Fréttablaðið - 28.04.2005, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 28.04.2005, Blaðsíða 56
„Ég ætla að vera með veislu á laugardaginn í félagsheimili hestamannafélagsins Andvara í Garðabæ,“ segir María Lovísa Ragnarsdóttir fatahönnuður, sem er fimmtug í dag. Þangað stefnir hún á sjöunda tug vinafólks og fjölskyldu. María segist ekki vera mikið afmælisbarn í sér en hins vegar sé hún mikil veislukona. Þá þyki henni gaman að fá gjafir, sem að öllum líkindum verða ófáar á slíku stórafmæli. María Lovísa mun að mestu leyti sjá um veisluna sjálf en þó með aðstoð góðra vina. Í dag ætlar hún að halda upp á daginn með því að skella sér á hestbak ef veður leyfir, enda stundar hún hestamennsku af krafti. Annars segist María alltaf vera að hanna föt en hún hefur starfað við það í 22 ár. „Ég vissi það mjög fljótlega að þetta væri eitthvað sem ég vildi gera,“ segir María. Amma hennar var lærð saumakona og mamma hennar saumaði einnig mikið alla sína tíð. „Ég var farin að teikna föt í barnaskóla,“ segir María og er viss um að hæfileikinn sé með- fæddur. Hún segir þó erfitt að lýsa fötum sínum. Hún hanni bæði sel- skapsfatnað og föt til daglegs brúks. Hún segir vinkonur sínar þó kalla stíl hennar kastala- eða hallarstíl þar sem fötin hennar séu svolítið drottningarleg. María segist fá hugmyndir sínar héðan og þaðan, bæði úr nýjum og gömlum bíómyndum, tískublöðum og fleiru. Þó segir hún helstu áhrifavalda í sínu lífi vera mömmu sína og ömmu. Í sumar ætlar María Lovísa að skella sér til Danmerkur í sumar- bústað með fjölskyldu sinni. Þá ætlar hún að fara í hestaferð í Landsveit í heila viku. Þau fara 20 saman með rúmlega 60 hesta í rekstri. María segir að það sé alveg hægt að vera lúxustýpa þó að maður stundi hestamennsku, enda segist hún sjálf vera voða mikið fyrir þægindi. ■ 28 28. apríl 2005 FIMMTUDAGUR HARPER LEE (1926) á afmæli í dag. Mikil veislukona TÍMAMÓT: MARÍA LOVÍSA FATAHÖNNUÐUR 50 ÁRA „Lestur er svipaður andardrættinum. Ég unni ekki lestri fyrr en ég fór að óttast að geta ekki lesið lengur.“ Hin bandaríska Nelle Harper Lee er með þekktari rithöf- undum seinni tíma þrátt fyrir að hafa aðeins gefið út eina skáldsögu. To Kill a Mockingbird kom út árið 1960 og vann til Pulitzer-verðlauna árið eftir. timamot@frettabladid.is MARÍA LOVÍSA Ætlar að halda veislu í tilefni fimmtugsafmælisins. Þennan dag árið 1879 gerðu 25 skipverjar á Bounty uppreisn undir forystu Fletcher Christian stýri- manns. William Bligh skipstjóri og átján stuðningsmenn hans voru látnir sigla sinn sjó á opnum ára- báti en komust á land eftir að hafa rekið á hafi í tæpa tvo mánuði. Christian setti stefnuna á eyjuna Tubuai sunnan Tahítí. Skipið hafði látið úr höfn í Englandi rúmum tveimur árum fyrr og hélt til Vestur-Indía. Í októ- ber 1788 kom það til Tahítí og áhöfnin dvaldi þar í fimm mánuði og naut lystisemda lífsins. Hinn 4. apríl 1789 lagði Bounty úr höfn og rúmum þremur vikum seinna náðu uppreisnarmenn skipinu á sitt vald. Þeir ætluðu að setjast að á Tubuai, en eftir að hafa hrökklast þaðan sigldu þeir norður til Tahítí. Sextán skipverjar ákváðu að verða eftir þar þrátt fyrir að eiga á hættu að vera handsamaðir af breskum yfirvöld- um. Sú varð síðar raunin og þrír þeirra voru hengdir. Christian, auk átta skipverja og tæplega tuttugu eyjarskegga, þar af tólf kvenna, sigldu suður í Kyrr- haf. Í janúar árið 1790 námu þau land á hinni óbyggðu Pitcairn eyju, um þúsund mílur austur af Tahítí. Þrátt fyrir leit fundu Bretar Fletcher og föruneyti hans hvergi. Árið 1808 áðu bandarískir hval- veiðimenn á eyjunni og fundu þar eftirlifendur hópsins. John Ad- ams var eini uppreisnarmaðurinn sem lifði enn. Honum var veitt sakaruppgjöf og bjó á Pitcairn eyju til dauðadags. Í dag búa um 40 manns á Pitcairn eyju og eru flestir afkomendur landnemanna. NIÐJAR LANDNÁMSMANNA Á PITCAIRN ÞETTA GERÐIST MERKISATBURÐIR 1819 Tukthúsið í Reykjavík er gert að embættisbústað fyrir stiftamtmann. Þar er stjórnarráðshúsið nú. 1923 Fyrsti knattspyrnuleikurinn fer fram á Wembley-leik- vanginum. 1938 Stefán Íslandi óperusöngv- ari kemur fram í fyrsta sinn í Konunglega leikhúsinu í Kaupmannahöfn. 1945 Benito Mussolini er hand- samaður og skotinn ásamt ástkonu sinni. 1947 Thor Heyerdahl leggur af stað á Kon-Tiki flekanum frá Perú til Pólynesíu. 1967 Muhammad Ali hunsar herkvaðningu og er sviptur meistaratitlinum í hnefa- leikum. 1969 Charles De Gaulle segir af sér sem forseti Frakklands. Uppreisnin á Bounty Elskulegur eiginmaður minn, sonur og faðir, Haukur Óskar Ársælsson Lækjasmára 6, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Digraneskirkju í dag, fimmtudaginn 28. apríl, kl. 15.00. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hins látna er bent á deild A6 á Landspítala Fossvogi. Fyrir hönd tengdabarna, barnabarna, barnabarnabarna og systkina hins látna, Unnur Jónsdóttir, Klara Vemundsdóttir, A. Halla Hauksdóttir, Heiða Hauksdóttir, G. Harpa Hauksdóttir, Ragnar Hauksson, Jónína Björnsdóttir, Halldóra María Ríkarðsdóttir. ÁRBÓK 2005 Fjallað er um Austfirði frá Reyðarfirði til Seyðisfjarðar. Ferðafélag Íslands: Árbók 2005 komin út Austfirðir frá Reyðarfirði til Seyðisfjarðar heitir ný Árbók Ferðafélags Ís- lands sem komin er út og er sú sjö- tugasta og fimmta í röðinni. Hjörleif- ur Guttormsson náttúrufræðingur skrifaði bókina og tók flestallar af þeim 350 litmynd- um sem prýða hana. Ellefu staðfræðikort eru í bókinni auk 13 jarðfræðikorta og skýringaruppdrátta. Útgáfu Árbókar 2005 var fagn- að hjá Ferðafélaginu í gærkvöld með kynningu höfundar á bókinni í máli og myndum. Hjörleifur segir Austfirði einstaka í sinni röð og skera sig frá öllum öðrum landshlutum. Þar mætist ólíkar landslagsheildir auk þess sem jarðfræðin sé heillandi. Þetta er fimmta árbókin sem Hjörleifur skrifar og hafa þær all- ar fjallað með einum eða öðrum hætti um austanvert landið. Í bók- inni í ár segir Hjörleifur að fjallað sé um hjarta fjarðanna á miðju Austurlandi, á svæði sem ferða- fólk sýni vaxandi áhuga og hafi verið mikið í umræðunni að undanförnu. ■ AFMÆLI Júlíus Brjánsson leik- ari er 54 ára. Þórir Björn Kolbeinsson, formaður Félags íslenskra heimilislækna, er fimm- tugur. Margrét J. Pálmadóttir kórstjóri er 49 ára. Gunnar Karlsson myndlistarmaður er 47 ára. Andrés Magnússon, auglýsinga- og blaða- maður, er fertugur. ANDLÁT Matthías Jónsson, fyrrverandi kennari í Skógarskóla, lést föstudaginn 15. apríl. Útförin fór fram í kyrrþey. Gunnþór Pétursson, fyrrverandi sjó- maður, Fannborg 1, Kópavogi, lést sunnudaginn 24. apríl. Jörundur Kristinsson, skipstjóri, lést sunnudaginn 24. apríl. Svavar Gíslason, vörubílstjóri frá Viðey, Traðarlandi 4, Reykjavík, lést mánudag- inn 25. apríl. Ellefu ár skilja bassaleikarann og gítarleikarann að: Tveir úlfar eiga afmæli í dag Vinirnir og samstarfsmennirnir Jón Ólafsson bassaleikari og Ingvar Grétarsson gítarleikari sem spila saman í hljómsveitinni Úlfum eiga báðir afmæli í dag. Ingvar er 42 ára en Jón ögn eldri, 53 ára. „Það er ótrúlega margt líkt með okkur,“ svarar Jón aðspurð- ur. „Konan hans Ingvars tekur sérstaklega vel eftir þessu, það eru víst alls konar dyntir í okkur báðum.“ Úlfar hafa verið til í þrjú ár en Jón gekk til liðs við hljómsveitina fyrir einu og hálfu ári. Þegar tví- menningarnir komust að því að þeir eiga sama afmælisdag hafði Ingvar á orði að annað hvort myndi samstarfið ganga einstak- lega vel eða þá að allt færi á ann- an endann. Hið fyrrnefnda varð blessunarlega ofan á. Þriðji Úlfurinn, Guðmundur Stefánsson trymbill, á afmæli 2. febrúar. Úlfar leika í Vélsmiðjunni á Akureyri um helgina, en þar var Pollurinn áður til húsa. Jón býst við góðu stuði á ballinu eins og vanalega þegar Úlfar slá upp dansleik. ■ ÚLFARNIR JÓN OG INGVAR Tilkynningar um merkisatburði, stórafmæli, andlát og jarðarfarir í smáletursdálkinn hér að ofan má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5000. HJÖRLEIFUR GUTTORMSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.