Fréttablaðið - 28.04.2005, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 28.04.2005, Blaðsíða 24
Hvers vegna er nauðsynlegt að selja Símann til einkaaðila? Geng- ur rekstur hans í höndum ríkisins illa? Svarið við þessum spurning- um er þetta: Það er engin nauðsyn að selja Símann. Rekstur hans í höndum ríkisins gengur mjög vel. Í rauninni malar Síminn gull fyrir eiganda sinn, ríkið. Hér áður var það aðalröksemdin fyrir einka- rekstri, að sá rekstur gengi betur en ríkisrekstur. Þegar tap var á rík- isfyrirtækjum var þess gjarnan krafist að þau yrðu einkavædd þannig að þau færu að skila hagn- aði. En þessi röksemd á ekki við um Símann. Þetta fyrirtæki hefur skil- að milljörðum í hagnað á hverju ári um langt skeið og hefur fært ríkinu ómældar tekjur. Það finnast því engin rök fyrir einkavæðingu fyr- irtækisins. Algengasta slagorð einkarekstursmanna er að ekki megi hafa fyrirtæki í samkeppnis- rekstri í höndum ríkisins. Þetta er rugl. Það er unnt að hafa fyrirtæki í eigu ríkisins í hlutafélagsformi eða í öðru formi með takmarkaðri ábyrgð og sjálfstæðum fjárhag þó ríkið eigi þau að mestu eða öllu leyti. Aðalatriðið er að þau fái ekki ríkisstyrki og ríkið leggi þeim ekki til neina fjármuni þannig að þau sitji við sama borð og einkafyrir- tæki í sömu grein. Síminn hefur einmitt um nokkurt skeið verið hlutafélag og ekki notið neinna sér- réttinda umfram einkafyrirtæki í sömu grein. Ástæðan fyrir því, að ætlunin er að einkavæða Símann er sú að Sjálfstæðisflokkurinn hefur einka- rekstur á stefnuskrá sinni og hefur ákveðið að einkarekstur gildi um Símann. Við því er ekkert að segja. Þetta er stefna Sjálfstæðisflokks- ins. En samvinnuflokkurinn Fram- sókn drattast með og samþykkir að einkavæða þetta fyrirtæki. Það er gagnrýnisvert. Framsóknarflokk- urinn var stofnaður til þess að koma á samvinnurekstri. Flokkur- inn var ekki stofnaður til þess að hjálpa Sjálfstæðisflokknum við að koma bestu ríkisfyrirtækjum landsins í hendur einkaaðila. En Framsókn hefur gleymt stefnu sinni og vill allt vinna til þess að fá að sitja í ríkisstjórn með íhaldinu og leggur sérstaka áherslu á að fá að stýra fundum ríkisstjórnar. En þetta kostar sitt. Þetta kostar Framsókn mörg stefnumál. Blöðin sögðu frá því fyrir stuttu, að formenn stjórnarflokk- anna hefðu náð samkomulagi um sölu Símans. Hvað þýðir það? Jú, það þýðir að þeir höfðu komið sér saman um hvaða einkavinir ættu að fá að kaupa þetta góða fyrirtæki sem ríkið og almenningur í landinu hafði byggt upp. Þeir höfðu valið fyrrum Sambandsmenn og íhalds- menn úr hópi einkavina, sem máttu kaupa fyrirtækið og maka krókinn á því. Helmingaskiptin skyldu halda áfram. Braskið með ríkisfyr- irtækin skyldi halda áfram. Agnes Bragadóttir blaðamaður á Morgun- blaðinu skrifar grein um mál þetta í Mbl. 11. apríl sl. og er ómyrk í máli: „Við Íslendingar getum ekki látið bjóða okkur eitt þjóðarránið enn“, segir hún. Hún kallar úthlut- un fiskimiðanna til örfárra út- valdra þjóðarrán og sölu bankanna til einkavina sömuleiðis. Hún vill að Íslendingar vakni og stöðvi enn eitt þjóðarránið. Orð í tíma töluð hjá Agnesi. ■ Í Fréttablaðinu 26. apríl er birt grein eftir Þorbjörn Guðmunds- son sem er talsmaður sam- starfsnefndar um virkjunar- samning. Hann segir að Vinnu- málastofnun hafi strax gert at- hugasemd og lýst því yfir að ekki sé um þjónustusamninga að ræða og að yfirtrúnaðarmað- ur hafi óskað eftir afritum af ráðningarsamningum og upp- lýsingum um laun lettnesku starfsmannanna. Þetta er ekki alveg rétt hjá Þorbirni. Vinnumálastofnun gerði aldrei formlega athuga- semd við störf verktakafyrir- tækisins Vislandia við okkur. Við heyrðum aðeins um það í fjölmiðlum að þeir hefðu beðið sýslumannsembættið á Seyðis- firði að rannsaka málið. Þá lét- um við fyrirtækið Vislandia stöðva vinnu á meðan við vær- um að ráðfæra okkur við lög- mann okkar um hvort verið væri að fylgja lögum eða ekki. Vinnumálastofnun hefur haldið því fram að þjónustusamningar gildi aðeins um sérfræðiþjón- ustu en um það segir ekkert í lögunum. Það er rétt að Oddur yfir- trúnaðarmaður hefur óskað eftir ráðningarsamningum sem Vislandia hefur gert við starfs- menn sína. Eins og hefur komið fram þá eru Lettarnir tveir sem hafa verið ákærðir ekki starfs- menn GT verktaka heldur starfsmenn fyrirtækisins Vislandia í Lettlandi. Þeir voru sendir hingað til lands á grund- velli þjónustusamnings. Í samn- ingi okkar við Vislandia er það skýrt kveðið á um að greiða skal starfsmönnum þeirra eftir íslenskum kjarasamningum og vonum við að svo sé gert. ■ 28. apríl 2005 FIMMTUDAGUR24 Hvers vegna að selja Símann Hversu algeng er samkynhneigð á Íslandi? Í viðtali í Fréttablaðinu 7. þessa mánaðar fullyrðir Sverrir Páll Er- lendsson kennari að 5-10% manna laðist að eigin kyni, sem jafngildi 800 til 1600 Akureyringum og 9 til 18 þúsund íbúum höfuðborgarsvæð- isins. Þetta eru ótrúlegar tölur. All- nokkuð er um að samkynhneigðir geri mikið úr fjölda sínum, enda gef- ur það kröfum þeirra um síaukin réttindi byr undir báða vængi. Í viðtali við Kolbrúnu Bergþórs- dóttur á Útvarpi Sögu í marz gekk Þorvaldur Kristinsson, form. Sam- takanna 78, svo langt að staðhæfa: „Við verðum að gera okkur grein fyrir því, að varfærnustu tíðnitölur heimsins segja okkur, að hér hljóti að vera um 15-20.000 samkyn- hneigðir fullorðnir einstaklingar.“. Takið eftir, að hann talaði um „var- færnustu“ tölur. Sá reyndi maður ætti að vita betur, því að þetta er víðs fjarri sannleikanum. Sam- kvæmt tölum Hagstofunnar í árslok 2001 jafngilda 15.000 manns um 6,9% fullorðinna Íslendinga, en 20.000 manns um 9,2%. Algengt mat á hlutfalli virkra samkynhneigðra í vestrænum þjóð- félögum er um 1-3%. Enn lægra er hlutfall samkynhneigðra meðal þeirra sem eru í föstu sambandi, t.d. um 0,5% af öllum samböndum í Kanada. Hér á landi nær fjöldi sam- kynhneigðra í staðfestri samvist að- eins um 0,2% af tölu giftra gagnkyn- hneigðra. Þetta kann að koma les- endum á óvart, miðað við hve mikið virðist bera á samkynhneigðum nú á dögum. En eitt sem gerir þennan hóp meira áberandi en ella er sú staðreynd, að þetta fólk er yfirleitt betur stætt en almennt gerist; sam- kynhneigðir í Bandaríkjunum voru með 58% hærri tekjur en almennt meðaltal 1990 og sem einstaklingar með þrefaldar meðaltekjur einstak- linga, auk þess að hafa 3 árum lengri menntun að baki. Margir þeirra eru hæfileikamenn í ýmsum stéttum, m.a. í hópi leikara, listamanna, rit- höfunda og fjölmiðlamanna, ekki sízt í stórborgum á austur- og vest- urströnd Bandaríkjanna. Lífsstíll þeirra hefur því fengið verulega já- kvæða kynningu í kvikmyndum og fjölmiðlaefni sem þaðan berst. Skv. manntali 2001 telja 1,3% kanadískra karlmanna og 0,7% kvenna sig vera samkynhneigð. Ný- legar rannsóknir frá ýmsum löndum sýna einnig að tíðni samkynhneigð- ar sé undir 3%, t.a.m. í einni frá Bandaríkjunum, þar sem 2,1% karl- manna og 1,5% kvenna voru talin með þessa kynhneigð (Gilman, SE, Am. J. of Public Health 91, 2001). Í nýlegri brezkri rannsókn teljast 2,8% karlmanna hommar (Mercer, CH, o.fl., AIDS 18, 2004). Í holl- enzkri könnun kom í ljós, að 2,8% karlmanna og 1,4% kvenna höfðu átt í sambandi við manneskju af sama kyni (Sandfort, TG, o.fl., Arch. Gen. Psychiatry 58, 2001). Ýmsir eru vísir með að draga þessar rannsóknir í efa og vitna til umtalaðra kynlífsrannsókna dýra- fræðiprófessorsins Kinseys (sem sjálfur var hommi) um miðja síð- ustu öld. En sú rannsókn byggðist á sjálfboðaliðum og ódæmigerðum þjóðfélagshópum, m.a. miklum fjölda refsifanga, og var á ýmsa vegu framkvæmd á ómarktækan hátt. Með hliðsjón af því og seinni tíma rannsóknum er ekki lengur hægt að meðtaka ýmsar meginnið- urstöður Kinseys. Jafnvel sú al- genga fullyrðing, að hann hafi sann- að, að 10% karlmanna séu hommar, er ekki niðurstaða sem liggur fyrir sem slík í skýrslu hans. Þegar Þorvaldur Kristinsson heldur því fram, að „varfærnustu tíðnitölur heimsins“ upplýsi okkur um, að 15-20.000 fullorðnir Íslend- ingar – eða 6,9 til 9,2% – séu sam- kynhneigðir, þá er það hrein og klár villa, því að vitanlega verða tíðnitöl- ur upp á 0,7 til 3,3% að teljast ólíkt varfærnari. Þegar Sverrir Páll gefur sér, að 5- 10% Íslendinga séu samkynhneigð- ir, þá er það sömuleiðis fjarri öllum líkum, miðað við traustar, erlendar rannsóknir. Engin ástæða er til að ætla, að hlutfall samkynhneigðra sé hærra á Íslandi en erlendis. Út frá ofangreindum rannsóknum er lík- legt, að fjöldi fullorðinna homma á landinu öllu sé í mesta lagi um 3.000, en lesbíur um eða undir 1800. ■ BJÖRGVIN GUÐMUNDSSON UMRÆÐAN UM SÖLUNA Á SÍMANUM JÓN VALUR JENSSON GUÐFRÆÐINGUR UMRÆÐAN TÖLFRÆÐI ATHUGASEMD FRÁ GT VERKTÖKUM VEGNA SKRIFA Í FRÉTTABLAÐIÐ Lettarnir eru starfs- menn Vislandia að Hlíðarsmára 11 Re yk jan es br au t Sm ár ah va m m sv eg ur Hl íða sm ár i Smáralind LAGERSALAN Opnunartími mán-fös 14-19 laugard og sunnud 13-18 Síðustu dagar! ALLT Á Kr. 250 ,- 1000,- Össur ekki tekinn alvarlegaÚtspil Össurar Skarphéðinssonar umsameiningu Samfylkingarinnar og Vinstri-Grænna dó drottni sínum furðu fljótt, sem merkir væntanlega einna helst að Íslendingar séu löngu hættir að taka yfirlýsingar Össurar al- varlega. murinn.is Ber að segja upp varnarsamningnum Ummæli aðstoðarutanríkisráðherr- ans benda eindregið til að Banda- ríkjamenn telji það í sína þágu að varnarsamningurinn haldi gildi sínu. Varnarsamningurinn hefur hins vegar litla þýðingu fyrir Íslendinga ef hann er einungis orð á blaði. Dragist við- búnaður varnarliðsins enn meira saman en orðið er, ber íslenskum stjórnvöldum því að segja upp varn- arsamningnum. deiglan.is Lakara leiksskólakerfi fyrir Reykvíkinga Nýjasta kosningabrella R-listans um gjaldfrjálsa vist leikskólabarna lítur við fyrstu sýn út fyrir að vera gjöf til barnafjölskyldna í Reykjavík. Ef málið er skoðað nánar sést að þessi grund- vallarbreyting á því fyrirkomulagi sem er við lýði í dag við dagvistun barna frá 18 mánaða til 5 ára aldurs mun þýða fækkun valkosta og lakara leik- skólakerfi fyrir íbúa Reykjavíkur. tikin.is AF NETINU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.