslendinga leitað vegna gjaldþrots NOREGUR Norsk skattayfirvöld í Narvik í Norður-Noregi leita ís- lenskra eigenda tveggja fyrir- tækja, sem lýst hafa verið gjald- þrota. Leikur grunur á að eig- endurnir hafi forðað sér úr landi til Íslands. Fyrirtækin sem um ræðir heita Balis og GLM og voru staðsett í Narvík og Ballangen sem er skammt sunnan Narvík- ur. Sömu eigendur voru að fyrir- tækjunum en á pappírunum var Balis í eigu GLM. Ætlunin var að fyrirtækin framleiddu nýja gerð fiskikerja úr plastefni en ekki tókst að framleiða svo mikið sem eitt fiskikar áður en skattayfirvöld fóru fram á fyrirtækin yrðu tek- in til gjaldþrotameðferðar. Þau segja ýmislegt vafasamt í rekstri fyrirtækjanna og aukin- heldur leikur grunur á undan- skotum á virðisaukaskatti. Skattayfirvöld fóru fram á að Balis-fyrirtækið yrði tekið til gjaldþrotaskipta í nóvember í fyrra en dótturfyrirtækið GLM, var lýst gjaldþrota fyrir skemmstu. Heildarupphæð gjaldþrots fyrirtækjanna liggur ekki fyrir þar sem allar kröfur í þrotabúin eru ekki komnar fram. -ssal Nýr kafli í flugsögunni skrifaður í frönsku skýin Nýr kafli í sögu farþegaflugsins hófst í gær þegar Airbus A380 flaug sitt fyrsta flug. 555 farþegar rúmast hæglega í þessari risaþotu en ekki er víst hvort smíðin muni nokkurn tímann svara kostnaði. BLAGNAC, AP Stærsta farþegaþota sem smíðuð hefur verið, Airbus A380, flaug jómfrúarflug sitt í gær. Kostnaður við þróun og smíði vélarinnar er ríflega 800 milljarð- ar króna og er óvíst hvort fram- leiðslan muni nokkurn tímann borga sig. Yfir 30.000 manns fylgdust með Airbus A380 risaþotunni hefja sig til flugs í fyrsta sinn frá Blagnac-flugvelli í útjaðri Toulou- se í Frakklandi og gleði fólksins þegar vélin lenti heilu og höldnu fjórum tímum síðar var óblandin. Engir farþegar voru þó um borð að þessu sinni heldur einbeitti áhöfnin sér að því að kanna flug- hæfni þotunnar til hlítar. Til von- ar og vara voru allir með fallhlíf- ar á bakinu. Þúsundum mæli- tækja hafði verið komið fyrir í vélinni en auk þess var farangurs- rýmið fullt þannig að aðstæður væru allar sem raunverulegastar. Airbus A380 er sannkölluð risa- þota. Hún er 73 metrar á lengd og vegur fullhlaðin 560 tonn. Staðalút- gáfa hennar rúmar 555 farþega en hægt er að breyta farþegarýminu þannig að allt að 840 komist þar fyrir. Forsvarsmenn Airbus-fyrir- tækisins voru hinir ánægðustu svo og ráðamenn í löndunum sem aðild eiga að verkefninu. „Þetta eru frábærar fréttir fyrir Evrópu- samvinnu á sviði iðnaðar,“ sagði Jacques Chirac Frakklandsfor- seti, eflaust góðum fréttum feg- inn mitt í kosningabaráttunni um stjórnarskrársáttmála Evrópu- sambandsins. Flugið markar endalok ellefu ára þróunarstarfs sem hefur kost- að ríflega 800 milljarða króna. Ná- lega þriðjungur þess er greiddur af skattfé þjóðanna sem að verk- efninu standa. 154 pantanir hafa þegar borist en talsvert fleiri þarf til að verkefnið standi undir kostn- aði. Enda þótt A380 sé mun hag- kvæmari í rekstri en júmbóþotan Boeing 747 þá benda sérfræðingar á að tími slíkra risaþotna sé senni- lega liðinn. Framtíðarmöguleikarnir liggi í smærri en langdrægari þotum á borð við Boeing 787 Dreamliner. Yfir 287 slíkar vélar hafa verið pantaðar af fjölda flugfélaga og er Icelandair þar á meðal. Vinsældirnar ættu að vera Boeing-fyrirtækinu kærkomnar því í gær tilkynnti bandaríski flug- vélarisinn að hagnaður fyrirtækis- ins hefði dregist saman um 14 pró- sent á fyrsta ársfjórðingi 2005. ■ Kosningafundur: Ráðist á ráðherrann BRETLAND Ruth Kelly, menntamála- ráðherra Bretlands, fékk ekki góðar móttökur þegar hún mætti til kosn- ingafundar í kjördæmi sínu í Bolton á Englandi í fyrrakvöld. Þegar hún var í þann mund að ganga upp á sviðið viku tveir menn sér að henni, hrifsuðu í handlegg hennar og reyndu að setja í járn. Pólitískir andstæðingar Kelly komu henni til hjálpar en þá hentu fautarnir í hana eggjum og hlupu svo á brott. Enginn hefur verið handtekinn vegna málsins en að sögn dagblaðsins The Independent er talið að mennirnir séu félagar í samtökunum Fathers4Justice. ■ Mogens Glistrup: Afplánar dóm fyrir fordóma DÓMSMÁL Mogens Glistrup, stofn- andi danska Framfaraflokksins, þarf á næstunni að afplána tutt- ugu daga fangelsisdóm fyrir brot á lögum um kynþáttafor- dóma. Glistup, sem orðinn er 79 ára gamall, hefur alla tíð verið ákaf- ur andstæðingur þeirrar stefnu sem dönsk stjórnvöld hafa lengstum haft í innflytjendamál- um. Hann hefur nokkrum sinn- um fengið dóma vegna ummæla sinna í garð innflytjenda og er þessi síðasti dómur frá 2003. Þrátt fyrir að vera hjartasjúk- lingur segist Glistrup ekki ætla að auðmýkja sig með því að óska eftir náðun. Hann segist auk þess standa við öll þau ummæli sem hann er dæmdur fyrir. ■ Danskur her í Írak: Verður átta mánuði enn DANMÖRK Danska ríkisstjórnin hefur ákveðið að lengja dvöl danskra hersveita í Írak um átta mánuði. Per Stig Møller utanrík- isráðherra skýrði frá þessu í vik- unni í danska þinginu. Hann hafnaði þar með um leið kröfu stjórnarandstöðunnar um að binda enda á dvöl danskra her- sveita í Írak. Núverandi samningur Dana um veru hersveita í Írak rennur út í byrjun júní en vegna þing- kosninga í Írak í desember telja dönsk stjórnvöld eðlilegt að framlengja dvöl hermannanna um átta mánuði til að byrja með. Fyrstu dönsku hermennirnir voru sendir til Írak um mitt ár 2003. ■ FRÁ LÚXEMBORG Afar ströng lög um bankaleynd gilda þar og engar upplýsingar eru veittar um viðskiptamenn. ■ HÆSTIRÉTTUR STAÐFESTI GÆSLUVARÐHALD Hæstiréttur staðfesti í gær dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um gæsluvarðahald yfir manni og geðrannsókn vegna árásar á lækni sem borið hafði vitni í barnsfaðernismáli hans. Mannin- um var gert að sæta gæsluvarð- haldi til föstudagsins 20. maí. Verjandi mannsins vildi fá úr- skurðinum breytt í þá veru að manninum yrði gert að sæta nálgunarbanni í stað gæsluvarð- haldsins. ■ JAPAN 95 LÍK HAFA FUNDIST Nú er talið útilokað að fleiri finnist á lífi í flaki lestarinnar sem fór út af sporinu í Amagasaki í Japan. Tólf lík fundust í brakinu í gær og því er fjöldi látinna kominn upp í 95. Enn á eftir að ná nokkrum líkum út, þar á meðal líki lestarstjórans sem hefur verið kennt um slysið. Í LÁGFLUGI YFIR BLAGNAC-FLUGVELLI Yfir 30.000 manns fylgdust með jómfrúarflugi Airbus A380. Búist er við að vélin verði tek- in í notkun árið 2006 og mun Singapore Airlines ríða á vaðið. M YN D /AP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.