Fréttablaðið - 28.04.2005, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 28.04.2005, Blaðsíða 66
„Jú, ég hef sungið þetta í nokkrum uppfærslum áður,“ segir Kristinn Sigmundsson um hlut- verk Mefistófelesar í Fordæm- ingu Fásts, óperu eftir Hector Berlioz sem flutt verður í konsertuppfærslu á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í kvöld. Verkið er meðal merkustu tón- verka rómantíska tímans og hefur aldrei áður verið flutt í heild sinni hér á landi. Kristinn hefur hins vegar tekið þátt í flutningi þess víða um heim undanfarin tíu ár eða svo, meðal annars í Ástralíu og Bandaríkjunum. „Fyrst söng ég þetta fyrir um það bil tíu árum í Bastillunni í París. Þetta var það fyrsta sem ég söng þar, og svo hef ég sungið þetta hér og þar, meðal annars á Berlioz-hátíð í fæðingarborg Berliozar.“ Á þeirri hátíð sungu með hon- um þau Donald Kaasch tenór og Beatrice Uria-Monzon, sem einnig taka þátt í uppfærslunni hér á landi í kvöld. Kristinn segir þau bæði afburða góða söngvara og það var hann sem stakk upp á því að þau yrðu fengin til að syngja með sér í þessari upp- færslu. Ástæðan er sú að þau hafa staðið sig betur en aðrir söngvar- ar sem hann hefur sungið með í þessu verki. „Tenórhlutverkið er til dæmis óskaplega krefjandi. Berlioz skrifaði mjög svínslega fyrir ten- óra og í rauninni er eins og þetta sé skrifað fyrir tvo eða þrjá ten- óra. Af þeim sem ég hef sungið með er Donald Kaasch eiginlega sá eini sem mér finnst geta gert þetta allt saman.“ Ekki síður er Kristinn hrifinn af mezzó-sópransöngkonunni Be- atrice Uria-Monzon, sem fer með hlutverk Margrétar, heitkonu Fásts. „Hún er til dæmis ein frægasta Carmenin þeirra í Frakklandi og er með rödd sem ég get varla hlustað á nema fara að gráta. Þetta er svo stór og mikil rödd, hljómurinn safaríkur og fallegur.“ Fjórði einsöngvarinn er Ólafur Kjartan Sigurðarson, sem reynd- ar fer með frekar lítið hlutverk í þessu annars stórbrotna verki. „Hann syngur fullan þýskan stúdent,“ segir Kristinn, „sem syngur um ófarir rottu sem lendir inni í ofni og stiknar þar. Síðan syngur kórinn sálumessu yfir rottunni.“ Hins ógæfusama Fásts bíða reyndar svipuð örlög, því hann þarf að stikna í helvíti fyrir að hafa selt djöflinum sál sína. Auk einsöngvaranna taka glæsilegir kórar taka þátt í flutn- ingi verksins. Karlakórinn Fóst- bræður kemur fram undir stjórn Árna Harðarsonar, Óperukórinn í Reykjavík og unglingakór Söng- skólans einnig og þar heldur Garðar Cortes um stjórnartauma. „Þetta er stórkostleg músík og mjög aðgengileg, á köflum alveg himnesk og svo á köflum náttúr- lega alveg djöfulleg,“ Kristinn getur ekki stillt sig um að hrósa Sinfónliuhljómsveit Íslands, sem hann segir standa sig hreint ótrúlega vel í þessu verki sem hann hefur svo oft tekið þátt í að flytja. „Ég er að heyra hluti í hljóm- sveitinni sem ég hef aldrei heyrt áður, og þó tel ég mig þekkja þetta verk vel.“ ■ 38 28. apríl 2005 FIMMTUDAGUR EKKI MISSA AF… ... glerlistarsýningum í Gerðar- safni í Kópavogi, sem lýkur nú um helgina. Gerður Helgadóttir, Meistari glers og málma nefnist sýning á efri hæð safnsins, en á neðri hæð er sýning á verkum bresku glerlistarkonunnar Caroline Swash, sem er yfirmað- ur glerlistardeildar St. Martin’s Central College of Art and Design í London. ... óperunni Apótekaranum eftir Haydn, sem þáttakendur í Óperustúdíói Íslensku óperunnar og Listaháskóla Íslands frumsýna í Íslensku óperunni. ... kóramóti íslenskra kvenna- kóra, sem haldið verður í Hafnar- firði um helgina. Þar hefja sex hundruð konur upp raust sína og syngja af hjartans lyst. Vistaskipti hafa orðið hjá tékkneska rithöfund- inum Milan Kundera á Íslandi. JPV útgáfa hef- ur tekið við íslenska útgáfuréttinum á verkum hans af Máli og menningu. Samningar þessa efnis tókust fyrr í þessum mánuði milli JPV útgáfu og höfundarins, sem er einn virtasti og vinsælasti rithöfundur heims. Í framhaldi af því mun ein vinsælasta skáldsaga hans á heimsvísu, Lífið er annars staðar, koma út hjá JPV í haust. Sagan fjallar um ungskáldið Jaromil og einlæga en fremur grátbroslega leit hans að ást og fullkomnun. Friðrik Rafnsson þýðir þessa bók eins og aðrar bækur Kundera hérlendis. Milan Kundera er sennilega þekktastur fyrir skáldsöguna Óbærilegur léttleiki tilverunnar. Nýjasta bók hans, ritgerðasafnið Tjaldið, kom út í París nú í byrjun apríl og hefur hlotið afar lofsamlega dóma í Frakklandi, en hún er líka nýkomin út í Þýskalandi, á Ítalíu og víðar. Mál og menning hefur frá árinu 1986 gefið út verk Kundera, alls sjö skáldsögur, smásagna- safn og ritgerðasafn, en hann hefur nú ákveð- ið að færa sig yfir til JPV sem mun eftirleiðis sjá um útgáfu á verkum hans. Kl. 20.30 Vorbókahátíð bókaforlagsins Bjarts verður haldin á Súfistanum við Lauga- veg í tilefni af útgáfu bókanna Útgöngu- leiðir eftir Steinar Braga, Steinsteypa eftir Thomas Bernhard og Stríðsmenn Salamis eftir Javier Cercas. Lesið verð- ur úr bókunum þremur, auk þess sem þýðendur kynna sína höfunda. menning@frettabladid.is JPV tekur við Kundera FÁST FYLGIST MEÐ MEFISTÓFELESI Kristinn Sigmundsson sést þarna ásamt banda- ríska tenórnum Donald Kaasch á æfingu með Sinfóníuhljómsveit Íslands í Háskólabíói. Í kvöld verður Fordæming Fásts eftir Berlioz flutt í fyrsta sinn hér á landi. Á köflum alveg djöfullegt ! Sjá sýningar í dálk Borgarleikhússins STÓRA SVIÐ DRAUMLEIKUR e. Strindberg. Samstarf: Leiklistardeild LHÍ. Í kvöld kl 20 - UPPSELT, Fö 6/5 kl 20 - AUKASÝNING, Fö 20/5 kl 20 - AUKASÝNING, Fö 27/5 kl 20 - AUKASÝNING, Síðustu sýningar HÍBÝLI VINDANNA leikgerð Bjarna Jónssonar eftir Vesturfarasögu Böðvars Guðmundssonar Lau 30/4 kl 20, Su 8/5 kl 20, Fö 13/5 kl 20 Su 22/5 kl 20, Fi 26/5 kl 20 - Síðustu sýningar HÉRI HÉRASON e. Coline Serreau Fö 29/4 kl 20, Lau 7/5 kl 20, Lau 21/5 kl 20 - Síðustu sýningar KALLI Á ÞAKINU e. Astrid Lindgren Í samstarfi við Á þakinu Su 1/5 kl 14 - UPPSELT Su 1/5 kl 17, Fi 5/5 kl 14, Lau 7/5 kl 14, Su 8/5 kl 14, Lau 14/5 kl 14 NÝJA SVIÐ/LITLA SVIÐ/ÞRIÐJA HÆÐIN TERRORISMI e. Presnyakov bræður Í kvöld kl 20, Fi 5/5 kl 20, Fi 12/5 kl 20. ALVEG BRILLJANT SKILNAÐUR Einleikur Eddu Björgvinsdóttur. Fö 29/4 kl 20 - UPPS., Lau 30/4 kl 20 - UPPS., Su 1/5 kl 20 - UPPS., Mi 4/5 kl 20 - UPPS., Fi 5/5 kl 20 - UPPS., Fö 6/5 kl 20 - UPPS., Lau 7/6 kl 20 - UPPS., Su 8/5 kl 20 - UPPS., Fi 12/5 kl 20 SVIK eftir Harold Pinter Samstarf: Á SENUNNI,SÖGN ehf. og LA Í kvöld kl 20 - Aukasýning RIÐIÐ INN Í SÓLARLAGIÐ e. Önnu Reynolds. Í samstarfi við leikhópinn KLÁUS. Lau 30/4 kl 20, Fö 6/5 kl 20, Lau 7/5 kl 20 DANSLEIKHÚSIÐ AUGNABLIKIÐ FANGAÐ fjögur tímabundin dansverk Su 1/5 kl 19:09 Síðasta sýning Börn 12 ára og yngri fá frítt í Borgarleikhúsið í fylgd fullorðinna - gildir ekki á barnasýningar Miðasölusími 568 8000 • midasala@borgarleikhus.is Miðasala á netinu www.borgarleikhus.is • Miðasalan í Borgarleikhúsinu er opin: 10-18 mánudaga og þriðjudaga, 10-20 miðviku-, fimmtu- og föstudaga 12-20 laugardaga og sunnudag FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA ■ ■ TÓNLEIKAR  19.30 Einsöngvararnir Kristinn Sig- mundsson, Ólafur Kjartan Sigurð- arson, Beatrice Uria-Monzon og Donald Kaasch flytja Fordæmingu Fásts eftir Hector Berlioz ásamt Sin- fóníuhljómsveit Íslands, Óp- erukórnum í Reykjavík og Karla- kórnum Fóstbræðrum á tónleikum í Háskólabíói. Kórstjórar eru Garðar Cortes og Árni Harðarson, en hljómsveitarstjóri er Rumon Gamba.  20.00 Karlakórinn Þrestir í Hafnar- firði heldur vortónleika í Hafnarborg í Hafnarfirði. Örn Árnason leikari syngur einsöng með kórnum, en stjórnandi er Jón Kristinn Cortez.  21.00 Djasskvintettinn AutoReverse stígur á stokk á síðustu Múlatónleikum vetrarins á Hótel Borg. Á efnisskránni er kraftmikill jazz úr ýmsum áttum.  Hljómsveitirnar The Fucking Champs og Dark Harvest spila á Grand Rokk. ■ ■ SKEMMTANIR  20.00 Trúbadorakeppni Suður- nesja verður haldin í Ránni í Keflavík. ■ ■ FYRIRLESTRAR  17.15 Rektor Háskóla Íslands og Sendiráð Frakklands á Íslandi efna til opins fyrirlestrar Frédéric Baleine du Laurens um þátt Frakklands öryggis- og varnarmálastefnu Evrópu. Hann verður haldinn í Háskóla Íslands, Lögbergi, stofu 101. ■ ■ FUNDIR  07.45 Félagsfræðingafélag Íslands stendur fyrir opnum morgunverðar- fundi á Grand hóteli í Reykjavík um foreldrahlutverkið og atvinnulífið. Þrír félagsvísindamenn, þau Gyða Mar- grét Pétursdóttir, Gísli Hrafn Atla- son og Hildur Friðriksdóttir kynna niðurstöður nýrra rannsókna um samþættingu fjölskyldulífs og at- vinnu. ■ ■ SAMKOMUR  20.30 Bókaforlagið Bjartur efnir til Vorbókahátíðar á kaffihúsinu Súfist- anum, Laugavegi 18. Tilefni hátíðar- innar er útgáfa bókanna Útgöngu- leiðir eftir Steinar Braga, Steinsteypa eftir Thomas Bernhard og Stríðs- menn Salamis eftir Javier Cercas. Lesið verður úr bókunum þremur, auk þess sem Hjálmar Sveinsson og Jón Hallur Stefánsson, þýðendur þeirra Bernhards og Cercasar, kynna sína höfunda. Einnig mun huldu- sveitin Yellow Monkey Flower troða upp. Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is ekki síðar en sólarhring fyrir birtingu. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 25 26 27 28 29 30 1 Fimmtudagur APRÍL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.